Categories
Æskulýðsstarf Eldri borgarar Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla

Hér stend ég

Hér stend ég

Sækja myndband (HD)

Categories
Fermingarstörf Námskeið

Fermingarfræðaranámskeið

Á námskeiðinu verður farið yfir strúktur nýja fermingarefnisins og ólíka notkunarmöguleika.
Skoðað er hvernig hægt er að tengja efnið við annað efni sem prestar vilja nota s.s. Con Dios.
Farið í gegnum kynningu fyrir foreldra.
Verkefnabókin skoðuð og notkunarmöguleikar hennar kynntir auk tengsla hennar við þátttöku fermingarbarnanna í helgihaldi.
Verkefnabókin og tenging hennar við kassann.
Screen Shot 2017-08-23 at 09.13.47

Categories
Fermingarstörf Helgihald

Kennsluleiðbeiningar AHA!

AHAKæru prestar og aðrir fermingarfræðarar. Út er komið nýtt fermingarefni sem ber heitið AHA!

Hér fyrir neðan í viðhengjum er að finna power point skjal sem eru drög að kennsluleiðbeiningunum sem fylgja fermingarfræðsluefninu AHA!
Tillaga að styrkleikamessu en sú messa tengist einu af þemum efnisins sem heitir Styrkleikar.

Og auk þess er kynning á power point fyrir foreldra. Þið þurfið þó að aðlaga hana að ykkar þörfum og eru nokkrir punktar á fyrstu glærunni sem þið skuluð endilega skoða.

Þessar kynningarglærur eru einnig upplýsandi fyrir ykkur sjálf því það skýrir út markmið efnisins.

Efnið samanstendur af verkefnabókinni Veganesti og námskassanum AHA! sem fæst hjá Skálholtsútgáfunni/ Kirkjuhúsinu.
Efnið má nota með Con Dios, fermingarfræðsla.is eða öðru því efni sem þið hafið áhuga á að nota. Eins getur það staðið eitt og sér.
Hér er á ferðinni nýstárleg nálgun í fermingarfræðslunni og byggir efnið á kennslufræði jákvæðrar sálfræði.

Ég hvet ykkur til að fylgjast með á facebooksíðunni AHA! vefur fyrir presta og aðra fermingarfræðara

Bkv.Elín Elísabet

Categories
Fermingarstörf

Læst: Samvera 3: Tilfinningar

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Categories
Fermingarstörf

Læst: Samvera 2: Styrkleikar

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Categories
Fermingarstörf

Læst: Samvera 1: Kynning/ Traust

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Categories
Fermingarstörf

Læst: AHA! Fræðsluefni fyrir fermingarbörn í vinnslu

Þetta efni er læst með lykilorði. Sláðu inn lykilorð hér að neðan til þess að skoða:

Categories
Fermingarstörf

Leiklistar námskeið fyrir fermingarbörn: Miskunnsami Samverjinn

leikararLeikarinn Magnús Guðmundsson og leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson bjóða upp á leiklistarnámskeið
fyrir fermingarbörn.
Námskeiðin eru byggð upp með leiklistarleikjum.
Leikirnir eru skemmtilegir en á sama tíma vinna þeir allir að sýnu markmiði t.d. Að opna fyrir leikgleðina kalli fram jákvæða hegðun, brjóta ísinn, sjálfsöryggi, samvinnu, læra að gefa og þiggja athygli og margt fleira .
Leikirnir eru hugsaðir stig af stigi þannig að í lok námskeiðisins eru allir búnir að stíga út úr þægindaramma sínum án þess að vera þvingaðir til.

Á námskeiðunum læra líka allir að fagna mistökum. Mistök eru jákvæð tækifæri sem krakkarnir læra að hafa gaman af.
Það er tvær tegundir námskeiða í boðið, styttra og lengra námskeið.
Bæði námskeiðin eru hugsuð til að brjóta upp hefðbundna fermingarfræðslu.

Með námskeiðunum verða unglingarnir jákvæðari og opnari fyrir öðru efni í fermingarfræðslunni.

Unglingarnir munu einnig læra að bera virðingu fyrir hvort öðru og vinna saman.

Styttra námskeiðið stendur yfir í um tvo klukkutíma. Þar er farið í leiklistarleikina og endar það svo á því að skipta krökkunum í hópa og setja upp leikrit fyrir hvort annað. Leikritin eru byggð á dæmisögunni um  Miskunsama Samverjann.

Lengra námskeiðið er um fjórir klukkutímar. Það er einnig byggt upp með leiklistarleikjunum eins og styttra námskeiðið og endar það líka á leikritum byggt á dæmisögunni um Miskunsama Samverjann.
En við þetta námskeið bætist spunakennsla. Í spunakennslunni er notast við ýmsa spunaleiki þar sem leitast verður við að kenna þrjár grunnreglur í spuna.
Regla nr.1: Segja það fyrsta sem þér dettur í hug.
Regla nr.2: Segja já og… við öllu.
Regla nr.3: Láttu samleikarann alltaf líta vel út.
Magnús Guðmundsson leikari hjá Borgarleikhúsinu er með víðtæka reynslu af leiklist í allri sinni víðustu mynd,
eins og spuna, trúðsleik, danssýningum, óperum, jaðarleiksýningum og hefðbundinni leiklist. Magnús hlaut
Grímuverðlaunin fyrir barna- og unglingasýningu ársins fyrir verkið Bólu-Hjálmar og var tilnefndur til Grímunnar
fyrir aukahlutverk í leikrtinu Fool4Love.
Núna er Magnús að leika í Billy Elliot og Línu Langsokk þar sem hann leikur hestinn Litla kall. Magnús hefur
unnið talsvert með börnum og unglingum. Hann hefur haldið leiklistarnámskeið tengd fermingarfræðslu í
Selfosskirkju.
Gunnar Björn Guðmundsson leikstjóri hefur unnið jöfnum höndum í leikhúsi og kvikmyndum í síðastliðin tuttugu
ár. Gunnar Björn leikstýrði kvikmyndunum Astrópíu 2007, Gauragangi 2010 og stuttmyndinni Karamellumyndin
2003, en Gunnar Björn var tilnefndur sem besti leikstjóri ársins fyrir þessi þrjú verk. Gunnar Björn leikstýrði og
skrifaði fjögur Áramótaskaup árin 2009-2012. Hann hefur bæði leikið og leikstýrt fjölda leiksýninga á leiksviði,
hefur séð um leiklistarnámskeið í fermingarfræðslunni í Skálholti frá árunum 2004-2013. Einnig hefur hann
haldið leiklistarnámskeið víðsvegar um landið. Gunnar Björn hefur leikstýrt rúmlega tuttugu leiksýningum í fullri
lengd.
Allar upplýsingar um námskeiðin veita Magnús (698-4506) og Gunnar Björn (820-3661).

Categories
Fermingarstörf

Myndbönd

biblAthugið að nýtt myndband fyrir fermingarbörnin er að finna á vefnum fermingarfræðsla.is

Þeir söfnuðir sem nota Con Dios geta fengið aðgang að þeim vef.

Myndbandið fræðir börnin á léttan og skemmtilegan hátt um Biblíuna og fjallar um það hvers konar bók Biblían er.
Höfundur: Oddur Bjarni Þorkelsson

 

Hér fyrir neðan má svo finna myndband sem unnið var af Hjálparstarfi kirkjunnar.

Um gerð myndbandsins sá Þorleifur Einarsson.

Categories
Fermingarstörf Unglingar

Speglaðir kennsluhættir (Flipped Classroom)

Við höldum áfram að vinna með speglaða kennsluhætti. Vefurinn fermingarfraedsla.is er ætlaður sem heimavinna og ítarefni.
Vefurinn KEMUR EKKI Í STAÐINN FYRIR AÐRA KENNSLU, heldur er hrein viðbót.

Skal senda ósk um aðgang á efnisveita@kirkjan.is

Efnið gengur út frá 16 þemum Con Dios og er hugsað sem ítarefni með því.Efnið hefur að nokkru leyti verið uppfært frá því í fyrra.
Höfundar eru: Hildur Björk Hörpudóttir og Jóhanna Gísladóttir.

Slóðin er: fermingarfræðsla.is eða fermingarfraedsla.is
Þær kirkjur sem nota Con Dios kennslubókina fá aðgang að vefnum, enda er gert ráð fyrir að vefurinn og bókin haldist í hendur.
Skálholtsútgáfa afhendir kirkjum aðgangsorðið en nýtt aðgangsorð er fyrir hvert ár.

Afhendið fermingarbörnunum (og foreldrunum) slóðina og aðgangsorðið.
Setjið þeim fyrir heima hvaða þema þau eiga að skoða hverju sinni og bendið þeim á að muna efitr að smella á alla reitina.
Nauðsynlegt er að hafa Con Dios fermingarheftið við hendina því ætlast er til að börnin fletti upp í henni.
Athugið að lesblind og sjónskert börn eiga rétt á því að fá Con Dios fermingarheftið á hljóðbók hjá Hljóðbókasafninu en grunnskólar sjá um að sækja um slíkan aðgang fyrir hvern og einn.

Um speglaða kennsluhætti- eða vendikennslu
Verkefni með fermingarfræðsluvefnum