Categories
6-9 ára Leikir Lúther TTT

Leikur

Við ætlum að finna á okkar eigin kroppi og skinni hvernig skírnin og kvöldmáltíðin – sakramentin okkar – líta út og eru framkvæmd.
Hér má leika sér með vatnið og hella því í skál, prófa að ,,skíra” dúkku eða einhvern viðstaddan, ræða um reynslu okkar af því að sjá skírn í kirkju eða heimahúsi og líka hvernig skírnin á sér stað á ólíkum stað í lífi fólks. Sumir eru skírðir sem ungabörn aðrir sem unglingar eða fullorðnir.

Við ætlum líka að setja upp eins konar ,,kvöldmáltíð” – búum til ,,altari” eða notum altarið í kirkjunni ef við erum þar, og látum ganga brauð sem er brotið/rifið niður og svo vínber – af því að Jesús notaði ávexti vínviðarins í síðustu máltíðinni sinni með lærisveinunum.

Categories
6-9 ára Leikir Lúther TTT

Leikur

Siðbótarstórfiskaleikur.
Við þurfum rými sem hægt er að hlaupa í, og í upphafi er öllum hópnum komið fyrir í öðrum endanum.
Valdir eru einn eða fleiri,,siðbótarmenn” sem vilja ná fleirum inn í umbótarhreyfinguna sína, þeir standa reiðubúnir að ,,klukka” hina, þegar hópnum er gefið merki að hlaupa enda á milli. Ekki má klukka þá sem ná yfir á hinn endann. Þeir sem siðbótarmennirnir ná að klukka, slást í þeirra hóp.
Leikurinn endar þegar siðbótarmönnunum hefur tekist að ná öllum í sinn hóp.

Categories
6-9 ára Leikir Lúther TTT

Leikur

Upphitun. Styttuleikurinn. Tvö og tvö vinna saman og skiptast á að vera stytta og listamaður. Listamaðurinn mótar styttuna að vild eftir því hvernig Lúther upplifði Guð í sinni eigin trúarbaráttu. Stundum var hann áhyggjufullur, stundum upplifði hann létti og gleði. Stundum var hann bugaður en stundum fullur af von. Stundum leið honum eins og hann væri dæmdur skúrkur, stundum eins og hann væri laus úr gæsluvarðhaldi. Notið þessar tilfinningar til að móta ykkar eigin styttu.

Categories
6-9 ára Leikir Lúther TTT

Leikir

Upphitun: Munkaleikurinn. Þessi leikur er útfærsla á gamla og góða býflugnaleiknum – eða mólíkúlaleiknum eins og hann hét einu sinni. Í staðinn fyrir býflugur eða mólikúl (sameindir) eru allir munkar og eiga að búa til klaustursellur eins og voru algengar á tíma Lúthers.

Lýsing: Allir fara út á gólfið og ganga um í hópnum, þegar leiðtoginn kallar upp einhverja tölu, eiga allir að hrúgast saman í eins stóran hóp og talan segir til um. Ef leiðtoginn segir 4 – þá eiga fjórir munkar að hrúgast saman, ef leiðtoginn segir 13, þá þurfa 13 munkar að mynda eina sellu sömuleiðis.

Þeir sem EKKI passa í munkasellurnar af því þær eru fullar, eru úr leik. Leikurinn klárast þegar aðeins TVEIR munkar eru eftir á gólfinu, eftir að allir hinir hafa dottið úr leik. Þeir fá þann heiður að vera frekustu munkarnir í klaustrinu!

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir

MESSUUNDIRBÚNINGUR

Í messuundirbúningi þessarar samveru er upplagt að nota tímann í að undirbúa bænir, hugvekju og trúarjátningu. Hægt að skipta krökkum í hópa og fylgja eftir leiðbeiningum í messuforminu

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

LEIKIR

Ísjakinn bráðnar

Hver þátttakandi fær eitt A4 blað. Þátttakendum er skipt í lið. Hvert lið raðar A4 blöðunum sínum á gólfið þannig að úr verði einn stór ísjaki og standa á jakanum. Í hverri umferð tekur leiðtogi eitt blað af ísjakanum. Það lið vinnur sem heldur lengst út á sínum ísjaka án þess að snerta gólf.

Húsasmiðir

Leiðtogi er búinn að klippa helling af tímaritum niður í A7 búta. Þeir liggja eins og hráviður út um allan sal. Þátttakendum er skipt í litla hópa, hver hópur fær límbandsrúllu og greinilega afmarkað veggpláss sem má klína límbandi á. Þegar gefið er merki hefst keppnin sem fellst í því að líma sem flesta búta á sinn veggpart þannig að úr verði hús!

Leiðtogi er búinn að klippa helling af tímaritum niður í A7 búta. Þeir liggja eins og hráviður út um allan sal. Þátttakendum er skipt í litla hópa, hver hópur fær límbandsrúllu og greinilega afmarkað veggpláss sem má klína límbandi á. Þegar gefið er merki hefst keppnin sem fellst í því að líma sem flesta búta á sinn veggpart þannig að úr verði hús!

Í stað þess að láta krakkana líma hús, má láta þá líma hjarta, rós eða annað af táknunum sem tengist efninu og svo leyfa því að standa sem skraut þar til eftir messuna.

 

Láttu hólkinn standa! – keppni í samvinnu

Undirbúningur: safna hólkum innan úr klósettrúllum, jafnmörgum og liðin eru (sjá lýsingu að neðan). Hafa málband eða tommustokk við hendina.

Hópnum er skipt niður í lið. Í hverju liði eru ekki fleiri en 5. Lína er dregin (t.d. með bandi eða límbandi) og liðin standa fyrir innan hana allan tímann.

Hvert lið fær hólk innan úr klósettrúllu. Leikurinn er keppni um hvaða lið kemur hólknum eins langt frá línunni og hægt er ÁN þess þó að snerta gólfið hinumeigin við línuna. Hólkurinn verður jafnframt að vera uppréttur og má ekki detta. Það gengur semsagt ekki að henda hólknum bara eins langt og maður getur.

Dómarinn þarf tommustokk eða mæliband til að skera úr um sigurveigara.

Þessi leikur reynir á samvinnu og sköpunargleði. Beita má öllum ráðum til að færa hólkinn, án þess að nota aukahluti (blýanta eða eitthvað slíkt) – en bara að passa að snerta ekki gólfið hinu megin við línuna og hólkurinn verður að vera uppréttur. Gott að miða við að tíminn sé 3-7 mínútur – og svo má endurtaka eins oft og maður vill!

(http://kirkjan.is/naust/skraarsofn/eyjafjardarprofastsdaemi/2008/12/33leikir.pdf)

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Hreyfiskemmtun

Samvinna (setja klósetrúlluna eins langt og hægt er frá línunni)

Lýsing: Skipt er í hópa og hver hópur gerir sitt besta. Það er ekki allt sem gengur upp, en við verðum að halda áfram og það er ekki það mikilvægasta að vinna.

Verndarengla skotbolti (Við erum verndarenglar)

Lýsing: Þessi leikur er eins og venjulegur skotbolti, nema að hér er einn venjulegur leikmaður sem hægt er að skjóta og hann verður þá úr og hver og einn leikmaður á sér svo verndarengil sem getur fórnað sér fyrir venjulega leikmannin þannig að hann verði ekki fyrir skoti. Best er að merkja verndarengilinn vel með einhverju áberandi og einföldu sem auðvelt er að skipuleggja (t.d. allir verndarenglar eru með húfu, allir verndarenglar eru á táslunum, eða í skóm eða allir verndarenglar eru með borða um sig).

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Leikir

Hjartansmál:

Við erum gjörn á að merkja hvort annað og það gerum við með orðum og gjörðum. Það er mikilvægt að við reynum að einbeita okkur frekar að hinu jákvæða í fari hvors annars og næsti leikur er æfing í því.

Það sem þarf:
Blöð, límband, blýantar.

Framkvæmd:
Blöð eru fest aftan á alla þátttakendur. Allir eiga að skrifa eitthvað fallegt á bakið hver á öðrum. Best er að allir skrif bara einu sinni á bak allra til að allir fái jafn mikið á sinn miða.

Sítrónur, ó sítrónur:

Á miðju gólfi eru tvær mislitar ruslafötur. Þátttakendur bíða frammi (utan leiksvæðis) á meðan sítrónum er dreift um allan sal. Á 15 sekúndna fresti er gefið merki, þá sendir hvort lið einn þátttakenda inn í einu inn á leiksvæðið. Þátttakandinn á að ganga eins og kónguló (magi upp og gengur á höndum og fótum). Kóngulóin á að leita að sítrónum og flytja þær á maganum í eigin ruslafötu. Þegar síðasti þátttakandinn hefur verið sendur inn eru aðeins 30 sekúndur eftir af leiknum!

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir

Messuundirbúningur

Hér er gott að hjálpast að við að velja hvaða tónlist, söngvar og sálmar, verða fluttir á æskulýðsdaginn. Þegar vali er lokið er gott að æfa söngvana og virkja alla viðstadda til að vera kirkjukór! Ef organisti er á staðnum er mjög gott að fá hann/hana til að aðstoða við þennan hluta. Þessu má halda áfram á samverum fram að messunni sjálfri.

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Leikir

Þessir leikir passa vel við þessa samveru.

  1. Zip Zap
    Þátttakendur standa í hring. Þau láta Zip hljóð ganga til næsta manns með því að segja Zip og benda á næsta mann. Hægt er að breyta stefnu hljóðsins á tvennan hátt. Annars vegar ef sá sem fær Zip, hoppar upp og æpir af lífs- og sálarkröftum DOJJJJONG, þá fer Zip aftur til baka á þann sem sendi það og heldur áfram hinn hringinn.
    Önnur leið er að segja Zap og benda á hvern sem er inni í hringnum. Þá á sá sem fær Zap að halda áfram að senda Zip til næsta manns eða senda annað Zap, eða svara með DOJJJNG. ATH: Gaman er að spila þennan leik mjög hratt.

 

  1. Koddaleikur: Látið krakkana sitja á gólfinu í hring. Númerið þau 1 og 2 allan hringinn þannig að annar hver unglingur sé númer 2 og hinn númer 1. Látið einn krakka sem er númer eitt hafa kodda eða púða og annan sem er númer tvö og situr beint á móti á að hafa annan kodda. Markmiðið er svo að kasta púðanum réttsælis til næsta manns sem er með sama númer og reyna að ná hinu liðinu og koma púðanum sínum fram úr púða hins liðsins. Púðinn verður þó alltaf að fara til næsta manns sem er með sama númer. Það er bannað að sleppa úr.

 

  1. Númeraleikurinn, skrifið númer á litla miða, mega vera upp í 50 þess vegna. Setjið þrautir aftaná númerin. Dreyfið miðunum um kirkjuna og safnaðarheimilið. Hafið teninga á borði. Skiptið hópnum í lið, 3-6 í liði. Liðin koma svo og kasta teningi og eiga svo að leita að miða með þessu númeri, svo leysa þau þrautina sem er aftaná og koma svo aftur og kasta teningunum, þau bæta svo þessari tölu við töluna sem þau fengu áður. Gott er að láta þau hafa blað og blýant til þess að þau geti skrifað niður á hvaða númer þau voru komin. Á nokkrum númerum getur verið skipun um að færa sig aftur á lægra númer. Notið hugmyndaflugið við að búa til þrautirnar.

 

Dæmi: Syngið Jesús er besti vinur barnanna að næsta númeri. Haldið í eyrun á hvort öðru að næsta númeri. Teljið gluggana í húsinu. Hvað eru mörg skópör í ganginum. Syngjið Gamla Nóa fyrir leiðtogann. Hlaupið á vegg.

 

Nánar: SMELLIÐ HÉR!