Categories
6-9 ára Barnastarfið Leikir Sunnudagaskólinn TTT

LEIKIR FYRIR 2-12 ÁRA

Að gefnu tilefni er mikilvægt að hafa í huga að ekki eru allir leikir viðeigandi. Hugið að því hvort og hvernig börnin snertast í leiknum. Gætið einnig að því að ykkar snerting sé viðeigandi.Getur verið að snertingin sé óviðeigandi eða óvelkomin? Getur verið að slíkir leikir fæli sum börn frá starfinu? Verum gætin og virðum siðareglurnar.

Categories
Leikir Unglingar

Leikjasafn fyrir æskulýðsstarf

Að gefnu tilefni er mikilvægt að hafa í huga að ekki eru allir leikir viðeigandi. Hugið að því hvort og hvernig unglingarnir snertast í leiknum. Getur verið að snertingin sé óviðeigandi eða óvelkomin? Getur verið að slíkir leikir fæli suma unglinga frá starfinu? Verum gætin og virðum siðareglurnar.

Er í vinnslu: á eftir að sortera:
Leikir frá Eyjafjarðapróafstsdæmi A
Leikir fyrir unglingastarf
Leikir sem kenndir voru á Sólheimanámskeiði 2008

Categories
Leikir Sunnudagaskólinn

Fjölskylduguðsþjónustur

Hér má finna nokkrar fjölskylduguðsþjónustur.
Athugið að þessi liður er í vinnslu

Vinamessa:
http://efnisveita.kirkjan.is/node-384

Fjölskylduguðsþjónustur

Categories
Leikir

Bænir fyrir barna -og unglingastarf

Hér er að finna fjöldann allan af bænum sem nota má við ýmis tækifæri.

Categories
Leikir

Árdegismessa á miðvikudagsmorgni í Hallgrímskirkju

Categories
Leikir

Messuskýringar. Kristján Valur Ingólfsson

Þessar messuskýringar eru bæði hugsaðar til að lesa og íhuga fyrir kirkjugöngu, en einnig má flytja þær í áföngum í messunni sjálfri eins og hugleiðingu.

Categories
Leikir

Bænastund fyrir friði

Categories
Leikir

Litir kirkjuársins

Samantekt, Sigurður Ægisson.

Categories
Barnastarfið Leikir Sunnudagaskólinn

Stuttar bænir fyrir barnastarf

Bænir þessar henta vel til upplesturs t.d. í fjölskylduguðsþjónustum:

Bæn
Yndislegi skapari! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir sköpun þína sem er stórkostlegt listaverk. Viltu hjálpa okkur að fara vel með líkama okkar, hugsa vel um dýrin og vera góð við allar manneskjur. Hjálpaðu okkur líka að varðveita jörðina og vera góðir ráðsmenn. Amen

Bæn
Umhyggjusami Drottinn! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir það að við erum þín börn og þú hefur alltaf tíma fyrir okkur. Við þökkum þér fyrir blessun þína og að við erum í þinni hendi. Viltu hjálpa okkur að gleyma þér aldrei í lífinu. Amen

Bæn
Trúfasti Guð! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Viltu gefa okkur hugrekki og sterka trú. Við þökkum þér fyrir það að trúin á þig gefur okkur styrk bæði í gleði og sorg. Viltu gefa okkur mikinn kærleika svo við getum hjálpað þeim sem eiga í erfiðleikum. Amen.

Bæn
Góði Guð! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir kirkjuna sem er eins og stórt og sterkt skip sem við getum örugg ferðast með í lífinu.
Viltu hjálpa okkur að vera sannar og þolinmóðar manneskjur. Viltu gefa okkur kjark til að þora að gera gott þótt öðrum þyki það hlægilegt. Amen.

Bæn
Kæri Jesús! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir það að þú ert sannur vinur og að við getum alltaf treyst á þig. Viltu hjálpa okkur að vera vinir í raun og gefa okkur hugrekki. Amen.

Bæn
Miskunnsami Guð! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir það að þú elskar okkur eins og við erum og ert alltaf tilbúinn að fyrirgefa okkur. Viltu hjálpa okkur að fyrirgefa og sættast við aðrar manneskjur. Viltu taka bæði afbrýðisemi og reiði úr hjarta okkar og gera okkur miskunnsöm.
Amen

Bæn
Kærleiksríki Jesús! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Viltu hjálpa okkur að vinna gegn einelti. Gefðu okkur kærleika þannig að við stríðum ekki öðrum. Viltu styrkja okkur í því að vera réttlát og umhyggjusöm, þannig að öllum líði vel í kringum okkur. Amen

Bæn
Gjafmildi Jesús! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Viltu hjálpa okkur að vera ekki gráðug. Þú þekkir okkur best, viltu láta okkur sjá hvað skiptir mestu máli í lífinu. Viltu minna okkur á hvað við erum rík að eiga fjölskyldu, vini og þig. Viltu aðvara okkur þegar við verðum frek og gráðug. Amen

Bæn
Mikli Drottinn! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir kristniboðana sem fara út um allan heim til að segja frá þér og hlúa að fólki. Viltu varðveita þá frá öllum slysum og hættum. Viltu gefa okkur styrk til að vera duglegir og áhugasamir kristniboðar. Amen.

Bæn
Sterki Guð! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir það að þú getur snúið vonleysi í sigur. Viltu gefa öllu vonlitlu fólki styrk. Við þökkum þér fyrir alla þína leiðsögn í lífinu og viltu gefa okkur augu og eyru til að sjá og heyra boðskap þinn. Amen

Bæn
Gjafmildi Drottinn! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir aðventuna sem fyllir okkur af tilhlökkun fyrir komu þinni. Viltu hjálpa okkur að hugsa vel um aðrar manneskjur núna í svartasta skammdeginu. Gefðu okkur hreint hjarta svo við lýsum í myrkrinu. Amen.

Bæn
Almáttugi Jesús! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir það að þú fæddist á jólum inn í heiminn svo við eignuðumst sterkan frelsara. Viltu umvefja öll börn sem eru að fæðast á þessari aðventu á Íslandi. Viltu vera með öllum foreldrum sem eru að ala upp börnin sín, gefðu þeim kærleika þinn og visku. Amen.

Bæn
Góði Jesús! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir að þú ert góði hirðirinn sem passar okkur gegn öllu illu. Viltu leiðbeina okkur þannig að við villumst aldrei frá þér. Við þökkum þér fyrir það að þú ert einstakur sonur Guðs og þekkir allt okkar líf. Þú ert hin eina sanna gleðifrétt. Amen.

Bæn
Vitri Jesús! Við þökkum þér fyrir nýjan dag. Við þökkum þér fyrir vitringana þrjá sem fylgdu stjörnunni forðum og fundu konung konunganna í fjárhúsi. Við þökkum þér fyrir jólin sem bera með sér kærleika og ljós inn í veturinn og líf okkar. Amen.

Bæn
Kæri Jesús! Við þökkum þér fyrir nýja árið. Við biðjum fyrir öllu fólki á nýju ári. Viltu hjálpa okkur að vera þínir góðu lærisveinar. Amen.

Categories
Leikir

Alþjóðlegur bænadagur kvenna 2008

Kæra samstarfsfólk að Alþjóða bænadegi kvenna um allt land.

Undirbúningsnefnd að bænadeginum 2008 sendir ykkur sínar bestu kveðjur og þakkar fyrir síaukna þátttöku í þessu alþjóðlega samstarfi ár frá ári.

Hér er dagskráin svo sem við höfum þýtt hana og stytt eftir enskri útgáfu gvæjönsku landsnefndarinnar. Þið ljósritið hana að vild.

Við ætlum að nota eftirfarandi söngva og sálma á samkomunni í Íslensku Kristskirkjunni:

Daginn í dag
Kærleiki Guðs á stóra ströndu minnir
Ver mér nær
Þér lýðir lofið Drottin
Megi gæfan þig geyma

Eins og vant er munum við taka samskot fyrir Hið íslenska Biblíufélag. Að þessu sinni er safnað fyrir Biblíum til afskekktra svæða á Indlandi. Hægt er að senda söfnunarféð beint á Hið íslenska Biblíufélag, Guðbrandsstofu, Hallgrímskirkju, Pósthólf 243, 121 R. eða biðja viðkomandi sóknarprest fyrir framlagið.

Það hefur verið fróðlegt að fá fregnir utan af landi um mismunandi form bænadagsins, og viljum við enn hvetja ykkur til að senda okkur fréttir og myndir eða hringja í okkur að bænadeginum loknum, svo að skýrslan sem við skilum til höfuðstöðvanna í New York endurspegli enn frekar það sem gert er á Íslandi öllu.

Friðarkveðjur,
fyrir hönd landsnefndar Alþjóðabænadags kvenna 2008,
María Ágústsdóttir

Glærur með myndum.