Categories
Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf

Unglingastarf og fermingarstörf


Smellið hér til að sækja myndbandið Biblían sem gert var af Oddi Bjarna Þorkelssyni fyrir Biskupsstofu og Biblíufélagið:
Mestu gæði (1920×1080)
Góð gæði (1280×720)
Venjuleg gæði (640×360)


Categories
6-9 ára Æskulýðsdagurinn Sunnudagaskólinn TTT

Helgileikir

Við erum að safna helgileikjum inn á efnisveituna. Ef þið eigið einhverja slíka í fórum ykkar væri vel þegið að fá þá hingað inn. Sendið þá á efnisveita@kirkjan.is

Helgileikur:Lát trú þína bera ávöxt Höfundur: Stefán Már Gunnlaugsson.

Helgileikur um sæluboðin Höfundur:Stefán Már Gunnlaugsson.

Helgileikur: Drottinn er minn hirðir. Höfundur: Stefán Már Gunnlaugsson.

Ekki trufla mig, Guð. Leikrit um faðir vorið

Gerið gleði mína fullkomna Höfundur: Stefán Már Gunnlaugsson.

Helgileikurinn Hendurnar Hentar vel í TTT og unglingastarf- (jól og páskar)
Helgileikurinn: Lát trú þína bera ávöxt Helgileikur byggður á Jóh.15:1-17 (TTT)

Categories
Æskulýðsdagurinn

ÆSKULÝÐSDAGURINN 6. mars 2011

Þá er efni fyrir æskulýðsdaginn 2011 komið inn á efnisveituna. Yfirskriftin í ár er SAMFERÐAog beinum við sjónum okkar að samfélaginu og samfélagslegri ábyrgð okkar sem einstaklinga og aðila í samfélaginu.
Fundarefni er að undirbúa messuna á æskulýðsdaginn, undirbúa bænir, hugleiðingu dagsins, leikrit eftir dæmisögum Nýja testamentisins eða listræn tjáning í hvaða formi sem er. Hvetjum við ykkur til að láta sem flesta liði messunnar vera í höndum unga fólksins sjálfs. Þau hafa margvíslega hæfileika og er um að gera að virkja þau, þannig fá allir meira út úr messunni. Tónlist, bænir, leikrit, dans. Að taka á móti fólki þegar það kemur í kirkjuna, afhenda messuskrár.

Sendið okkur endilega fréttir hvað þið gerðuð á æskulýðsdaginn til þess að setja inn á kirkjan.is. Myndir og myndbönd væru svo sannarlega vel þegin.

Gangi ykkur vel og góða skemmtun
Magnea Sverrrisdóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir.

Uppbygging messu:

Forspil:

Ávarp:
munið að bjóða unga fólkið sérstaklega velkomið

Signing + upphafsbæn:

Í nafni Guðs föður og sonar og heilags anda.

Drottinn, við erum hér saman komin í þínu nafni, til þess að eiga stefnumót við þig. Viltu þú taka á móti bænum okkar og lofgjörð. Vilt þú opna eyru okkar og hjörtu svo að við getum tekið á móti fagnaðarerindi þínu. Í Jesú nafni.
Amen

Inngöngusálmur:


Miskunnarbæn

Við stingum upp á því að miskunnarbænin sé sungin, Kyrie eleison, sjá sálma 737-739 í Sálmabók íslensku kirkjunnar.

Dýrðarsöngur:


Kollekta:

Ritningarlestur:

– Lexía: Préd 3.1-8
– Pistill: 3.Jóh 1.11a

Sálmur:

Guðspjall:
Matt 22.36-40, Tvöfalda kærleiksboðorðið

Trúarjátning

Guðspjallssálmur:


Prédikun- Samtalsprédikun

Við hvetjum til þess að unglingarnir taki þátt í að semja og flytja prédikunina. Annað hvort í hefðbundnu formi, eða með einhvers konar listrænni tjáningu, s.s leikriti, dans, málverki…

Sálmur:

Almenn kirkjubæn:
Gott er að láta unglingana sjálfa búa til almennu kirkjubænina og kannski líka upphafsbæn og lokabæn. Bæði getur leiðtoginn búið til bænir eða hjálpað krökkunum við að búa til bænir og þá e.t.v. gefið þeim bænarefni- út frá þema dagsins.

-Biðjum fyrir landinu okkar

Almáttugi Guð, við þökkum þér fyrir landið sem þú gafst okkur. Blessa þú ráðamenn þjóðarinnar, forseta, ríkisstjórn og dómstóla. Gef þeim sem eru veikir, sorgmæddir og einmanna von. Vernda þú og blessa þá sem starfa við hættulegar aðstæðu og þá sem vinna við að gæta réttlætis og velferðar þjóðarinnar. Við leggjum alla þá sem að starfa með börnum og unglingum sérstaklega í þínar hendur, gef þeim visku og réttsýni. Fyrir Jesú Krist, Dottin vorn

Söngur: Ó, heyr mína bæn

– Biðjum fyrir börnum sem búa við erfiðar aðstæður

Kæri faðir, við leggjum öll þau börn fram fyrir þig sem búa við hungur stríð og ofsóknir.Styrk þau börn sem búa við erfiðar heimilaaðstæður eins og ofbeldi,neyslu fíkniefna og veikindi. Gef okkur í samfélaginu augu til þess að til þess að taka eftir þeim börnum sem líður illa og þurfa á hjálp að halda. Hjálpa þeim ungmennum sem villast af veginum og lenda í fíkniefnum. Viltu styðja þau til vonar og hjálpa þeim að finna leiðina heim. Fyrir Jesú Krist, Dottin vorn

Söngur: Ó, heyr mína bæn

-Biðjum fyrir samskiptum foreldra og barna

Kæri faðir, við biðjum þig að vera með fjölskyldum þessa lands. Við leggjum samskipti foreldra, unglinga og barna sérstaklega í þínar hendur. Gef þú þolinmæði þar sem hana skortir, tillitsemi kærleika. Gef þú þeim börnum sem búa við erfiðar aðstæður styrk og kjark. Fyrir Jesú Krist, Dottin vorn.

Söngur: Ó, heyr mína bæn

-Við biðjum fyrir kirkjunni

Við biðjum fyrir kirkjunni á Íslandi og kirkju Krists um heim allan.. Við biðjum fyrir æskulýðsstarfi kirkjunnar. Við biðjum þig fyrir leiðtogum og unglingum í æskulýðsstarfi. Hjálpa þú okkur að vera kirkjan þín, ljósið sem lýsir upp myrkrið. Fyrir Jesú Krist, Dottin vorn.

Söngur: Ó, heyr mína bæn

-Biðjum fyrir framtíðinni og jákvæðni

Drottinn, við biðjum þig fyrir framtíð okkar. Viltu gefa okkur að ganga til móts við framtíðina óttalaus og móttækileg fyrir öllu góðu. Viltu hjálpa okkur að muna að við höfum alltaf val og að við berum ábyrgð á okkar eigin vali- hjálpa þú okkur að velja rétt og velja vel. Viltu hjálpa okkur að vera jákvæð og forðast að festast í neikvæðni og niðurdrepandi hugsunum. Leyfðu okkur að finna að hjá þér er alltaf von og ljós.Fyrir Jesú Krist, Dottin vorn.>/em>

Söngur: Ó, heyr mína bæn

Bæn í þögn og svo biðjum við saman þá bæn sem felur í sér allar aðrar bænir;
Faðir vor

Friðarkveðja Friðarkveðjan látin ganga frá altari. Kirkjugestir taka í hönd þeirra sem næstir þeim eru og segja;
Friður Drottins sé með yður. Svar; Og með þínum anda.

Blessun

– Blessunarorðin sungin.

Útgöngubæn

Við þökkum þér Drottinn fyrir þessa stund, að við höfum fengið að koma hér saman í þínu nafni. Við þökkum þér fyrir allar þær gjafir sem þú hefur gefið okkur. Hjálpa þú okkur að leita sannleikans og kjósa kærleikann og láttu okkur vera minnug ábyrgðar okkar í samfélaginu. Amen>/em>

Lokasálmur:

Tillögur að söngvum til að nota í messunni;

Númerin sem vísað er til eru úr söngbókinni Guð, í þinni hendi , nýrri söngbók fyrir æskulýðsstarf, nema annað sé tekið fram.
Fermingarbörn eða unglingar úr æskulýðsfélaginu (ungt fólk úr söfnuðinum) gæti séð um forspil og eftirspil, eða jafnvel alla tónlistina í messunni.

Ég vil ganga inn um hlið hans – 41
Eins og lofsöngslag – 30
Lord I lift your name on high – 82
Bæn sendu beðna að morgni – 18
Í bljúgri bæn – 63
Drottinn blessi þig – 22
Ég vil dvelja í skugga vængja þinna – 40
Kristur hann býr í mér – 73
He’s got the whole world – 50 í sönghefti KFUM/K
Soon and very soon – 85 í sönghefti KFUM/K
Ver mér nær ó, Guð – 105
Jesús er bjargið sem byggja má á – 112 í sálmabók barnanna
Því svo elskaði Guð heiminn -127
Hefjum vor augu og hendur – 143 í sönghefti KFUM/K
Glory to the father – 50
We are one in the spirit –
Er ég leitaði vinar – 32
Er í nærveru þín ég kem – 33
Drottinn er minn hirðir – 23
Gleði gleði – 48
Já allir sem Guð hefur friðkeypt og frelsað – 65

Categories
Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf

Leikjasafn fyrir krakkaklúbb

Guðmunda Inga Gunnarsdóttir tók saman þetta leikjasafn og kann Efnisveitan og Fræðslusvið Biskupsstofu henni bestu þakkir.

Categories
Æskulýðsdagurinn Fermingarstörf Söngvasjóður

Húsin í Skýjaborg

Framhaldssaga fyrir barnastarf kirkjunnar.
Höfundar: Laufey Brá Jónsdóttir og Kristjana Thorarensen.
Skálholtsútgáfan/Fræðslusvið Biskupsstofu 2005

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Hjálparstarf kirkjunnar

Vefur Hjálparstarfs kirkjunnar

Vef Hjálparstarfs kirkjunnar má nota á margvíslegan hátt í fræðslustarfi kirkjunnar.
Help.is

Categories
Æskulýðsdagurinn

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 2008

Hugmyndin á bak við efnið í ár er að hér er að finna eitthvað við allra hæfi. Þó svo að upphaflega hafi Æskulýðsdagurinn verið hugsaður fyrir unglinga, hefur það færst í aukana að helga þennan dag öllu barna- og unglingastarfi kirkjunnar.
Í ár er þema æskulýðsstarfsins Samvinna.

Við höfum ákveðið að útbúa hlaðborð af efnivið til að nota í tengslum við þennan dag. Hér má finna:
• Tvennskonar drög að guðsþjónustu – önnur er hugsuð sem unglingaguðsþjónusta þar sem yngri börn taka þátt. Hin er hugsuð sem barnaguðsþjónusta þar sem unglingar og eldri börn taka þátt.
• Fundarefni fyrir tvo fundi í æskulýðsstarfi – væri líka hægt að nota í yngri barna starf. Annars vegar fundur með áherslu á að upplifa samvinnu í gegn um leiki. Hins vegar fundur til undirbúnings fyrir messu á æskulýðsdag.
• Samtalsprédikun – “Limir á líkama Krists”, skrifuð fyrir 1 leiðtoga og 3 unglinga.
• Leikrit – “Vinirnir á þakinu”
• Brúðuleikhús – “Samvinna”
• Einföld hugleiðing – “Hjálpumst að”
• Bent á gamalt barnastarfsefni tengt guðspjalli dagsins.

Mikilvægt er að lesa vel yfir efnið svo hægt sé að velja það sem hentar á hverjum stað.
Gott er að allir hópar hafi hlutverk í messunni. T.d. getur verið ákaflega mikilvægt fyrir sunnudagaskóla og/eða 6-9 ára starf að fá að kenna eitt eða tvö lög með hreyfingum.
Einhver getur fengið það hlutverk að heilsa fólki sem kemur til kirkju og bjóða það velkomið, dreifa messuskrám (ef slíkt er notað), lesa ritningarlestra eða víxllestra, ef einhverjir vilja dansa eða lesa ljóð eða hvað annað þá er alltaf gaman að setja slíkt inn. Passið ykkur þó að hafa ekki of mikið í boði en endilega nýtið þann mannauð sem í kirkju ykkar býr.

Mjög miklvægt að hver kirkja taki tillit til þess hóps sem þar mætir og miði dagskrá dagsins út frá honum. Ekki kenna of mörg ný lög þennan dag og passið upp á að einhver hópur kunni hvert lag sem sungið er.

Með kveðju
Anna Arnardóttir og Erla Guðrún Arnmundardóttir

EFNIÐ:

Brúðuleikrit- Samvinna

Fundarefni: Tveir fundir:1. Samvinna 2. Undirbúningur fyrir æskulýðsmessu

Einföld hugleiðing- Hjálpumst að

Leikrit- Vinirnir á þakinu

Guðsþjónusta á æskúlýðsdaginn- Messuskrá barna

Samtalsprédikun – Limir á líkama Krists