Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Leyniteikning: Bartímeus blindi

Leiðbeiningar
Teiknið og segið söguna um leið. Textinn er númeraður þannig að auðvelt er að finna hvaða texti á við hvaða teikningu.
Athugið að best er að teikna þessa mynd á karton því það þarf að vera hægt að snúa henni við.
Sjá leiðbeinandi teikningar hér neðst á síðunni.

Einu sinni var maður sem hét Bartímeus.
Hann var blindur (1)
hann sá ekkert með augunum.

Bartímeus sat við vegkantinn með skál (2) fyrir framan sig og betlaði.

Stundum fékk hann eina krónu eða tvær (3)
Stundum fékk hann ekkert (4)

Dag nokkurn heyrði hann að fjöldi fólks gekk framhjá og hann spurði hvað væri um að vera.
,,Jesús er kominn í bæinn okkar,“ sagði einhver.

Bartímeus opnaði munninn (5)
og byrjaði að hrópa: ,,Jesús“ (6)

,,Suss…“ sagði fólkið við hann.
En þá hrópaði Bartímeus bara enn hærra (7) ,,Jesús! Miskunnaðu mér!“

Jesús heyrði til hans og nam staðar. ,,Hvað viltu að ég geri fyrir þig“? spurði Jesús.

,,Geturðu gefið mér sjónina mína aftur“, svaraði Bartímeus.

Og Jesús snerti augu Bartímeusar. Fyrst annað og svo hitt (8)
Síðan sagði hann: ,,Stattu upp, trú þín hefur hjálpað þér.“

Skyndilega opnuðust augu Bartímeusar. Hann sá Jesús og hann sá allt fólkið í kringum sig.

Hann hoppaði af gleði og þakkaði Guði.

(Snúið myndinni upp (9) )

Leiðbeinandi teikningar:

Úr bókinni Ser du vad det blev? eftir Karin Nordberg. Fontana Media

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Vinir Jesú- Leyniteikning – Sjáið þið hvað þetta er?

Leiðbeiningar:
Teiknið með skýrum tússpenna á karton eða töflu um leið og sagan er sögð.
Hér fyrir neðan er textinn:

1. Jesús átti marga vini.
Sumir voru lamaðir eða veikir og urðu bara að liggja útaf.

2. Aðrir voru litlir og mjóir.

3. Svo voru líka sumir stórir og feitir.

4. Sumir af vinum Jesú voru fiskimenn og áttu bát.

5. Svo voru það börnin.

6. Allt þetta ólíka fólk var vinir Jesú og Jesús vill eiga enn fleiri vini? Eruð þið ekki vinir Jesú?
Sjáið þið hvað þetta er? Þetta gæti verið vinur Jesú. Hvernig haldið þið að þessum vini líði?

Teikning og texti: Elín Elísabet Jóhannsdóttir 2012

SB 152 Nú rís og brosir röðull nýr

Texti: Latn. frá 14. öld – Sigurbjörn Einarsson

Tónlist: 14. öld / Hjá Bæheimsbræðrum 1531

SB 154 Sjá, gröfin hefur látið laust

Texti: Björn Halldórsson

Tónlist: Íslenskt lag / 1840

SB 161 Hirðisraust þín, Herra blíði

Texti: Björn Halldórsson

Tónlist: Wolfgang Wessnitzer 1661

SB 163 Biðjið og þá öðlist þér

Texti: Brun – Valdimar Briem

Tónlist: J.R. Ahle 1664

SB 159 Að luktum dyrum kom lausnarinn

Texti: Valdimar Briem

Tónlist: C.E.F. Weyse 1826

SB 164 Að biðja sem mér bæri

Texti: Björn Halldórsson

Tónlist: Hjá H.O.C. Zinck 1801

SB 162 Minn Herra Jesús, hvert fer þú?

Texti: Valdimar Briem

Tónlist: Íslenskt lag / 1840

SB 103 Rís upp, mín sál, að nýju nú

Texti: Sigurður Jónsson frá Presthólum – Stefán Thorarensen

Tónlist: 15. öld / Zürich 1552