Categories
Leikrit Sunnudagaskólinn

Leikrit – Eyri ekkjunnar

Hjálpargögn: Rebbi og mýsla.  

Rebbi Úúúúff. Úffhúff.

Mýsla Er eitthvað að Rebbi minn?

Rebbi Úúúúff hvað ég er svangur. Ég er svoooo svangur.  Ég borðaði næstum ekkert í morgunmat. Bara smá bjúgu. . . og kartöflur. . . og brauðsneið . . . með osti og sultu og tómat og spægipylsu og remúlaði og slátri og ullarsokk.

Mýsla Ullarsokk?!

Rebbi Já. Ég var svo gráðugur að ég var búinn að kyngja þegar ég fattaði að þetta var ullarsokkur.

Mýsla Og ertu samt strax orðinn svangur?

Rebbi Já! Ég er refur sko. Refir borða mjög mikið og ég er svooo svangur að ég get varla hreyft mig.  

Mýsla Jæja já.  Þá skulum við koma í leik.

Rebbi Allt í lagi, ef ég þarf ekki að hreyfa mig hratt.

Mýsla Neibb. Engin hlaup.

Rebbi Mmm . . . hlaup.  

Mýsla Rebbi? Rebbiiiii!

Rebbi Fyrirgefðu.   Hvaða leikur er þetta?

Mýsla Frúin í Hamborg

Rebbi Hvar??? (skimar í kringum sig) Hver er það?? Þessi kona þarna?  Há dú jú læk Æsland?

(við Mýslu) Er Hamborg ekki annars í útlöndum?

Mýsla Nei leikurinn heitir Frúin í Hamborg.  

Rebbi Ó? Ég skil. Jæja – Hvernig er leikurinn?

Mýsla Hann er svona.  Ég spyr þig “hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér?”

Rebbi Gaf mér?? Á ég pening?  Vúhú!

Mýsla Í leiknum já. Og þú segir mér hvað þú keyptir, en þú mátt ekki svara mér með “já – nei – svart eða hvítt”. Skilurðu ?

Rebbi Já já.

Mýsla Þá byrjum við!  Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér

Rebbi uuuuuu…..

Mýsla Rebbi!

Rebbi Jájá – ég er að hugsa

Mýsla Mátt ekki segja já.

Rebbi Ah. Nei það er satt

Mýsla Og ekki segja nei . . .

Rebbi Æji – nú er það svart

Mýsla (andvarpar) og ekki heldur svart . . .   

Rebbi Alveg rétt!! Reynum aftur. Ég held ég skilji þetta núna

Mýsla Allt í lagi.  Hvað keyptirðu fyrir peningana sem Frúin í Hamborg gaf þér?

Rebbi Súkkulaðiköku.  Riiiiiiiiisavaxna súkklaðiköku.   Með rjóma. Namminamm . . .

Mýsla Og hvernig er rjóminn á litinn?

Rebbi Hvítur auðvitað.  Neiiii! Æji neijá. Aaaargh.

Mýsla Hahahaha – nú spyrð þú mig.

Rebbi Þetta er mjög erfiður leikur.  Hvað keyptirðu fyrir peningana sem konan þarna gaf þér?

Mýsla Ég keypti fullt af lyfjum.

Rebbi Haaa?

Mýsla Og hjálpargögn. Og mat.  Fatnað.

Rebbi Ha?! Hvað meinarðu?

Mýsla Ég lét peningana fara alla í Hjálparstofnun kirkjunnar.

Rebbi Hvað er það?

Mýsla Peningar sem fara í hjálparstofnun kirkjunnar, er fyrir fólk úti í heimi, sem vantar föt, hreint vatn, meðul og mat.

Rebbi Vá! En fallegt og ótrúlega nauðsynlegt.

Mýsla Já Rebbi minn – við höfum það nefnilega svo gott.  En það eru margir sem eiga varla til neitt að borða.  Og það fólk þarf hjálp. Okkar hjálp.

Rebbi Okkar? En ég er bara lítill refur.  

Mýsla Það er enginn svo lítill að hann geti ekki hjálpað.   

Rebbi Nú fæ ég samviskubit. Ég ætlaði að nota peningana í súkkulaðiköku

Mýsla Það er allt í lagi.  Við þurfum bara að muna líka eftir að hjálpa öðrum, á milli þess sem við hjálpum okkur sjálfum.  Eins og Jesús sagði – við eigum að elska náunga okkar eins og okkur sjálf.

Rebbi Gott ráð. Ég ætla strax að fara  og póstleggja súkkulaðiköku útí heim.  (rýkur út)

Mýsla Öööö . . . Rebbi.  Fallega hugsað en . . . REbbi!!! Bless krakkar! Ég held ég verði að ná Rebba áður en hann treður köku oní umslag . . .   REEEEEBBBIIIII !!!!!

Categories
6-9 ára Barnastarfið Leikrit Sunnudagaskólinn

Leikrit B: Rebbi og Músapési: Jesús elskar líka lygalaupa

Rebbi kemur að Músapésa snöktandi

Rebbi: Músapési, hvað er að?

Músapési: Æ, Rebbi ég get ekki talað um það.

Rebbi: Ekki einu sinni við gamlan Ref?

Músapési: Nei, mér líður svo illa.

Rebbi: Þá er gott að tala við einhvern.

Músapési: Jaaááá, en ég held að ég geti ekki sagt frá því.

Rebbi: Nú, gerðist eitthvað?

Músapési: Já…

Rebbi: Hvað?

Músapési: …alveg hræðilegt.

Rebbi: Gáðu hvort þér líður ekki betur ef þú segir mér frá því.

Músapési: Sko…hérna…ég hérna…

Rebbi: Já, ég er að hlusta.

Músapési: Ég plataði Mýslu alveg svakalega og nú elskar Jesú mig ekki lengur (byrjar að gráta.)

Rebbi: Hvað ertu að segja!?

Músapési: Já, ég veit…þetta er hræðilegt.

Rebbi: Ég skil vel að þér líði illa, en á ég að segja þér svolítið?

Músapési: Hvað? (Snöktir.)

Rebbi: Ég held að þú sért á villigötum.

Músapési: Já, ég er algjör lygalaupur.

Rebbi: Nei, það var nú ekki það sem ég átti við.

Músapési: Hvað þá?

Rebbi: Ég held að þú sért búinn að gleyma hvað Jesú elskar þig mikið.

Músapési: Heldur þú að honum þyki ennþá vænt um mig?

Rebbi: Ég held ekkert um það, ég er handviss um það.

Músapési: Hvernig getur þú verið svona viss?

Rebbi: Manstu eftir laginu „Elska Jesú er svo dásamleg?“

Músapési: Já…

Rebbi: (Syngur.) „Svo há að þú kemst ekki yfir hana“…Syngdu með!

Músapési: Svo djúp þú kemst ekki undir hana.

Rebbi: …Svo víð þú kemst ekki út úr henni, elska svo dásamleg!

Músapési: Ég kann þetta lag alveg.

Rebbi: Þá þarftu að fara vel með textann.

Músapési: Af hverju?

Rebbi: Hann segir allt sem þú þarft að vita núna.

Músapési: Nú?

Rebbi: Já…Það er nefnilega svoleiðis að Jesú elskar þig svo mikið að þú kemst aldrei út úr elsku hans.

Músapési: Jaaáááá, ertu að segja að Jesú hætti aldrei að elska mig?

Rebbi: Einmitt!

Músapési: Alveg sama hvað ég geri?

Rebbi: Já, en honum finnst það samt mjög leiðinlegt þegar þú ert að plata.

Músapési: Hvað get ég þá eiginlega gert!

Rebbi: Beðið Jesú fyrirgefningar á því að hafa verið að plata systur sína.

Músapési: Auðvitað!

Rebbi: Svo þarftu að fara til Mýslu, segja henni að þú hafir verið að plata og biðja hana fyrirgefningar.

Músapési: Já það er rétt hjá þér.

(Rebbi kinkar kolli.)

Músapési: Þá er best að ég drífi mig af stað.

Rebbi: Gerðu það, og gleymdu aldrei hvað Jesús elskar þig heitt.

Músapési: Það geri ég örugglega ekki aftur.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Leikrit Sunnudagaskólinn

Leikrit A: Rebbi og biblíusagan

Leiðbeinandinn: Þá er bara komið að því að fletta og finna biblíusögu dagsins.

Rebbi:  Já…þetta er meira en lítið dularfullt. Ég botna bara ekkert í því hvernig bréf þar sem verið er að rukka mig fyrir eggjaskuld, tengist Biblíunni á einhvern hátt.

Leiðbeinandinn: Nei. En svona er þetta oft. Sögurnar í Biblíunni tengjast gjarnan daglega lífinu okkar á einn eða annan hátt.

Rebbi: Já… einmitt.

Leiðbeinandinn: Jæja. Hér er sagan. Einu sinni var þjónn sem skuldaði kónginum mikla peninga. Kóngurinn vildi láta þjóninn borga skuldina og lét færa hann til sín. En þjónninn gat ekki borgað skuldina svo kóngurinn ætlaði að taka allt sem hann átti og selja það upp í skuldina.

Rebbi: Já! Nú skil ég. Þessi saga er um þjón sem skuldaði…alveg eins og ég.

Leiðbeinandinn: Já það er rétt hjá þér. Þú ert býsna glöggur refur.

Rebbi: Já…(fer hjá sér).

Leiðbeinandinn: En þjónninn var í sömu sporum og þú, Rebbi minn. Hann gat ekki borgað skuldina. Hann átti engan pening svo hann bað kónginn að gefa sér örlítinn frest.

Rebbi: Og gerði kóngurinn það?

Leiðbeinandinn: Já… hann gerði reyndar betur en það. Hann ákvað að gefa honum upp skuldina.

Rebbi: Gefa honum upp skuldina? Hvað þýðir það?

Leiðbeinandinn:  Það þýðir í rauninni að hann þurfi bara ekkert að borga!

Rebbi: Já. Vá! Heyrðu…alveg eins og þú gerðir fyrir mig. Þú ætlar að borga skuldina fyrir mig.

Leiðbeinandinn: Já… það er eiginlega eins.

Rebbi: Vá hvað þjónninn var heppinn. Hann hefði aldrei getað borgað skuldina.

Leiðbeinandinn: Nei. En veistu hvað gerðist þá?

Rebbi: Nei.

Leiðbeinandinn: Þegar þjónninn gekk út frá kónginum, hitti hann vin sinn. Vinur hans skuldaði honum smá pening.

Rebbi: Já…og gaf þá ekki þjónninn honum bara upp skuldina…

Leiðbeinandinn: Maður hefði nú haldið það. En hann gerði það ekki. Hann heimtaði að vinurinn borgaði sér alla skuldina og það strax.

Rebbi: og gat vinurinn það?

Leiðbeinandinn: Nei. Hann gat það ekki! Hann bað um frest en þjónninn vildi bara alls ekki gefa honum frest og lét varpa honum í fangelsi!

Rebbi: Vá! Sá hefur verið vondur og ósanngjarn. Ef ég myndi hitta þennan þjón myndi ég sko….urra á hann ….og bíta í rassinn á honum! Urrrr!

Leiðbeinandinn: Já, ég skil að þú sért reiður. Enda var þetta skrýtin framkoma.

Rebbi: Já….ji…en hvað ætli kóngurinn hefði sagt, ef hann hefði nú frétt af þessu?

Leiðbeinandinn: Kóngurinn frétti einmitt af þessu og hann varð öskureiður. Hann skammaði þjóninn fyrir að hafa verið svona miskunnarlaus og hætti við að gefa honum upp skuldina. Hann varpaði honum meira að segja í fangelsi!

Rebbi: Ég er ekki hissa á því. En hvað á þessi saga að kenna okkur?

Leiðbeinandinn: Þessi saga er í rauninni um fyrirgefninguna. Guð fyrirgefur okkur allt sem við gerum rangt. En hann vill líka að við fyrirgefum þeim sem gera eitthvað á okkar hlut.

Rebbi: Einmitt það já.

Leiðbeinandinn: En eigum við nú ekki að syngja eitthvað skemmtilegt?

Rebbi: Jú gerum það.

 

Categories
Leikrit Söngvasjóður

Fuglinn Konni- leikrit