Categories
Æskulýðsstarf Eldri borgarar Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla

Hér stend ég

Hér stend ég

Sækja myndband (HD)

Categories
Æskulýðsstarf Eldri borgarar Námskeið Sunnudagaskólinn

Haustnámskeið kirkjunnar 2019

Haustnámskeið kirkjunnar verður 26. – 30. ágúst  í Háteigskirkju

Mánudagur 26. ágúst

14.30: Öldrunarinnsæi. Umsjón Bára Friðriksdóttir.

Kl. 16.30 Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi. Námsskeiðið er 4st. og veitir vottun um gilda skyndihjálparþjálfun frá RKÍ sem gildir í 2 ár. Skráning til 23. ágúst á aeskr.is/skraning (námskeiðið er án endurgjalds fyrir leiðtoga í barna- og æskulýðsstarfi aðrir áhugasamir hafi samband við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju).

Þriðjudagur 27. ágúst

9.00 Húsið opnar kaffi og rúnstykki

10.00 Kynning á sunnudagaskólaefni næsta vetrar og nýrri Efnisveitu (kynningin verður endurtekin daginn eftir kl. 16.00).

10.45 Kyrrðarbæn fyrir börn. Umsjón: Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

11.20 Kynningar á vefmiðlun. Notkun facebook og Google ads í kynningarstarfi. Umsjón: Þorsteinn Arnórsson.

12.00 Hádegisverður

13.00 Brúður í kirkjustarfi. Hvernig notum við brúður til þess að segja sögur. (Þátttakendur hvattir til þess að koma með brúður sem þeir nota í starfinu). Umsjón: Bernd Ogrodnik brúðulistamaður.

15.00 Kaffi

15.15 Listin að segja sögu. Umsjón Eggert Kaaber leikari.

17.15 Kirkjutorg  – Stækkaðu tengslanet þitt í kirkjulegu starfi!

Kynningar frá ýmsum aðilum fyrir vetrarstarfið í kirkjunni þinni.  T.d. Hjálparstarf kirkjunnar, kaffihorn, æskulýðssamböndin, Skálholtsútgáfan, söngur, Biblíufélagið, eldriborgarastarf ofl. (þátttakendur enn að skrá sig til leiks).

Ca kl. 18.30 grillað í gogginn!

Miðvikudagur 28. ágúst

9.00 húsið opnar kaffi og rúnstykki.

10.00 Fjölskyldukirkjan (Family ministry) Umsjón: Hildur Björk Hörpudóttir og Jóhanna Gísladóttir.

12.00 Hádegismatur

13.00 Fjölskyldukirkjan- framhald.

15.30 Kaffi

16.00 Kynning á sunnudagaskólaefni næsta vetrar og nýrri efnisveitu (sama kynning og var á þriðjudagsmorgni).

ATH! Tímasetningar gætu breyst lítilega.

 

Fimmtudagur 29. og föstudagurinn 30. ágúst

Guðfræðiráðstefna á vegum áhugahóps um guðfræðiráðstefnur.Í ár mun Carla M Dahl prófessor við Luther Seminary og Jodi Houge prestur Humble Walk kirkjunnar í St. Paul, Minnesota sækja okkur heim. Nánari upplýsingar og skráning á gudspjall.is

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Sylvía Magnúsdóttir

er sjúkrahúsprestur og hefur mikla reynslu af barnastarfi.
sylviam@landspitali.is
Sími: 8242596 / 5438415

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Bryndís Svavarsdóttir

Sunnudagaskóli-og-helgileikur-2019-2020

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Afleysingar í kirkjustarf og sunnudagaskóla

Hér að neðan er listi með fólki sem er til í að leysa af ef þörf er á.
Klikkið á nöfnin til að sjá upplýsingar um viðkomandi.

Bryndís Svavarsdóttir
Halldór Elías Guðmundsson
Sylvía Magnúsdóttir

Categories
Æskulýðsstarf Unglingar

Sálmari

Tónlistarsmiðjan
Hér fyrir neðan getið þið hlaðið niður nýjum útgáfum
af þessum fallegu lögum sem Sálmari útsetti.


Faðir vor

Sækja myndband (HD)


Drottinn blessi þig

Sækja myndband (HD)


Drottinn blessi þig – án söngs

Sækja myndband (HD)


Eigi stjörnum ofar

Sækja myndband (HD)


Eigi stjörnum ofar – án söngs

Sækja myndband (HD)


Megi gæfan þig geyma

Sækja myndband (HD)


Megi gæfan þig geyma – án söngs

Sækja myndband (HD)



Drottinn blessi þig


Eigi stjörnum ofar


Megi gæfan þig geyma

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Myndbönd Páskar Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Páskar

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Hafdís og Klemmi rifja upp liðinn tíma. Hvað vita þau um páskana?

(Skírdagur – föstudagurinn langi – Páskasunnudagur)

Categories
Æskulýðsstarf Barnastarfið Biblíusögur Myndbönd Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Sólin

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Þessi nýi þáttur með Hafdísi og Klemma fjallar um ljósið. Getur hrós verið ljós?

Unnið með: Mattesus 5:14-16

 

↓ Hér má finna biblíusögu úr Daginn í dag 2 sem passa fullkomlega með þættinum.

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Categories
Æskulýðsstarf Námskeið

Námskeið í skyndihjálp

20914229_10214427527187092_3075802660521374836_n

Námskeiðið er eingöngu haldið í Lindakirkju og er ætlað æskulýðsstarfsfólki í Reykjavíkurprófastsdæmum og Kjalarnessprófastsdæmi.

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Biblíusögur Hlutbundin kennsla

Hlutbundin kennsla – Mattheusarguðspjall 28. kapítuli


Einföld sjónhverfing sem fjallar um upprisuna.

Hlutir
IMG_2936

 

 

 

 

 

 

– Ein króna eða annar myntpeningur (króna er best).

– Tvö lítil umslög

– Eitt stórt umslag.

– Límband (helst þykkt ).

– Hjartað, sem var notað í síðustu fræðslu (sjá páskar).

 

Undirbúningur:

Lokið öðru litla umslaginu, innsiglið það vel með límbandi og setjið síðan þetta litla umslag ofan í stóra umslagið.

IMG_2939 IMG_2940IMG_2941

Kennsla:

Munið þið hvaða hátíð var á síðasta sunnudag?

– Páskarnir.

Rifjum upp sögu páskanna. (Sýnið krónupeninginn).

króna

Hér er ég með eina krónu. Hafið þið skoðað myndina á krónunni? – Þetta er skeggjaður maður sem á að vera bergrisi, einn af landvættum Íslands. Meðan ég segi þessa sögu þá er þessi mynd á krónupeningnum í þykjustunni mynd af Jesú.

Sýnið krónuna aftur til áréttingar.

Þessi króna táknar Jesú.

Hafið krónuna ennþá sýnilega en takið fram litla umslagið.

Á föstudaginn langa dó Jesús á krossinum.  Allir voru sorgbitnir og grátandi: María, móðir Jesú og vinir og vinkonur Jesú. Jesús var tekinn niður af krossinum og klæddur í sérstök föt, sem eru kölluð líkklæði. Svoleiðis líkklæði voru notuð í gamla daga. Þeim var vafið vandlega utan um fólk sem var dáið.

Meðan þið útskýrið þetta setjið þið krónupeninginn í tóma litla umslagið og lokið því, brjótið það saman og límið á sama hátt og tóma umslagið sem þið voruð búin að undirbúa og setja í stóra umslagið.

IMG_2938IMG_2941IMG_2943

 Sýnið börnunum umslagið með krónunni í og haldið svo áfram frásögunni.

Og þegar líkami Jesú hafði verið vafinn í líkklæðin var hann settur í gröf.

Setjið umslagið með krónunni í ofan í stóra umslagið.

Gröfin hans Jesú var lítill hellir.

Lokið stóra umslaginu og haldið svo áfram með frásögnina.

Líkami Jesú var settur í gröfina og stórum steini var velt fyrir til að loka henni vel.

Hér mætti leggja enn meiri áherslu á þetta með því að innsigla umslagið rækilega með límbandinu.

Þannig leið föstudagurinn langi og þannig leið laugardagurinn.

Lærisveinarnir, vinir Jesú földu sig vegna þess að þeir voru hræddir um að verða handteknir, eins og Jesús.

Eldsnemma um sunnudagsmorguninn ákváðu nokkrar vinkonur hans að fara út að gröfinni og kanna hvort þær mættu fá að sjá hann og fá að smyrja hann. Í gamla daga var það oft gert við dáið fólk að smyrja það með smyrlsum sem ilmuðu vel.

Þær vissu samt ekki alveg hvernig þær ættu að fara að því af því steinninn fyrir gröfinni var risastór.

En þegar þær komu að gröfinni var búið að velta steininum frá.

– Um leið og þið segið þetta rífið þið efsta hlutann af stóra umslaginu.

Ofan á steininum sat engill sem sagði: Ekki vera hræddar. Þið eruð að leita að Jesú frá Nasaret, sem var krossfestur. Hann er ekki hér. Jesús lifir, hann er upprisinn.

Og konurnar fóru inn í gröfina og sáu líkklæðin hans Jesú.

– Takið nú litla tóma umslagið upp úr stóra umslaginu, rífið það upp og sýnið börnunum inn í það.

Og konurnar sáu að Jesús var ekki lengur í gröfinni.

– Margir fengu að sjá Jesú. Konurnar, lærisveinarnir og fjöldi annarra. Þegar lærisveinarnir sáu að Jesús var upprisinn voru þeir ekki lengur hræddir. Jesús sagði þeim að fara út um allan heim og segja frá því sem þeir höfðu séð og heyrt. Og Jesús sagði: Ég er með ykkur alla daga. Lærisveinarnir hlýddu Jesú. Þeir fóru út um allan heim og boðuðu trúna á hann. Þess vegna erum við hér í sunnudagaskólanum í dag.

Guð reisti Jesú upp frá dauðum til að segja okkur að þó líkaminn okkar deyi þá hættum við ekki að lifa. Við eigum eilíft líf með Guði á himnum.

Sýnið hjartað sem notað var í páskasamverunni.

Rifjum upp versið Litlu Biblíuna, sem við lærðum á páskadag:

Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.