Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Sjötíu sinnum sjö- Skuldugi þjónninn

Til athugunar:
Undirbúið ykkur  fyrir frásögnina með því að æfa það að teikna myndirnar og segja söguna um leið
og þið teiknið. Mikilvægt er að finna til öryggis í teikningunni og frásögninni þegar hún er flutt fyrir börnin.

Sjá teiknileiðbeiningar hér neðst á síðunni.

Þessi saga er ein af dæmisögunum sem Jesús sagði lærisveinum sínum. Dag nokkurn spurði einn lærisveinanna Jesú að því hve oft hann ætti að fyrirgefa bróður sínum. Á ég að fyrirgefa honum 7 sinnum? En Jesús svaraði að hann ætti að fyrirgefa honum 70 x 7 sinnum eða endalaust. Svo sagði hann lærisveinunum þessa sögu um fyrirgefninguna.

1. Einu sinni var konungur í ríki sínu. Hann hafði lánað þjónum peninga og nú vildi hann fá þá borgaða til baka.

2. Hann kallaði á einn þjóninn sem skuldaði honum afar mikla peninga. – Jæja, nú er komið að skuldadögum, sagði hann við þjóninn. Þetta er mikil upphæð og ég vil að þú borgir hana sem allra fyrst.
þjónninn sem skuldaði kónginum svona óskaplega mikið, varð áhyggjufullur. Hann vissi að hann gæti alls ekki borgað skuldina. Hann fór að gráta og bað kónginn um að hjálpa sér. – Ég get ekki borgað, sagði hann. – Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð!

3. Kóngurinn vorkenndi honum. Hann lagði höndina á öxl hans og sagði: – Hafðu engar áhyggjur. Ég skal bara gefa þér þessa peninga. Þú þarft ekkert að borga þetta.

4. Þjónninn varð afar þakklátur. Hann faðmaði kónginn að sér. – Þakka þér fyrir, sagði hann með grátstafinn í kverkunum.

5. Svo gekk hann burt frá kónginum.

6. Hann kom auga á hús kunningja síns. Allt í einu mundi hann eftir því að kunningi hans skuldaði honum smávægilegan pening. -Hann verður að borga mér, og það strax! hugsaði þjónnin.

7. Hann barði fast að dyrum.

8. Kunninginn kom til dyra…

9. og bauð honum inn í húsið sitt.

10. Þjónninn greip fast í kunningja sinn og sagði: – Heyrðu góði! Þú skuldar mér smá pening. Ég vil fá hann greiddan núna strax! En kunninginn var ekki með neinn pening á sér og gat því ekki borgað honum. Þjónninn varð því öskureiður og lét varpa honum í fangelsi.

11. Þegar kóngurinn frétti af þessu varð hann öskureiður. Hann sem hafði gefið þessum manni upp mikla skuld. Skildi þessi þjónn ekki hvernig svona hlutir virka! Hann fór því til þessa ósanngjarna þjóns…

12. og lét varpa honum í fangelsi og dúsa þar þangað til hann væri búin að borga hverja einustu krónu.

13. En hvað sjáum við hér? Hvað gæti þetta verið? Gæti þetta verið mynd af kónginum? Sjáið þið ef ég set augu hér… og lita síðan skeggið svona…og set örlítið ár hér…og hér. Jú, þetta er kóngurinn!

 

Myndir og texti: Elín Elísabet Jóhannsdóttir 2015

 

 

skuldugi th

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Leyniteikning: Sjötíu sinnum sjö

Categories
6-9 ára Ítarefni Sunnudagaskólinn TTT

Ítarefni: 70X7- Skuldugi þjónninn










Categories
6-9 ára Barnastarfið Ítarefni Sunnudagaskólinn TTT

TÝNDI SONURINN-ítarefni