Categories
6-9 ára Biblíusögur Sunnudagaskólinn TTT

Jesús læknar og reisir upp frá dauðum

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Ýmsar sögur úr Gamlatestamentinu

SKÖPUN HEIMSIS/DAGARNIR SJÖ

ADAM OG EVA/SYNDAFALLIÐ

KAIN OG ABEL

ÖRKIN HANS NÓA

SAGA ABRAHAMS, SÖRU OG ÍSAKS

ÍSAK OG REBEKKA

SAGAN UM JÓSEF

MÓSES Í KÖRFUNNI

MÓSES SAGAN

BOÐORÐIN TÍU

BARÁTTAN UM JERÍKÓ

SAGA DAVÍÐS

DAVÍÐ OG GOLÍAT

SAMÚEL

SALÓMON KONUNGUR

DANÍEL Í LJÓNAGRYFJUNNI

SAGAN UM SEDREK, MESEK OG ABED NEGÓ

NAAMAN OG LITLA ÞJÓNUSTUSTÚLKAN

JÓNAS Í HVALNUM

RUT

GÍDEON

SAMSON

ELÍA SPÁMAÐUR

ESTER

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn TTT

Saga postullanna og frumkirkjunnar

Spil

PÁLL POSTULI

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Saga hirðanna- myndasýning

Sjá söguna einnig á barnatrú.is

Í viðhengi er að finna einfalda en litríka myndaseríu fyrir skjávarpa – einnig má ljósrita hana og sýna börnunum hana þannig.
Í neðra viðhenginu er að finna hefðbundna en flóknari myndaseríu fyrir skjávarpa.

1. Það var stjörnubjört nótt á Betlehemsvöllum. Hirðarnir sátu við varðeldinn og spjölluðu saman. Kindurnar sváfu í haganum og allt var kyrrt og hljótt.
– Hvað ætli séu eiginlega margar stjörnur á himninum sagði einn hiðanna hugsi.
– Það veit það örugglega enginn, sagði annar og svo horfðu þeir þegjandi til himins um stund.

2. Allt í einu varð skellibjart. Það var eins og skyndilega hefði komið dagur. -Hvað er að gerast, sögðu hirðarnir skelkaði og pírðu augun. Þegar augun höfðu vanist birtunni sáu þeir skínandi engil. Engillinn horfði góðlega á þá og brosti og sagði svo með fallegri englaröddu sem hljómaði yfir himininn. -Verið óhræddir því sjá ég boða ykkur mikinn fögnuð. Ykkur hefur fæðst frelsari. Þið munuð finna hann í Betlehem í jötu í litlu fjárhúsi. Allt í einu var fjöldi engla á himninum og allir sungu: – Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu yfir mönnunum sem hann hefur velþóknun á.

3. Hirðarnir biðu ekki boðanna. Þeir flýttu sér niður til Betlehem. Þeir komu ekki upp orði góða stund. Gat það verið að engill hefði talað við þá? Og þvílíkar fréttir sem hann bar þeim. Loks sagði einn hirðanna:- Skyldum við vera þeir fyrstu sem fengu fréttirnar af því að frelsarinn væri fæddur? -Ég veit það ekki, sagði annar hirðir. Skrýtið að segja okkur hirðunum það fyrst. Engillinn hefði kannski átt að segja kónginum frá þessu fyrst. En hann valdi að segja okkur þetta.

4. Þeir voru fljótir að finna litla fjárhúsið í Betlehem. Allt stóðst sem engillinn hafði sagt. Þarna sat ung móðir og ungur faðir og í jötu lá lítið barn. Þetta hlaut að vera frelsarinn. Hirðarnir krupu á kné og horfðu á litla nýfædda barnið furðulostnir og fullir af lotningu.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Ítarefni Sunnudagaskólinn

Dýrmæta perlan