Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Leyniteikning: Bartímeus blindi

Leiðbeiningar
Teiknið og segið söguna um leið. Textinn er númeraður þannig að auðvelt er að finna hvaða texti á við hvaða teikningu.
Athugið að best er að teikna þessa mynd á karton því það þarf að vera hægt að snúa henni við.
Sjá leiðbeinandi teikningar hér neðst á síðunni.

Einu sinni var maður sem hét Bartímeus.
Hann var blindur (1)
hann sá ekkert með augunum.

Bartímeus sat við vegkantinn með skál (2) fyrir framan sig og betlaði.

Stundum fékk hann eina krónu eða tvær (3)
Stundum fékk hann ekkert (4)

Dag nokkurn heyrði hann að fjöldi fólks gekk framhjá og hann spurði hvað væri um að vera.
,,Jesús er kominn í bæinn okkar,“ sagði einhver.

Bartímeus opnaði munninn (5)
og byrjaði að hrópa: ,,Jesús“ (6)

,,Suss…“ sagði fólkið við hann.
En þá hrópaði Bartímeus bara enn hærra (7) ,,Jesús! Miskunnaðu mér!“

Jesús heyrði til hans og nam staðar. ,,Hvað viltu að ég geri fyrir þig“? spurði Jesús.

,,Geturðu gefið mér sjónina mína aftur“, svaraði Bartímeus.

Og Jesús snerti augu Bartímeusar. Fyrst annað og svo hitt (8)
Síðan sagði hann: ,,Stattu upp, trú þín hefur hjálpað þér.“

Skyndilega opnuðust augu Bartímeusar. Hann sá Jesús og hann sá allt fólkið í kringum sig.

Hann hoppaði af gleði og þakkaði Guði.

(Snúið myndinni upp (9) )

Leiðbeinandi teikningar:

Úr bókinni Ser du vad det blev? eftir Karin Nordberg. Fontana Media