Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Brúðuleikrit Hjálparstarf kirkjunnar Sunnudagaskólinn

Brúðuleikritið Ævitýrapokinn: Saga jólanna

Í ævintýrapokanum á að vera baukur frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Nú er baukurinn fullur.

Auk þess er Rebbi með ost.

Rebbi og Mýsla eru komin í sparifötin. Finnið eitthvað t.d. slaufu á Mýslu og bindi á Rebba.
Nú eru Rebbi og Mýsla komin í jólaskap.
Rebbi er kominn inn á sviðið á undan Mýslu og er að taka til og skreyta (notið hanska sem hönd fyrir Rebba) Vel mætti láta Rebba vera að hengja jólaskraut á grein eða að raða styttum inn í fjárhús.

Rebbi: (Hummar lagið Heims um ból fyrir munni sér). Nú er bara allt að verða klárt. Mikið hlakka ég til jólanna. Hvað skyldi ég nú fá í jólamatinn. Nammm namm urr…namm.
Vitið þið að ég er búinn að útbúa jólagjöf fyrir Mýslu og ég hlakka svo til að gefa henni hana.
Viljið þið sjá hvað ég gef henni?
 Rebbi tekur ost upp úr pússi sínu. Og segir lægra: Þið megið ekki segja. Þið vitið að þetta er leyndarmál.

Mýsla kemur inn og Rebbi flýtir sér að fela ostinn.

Mýsla: Hvað ertu með?

Rebbi: Uhh…. ekki neitt.

Mýsla: Jú ég sá að þú varst að fela eitthvað? (suðar) Gerðu það má ég sjá?

Rebbi: (Gabbar Mýslu) Uhh…Mýsla sjáðu þarna (bendir í gagnstæða átt og Mýsla fellur á bragðinu og lítur í hina áttina).

Mýsla: Hvað? Á hvað varstu að benda?

Rebbi: Bara…þetta?

Mýsla: (Mýsla þýtur þangað) Þetta hvað? Ég sé ekki neitt.

Rebbi: Nei, æ, það er þarna (bendir í hina áttina og Mýsla þýtur þangað).

Mýsla: Ha? Ég sé ekkert! (Má endurtaka og sprella með það að láta Mýslu leita og hlaupa).

Rebbi: (Nennir þessu ekki lengur) ég var bara að reyna að láta þig gleyma því að ég var að fela svolítið.

Mýsla: (Forvitin) Fela? Hvað varstu að fela?

Rebbi: (Blíðlega) Viltu endilega sjá það Mýsla mín. Sko…þetta er nefnilega jólagjöfin þín…frá mér.

Mýsla: (Hrekkur til baka eins og hún hafi brennt sig) Ó, he he, nei, Rebbi ó…ætlarðu að gefa mér gjöf? Ég sem hélt að þú vildir bara FÁ gjafir.

Rebbi: (Í góðu skapi) Já, en svo áttaði ég mig á því að það er gaman að koma öðrum á óvart og núna hef ég ákveðið að koma þér á óvart. Svo þú mátt ekki kíkja.

Mýsla: Ég lofa því.

Rebbi: (Stutt vandræðaleg þögn) Eh… en Mýsla…eigum við ekki bara að opna ævintýrapokann og sjá hvað er geymt í honum?

Mýsla: Jú, endilega. Fáum einhvern til að hjálpa okkur.

Barn kemur og aðstoðar við að opna ævintýrapokann og upp kemur söfnunarbaukur Hjálparstafsins.

Mýsla: Bíddu nú við. Var ekki svona baukur í ævintýrapokanum núna um daginn?

Rebbi: (Finnst þetta óskiljanlegt) Jú?

Mýsla: (Hneyksluð) Nú held ég að pokinn sé alveg orðin ruglaður. Það er aldrei það sama í honum…það er alltaf nýtt og nýtt.

Rebbi: (Hugsi) Já, en heldurðu að það geti verið að það sé verið að minna okkur á að gefa í söfnun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin? Finndu! Baukurinn er alveg troðfullur af peningum núna. Það þarf að koma honum til skila.

Mýsla: (Áttar sig) Já, þú meinar það! (Man allt í einu) Ji…Rebbi refur… hvar er baukurinn okkar? Við þurfum að finna hann og koma honum til skila svo fátæku börnin fá jólamat og jólaföt.

Rebbi: (Spenntur) Já ekki er seinna að vænna. Drífum okkur.

Brúðurnar kveðja og hverfa.

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnasálmar og söngvar Barnastarfið Brúðuleikrit DVD Efnispottur Föndur Foreldrastarf Helgihald Hjálparstarf kirkjunnar Ítarefni Leikir Myndaseríur

Ítarefni

Nebbaþættirnir

Tófuþættirnir

Páskar Jólaefni
Æskulýðsdagurinn

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Hjálparstarf kirkjunnar

Vefur Hjálparstarfs kirkjunnar

Vef Hjálparstarfs kirkjunnar má nota á margvíslegan hátt í fræðslustarfi kirkjunnar.
Help.is

Categories
Hjálparstarf kirkjunnar

Skóli orðsins- Lectio Divina

Biblíulestraraðferð,byggð á fornri hefð, til notkunar í æskulýðshópum, fermingarstarfi, biblíuleshópum og öldrunarstarfi. María Ágústdsóttir þýddi og staðfærði.