Categories
Æskulýðsdagurinn

Æskulýðsdagurinn – Ítarefni frá fyrri árum

Æskulýðsdagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur undanfarin ár.

Æskulýðsdagurinn 2014

Æskulýðsdagurinn 2013

Æskulýðsdagurinn 2012

Æskulýðsdagurinn 2011

Æskulýðsdagurinn 2010

Æskulýðsdagurinn 2009

Æskulýðsdagurinn 2008

Allskonar helgileikir

Categories
6-9 ára Æskulýðsdagurinn Sunnudagaskólinn

Biblíusaga – Umhverfið okkar


Litlir lærisveinar – Æskulýðsdagurinn 2019
Hver er Jesús II – Gerum heiminn betri

Categories
Æskulýðsdagurinn Sunnudagaskólinn

24 Samvera – 3. mars 2019: Æskulýðsdagurinn

Æskulýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í öllum kirkjum landsins í dag. Á þessum degi vekjum við athygli á því fjölbreytta og frábæra starfi sem fram fer í kirkjum landsins fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni. Við fögnum unga fólkinu okkar og minnum þau á að þau geti haft áhrif til góðs og vaxið til ábyrgðar í umhverfismálum. Við skoðum það saman hvernig betur megi ganga um okkar viðkvæma og fallega Ísland. Munum það að allir geta haft áhrif stórir sem smáir.


Biblíusaga


Myndbönd


Leikrit


Takið allar myndir og videó saman sem þið hafið tekið af krökkunum í vetur í allskyns verkefnum og sýnið í samverunni. Með þessum flottu myndum og frábæru videóum sýnið þið foreldrum og aðstandendum hvað það er gaman í kirkjunni og þau fá smá innsýn inn í það verðuga starf sem þið sinnið.


Veljið söngva


Verkefnabók – Umhverfisvernd


Ítarefni – Hérna finnið þið söfnunina fyrir steinhúsum í Úganda.


Æskulýðsdagurinn – Ítarefni

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Tillögur að sálmum

Hér eru nokkrar tillögur að sálmum til að nota í æskulýðsguðsþjónustu og undirbúningi fyrir æskulýðsdaginn. Best er að nota þá sálma/lög sem söfnuðurinn þekkir og vekja líf og gleði, t.d. þessa:

Megi gæfan þig geyma
Verið hljóð og hlustið er ég tala
Er ég leitaði vinar
Fræ í frosti sefur
Lífið gefur Guð í ljósi býr hann (1 og 5 vers)
Af því þú vald þitt
Þú settir þig neðst hjá þeim smæstu á jörð
Guð sem gefur lífið
Heyr þann boðskap
Gæskan er öflugri en illskan
Heyrðu mig hjartkær Jesús
Kom kom helgur andi Guðs
Við setjumst hér í hringinn
Er vaknar ást á vori lífsins
Dona nobis pacem
Da pacem Domine
Góði Guð er ég bið
Guð í þinni hendi
Ég vil dvelja í skugga vængja þinna
Guð gef frið og frelsi á jörðu

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther Messuform

TRÚUM AF HJARTA -GUÐSÞJÓNUSTA Á ÆSKULÝÐSDAGINN

Þetta form ná nota í heild, að hluta, eða sem grunn að því sem passar í hverjum aðstæðum. Formið gerir ráð fyrir undirbúningi sem getur farið fram í samverum/æskulýðsfundum vikurnar áður. Í helstu liðum guðsþjónustunnar er hægt að fara ólíkar leiðir eftir því sem hentar aðstæðum:

1) að prestur/djákni/leiðtogi tali frá eigin brjósti
2) að ungmennum hafi verið falið að skrifa/flytja sjálf það sem fram fer
3) að notast við það sem fylgir þessu formi

Tónlist má vera hefðbundin eða í flutningi ungmenna. Með þessu formi fylgja uppástungur af sálmum sem hægt er að nota.

1. Söfnumst saman/Innganga

Tónlist (Hér má notast við hefðbundið forspil eða unglingahljómsveitir þar sem þær eru)

 Á meðan tónlistin hljómar er gengið með Biblíuna inn kirkjuna og hún lögð á altarið. Þá má líka kveikja á kertum og leggja blóm á altarið.
Ein útfærsla er að nota 4 kerti sem kallast á við litina í Lúthersrósinni, svart (krossinn), rautt (hjartað), hvítt (rósin) og gyllt (hringurinn).

Ávarp

Guðsþjónustuna má leikmaður, prestur eða djákni leiða. Í ávarpinu er gott að bjóða fólk velkomið í guðsþjónustu á æskulýðsdaginn og minna á þemað sem er ,,Trúum af hjarta” í tilefni minningar um siðbótina. Tilvalið að útskýra athöfnina, sérstaklega það sem er öðruvísi en fólk í söfnuðinum á að venjast. Minna á starfið með börnum og unglingum í kirkjunni og að í þessari guðsþjónustu séu gjafir þeirra sérstaklega sýnilegar. Ávarpið á ekki að vera langt en þó er góð regla að nefna þau sem koma að þjónustunni.

Bæn

Hér má velja 1) (frá eigin brjósti) 2) (ungmenni undirbúa) eða 3) (eftirfarandi)

 Lesari: Góði Guð, við þökkum þennan dag þegar við fáum að koma saman í húsi þínu til að heyra það sem þú vilt segja okkur, læra af þínum heilaga anda og upplifa trú, von og kærleika í samfélagi við hvert annað. Við biðjum í Jesú nafni.

Svar: Amen.

Víxlestur
Hér má velja 1) (frá eigin brjósti) 2) (ungmenni undirbúa) eða 3) (eftirfarandi)

Lesari: Guð gefur okkur trú

Svar: Trúum af hjarta

Lesari: Fyrir frelsara okkar Jesú Krist

Svar: Trúum af hjarta

Lesari: Jesús gefur okkur frið

Svar: Trúum af hjarta

Lesari: Við þurfum ekki að óttast

Svar: Trúum af hjarta

Tónlist/sálmur

2. Orðið

Fjórir textar lesnir upp, einn fyrir hvert tákn í Lúthersrósinni. Hér er hægt að útdeila lestrunum (eftir undirbúning) eða leiðtogi flytur.

Það má líka prenta út á litla miða og fela foreldrum eða öðrum fullorðnum það að lesa úr sætum!

 Við hvern lestur má lyfta upp táknum rósarinnar (kross, hjarta, rós, hringur) í því formi sem ungmennin hafa undirbúið.

* Lesari 1: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú. Rm 1.17 (Krossinn)

 * Lesari 2: Með hjartanu er trúað til réttlætis. Rm 10.10 (Hjartað)

* Lesari 3: Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Jh 14.27 (Rósin)

* Lesari 4: Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. 1P 1.3 (Hringurinn)

 Tónlist/sálmur

Trúarjátning

 Hér má velja 1) (frá eigin brjósti/postullega trúarjátningin) 2) (ungmenni undirbúa sína eigin trúarjátningu sem þau flytja) eða 3) (eftirfarandi sem er víxllestur)

 Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem skapar, frelsar og huggar

Lesari: Við trúum á Jesú

Svar: sem mætir okkur þar sem við erum

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem elskar okkur öll, eins og við erum

Lesari: Við trúum á heilagan anda

Svar: sem gefur okkur frið

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem gefur okkur kraft til að standa upp á ný

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem sendir okkur til þeirra sem þurfa á því að halda

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem gefur okkur von um að lífið sé sterkara en dauðinn og kærleikurinn sterkari en óvild og kuldi. Við trúum af hjarta. Amen.

Hugvekja

Hér má velja 1) (frá eigin brjósti) 2) (ungmenni undirbúa) eða 3) (eftirfarandi)

Uppástunga að ólíkum formum hugvekju: Sá eða sú sem leiðir stundina getur flutt hugvekju frá eigin brjósti. Ungmenni, t.d. krakkar úr fermingarhópi eða öðrum kirkjuhópum, geta líka undirbúið hugvekju og flutt eftir efnum og aðstæðum. Sumstaðar passar vel að hafa samtalsprédikun sem fleiri en einn taka þátt í að semja og flytja.

Í hugvekjunni er t.d. hægt að tala um Lúthersrósina og nota þessa punkta, ásamt því sem fylgir í inngangi um efni æskulýðsdagsins (efst í þessu efni). Athugið að þetta eru umhugsunarpunktar til undibúnings og hver og einn prédikari þarf að heimfæra til sín og sinna aðstæðna:

Við trúum af hjarta!

Hvað er trú? Hvernig birtist hún í lífinu okkar? Hvernig birtist hún í lífi Lúthers?
Ef við skoðum merkið hans, hvernig tengjast krossinn og hjartað? Hvernig tengjum við trúna við tilfinningarnar sem fylgja því að vera manneskja? Hvernig líður okkur í dag og hvernig tengist það Guði?

Hvernig tengist rósin og hringurinn? Hvernig tengjum við í tilfinningar okkar um trú og von? Hvað vonum við? Hvað er það besta sem við getum vonað fyrir okkur sjálf, fyrir þau sem við elskum og fyrir allan heiminn?

Hvernig tölum við um trú? Getum við upplifað hana sem gjöf? Getum við upplifað trúna sem frelsi? Hvernig sjáum við trúna í kringum okkur? ?

Hvað þýðir náð? Getum við talað um náð á tungumáli sem við skiljum í dag Hvað þýðir það að vera kristin manneskja í heiminum eins og hann er í dag? Hvaða afleiðingar eða möguleika hefur það fyrir okkur að fá trúna og vonina að gjöf inn í lífið okkar?

Tónlist/sálmur

3. Bænin

Í bænakaflanum má sem fyrr fara ólíkar leiðir. Hér má velja 1) bænir frá eigin brjósti 2) bænir sem ungmenni hafa undirbúið eða 3) eftirfarandi
Hér má líka fara ólíkar leiðir í því að leggja fram bænir safnaðarins:

A. Bera fram bænirnar sem krakkarnir hafa undirbúið, t.d. í hjartalaga körfu og leggja á altarið.

B. Við búum til bænabönd – tökum tíma í að þræða fjórar perlur sem tákna krossinn, hjartað, rósina og hringinn (svarta, rauða, hvíta og gyllta) á bönd og tökum með okkur. Má vera tónlist undir.

 C. Bænastöðvar: útbúnar nokkrar stöðvar með blöðum og blýöntum þar sem fólk getur staldrað við og skrifað bænir sem síðan eru lagðar í körfur sem bornar eru til altarisins. Má vera tónlist undir.

 D. Lesnar fjórar bænir sem tengjast krossinum, hjartanu, rósinni og hringnum (sjá skýringar að ofan) og í hvert skipti kveikt á kerti í litum Lúthersrósarinnar (svart, rautt, hvítt, gyllt).

Bænir

Elsku góði Guð, við þökkum þér lífið og þennan dag. Hjálpaðu okkur að muna eftir Jesú í lífinu okkar og að trúa því að kærleikur þinn er öllu sterkari. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

Góði Guð, takk fyrir allt sem við finnum í hjartanu okkar. Blessaðu kærleikann og ástina sem kviknar og gefðu henni líf. Hjálpaðu okkur að trúa af hjarta. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

Góði Guð, komdu til okkar þegar við erum hrædd. Hjálpaðu okkur að hugga aðra þegar óttinn ætlar að yfirbuga. Takk fyrir friðinn sem þú gefur okkur í hjartað. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

Góði Guð, við þökkum fyrir allar góðar gjafir lífsins og biðjum þig að hjálpa okkur að fara vel með þær. Takk fyrir trúna sem þú gefur okkur í hjartað. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

 Faðir vor

4. Sending

Blessun

Hér má velja 1) (blessun frá eigin brjósti) 2) (blessun sem ungmenni hafa undirbúið) eða 3) (eftirfarandi sem er víxllestur)

 Lesari: Guð sem skapar, frelsar og huggar

Svar: leiði okkur á veg friðarins í ljósi vonarinnar um eilíft líf og réttlæti öllum til handa.

Lesari: Guð sem skapar, frelsar og huggar

Svar: opni augu okkar fyrir þjáningu annarra og gefi okkur hugrekki til að koma til hjálpar

Lesari: Guð sem skapar, frelsar og huggar

Svar: gefi okkur trú í hjarta, blessi okkur og varðveiti frá öllu illu. Amen.

Tónlist Hér má vera hefðbundið eftirspil eða samsöngur.

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir

MESSUUNDIRBÚNINGUR

Í messuundirbúningi þessarar samveru er upplagt að nota tímann í að undirbúa bænir, hugvekju og trúarjátningu. Hægt að skipta krökkum í hópa og fylgja eftir leiðbeiningum í messuforminu

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

LEIKIR

Ísjakinn bráðnar

Hver þátttakandi fær eitt A4 blað. Þátttakendum er skipt í lið. Hvert lið raðar A4 blöðunum sínum á gólfið þannig að úr verði einn stór ísjaki og standa á jakanum. Í hverri umferð tekur leiðtogi eitt blað af ísjakanum. Það lið vinnur sem heldur lengst út á sínum ísjaka án þess að snerta gólf.

Húsasmiðir

Leiðtogi er búinn að klippa helling af tímaritum niður í A7 búta. Þeir liggja eins og hráviður út um allan sal. Þátttakendum er skipt í litla hópa, hver hópur fær límbandsrúllu og greinilega afmarkað veggpláss sem má klína límbandi á. Þegar gefið er merki hefst keppnin sem fellst í því að líma sem flesta búta á sinn veggpart þannig að úr verði hús!

Leiðtogi er búinn að klippa helling af tímaritum niður í A7 búta. Þeir liggja eins og hráviður út um allan sal. Þátttakendum er skipt í litla hópa, hver hópur fær límbandsrúllu og greinilega afmarkað veggpláss sem má klína límbandi á. Þegar gefið er merki hefst keppnin sem fellst í því að líma sem flesta búta á sinn veggpart þannig að úr verði hús!

Í stað þess að láta krakkana líma hús, má láta þá líma hjarta, rós eða annað af táknunum sem tengist efninu og svo leyfa því að standa sem skraut þar til eftir messuna.

 

Láttu hólkinn standa! – keppni í samvinnu

Undirbúningur: safna hólkum innan úr klósettrúllum, jafnmörgum og liðin eru (sjá lýsingu að neðan). Hafa málband eða tommustokk við hendina.

Hópnum er skipt niður í lið. Í hverju liði eru ekki fleiri en 5. Lína er dregin (t.d. með bandi eða límbandi) og liðin standa fyrir innan hana allan tímann.

Hvert lið fær hólk innan úr klósettrúllu. Leikurinn er keppni um hvaða lið kemur hólknum eins langt frá línunni og hægt er ÁN þess þó að snerta gólfið hinumeigin við línuna. Hólkurinn verður jafnframt að vera uppréttur og má ekki detta. Það gengur semsagt ekki að henda hólknum bara eins langt og maður getur.

Dómarinn þarf tommustokk eða mæliband til að skera úr um sigurveigara.

Þessi leikur reynir á samvinnu og sköpunargleði. Beita má öllum ráðum til að færa hólkinn, án þess að nota aukahluti (blýanta eða eitthvað slíkt) – en bara að passa að snerta ekki gólfið hinu megin við línuna og hólkurinn verður að vera uppréttur. Gott að miða við að tíminn sé 3-7 mínútur – og svo má endurtaka eins oft og maður vill!

(http://kirkjan.is/naust/skraarsofn/eyjafjardarprofastsdaemi/2008/12/33leikir.pdf)

Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

FÖNDUR

Föndurhornið í þessari samveru tengir inn í áhersluna á þau sem sérstaklega þurfa á náungakærleika að halda. Þess vegna stingum við uppá að krakkarnir föndri og útbúi hluti sem hægt er að selja til styrktar fátækum, flóttafólki, umhverfisvernd, eða því sem krakkarnir sjálfir sjá mikilvægt að styðja.

Handgerð ilmkerti
Hér að neðan er slóð sem vísar á hvenig gera má dásamleg og einföld ilmkerti. Þegar það á að gera svona kerti til fjáröflunar er mikilvægt að passa að krukkurnar séu ekki of stórar.

http://apumpkinandaprincess.com/2014/12/diy-lemon-beeswax-candle.html

Handgerð sápa
Hér er skemmtileg lýsing á því hvernig má gera sápu sem hægt er að selja eða gefa:

http://apumpkinandaprincess.com/2013/05/homemade-lemon-soap-mothers-day-gift-ideas.html

Brjóstsykursgerð

Það er gaman að gera brjóstsykur með unglingum.

http://slikkeri.is/content/show/type/static_pages/group_id/27

Hjartakökubakstur

Hér má skella í aðra uppskrift eða halda áfram með baksturinn frá síðustu samveru. Nýtist í kirkjukaffið eða það sem krakkarnir vilja.

 

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Hreyfiskemmtun

Samvinna (setja klósetrúlluna eins langt og hægt er frá línunni)

Lýsing: Skipt er í hópa og hver hópur gerir sitt besta. Það er ekki allt sem gengur upp, en við verðum að halda áfram og það er ekki það mikilvægasta að vinna.

Verndarengla skotbolti (Við erum verndarenglar)

Lýsing: Þessi leikur er eins og venjulegur skotbolti, nema að hér er einn venjulegur leikmaður sem hægt er að skjóta og hann verður þá úr og hver og einn leikmaður á sér svo verndarengil sem getur fórnað sér fyrir venjulega leikmannin þannig að hann verði ekki fyrir skoti. Best er að merkja verndarengilinn vel með einhverju áberandi og einföldu sem auðvelt er að skipuleggja (t.d. allir verndarenglar eru með húfu, allir verndarenglar eru á táslunum, eða í skóm eða allir verndarenglar eru með borða um sig).

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Samvera 3- Lúther og lífið

Innlögn

Í þessari samveru ætlum við að halda áfram að skoða táknin í Lúthersrósinni en tengja þau enn frekar við samtímann og okkar eigin reynslu.

Hér er t.d. upplagt að horfa á friðarboðskap Jesú, sem kemur ekki bara skýrt fram í Lúthersrósinni (og Jh 14.27) heldur í mörgum öðrum orðum Jesú sjálfs. Hvaða þýðingu hefur friðurinn sem Guð gefur okkur, í heimi sem er fullur af stríði og átökum?

Önnur tenging við okkur sjálf hér og nú, er myndin af hjartanu sem táknar innsta kjarna manneskjunnar. Getur hjartað verið tákn fyrir það sem skiptir okkur mestu máli, tjáð það sem gerir okkur að því sem við erum? Ef trúin á heima í hjartanu, eins og Lúther hvetur okkur til að gera með merkinu sínu, hvað getum við þá sagt um trúna?

Hér er tilvalið að ræða um trúarjátninguna (sjá undirbúning í messuforminu) og hvernig okkar eigin trúarjátning myndi líta út.

Hreyfiskemmtun
Föndur
Leikir
Messuundirbúningur