Categories
Sumarstarf

Gleðileg jól

Efnisveita kirkjustarfsins óskar notendum sínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Categories
Sumarstarf

Kristniboðsdagurinn

Kæra samstarfsfólk,
næsta sunnudag er kristniboðsdagurinn. Í barnastarfinu er myndasería með Hafdísi og Klemma þar sem minnst er á dagatal Kristniboðssambandsins. Hægt er að fá þessi dagatöl hjá Kristniboðssambandinu send í kirkjurnar. Gaman væri að dreifa þeim til barnanna að samverustund lokinni.
kær kveðja,
Elín Elísabet, þjónustusviði Biskupsstofu

Categories
Sumarstarf

Sumarstarf fyrir börnin

Nú er hefðbundið barnastarf víða komið í sumarfrí. Við minnum því á hugmyndir hér á efnisveitunni varðandi sumarstarf og sumarstundir í kirkjunni. http://kirkjan.is/efnisveita/taxonomy/term/141

Um leið langar okkur að minna á að það er hægt að senda efnisveitunni hugmyndir eða jafnvel efni eða áætlanir um það starf sem hefur verið í kirkjunni ykkar á sumrin – eða stendur til að hafa. efnisveita@kirkjan.is
Efnisveitan er sameiginlegur sjóður okkar allra sem störfum í kirkjunni. Þar getum við stutt hvort annað í starfi með góðum hugmyndum.

Categories
Sumarstarf

Efni ætlað strákum í kirkjunni 14-20 ára

Strákar í kirkjunni er unnið að sænskri fyrirmynd þar sem efnið hefur notið vinsælda. Markmið er að styrkja sjálfsmynd og brjóta upp staðalmynd af strákum. Efnið hentar eldri deildum æskulýðsfélaga. Mögulegt er að hafa bæði stelpur og stráka en í grunninn er gert ráð fyrir strákum. Trúnaður og skapandi hugsun eru lykilhugtök. Leiðtogar þurfa að vera vel undirbúnir og tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Í lok verkefnisins sem getur tekið misseri eða jafnvel heilan vetur er gert ráð fyrir sýningu og tilvælið væri að efla til „strákamessu“ á undan. Ráðgjafar í þessu verkefni voru sr. Guðni Már Harðarson, sr. Jón Ómar Gunnarsson og Einar Örn Björgvinsson guðfræðingur.

Hér má sjá efnið Strákar í kirkjunni eftir Sigrúnu Óskarsdóttur.
Efni sem vert er að skoða fyrir næsta vetur.
http://efnisveita.kirkjan.is/node-2005

Categories
Sumarstarf

Kæra samstarfsfólk -ný og spennandi vefsíða á íslensku!


Við fengum ábendingu frá Áskirkju þar sem okkur var bent á skemmtilega og mjög gagnlega vefsíðu fyrir barnastarf þar sem hægt er að finna fjöldan allan af myndskreyttum biblíusögum- á íslensku! sem hægt er að nota í barnastarfinu. Til þess að sýna myndaseríurnar á þessari síðu, þarf tölva að vera nettengd, en stefnt er að því að setja allar þessar sögur upp í power point þannig að þið getið hlaðið þeim inn í tölvurnar ykkar.

http://bibleforchildren.org (Hægt er að velja íslensku).

Hér er bent á fleiri skemmtilegar vefsíður:
http://efnisveita.kirkjan.is/node-1245

Categories
Sumarstarf

Biblíunámskeið- Guðspjöllin

Á námskeiðinu verða guðspjöll Nýja testamentisins lesin.
Í upphafi verður farið yfir hvert guðspjall fyrir sig. Greint frá tilurð þess, höfundi og uppbyggingu. Síðan verður textinn lesinn yfir í heild og síðan valdir 1-2 kaflar sem farið verður sérstaklega yfir. Á námskeiðinu verður stuðst við bókin „Bókin um Biblíuna“ eftir Lisbet Kjær Müller og Mogeng Müller í umfjöllun um guðspjöllin.
Umsjón með námskeiðinu hefur Dr, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.
Námskeiðið hefst 27.janúar og stendur yfir til 25. mars, kl. 20-22 (10 skipti). Kennt er á fimmtudögum í safnaðarheimili Breiðholtskirkju.

Categories
Sumarstarf

Efni fyrir TTT

Nú er komið inn efni fyrir TTT starfið. Um er að ræða efni frá árinu 2003 – Dagar með Markúsi og er efnið eftir Guðlaugu Björgvinsdóttur.Efninu fylgir bókin Dagar með Markúsi en sú bók er til í mörgum kirkjum, auk þess sem hún fæst í Kirkjuhúsinu á 600 krónur.
Í hverri samveru er kafli úr bókinni lesinn og unnið með hann – en hér er verið að fara í gegnum valin vers í Markúsarguðspjalli.
Auk þess eru skemmtilegir leikir, föndur og annað sem hægt er að gera með börnunum.

Efnið er á finna á TTT borðanum:
http://efnisveita.kirkjan.is/node-1845

Categories
Sumarstarf

Verkefni og þrautir með 20 sögum úr Nýja testamentinu

Ég vil benda prestum og öðrum fermingarfræðurum á 20 ný verkefni sem komin eru inn á Efnisveituna. Ef til vill geta þessi verkefni gagnast þeim sem hafa áhyggjur af Biblíusögu þekkingu fermingarbarna sinna.
Síðar bætast við jafnmörg verkefni með sögum Gamla testamentisins.

Verkefnin er að finna á fermingarsíðu efnisveitunnar:
http://efnisveita.kirkjan.is/node-1740

Lausnir á þrautum verða settar á sama stað innan skamms.
Gangi ykkur vel,
Elín Elísabet, fræðslusviði Biskupsstofu

Categories
Sumarstarf

Daginn í dag – DVD – sunnudagaskólinn heim!

Daginn í dag

Út er kominn hjá Skálholtsútgáfunni DVD diskur með fjórum 25 mínútna þáttum fyrir börn.

Þetta efni er hugsað sem stuðningur við trúfræðslu og bænalíf heima fyrir en jafnframt er það hugsað sem
stuðningur við barnastarf kirkjunnar. Efnið er vandað, spennandi, skemmtilegt og fræðandi og enginn afsláttur

gefinn af trúfræðslunni þrátt fyrir ævintýri og hraða atburðarrás.

Hér eru það gömlu góðu gildin sem eru höfð í hávegum.

Það eru þeir félagar okkar, prestarnir Guðni Már og Guðmundur Karl í Lindakirkju sem hafa skrifað handritið, ásamt Þorleifi Einarssyni sem jafnframt leikstýrir.

Þorleifur er leiklistarnemi í LHÍ og þaulreyndur sunnudagaskólakennari.

Það er óhætt að segja að yfir 100 manns hafi komið að verkefninu.

Í kynningu segir:

Hafdís og Klemmi eru hugmyndaríkir og framtakssamir krakkar sem láta hendur standa fram úr ermum og eru sífellt að lenda í ævintýrum.

Þau halda kökubasar, afmælisveislu, safna servéttum og lenda meðal annars í miklum vandræðum í talstöðvaleik.

Áður en þau halda í sunnudagaskólann horfa þau á brúðuþáttinn “Nebbnilega” sem tekur óvænta stefnu.

Hröð og spennandi atburðarrás, gaman og gleði í bland við uppbyggilegt veganesti.

Á disknum eru fjórir vandaðir þættir sem miðla sígildum boðskap kristinnar trúar á nýjan og ferskan hátt.
Tuttugu sunnudagaskólalög og barnasálmar og fjórar dæmisögur Jesú sagðar á skemmtilegan máta og kallast á við fjörleg ævintýri Hafdísar og Klemma.

Það er sérstök ánægja að kynna ykkur þennan væntanlega dvd disk.

Eruð þið til í að aðstoða okkur við að kynna þetta verkefni?

Þið sem eigið facebókarsíðu: Viljið þið vera svo væn að fara inná Daginn í dag DVD sunnudagaskólinn heim – og deila síðunni með vinum ykkar!

(smella undir myndinni – benda vinum á).

Væntanleg eru veggspjöld til að hengja upp til kynningar.

Fullu verði er stillt í hóf, kr. 2490,- Tilboð í forsölu er 10% afsláttur. (til 25. nóvember) – vinsamlegast pantið á netfang: skalholtsutgafan@skalholtsutgafan.is

Það gildir bæði fyrir ykkur persónulega en einnig fyrir vinnustað ykkar, sóknarkirkjuna.

Kær kveðja,
Edda Möller

Categories
Sumarstarf

Til starfsfólks í barna- og unglingastarfi

Þarftu að læra nýtt lag eða rifja upp gamalt?
Nú eru komin kynningarstef við 94 sálma úr Sálmabók barnanna.
Kynningarstefin eru starfrófsröð.

Flytjendur: Örn Arnarson, gítar og Kristín Erna Blöndal, söngur.
Skálholtsútgáfan 2001.

Kær kveðja,
Elín Elísabet á fræðslusviði Biskupsstofu