Categories
6-9 ára Aðventa og jól Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Biblíusaga – Englasunnudagaskólinn


Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Boðun Maríu

Leyniteikning um boðun Maríu

Leynimynd – Englasaga

Leyniteikning – Förin til Betlehem

Jólasagan í heild sinni

Categories
Æskulýðsstarf Barnastarfið Biblíusögur Myndbönd Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Sólin

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Þessi nýi þáttur með Hafdísi og Klemma fjallar um ljósið. Getur hrós verið ljós?

Unnið með: Mattesus 5:14-16

 

↓ Hér má finna biblíusögu úr Daginn í dag 2 sem passa fullkomlega með þættinum.

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Biblíusaga: Jósef og bræður hans

 

ATHUGIÐ!
Sagan um Jósef og bræður hans er mjög efnisrík, þess vegna er hún hér mikið stytt. Þessi útgáfa leggur áherslu á það sjónarhorn sögunnar: Að snúa illu til góðs.
Söguna í heild sinni má svo finna í 1. Mósebók köflum 37 og 39-47.

 

JÓSEF OG BRÆÐUR HANS

Einu sinni var strákur sem hét Jósef. Hann átti ellefu bræður. Bræður hans voru mjög afbrýðisamir út í Jósef vegna þess að pabbi þeirra hafði gefið honum mjög flott föt en ekki þeim. Þeir þoldu það ekki og voru vondir við hann daginn út og inn. Jósef hefur eflaust tekið þetta nærri sér og ekki vitað hvað hann átti að gera. Loks urðu bræður hans svo reiðir að þeir ákváðu að losa sig við hann. Þeir fóru með Jósef langt frá heimilinu, klæddu hann úr fallegu fötunum hans og seldu hann sem þræl til útlanda.

(Vitiði hvað þræll er? Það þýðir að vera eign einhvers annars, eins og hver annar hlutur. Sá sem var þræll, eins og Jósef var nú orðinn, var ekki lengur frjáls heldur meira eins og fangi. Þrælar réðu engu sjálfir og eigendur þeirrra voru oft vondir við þá og létu þá vinna erfiða vinnu og gáfu þeim lítinn eða vondan mat að borða.)

Þegar bræður Jósefs höfðu losað sig við hann, rifu þeir fallegu fötin hans, helltu dýrablóði yfir þau, og sögðu pabba sínum að villidýr hefði ráðist á Jósef og étið hann. Vesalings pabbi þeirra var mjög sorgmæddur því hann hélt að Jósef væri dáinn.

En Guð var með Jósef alla daga. Hann vissi allt sem hafði gerst og sleppti aldrei taki sínu af Jósef.

Tíminn leið og þegar Jósef hafði verið í Egyptalandi í mörg ár var hann orðinn góður vinur Faraós, sem var konungurinn í Egyptalandi. Faraó teysti Jósef svo vel að hann gerði hann að stjóra yfir öllu landinu. Jósef, sem var einu sinni fátækur þræll var nú orðinn frjáls og einn ríkasti maður Egyptalands.

En bræðrum Jósefs gekk ekki svona vel því í landinu þeirra var erfitt að fá mat og fólk var mjög fátækt. Þeir fréttu að það væri til nægur matur í Egyptalandi og fóru því í höll landstjórans til þess að biðja um mat fyrir sig og fjölskyldu sína. Þeir höfðu ekki hugmynd um að sjálfur landstjórinn í Egyptalandi væri Jósef bróðir þeirra. En Jósef þekkti þá um leið.

Jósef hlustaði á þá og spurði þá svo: „Þekkið þið mig ekki?“

„Nei!“ Sögðu bræður hans. „Við höfum aldrei séð þig áður.“

Þá svaraði Jósef: „Ég er Jósef bróðir ykkar, sem þið voruð alltaf svo vondir við og selduð sem þræl til Egyptalands.“

Þá urðu bræður hans hræddir því þeir héldu að Jósef myndi hefna sín og refsa þeim.

(En hvað haldið þið að Jósef hafi gert? – Haldið þið að hann hafi öskrað á þá eða látið setja þá í fangelsi? … Nei.)

Jósef sagði við bræður sína: „Þið ætluðuð að gera mér illt … en nú hefur Guð snúið því til góðs.“

Og hann faðmaði bræður sína að sér og fyrirgaf þeim.

Jósef lét þá svo sækja pabba sinn og þegar pabbi þeirra sá að Jósef var á lífi, eftir öll þessi ár, grét hann af gleði. Allir fluttu þeir svo með fjölskyldur sínar til Egyptalands þar sem nóg var til af öllu. Þar lifðu þau góðu lífi saman með Jósef.

(Hugsið ykkur, allt það slæma sem kom fyrir Jósef, náði hann að breyta í eitthvað gott með hjálp Guðs. – Við getum líka gert það, snúið illu til góðs og þannig sigrað illt með góðu.)

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Biblíusögur

Vitringarnir

Vitringarnir Myndasería fyrir skjávarpa.

Jólasagan í heild sinni Myndasería fyrir skjávarpa.

Leyniteikning

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Hirðasunnudagaskóli

Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Hirðarnir Myndasería

Leyniteikning um hirðana

Jólasagan Viltu segja alla jólasöguna frá upphafi til enda?

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Hirðarnir

Hirðarnir Myndasería

Leyniteikning um hirðana

Saga jólanna Hér er hægt að finna sögu jólanna í heild sinni.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Við Betesdalaug

Jesús læknar við Betesdalaug Hreyfimyndasería

Jesús læknar við Betesdalaug Leyniteikning

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Biblíusagan: Sköpunin

Myndasería fyrir skjávarpa
Hlutbundin kennsla

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Aldingarðurinn

Adam og Eva fela sig

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Trúðurinn og Daníel

Ég vil líkjast Daníel – Hugleiðing með söngnum

Trúður kemur í heimsókn.

Trúðurinn: Halló krakkar!

Leiðbeinandinn: Komdu sæll og blessaður. Þú ert bara mættur?!

Trúðurinn: Já, ég reyni að koma í sunnudagaskólann eins oft og ég get.

Leiðbeinandinn: Það er gott að heyra.

Trúðurinn: Veistu hvað mér finnst skemmtilegast að gera í sunnudagaskólanum?

Leiðbeinandinn: Nei, lof mér að giska.

Trúðurinn: Já.

Leiðbeinandinn: Ætli þér finnist ekki skemmtilegast að syngja.

Trúðurinn: Hvernig vissirðu það?!

Leiðbeinandinn: Ég held að það fari bara ekki framhjá neinum sem þekkir þig. Heyrðu annars. Við erum einmitt að fara að syngja mjög skemmtilegt lag. Náðu þér í stól og sestu (Trúðurinn nær sér í stól og sest þannig að hann snýr að krökkunum).

Trúðurinn: Hvaða lag erum við að fara að syngja?

Leiðbeinandinn: Ég vil líkjast Daníel og ég vil líkjast Rut.

Trúðurinn: Frrrrrrábært! Mér finnst það svo skemmtilegt lag. Þá þarf maður alltaf að standa upp og setjast og standa og setjast og standa og setjast (stendur og sest eftir því sem hann segir).

Leiðbeinandinn: Já, já…hættu nú að standa og setjast. Sparaðu það þangað til við byrjum að syngja lagið.

Trúðurinn: Allt í lagi.

(Nú byrja allir að syngja lagið en trúðurinn stoppar það).

Trúðurinn: Heyrðu, heyrði…bíðið….stopp!

Leiðbeinandinn: Hvað?

Trúðurinn: Hver er eiginlega þessi Daníel sem ég vil endilega líkjast svona mikið? Og hver í ósköpunum er þessi sanna og góða Rut sem ég á líka að vilja líkjast?

Leiðbeinandinn: Það er von að þú spyrjir.

Trúðurinn: Það er bara asnalegt að vilja herma eftir einhverjum. Ég er engin hermikráka.

Leiðbeinandinn: Hvað áttu við?

Trúðurinn: Á ég bara að fara að herma eftir einhverjum Daníel og einhverri Rut!?? Og hvernig í veröldinni á ég að fara að því þegar ég þekki þau ekki neitt?

Leiðbeinandinn: Sko, sjáðu nú til. Við erum ekkert að herma eftir neinum þótt við viljum líkjast einhverjum. Við viljum líkjast Daníel af því að hann var svo hugrakkur og trúði að Guð myndi bjarga sér frá ljónunum í ljónagryfjunni.

Trúðurinn: Nú?

Leiðbeinandinn: Já og svo viljum við líkjast Rut því hún var svo trúföst og góð.

Trúðurinn: Hvernig þá?

Leiðbeinandinn: Það er saga um hana í Biblíunni þar sem segir frá því að Rut var útlendingur. Hún átti mann sem var ekki útlendingur. Þegar hann dó ákvað hún að fylgja mömmu hans og vera með henni í stað þess að fara bara heim í sitt eigið land.

Trúðurinn: Svo þetta lag er þá um eitthvert fólk í Biblíunni.

Leiðbeinandinn: Já.

Trúðurinn: Og mig sem grunaði að þetta væri Daníel í blokkinni minni…og Rut frænka vinkonu ömmu minnar…sem ég þekki ekki neitt og ég get sagt þér að ég vil hvorki vera eins og sá Daníel né þessi Rut.

Leiðbeinandinn: Nei, ég skil. En nú skulum við syngja lagið og þá geturðu hugsað um Daníel sem treysti svo vel á Guð og Rut sem var svo trúföst. Lagið segir okkur að við eigum að treysta Guði eins og Daníel og vera sjálf traustsins verð eins og Rut.

Trúðurinn: Ég skal hugsa um það. (Lagið sungið og trúðurinn stendur upp og sest með miklum tilþrifum…gæti jafnvel ekki hitt á stólinn og dottið á rassinn).