Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Leikur

Falin veisla
Börnin hjálpa til við að undirbúa veislu Sakkeusar.
Undirbúningur:
Í rýminu þar sem sunnudagaskólinn/barnastarfið fer fram þarf að fela 10 hluti eða fleiri ef hópurinn er mjög stór, sem tengjast borðhaldi, t.d. diskur, gaffall, glas, brauð,…
Framkvæmd:
Í framhaldi af því að sagan af Sakkeusi hefur verið sögð er greint frá því að þetta hafi jú komið Sakkeusi algerlega á óvart að Jesús skyldi koma í heimsókn. Svo mikið á óvart að hann bara fann ekki hlutina sem hann þurfti í veisluna. Því Jesús var kominn í heimsókn og þá vildi hann halda veislu. Nú eru börnin beðin að leita að xx mörgum hlutum sem faldir hafa verið í rýminu og Sakkeus þarf nauðsynlega á að halda í veisluna.
Athugið:
Athugið að virkja stærri börn í því að taka á móti veisluföngunum og láta minni börnin um að leita.

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Litamynd – Sakkeus

LITABÓK_04

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Kærleiksbókin mín

Samvera 4 — Sakkeus
– Æi, æi, aumingja ég! tautaði Sakkeus. – Enginn segir neitt fallegt við mig eða heilsar mér, fólk kallar mig þjóf! Hundarnir urra á mig. Ég er svo einmana! Sakkeus var tollheimtumaður. Hann rukkaði fólk og lét það borga meiri pening en hann mátti. Það heitir að stela á íslensku. Þegar fólkið var búið að borga Sakkeusi var ekki einu sinni til peningur fyrir mat.
Það var margt fólk á götum Jeríkó. Jesús var að koma. Allir voru glaðir og spenntir. Sakkeus hafði heyrt að Jesús væri bestur í heimi og vildi vera vinur allra. Sakkeus átti engan vin. Sakkeus var smávaxinn maður, hann var pínulítill. Sakkeus fann að hjarta hans hrópaði á Jesú. Hann gat ekki séð Jesú í mannþrönginni NEMA ef hann klifraði upp í hæsta tré, því þar gæti hann vel séð hann! Jesús nálgaðist og fólkið hrópaði af gleði. – Æ, hugsaði hann, – ég á gull og silfur og fjársjóði af peningum, en ég á enga vini. Jesús vill örugglega ekki tala við mig. Mér hafa orðið á mistök, ég ætla að bæta ráð mitt.
En nú varð Sakkeus hissa. Jesús nam staðar við tréð og sagði: – Sakkeus, flýttu þér niður úr trénu, ég ætla að koma í heimsókn til þín. – Til mín? Sakkeus trúði varla sínum eigin eyrum. Jesús vildi koma í heimsókn til hans. Hann stökk niður úr trénu, fullur af gleði.
– Jesús, sagði Sakkeus, ég ætla aldrei ALDREI að stela frá öðrum aftur og gera mitt besta til að breyta rétt. Þá brosti Jesús til Sakkeusar og sagði: – Ég fyrirgef þér allt það vonda sem þú hefur gert. En nú verður þú að gefa allt, sem þú hefur tekið, til baka til fólksins.
– Sakkeus, sagði Jesús, nú ertu fullur af kærleika.
– Það er þér að þakka, Jesús, sagði Sakkeus.

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Sakkeus 2019

Limmidi 04
Biblíusögur
Kærleiksbókin mín – Sakkeus

Sögustund II – Sakkeus

Sakkeus – Stóra flettimyndabiblían

Sakkeus – Hreyfimyndasería fyrir skjávarpa

Sakkeus – Leyniteikning

Hver er Jesús? – Sakkeus

Borðum biblíusöguna


Myndbönd


Söngvar


Litamynd


Leikrit – Heiðarleikinn


Leikur

Categories
Ítarefni Messuform

Sorgarguðsþjónusta

Sorgarguðsþjónusta er í fylgiskjalinu hér að neðan.

Categories
Æskulýðsstarf Eldri borgarar Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla

Hér stend ég

Hér stend ég

Sækja myndband (HD)

Categories
Æskulýðsstarf Eldri borgarar Námskeið Sunnudagaskólinn

Haustnámskeið kirkjunnar 2019

Haustnámskeið kirkjunnar verður 26. – 30. ágúst  í Háteigskirkju

Mánudagur 26. ágúst

14.30: Öldrunarinnsæi. Umsjón Bára Friðriksdóttir.

Kl. 16.30 Skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi. Námsskeiðið er 4st. og veitir vottun um gilda skyndihjálparþjálfun frá RKÍ sem gildir í 2 ár. Skráning til 23. ágúst á aeskr.is/skraning (námskeiðið er án endurgjalds fyrir leiðtoga í barna- og æskulýðsstarfi aðrir áhugasamir hafi samband við þjónustumiðstöð Biskupsstofu í Háteigskirkju).

Þriðjudagur 27. ágúst

9.00 Húsið opnar kaffi og rúnstykki

10.00 Kynning á sunnudagaskólaefni næsta vetrar og nýrri Efnisveitu (kynningin verður endurtekin daginn eftir kl. 16.00).

10.45 Kyrrðarbæn fyrir börn. Umsjón: Bylgja Dís Gunnarsdóttir.

11.20 Kynningar á vefmiðlun. Notkun facebook og Google ads í kynningarstarfi. Umsjón: Þorsteinn Arnórsson.

12.00 Hádegisverður

13.00 Brúður í kirkjustarfi. Hvernig notum við brúður til þess að segja sögur. (Þátttakendur hvattir til þess að koma með brúður sem þeir nota í starfinu). Umsjón: Bernd Ogrodnik brúðulistamaður.

15.00 Kaffi

15.15 Listin að segja sögu. Umsjón Eggert Kaaber leikari.

17.15 Kirkjutorg  – Stækkaðu tengslanet þitt í kirkjulegu starfi!

Kynningar frá ýmsum aðilum fyrir vetrarstarfið í kirkjunni þinni.  T.d. Hjálparstarf kirkjunnar, kaffihorn, æskulýðssamböndin, Skálholtsútgáfan, söngur, Biblíufélagið, eldriborgarastarf ofl. (þátttakendur enn að skrá sig til leiks).

Ca kl. 18.30 grillað í gogginn!

Miðvikudagur 28. ágúst

9.00 húsið opnar kaffi og rúnstykki.

10.00 Fjölskyldukirkjan (Family ministry) Umsjón: Hildur Björk Hörpudóttir og Jóhanna Gísladóttir.

12.00 Hádegismatur

13.00 Fjölskyldukirkjan- framhald.

15.30 Kaffi

16.00 Kynning á sunnudagaskólaefni næsta vetrar og nýrri efnisveitu (sama kynning og var á þriðjudagsmorgni).

ATH! Tímasetningar gætu breyst lítilega.

 

Fimmtudagur 29. og föstudagurinn 30. ágúst

Guðfræðiráðstefna á vegum áhugahóps um guðfræðiráðstefnur.Í ár mun Carla M Dahl prófessor við Luther Seminary og Jodi Houge prestur Humble Walk kirkjunnar í St. Paul, Minnesota sækja okkur heim. Nánari upplýsingar og skráning á gudspjall.is

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Halldór Elías Guðmundsson

Halldór Elías, kallaður Elli, hefur verulega reynslu af barna- og unglingastarfi, hann hefur séð um fullorðinsfræðslu, leiðtogafræðslu og á mjög fjölbreytta möppu af fræðsluinnleggjum af ýmsu tagi. Hann var vígður til djáknaþjónustu í þjóðkirkjunni haustið 1997 og lýk námi og þjálfun til embættisgengis sem prestur í The United Church of Christ í Bandaríkjunum nú í vor.

sími: 893-6687
halldor.elias@gmail.com

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Sylvía Magnúsdóttir

er sjúkrahúsprestur og hefur mikla reynslu af barnastarfi.
sylviam@landspitali.is
Sími: 8242596 / 5438415

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Bryndís Svavarsdóttir

Sunnudagaskóli-og-helgileikur-2019-2020