Categories
6-9 ára Hlutbundin kennsla Sunnudagaskólinn

Hlutbundin kennsla: Byggt á bjargi

Til athugunar:
Nú notum við fjársjóðskistu. Að þessu sinni á að vera pappamál.
Þessi kennslustund þarfnast aðeins meiri undirbúnings en venjulega.

Hlutir
– Tvær skálar (djúpir diskar) önnur tóm, hin með bleyttum sandi eða jarðvegi í.
– Tveir matardiskar.
– Tvö pappamál sem má gjarna vera búið að teikna á hurð og glugga (sett í fjársjóðskistuna).
– Stór kanna með vatni.
Best er að byrja með skálarnar á borðinu og hvolfa matardiskunum yfir þær.

Kennsla
Sjáið þið hvað ég er með í dag, krakkar? (Tvær skálar og tveir diskar á hvolfi).
En í dag ætla ég að segja ykkur sögu sem Jesús sagði, af tveimur mönnum sem byggðu sér hús. Annar þeirra byggði húsið sitt á bjargi (Hvolfið disknum sem er með tómu skálinni þannig að nú er snýr diskurinn réttri hlið upp en skálin er á hvolfi). Þetta er í þykjustunni bjargið (bendið á skálina). Og maðurinn byggði húsið sitt beint ofan á því. (Setjið pappamálið ofan á skálina sem er á hvolfi). Er þetta ekki fínt hús?
(Snúið núna hinum disknum við þannig að skálin sé á hvolfi). Annar maður sem var líka að byggja sér hús ákvað að byggja sitt hús á sandi (Takið skálina burtu þannig að sanhrúgan verði eftir á disknum). Þessi maður byggði húsið sitt nákvæmlega hérna (Setjið pappamálið varlega ofan á sandinn). Er þetta ekki fínt hús líka?
Svo gerðist svolítið óvænt. Það kom mjög vont veður. Hvernig heyrist í vondu veðri? Og svo fór að rigna og rigna. Rigningin buldi á báðum húsunum (hellið yfir bæði húsin jafnt og leyfið börnunum að sjá hvernig sandurinn gefur undan). Húsið á bjarginu var kyrrt á sínum stað en húsið á sandinum eyðilagðist. Jesús sagði þessa sögu til að minna okkur á að það skiptir máli á hverju við byggjum líf okkar.