Categories
6-9 ára Barnasálmar og söngvar Barnastarfið Efnispottur Foreldrastarf Leikir Myndaseríur Sunnudagaskólinn TTT

Barnastarfið 0-12 ára:

Categories
6-9 ára Barnastarfið DVD Myndaseríur Sunnudagaskólinn

NEBBANÚ Almennt um þættina

Nebbi
            Nebbanú nýtist best í barnastarfinu ef þættirnir eru sýndir í tveimur hlutum og stuðst er við kennsluleiðbeiningarnar. Stöðva skal þættina, þegar Nebbi segir ,,Nú er í vandræðum“ og í kjölfarið verður skjárinn svartur í smá stund, þá er farið í leik áður en síðari hlutinn er spilaður.
1. hluti – er hugsaður til sýningar eftir að búið er að segja Biblíusögu dagsins. Í sunnudagaskólanum er mikilvægt að segja börnunum sögur Biblíunnar á lifandi og skemmtilegan máta ekki síst vegna þess að þau heyra þær nánast hvergi annars staðar. Þættirnir eru þess vegna ekki skrifaðir sem endursögn á Biblíusögunum heldur sem viðbót til þess að varpa nýju ljósi á þær, skerpa á boðskapnum og ekki síst að skapa umræður við börnin.
Á milli þáttahlutanna – er farið í leik sem tengist Biblíusögunni á einhvern hátt. Leikur þessi minnir börnin ekki aðeins á Biblíusöguna heldur hitar þau upp fyrir seinni hluta þáttanna. – Biblíusöguna má einnig segja hér ef það hentar betur.
2. hluti – Hvetur til þátttöku barnanna (interactive learning) þannig að þau fái að upplifa þema hvers þáttar af eigin reynslu með því að hjálpa Nebba. Gott er að taka þátt í áskorun þáttanna með börnunum svo vandræði Nebba fái meira vægi. Allir þættirnir enda svo á stuttri setningu sem tekur saman það sem Nebbi uppgötvar hverju sinni. Setningin virkar vel til að vekja spennandi umræður við börnin.

Umræðupunktar – tengja saman og útskýra þáttinn, leikinn og biblíusöguna.
Börn ná góðri athygli þegar horft er á myndefni og þess vegna tilvalið að nýta þá athygli í stutt spjall við þau eftir þættina. Gæta skal þess að geyma allar spurningar um Nebba þangað til báðir hlutarnir hafa klárast svo engu verði óvart uppljóstrað um seinni hlutann.

 

 

 

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Myndaseríur Sunnudagaskólinn TTT

Nýja testamentið: Myndaseríur fyrir skjávarpa

Til athugunar

Til þess að nota hreyfimyndaseríurnar á iPad má nota forritið Keynote. Það virðist vera PowerPoint samhæft og fæst fyrir einhverja dollara á AppStore.

Dæmisögur

Dæmisagan um skuldugu mennina tvo
Miskunnsami Samverjinn Hreyfimyndasería
Miskunnsami Samverjinn og strákurinn Rafael
Úlfaldi í gegnum nálaraugað Hreyfimyndasería
Úlfaldi í gegnum nálaraugað
Tveir synir
Týndur sauður
Týndur sauður hreyfimyndasería
Í víngarðinum
Sáðmaðurinn
Skuldugi þjónninn Hreyfimyndasería

Sakkeus Hreyfimyndasería

Kraftaverkasögur

Brúðkaupið í Kana. Jesús breytir vatni í vín
Brúðkaupið í Kana: Fyrsta kraftaverk Jesú
– við Betesdalaug- Hreyfimyndasería
Lasarus
Jesús læknar við Betesdalaug
Bartímeus blindi- hreyfimyndasería
Bartímeus blindi
Sonur hundraðshöfðingjans
Jesús stillir storminn
Jesús stillir storminn: Hreyfimyndasería
Jesús mettar 5000 manns
Jesús mettar 5000 manns: Hreyfimyndasería
Fjórir vinir- Jesús læknar lamaðan mann Hreyfimyndasería
Hvar eru hinir níu?

Sögur af Jesú og Jesús kennir

Sjötíu sinnum sjö Hreyfimyndasería
Marta og María
Marta og María: Hreyfimyndasería
Jesús kallar lærisveina sína- fylgið mér Hreyfimyndasería
Fylgið mér
Jesús 12 ára í musterinu
Ummyndunin á fjallinu
Jesús skírður
Jesú freistað
Faðir vor
Jesús kennir lærisveinum sínum að biðja: Hreyfimyndasería
Hver er mestur?
Sakkeus- Hreyfimyndasería
Sá yðar sem syndlaus er- Hreyfimyndasería

 

Um ritningarstaði

Tungan- lítil óhemja- sem enginn maður getur tamið.

Aðventa- og jól

Boðun Maríu
Saga hirðanna
Vitringarnir
Saga jólanna

Dymbilvika og páskar

Sagan um Benjamín- Innreiðin í Jerúsalem>
Pálmasunnudagur: Hreyfimyndasería
Saga páskanna
Saga páskanna – hreyfimyndasería
Síðasta kvöldmáltíðin, Í Getsemane, Í hallargarðinum, Pétur elskarðu mig?

Flettimyndabiblíur

Hver er Jesús? – Flettimyndasögur

Categories
6-9 ára Barnastarfið Myndaseríur Sunnudagaskólinn

Tveir peningar- Hreyfimyndasería

Sjá hreyfimyndaseríuna í viðhengi hér neðst á síðunni. Smellið við hvern tölustaf.

1. Í dag ætla ég að segja ykkur tvær stuttar sögur úr Biblíunni. Báðar fjalla þær um peninga.

2. Dag nokkurn var Jesús staddur í musterinu. Hann var að kenna fólkinu allt mögulegt um Guð.

3. Prestarnir í musterinu voru ekki vinir Jesú. Þeir öfunduðu hann því allir vildu vera nálægt honum og heyra allt sem hann hafði að segja. Þá langaði til þess að koma Jesú í klandur.

4. -Heyrðu, Jesú, sagði annar presturinn. – Hvernig er þetta með þig og lærisveina þína? Ég sé að þið standið þarna hjá peningakistu musterisins. Þú veist að allir eiga að borga musterisgjald.

5. Jesús vissi hvað þeir voru að hugsa og hann vissi líka að hann átti ekki neinn pening. -Pétur minn, sagði hann við einn lærisveininn. -Getur þú farið niður að vatninu og veitt einn fisk fyrir mig. Pétur var svolítið undrandi á þessari bón. En Pétur var vanur því að Jesús kæmi með óvenjulegar hugmyndir svo hann var til í að gera hvað sem var. – En af hverju á ég að veiða fisk? spurði hann. – Af því að það er peningur í maganum á fisknum.

6. Pétur gat ekki annað en brosað.

7. Hann hafði séð Jesú gera svo mörg kraftaverk og undur að hann efaðist ekki eina mínútu um að hann myndi einmitt veið fisk sem hefði pening í maganum. Prestarnir í musterinu hristu bara hausinn og fannst þetta vera tóm vitleysa. Hann dreif sig strax út úr musterinu.

8. Hann var fljótur niður að vatninu. Hann þurfti ekki að bíða lengi eftir því að fiskur biti á færið hans. Hann dró fiskinn að landi og flýtti sér með fiskinn í musterið.

9. Allir skoðuðu fiskinn. -Allt í einu sáu allir glitta í pening…

10. og skyndilega skoppaði hann út úr munni fisksins og niður á gólf.

11. Jesús tók peninginn upp

12. og lét hann detta niður í peningakistuna. Nú voru þeir búnir að borga musterisgjaldið.

13. Nú kemur hin sagan.

14. Hún fjallar líka um pening.

15. Í þessari sögu er Jesús líka staddur í musterinu.

16. Prestunum var enn uppsigað við og reyndu allt sem þeir gátu til að láta setja Jesú í fangelsi. Til þess að það gæti gerst urðu þeir að reyna að plata hann til að brjóta lögin. – Hvernig er það, Jesús, á að borga keisaranum skatt?

17. Þeir vissu vel að lögin og reglurnar voru þannig að ALLIR urðu að borga keisaranum skatt en þá grunaði að Jesús vildi ekki borga skattinn. Jesús vissi hvað þeir voru að hugsa. -Sýnið mér peninginn, sagði hann þá.

18. Þeir sýndu honum pening. – Hmmm…hver er á myndinni á peningnum? spurði hann.
-Nú, þetta er mynd af keisaranum, svöruðu prestarnir óþolinmóðir. -Þá hlýtur keisarinn að eiga þennan pening, sagði Jesú. Það hlýtur því að eiga að borga keisaranum hann. En það má ekki gleyma að borga Guði það sem Guð á, bætti hann við.

19. Jesús hafði snúið á þá og þeir skömmuðust sín. Það var eins og Jesús hefði alltaf rétt fyrir sér.
En hvað er það sem við eigum að borga Guði? Hvernig gerum við það?

(Með því að sýna öðrum kærleika, vináttu, hjálpa öðrum, gefa fátækum, biðja til Guðs, fara í sunnudagaskólann o.s.frv.)

Myndir og texti: Elín Elísabet Jóhannsdóttir 2015

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Myndaseríur

Biblíusagan: Hirðarnir

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnasálmar og söngvar Barnastarfið Brúðuleikrit DVD Efnispottur Föndur Foreldrastarf Helgihald Hjálparstarf kirkjunnar Ítarefni Leikir Myndaseríur

Ítarefni

Nebbaþættirnir

Tófuþættirnir

Páskar Jólaefni
Æskulýðsdagurinn

Categories
6-9 ára Barnastarfið Ítarefni Myndaseríur Sunnudagaskólinn TTT

Ítarefni: Fjórir vinir Jesús læknar lamaðan mann