Categories
Æskulýðsstarf Eldri borgarar Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla

Hér stend ég

Hér stend ég

Sækja myndband (HD)

Categories
Fullorðinsfræðsla Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Er hætt að kenna kristin fræði í skólum landsins?

Síðastliðið vor hélt dr. Sigurður Pálsson, prestur og fyrrum námsstjóri í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum, vekjandi erindi um fræðslu í kristnum fræðum í skóla og kirkju. Erindið var flutt á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 25. mars 2015. Nú hefur erindið verið sett á vefinn í þremur hlutum. Hægt er að horfa á erindin með skýringarglærum hér á vefnum.

Erindi dr. Sigurðar Pálssonar á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 25. mars 2015 í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska Biblíufélags

1. hluti: Inngangur í tilefni af 200 ára afmælis HÍB um Ebenezer Henderson

Sigurður Pálsson sett í upphafi erindi sitt í tengsl við afmæli Hins íslenska biblíufélags með stuttri frásögn af ferð Ebenezer Hendersonar til Íslands. Hann var frumkvöðull að stofnun félagsins fyrir 200 árum og hafði með sér nýja útgáfu af Biblíunni og nýja þýðingu af Nýja testamentinu sem gefið var út á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags. Hann var á þeirra vegum.

2. hluti: Er hætt að kenna biblíusögur í grunnskólanum? Ný aðalnámskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar

Meginhluti erindi hans fjallaði um námskrá í kristnum fræðum og fræðslustarf kirkjunnar. Hann nefndi erindi sitt: Er hætt að kenna biblíusögur í grunnskólunum? Ný námskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar. Hann rakti þróun kristinfræðikennslunnar frá siðbót og þau sjónarmiði sem verða svo ráðandi við námskrárgerð síðustu ára. Hann gagnrýnir nýja greinanámskrá frá 2013 fyrir að gera kristindóms- og trúarbragðafræðsluna að námsþætti í samfélagsgreinum og gera hana þar með að hornkerlingu í þegar yfirfullum híbýlun samfélagsgreinanna. Þá gagnrýnir hann nýju námskrána fyrir einhliða áherslu á hæfnimarkmið en skort á þekkingarmarkmiðum. Þá dregur hann þá ályktun að kirkjan verði að stórefla fræðslustarf sitt í þessu umhverfi og að kristindómsfræðslan í tengslum við boðunina sé á hennar ábyrgð en hlutverk skólans að fræða um kristni og önnur trúarbrögð. Hann leggur fram rök fyrir því að trúarbragðafræðsla í opinberum skólum sé nauðsynleg í samfélagi samtímans.

3. hluti: Biblíusögur

Í síðasta hluta erindisins tekur hann til umræðu biblíusöguna og eðli frásögunnar. Vísar hann þar til Hjalmars Sundén um túlkunarramma máli sínu til stuðnings. Tók hann skemmtilegt dæmi um samtal 10 ára drengs og guðfræðings um erfiða biblíusögu sem sýndi fram á að frásagnirnar gefa börnum og fullorðnum tæki til að þroskast með innlifun í þessa texta og gefur forsendur til að skilja tilveru sína í nýju ljósi. Það er því forsenda fyrir skilningi á kristinni trú að þessum frásögnum sé miðlað áfram.

Categories
Fullorðinsfræðsla

Fullorðinsfræðsla- námskeið

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Eldri borgarar Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Sunnudagaskólinn TTT Unglingar

Námskrá

Smellið hér

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Hjálparstarf kirkjunnar

Vefur Hjálparstarfs kirkjunnar

Vef Hjálparstarfs kirkjunnar má nota á margvíslegan hátt í fræðslustarfi kirkjunnar.
Help.is