Sálmar

Categories
Sumarstarf

Biblíunámskeið- Guðspjöllin

Á námskeiðinu verða guðspjöll Nýja testamentisins lesin.
Í upphafi verður farið yfir hvert guðspjall fyrir sig. Greint frá tilurð þess, höfundi og uppbyggingu. Síðan verður textinn lesinn yfir í heild og síðan valdir 1-2 kaflar sem farið verður sérstaklega yfir. Á námskeiðinu verður stuðst við bókin „Bókin um Biblíuna“ eftir Lisbet Kjær Müller og Mogeng Müller í umfjöllun um guðspjöllin.
Umsjón með námskeiðinu hefur Dr, dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur.
Námskeiðið hefst 27.janúar og stendur yfir til 25. mars, kl. 20-22 (10 skipti). Kennt er á fimmtudögum í safnaðarheimili Breiðholtskirkju.

Hvað er altarisganga? Kennsluáætlun


Kveikja.
Innlögn.
Undirbúningur altarisgöngu.
Hjálpargögn:
Oblátur, patína og kaleikur, dúkarnir, vínberjasafi.
Kennslugögn:
Líf með Jesú, bls. 50-51, ,,Kvöldmáltíðin“
Í stuttu máli sagt, bls. 24-2, ,,Guðsþjónustan“, „Kvöldmáltíðin“
Smellið hér til þess að finna kennsluleiðbeiningarnar sjá bls.20-21
Fermingarhefti, bls. 50-51, Verkefni.

Undirbúningur undir altarisgöngu
Umræður um altarisgönguna

Markmið:

Að fermingarbörnin fái „aðgang „ að hinu heilaga.
Að fermingarbörnin þekki altarisgönguna og innhald hennar.
Viti hvernig hún fer fram og læri að taka þátt í henni.

1. Kveikja

Ganga með börnin að altarinu í kirkjunni og spyrja þau hvort þau hafi verið viðstödd altarisgöngu
Láta þau segja frá því sem þau vita um altarisgönguna.
Sýna þeim oblátu, patínu og kaleik, dúkana.

2. Innlögn

Altarisgangan er margbrotið umfjöllunarefni –leyndardómur. Í því liggja tækifærin en um leið fyrirstaðan. Unglingar/börn kunna vel að meta leyndardóma – munum það-. Altarisgangan byggir á atburðum kvöldsins þegar Jesús var handtekinn – skírdagskvöldi. Hann snæðir kvöldmáltíð með vinum sínum. Gerir máltíðin að minningu um sig og í því felst leyndardómurinn. Hann er nálægur okkur á sama hátt og hann var nálægur lærisveinum sínum það kvöldið. Nú í brauði og víni.
Orðið altarisganga er það sem oftast er notað um þetta annað sakramenti lúterskrar kirkju. Rifjum upp varðandi skírnina
 Altarisgangan fjallar um fyrirgefningu
o „Almáttugur Guð fyrifgefi yður allar syndir…“
 Altarisgangn er minningarathöfn – í minningu Krists
o „Gjörið þetta í mína minningu..“
 Altarisgangan er táknræn athöfn, samfélag um Guðs borð
o „ Brauðið sem vér brjótum er samfélag um líkama Krists“
o „..bikar blessunarinnar, sem vér blessum, er samfélag um blóð Krists“

Þegar gengið er til altaris er deilt út brauði og víni – efnum (sbr. vatnið í skírninni) og líkt er eftir borðhaldi. Altarið er borðið og við erum þau sem situm við borðið. Fyrst er farið með þakkarbæn sem oftast er úr handbók kirkjunnar en við getum líka orðað þakkarbænina við altarisgönguna öðruvísi:
Byggt á þakkarbæn e. Elsa Tamez, Mexíkó:
„Komið, við skulum fagna í máltíð Drottins. Enginn verður eftir svangur. Við skulum láta marga gesti koma, fatlaða, blinda, lamaða, fátæka, ríka, unga sem eldri, glaða sem sorgmædda.
Í þessari máltíð í dag fögnum við fundinum við Drottinn. Í dag endurnýjum við trúnað okkar við Jesúm Krist“
Við þiggjum brauð og vín/vínberjasafa við altarið. Í samfélagi þeirra sem trúa – þeirra sem koma að altarinu og allra trúaðra (gráturnar mynda hálfhring í kring um altarið – hringurinn heldur áfram á öðrum stöðum og öðrum tíma -. Síðan erum við kvödd áður en við göngum frá máltíðinni/altarinu og að lokum þökkum við fyrir (stutt bæn eftir bergingu og/eða sálmur)
Forsendur fyrir því að manneskja geti tekið þátt í altarisgöngunni á er að hún trúi á Jesúm Krist og orð hans. En líka þegar trú okkar er veik vitum við að líkami Krists og blóð hans hefur þá einnig verið gefið fyrir okkur .
Minna á versið: Jesús sagði: „Komið öll til mín sem erfiði og þunga eru hlaðin og ég mun veita yður hvíld.“

3. Verkefni

Hvert fermingarbarn fær sína oblátu.
Þau bíða með að borða hana. Þau skoða hana. Á hvað minnir hún?
Pening, mynt.
Það á að minna okkur á að Jesús gaf líf sitt fyrir okkur.
Hvað mynd er á brauðinu? Jesús á krossinum.
Það á að minna okkur á að Jesús dó á krossi fyrir syndir okkar.
Bragðið á brauðinu.
Hver fermingarbarn fær plastglas með eða sýpur af kaleiknum.
Jesús segir að vínið sé tákn um blóð Jesú.
Bragðið á víninu (vínberjasafi) .
Nú hafið þið bragðað brauðið og vínið.
Í heilagri kvöldmáltíð erum við að minnast þess sem Jesú gerði fyrir okkur.

Myndaverkefni

Sjá myndina í viðhengi hér neðst á síðunni. Hægt er að prenta hana út, dreifa til barnanna og láta þau fylla inn í orðin í Matt. 26:26
(26Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.“) og 26:28 (27Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekkið allir/öll hér af. 28Þetta er blóð mitt,)

Undirbúa altarisgöngu með unglingunum. Hjálpa þeim að upplifa altarisgönguna.
Skoða kaleik og patínu . Leyfa unglingunum að smakka oblátur og vínberjasafa/óáfengt (kveikja) líka farið yfir hvernig efnin eru tilreydd í tengslum við altarisgönguna.
Einnig er hægt að nota efni að Hugmyndabanka fermingarstarfanna. Smellið hér

4. Umræður

 Hefur þú verið við altarisgöngu? Segðu frá.
 Var eitthvað sem vakti spurningar í huganum?
 Var eitthvað sem þú skildir ekki ?
 Skiptir það máli að ganga til altaris?

Hvað gerist í altarsgöngunni?
 Þú tekur á móti Jesú Kristi
 Þú tekur þátt í sameiginlegri kvöldmáltíð safnaðarins

Af hverju heldur þú að altarisgangan skipti máli í messunni?

5.Helgistund í kirkju

Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Bænir
Signing
Sungið „Ég er lífsins brauð“ 714 í S.b.
Einföld altarisganga
• Syndajátning
• Innsetningarorð
• Efnanna neytt
Faðir vor- farið hægt með bæn fyrir bæn/víxlestur sbr. bænabók barnanna bls.104-105

5. Helgistund í safnaðarheimili/kennslurými

Stólum raðað í hring
Bænir
Signing
Sungið „Ég er lífsins brauð“ 714 í S.b.
Einföld altarisganga
• Syndajátning
• Innsetningarorð
• Efnanna neytt
Faðir vor – farið hægt með bæn fyrir bæn/víxlestur sbr. bænabók barnanna bls.104- 105.

Orðskýringar

Táknrænn (athöfn, mynd sem vísar á eitthvað annað og óáþreifanlegra)
Obláta: brauðið
Kaleikur : Bikarinn sem notaður er í altarisgöngunni .
Patína : Diskurinn sem obláturnar/brauðið er sett á.

Lært utan að

„Ég er lífsins brauð“ 714 í S.b.

Til umhugsunar

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.
 Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

 Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

 Hvað upplifðu þau?

 Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Irma Sjöfn Óskarsdóttir

Categories
Barnasálmar og söngvar

Rósmarín

Rósmarín, ilmur jólanna

Rósmarín
Í nálægð jólanna streyma margar minningar í gegnum huga okkar. Minningar um fólk,
hluti, staði og ilm. Við munum eftir eplailm, hangikjötsilm, jafnvel skötuilm..eða segjum
frekar skötulykt. Eitt af því sem skapaði ilm jólanna og þá sérstaklega áður fyrr út í
hinum stóra heimi var rósmarínilmur. Rósmarín er ilmandi sígrænn runni sem á íslensku
hefur hefur verið nefnd stranddögg eða sædögg. Þetta er jurt sem við getum ræktað sjálf
eða keypt í blómabúðum og stórmörkuðum. Hinn lokkandi sæti ilmur jurtarinnar var áður
fyrr kallaður “reykelsi fátæka mannsins” og táknaði vináttu, minningar og trúmennsku.
Gjarnan var hún notuð við brúðkaup og þá fléttuð í brúðarkransinn og einng í bundin í
vönd brúðarmeyjanna. Á jólum var rósmarín stráð á kirkjugólfið og var í stað reykelsis.
Á miðöldum stráðu húsmæður rósmarín á gólfin á jólum til að fylla húsakynnin af
þessum sæta, ljúfa ilmi.
Það tengjast helgisögur þessari rós hafsins. Sagt er að rósmarínrunninn vaxi aðeins í
líkamshæð Krists og ef runnin lifir lengur en í 33 ár þá hætti hann að vaxa upp en vaxi
þess í stað lárétt. Fleiri sögur eru til og fjalla þær um að á flótta Maríu og Jósefs frá
Egyptalandi með sveininn unga hafi á áningastað verið rósmarinrunni sem María breiddi
bláa skikkju sína yfir og þá eignaðist jurtin þessi bláu fallegu blóm og þennan sæta ljúfa
ilm. Svipuð saga segir að á flótta sínum til Egyptalands hafi María og Jósef stöðvað við
læk og hafi María þvegið föt litla barnsins og breytt úr þeim yfir rósmarinrunna.til að láta
þau þorna í sólskininu.Fyrir þessa lítilþægu þjónust fékk jurtin nafnið Rosemary og Guð
blessaði það með þessum bláu fíngerðu blómum og góðum ilm. Heimildir frá miðöldum
segja ölturu kirkna hafa verið skreytt með rósmarin á jólum.
Ef við höfum ofnæmi fyrir jólastjörnu (Poinsettia), öðru nafni blómi hinnar helgur nætur,
þá getum við skreytt í staðinn með rósmarin og svo er hægt að klippa af jurtinni og nota
sem dýrindis krydd á jólasteikina.
Heimildir:
http://www.domestic-church.com
http://www.tripleoaks.com

Categories
Ítarefni

Lifandi steinar

Námskeið um helgihald kirkjunnar og tengsl þess við hversdagslífið. Námskeiðið er lagað að þörfum hinna fullorðnu og þjónar vel sem trúfræðslunámskeið. Hentar vel sóknarnefndafólki og öðrum sem hafa störfum að gegna í safnaðarþágu.