Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Leyniteikning: Byggt á bjargi og sandi

Sjá leiðbeiningateikningar í viðhenginu neðst á síðunni.

Segið börnunum söguna um leið og þið teiknið myndirnar. Best er að æfa sig áður en sagan er flutt og teiknuð fyrir börnin.
Skemmtilegast er að segja söguna án þess að lesa textann beint af blaði.

1. Einu sinni voru tveir menn sem ætluðu byggja sér hús. – Ég ætla að byggja húsið mitt hér (teiknið strikið) á þessu trausta bjargi, sagði annar þeirra.

2. Ég sé að þetta bjarg er afskaplega sterkt og traust. Hér getur húsið mittt staðið traustum fótum, bætti hann við stoltur og hófst þegar handa við bygginguna.

3. Brátt hafði hann byggt fallegt hús á bjarginu.

4. Hinn maðurinn valdi sér líka byggingarstað. – Ég ætla að byggja húsið mitt þarna, niðri á sandinum, sagði hann og hljóp niður í fjöru. Sandurinn var hlýr og mjúkur. -Hér er notalegt að vera, hugsaði hann glaður.

5. Hann hófst strax handa og brátt átti hann lítið fallegt hús á sandinum.

6. En allt í einu fór að hellirigna.

7. (Teiknið bogann frá vinstri og að húsinu á sandinum). -Komdu upp á bjargið til mín, kallaði maðurinn niður af bjarginu. Þú ert öruggari þar en hér. Maðurinn á sandinum lét ekki segja sér það tvisvar. Hann fann hvernig sandurinn var farinn að blotna og skolast til. -Húsið mitt þolir ekki þessa hreyfingu á sandinum. Það er ekki öruggt, sagði hann við sjálfan sig og þaut upp á bjargið (Teiknið seinni bogann sem liggur frá húsinu á sandinum og upp á bjargið.

8. Nú var vatnið farið að flæða yfir allt. Húsið á sandinum var komið á bólakaf. Það var ekki gott að byggja hús á sandi.

En getið þið séð hvað ég er búin að teikna? Er þetta ekki næstum því eins og Örkin hans Nóa? Við gætum teiknað nokkur dýr á þilfarið. (Kannski vilja börnin prófa að teikna dýrin).

Teikningar og texti: Elín Elísabet Jóhannsdóttir, 2015

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Leyniteikning: Bartímeus blindi

Leiðbeiningar
Teiknið og segið söguna um leið. Textinn er númeraður þannig að auðvelt er að finna hvaða texti á við hvaða teikningu.
Athugið að best er að teikna þessa mynd á karton því það þarf að vera hægt að snúa henni við.
Sjá leiðbeinandi teikningar hér neðst á síðunni.

Einu sinni var maður sem hét Bartímeus.
Hann var blindur (1)
hann sá ekkert með augunum.

Bartímeus sat við vegkantinn með skál (2) fyrir framan sig og betlaði.

Stundum fékk hann eina krónu eða tvær (3)
Stundum fékk hann ekkert (4)

Dag nokkurn heyrði hann að fjöldi fólks gekk framhjá og hann spurði hvað væri um að vera.
,,Jesús er kominn í bæinn okkar,“ sagði einhver.

Bartímeus opnaði munninn (5)
og byrjaði að hrópa: ,,Jesús“ (6)

,,Suss…“ sagði fólkið við hann.
En þá hrópaði Bartímeus bara enn hærra (7) ,,Jesús! Miskunnaðu mér!“

Jesús heyrði til hans og nam staðar. ,,Hvað viltu að ég geri fyrir þig“? spurði Jesús.

,,Geturðu gefið mér sjónina mína aftur“, svaraði Bartímeus.

Og Jesús snerti augu Bartímeusar. Fyrst annað og svo hitt (8)
Síðan sagði hann: ,,Stattu upp, trú þín hefur hjálpað þér.“

Skyndilega opnuðust augu Bartímeusar. Hann sá Jesús og hann sá allt fólkið í kringum sig.

Hann hoppaði af gleði og þakkaði Guði.

(Snúið myndinni upp (9) )

Leiðbeinandi teikningar:

Úr bókinni Ser du vad det blev? eftir Karin Nordberg. Fontana Media