Töfrapokinn- Hugleiðing um páskana

Töfrapokinn er til í mörgum kirkjum. En fæst einnig í Kirkjuhúsinu.

Grænn
Dag nokkurn sagði Jesús við lærisveina sína: – Farið til bóndans þarna og fáið asnann hans lánaðan. Lærisveinarnir vissu ekki hvað Jesús ætlaði að gera við lítinn asna en þeir gerðu það sem hann bað þá um.
Jesús settist á asnann og reið inn í borg sem hét Jerúsalem.
Í Jerúsalem var fjöldi manns. Þegar fólkið sá Jesú koma ríðandi á asna, hrópaði það upp yfir sig af gleði. Sumir fóru úr yfirhöfnunum og lögðu þær á götuna svo Jesús og asninn þyrftu ekki að stíga fæti sínum á harða jörð. Aðrir rifu greinar af pálmatrjánum og veifuðu þeim eins og fánum eða lögðu þær á götuna. Allir hrópuðu einum rómi: Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins!
Þetta var á pálmasunnudag.

Svartur
Föstudagurinn langi rann upp. Það var dagurinn sem Jesús var krossfestur.
Það er erfitt að skilja hvers vegna mönnunum datt í hug að krossfesta Jesú sem var svo góður. En Jesús sagði við Guð, föður sinn: – Faðir, fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir eru að gera.
Jesús er tilbúinn til að fyrirgefa öllum.

Rauður
Hann dó á krossinum. Sagt er að hann hafi úthelt blóði sínu fyrir okkur mannfólkið.

Hvítur
Þegar Jesús var dáinn, tóku vinir hans hann niður af krossinum, vöfðu hann í líkklæði og settu hann inn í gröf.
Síðan var stórum steini velt fyrir grafaropið.
Vinir Jesú hljóta að hafa verið mjög sorgmæddir.

Gulur
Á páskadagsmorgun fóru nokkrar konur að gröf Jesú.
Þær voru með blóm og ilmsmyrsl.
Þær ætluðu að smyrja líkama Jesú, eins og siður var að gera í þeirra landi.
Þegar þær komu að gröfinni, sáu þær að steininum hafði verið velt frá.
Þær flýttu sér inn í gröfina og sáu að gröfin var tóm.
Jesús var ekki þar!
Allt í einu stóðu englar hjá þeim og sögðu þeim að Jesús væri ekki lengur dáinn, heldur lifandi!
Þá skildu þær hvað hafði gerst. Jesús hafði stigið frá dauðanum yfir til lífsins! Hann sigraði dauðann. Konurnar hlupu eins og fætur toguðu til lærisveina Jesú og sögðu þeim þessar góðu fréttir.

Jesús segir: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi.

SB 152 Nú rís og brosir röðull nýr

Texti: Latn. frá 14. öld – Sigurbjörn Einarsson

Tónlist: 14. öld / Hjá Bæheimsbræðrum 1531

SB 154 Sjá, gröfin hefur látið laust

Texti: Björn Halldórsson

Tónlist: Íslenskt lag / 1840

SB 158 Herrann lifir, höldum páska

Texti: Björn Halldórsson

Tónlist: Franskt lag – Genf 1551

SB 153 Nú fæ ég friðinn

Pétur Guðmundsson / Íslenskt lag – Hymnódía Sacra 1742 – SB 1772

SB 155 Nú hljómi lofsöngslag

Texti: Bjarni Jónsson

Tónlist: Jakob Regnart 1574 (1576?) / Andlegt 1578 eða hjá Barth. Gesius 1605 (heimildum ber ekki saman).
Hjá Johanni Schein 1627. – Sálmabók 1619.
Lagboði: Gleð þig, Guðs sonar brúð
Þýska: Auf meinen Lieben Gott
Danska: Fryd dig, du Kristi brud
Sænska: Gläd dig, du Kristi brud
Norska: Gled deg, du Kristi brud

SB 578 Lof sé þér Guð, því lífsins sól

Texti: Sigurbjörn Einarsson með hliðsjón af þýskum texta

Tónlist: Melchior Vulpius 1609

SB 577 Sjá ljóma yfir húmsins höf

Texti: Sigurbjörn Einarsson, með hliðsjón af þýskum texta

Tónlist: Hjá Cyriacus Spangenberg 1568

SB 157 Í dauðans böndum Drottinn lá

Texti: Latn. frá miðöldum – Luther – Helgi Hálfdánarson

Tónlist: Wittenberg 1524

SB 156 Dauðinn dó, en lífið lifir

Texti: Helgi Hálfdánarson

Tónlist: Joachim Neander 1680