Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Myndbönd Páskar Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Páskar

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Hafdís og Klemmi rifja upp liðinn tíma. Hvað vita þau um páskana?

(Skírdagur – föstudagurinn langi – Páskasunnudagur)

Categories
6-9 ára Barnastarfið Páskar Sunnudagaskólinn

Iðja- páskanammi

Börnin fá yfir sig nóg af sælgæti yfir páskana. Því er tilvalið að bjóða upp á svolítið ávaxtaföndur.

Hjálpargögn:
Ananans ,,gröfin“ (hálfur hringur á mann) eins má nota epli.
,,Steinninn“ fyrir ,,grafaropið“ gæti verið úr miðju ananasins. Eins mætti bjóða upp á bananasneið.
Fáninn uppi á ,,gröfinni“ er búinn til úr tannstöngli og útklipptu blaði sem límt er á með límstifti þannig að það er hringað á öðrum endanum utan yfir toppinn á tanstönglinum. Á miðann má skrifa: Hann er upprisinn!
Setja má ,,gröfina“ á servíettu eða pappadisk.
Hugmyndin er fengin af síðunni eatingrichly.com

upprisin

Categories
6-9 ára Barnastarfið Brúðuleikrit Páskar Sunnudagaskólinn

Brúðuleikritið Ævintýrapokinn: Páskar

Þetta leikrit er unnið upp úr eldra leikriti sem ber sama heiti en er að finna í Páskahefti frá 2006.
Höfundar þess eru Kristjana Thorarensen og Laufey Brá Jónsdóttir.
 Breytingarnar á leikritinu gerði Elín Elísabet Jóhannsdóttir  2015.

 

Hjálpargögn: 
 BrúðurnaMynd_0144095r Mýsla, Rebbi og Gulla gæs. 


Tóm eggjaskurn.
 Í ævintýrapokanum á að vera Engilráð andarungi, en sú brúða er til í flestum kirkjum.

Gulla og Mýsla eru ekki komnar inn á sviðið, því sviðið er heimili Rebba. Þær standa ,,fyrir utan dyrnar“ og áhorfendur heyra þær banka og tala saman.

 

 

 

Gulla og Mýsla: Bank! bank! bank!

Gulla: Rebbi, Rebbi svaraðu!

Mýsla: Við skulum bara labba inn. Dyrnar eru opnar.

Gulla: Já, gerum það.

Mýsla: (Birtist) Rebbi, Rebbi! Það er enginn heima.

Gulla: (Sjokkeruð) Ó, ó ó!

Mýsla: Hvað er að?

Gulla: (Í uppnámi) Sjáðu, Mýsla! Eggið er tómt

Mýsla: (Í uppnámi) Já, það er rétt!

Gulla: (Reið og sorgmædd) Rebbi hlýtur að hafa étið litla ungann minn.

Mýsla: (Reið og sorgmædd) Já, það lítur út fyrir það.

Gulla: (Kjökrandi) Ætli litli unginn minn sé nú kominn til Guðs eins og Jesú?

Mýsla: (Huggandi) Ég veit það ekki, heldur þú það?

Gulla: (Í öngum sínum) Ég veit ekki hvað ég á að halda (fer að gráta).

Mýsla: (Í öngum sínum) Þetta er hræðilegt!(fer líka að gráta)

Rebbi: (kemur inn á sviðið) Af hverju eruð þið að gráta?

Gulla: (Öskureið) Rebbi! Þú ódámurinn þinn! Þú er búinn að éta litla sæta ungann minn!!

Rebbi: (Botnar ekkert í þessu og ver sig) Ha? Nei…ég át ekki litla ungann. Hann faldi sig bara.

Gulla: (Skilur ekki) Faldi sig?

Mýsla: (Áttar sig) Hvar faldi hann sig?

Rebbi: (Bendir) Í ævintýrapokanum!

Gulla: (Örvæntingarfull) Getur einhver hjálpað mér að ná í litla ungann minn.
 (Fáið barn til þess að opna ævnitýrapokann og sækja ungann).

Gulla: (Þakklát) Ó, þakka þér fyrir. Nú er hátíð! Mikið er ég glöð. Ég ætla að drífa mig heim með litla ungann minn.

Rebbi: (Góður) Gerðu það Gulla mín.

Mýsla: (Glöð) Og gleðilega páska!

Gulla: (Glöð) Gleðilega páska.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Páskar Sunnudagaskólinn

Brúðuleikritið Ævintýrapokinn: Páskar

Categories
6-9 ára Biblíusögur Páskar Sunnudagaskólinn

Pálmasunnudagur- Leyniteikning

Undirbúið ykkur vel áður en þið flytjið söguna fyrir börnin. Gott er að vera búin að teikna hana upp og segja hana áður.
Sjá leiðbeinandi mynd neðst á síðunni.

1. Jesús var á göngu ásamt lærisveinum sínum…

2. … þegar hann sendi þá…

3. …að bóndabæ nokkrum. Hann sagði þeim að þar myndu þeir finna lítinn ösnufola. Þeir ættu að segja við bóndann að herrann þarfnist ösnufolans.

4. Í kringum húsið óx mikið grænt gras. Rétt við húsið sáu þeir ösnufolann litla á beit.

5. Þeir losuðu hann og fóru með hann til Jesú.

6. Þeir gengu eftir þröngri götunni og…

7. …þarna kom Jesús ríðandi á litla asnanum.

8. Þeir voru á leiðinni inn fyrir borgarmúra Jerúsalemborgar.

9. Fólk kom héðan..

10. … og þaðan til þess að heiðra Jesú.  Fólkið hrópaði: Hósíanna! Davíðssyni! Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottings. Það var með pálmagreinar og veifuðu þeim í fögnuði sínum og lagði þær á jörðina við fætur litla ösnufolas sem Jesús kom ríðandi á. Allir vissu að það var einmitt svona sem tekið var á móti sönnum konungum.

11. Þetta hleypti illu blóði í æðstuprestana. Þeim leist ekkert á það að fólkið væri að fagna Jesú. Þeir litu á Jesú sem ógn.

12. Svo skömmuðu þeir Jesú fyrir að leyfa fólkinu að hafa þennan hávaða. En þá sagði Jesú og benti á steinana sem lágu hér og þar: – Ef þau þegðu, myndu steinarnir hrópa.

13. Fólkið brosti og hló. Það vildi ekki hætta að hrópa og fagna.

14. En sjáið þið nú. Hvað ætli ég sé búin(n) að teikna núna? Já þetta er kall. Við skulum bæta við höndum og fótum.

 

Teikningar og texti: EEJ 2015

 

kall

Categories
6-9 ára Barnastarfið Brúðuleikrit Páskar Sunnudagaskólinn

Brúðuleikritið Ævintýrapokinn: Pálmasunnudagur

pokinnHjálpargögn
: Brúðurnar Mýsla og Rebbi.
Ævintýrapokinn:  Lítil trjágrein.

Mýsla: (Mikið niðri fyrir) Rebbi! Veistu hvað?!

Rebbi: Hvað?

Mýsla: (Spennt) Kóngurinn er að koma!

Rebbi: (Botnar ekkert í þessu) Kóngurinn?

Mýsla: (Áköf) Já.

Rebbi: (Rólegur) Mýsla mín, ég hef bara ekki grænan grun um hvað þú ert að tala. Það er enginn kóngur á Íslandi – heldur forseti. (Lítur allt í kringum sig) Er forsetinn kannski að koma?

Mýsla: (Efins) Nei, ég er alveg viss um að það var sagt kóngur…ekki forseti.

Rebbi: (Hjálplegur) Hvar heyrðirðu það?

Mýsla: (Óviss) Hérna frammi áðan.

Rebbi: (Hissa) Nú. Ég var ekkert búinn að heyra um það.

Mýsla: (Áköf) Nei…ég skal þá segja þér hvað ég heyrði. Ég heyrði að það væri að koma konungur og allir ættu að fara og fagna honum …þú veist…veifa svona. (Veifar)

Rebbi: (Hissa) Veifa?

Mýsla: (Útskýrandi)  Já…það hlýtur þá að eiga vera fánar eða blöðrur eða eitthvað svoleiðis…mjög hátíðlegt.

Rebbi: Bara eins og á 17.júní?

Mýsla: Já…eiginlega alveg eins og þá.

Rebbi: (Áhyggjufullur) En Mýsla! Við eigum engan fána til að veifa…

Mýsla: (Áhyggjufull) Nei, það er rétt. Við eigum heldur ekki neinar blöðrur. Hvað eigum við að gera? Krakkar hvað getum við gert?
Hlustið á tillögur barnanna.

Rebbi: (Uppgötvar) Auðvitað! Ævintýrapokinn! Hvernig gátum við gleymt honum? Það hlýtur að vera fáni eða blaðra í honum.
Fáið barn til þess að kíkja í pokann.

Mýsla: (Hneyksluð) Hvað er þetta?

Rebbi: Er þetta trjágrein? (Hneykslaður) Varla er hægt að ætlast til þess að við veifum trjágrein!?

Leiðbeinandinn: (Grípur inn í) Jæja krakkar mínir. Eftir smá stund ætla ég að segja ykkur söguna um það þegar Jesús kom ríðandi á litlum asna inn í Jerúsalem og allir fögnuðu honum eins og kóngi.

Rebbi: (Áttar sig á misskilningi Mýslu) Mýsla!

Mýsla: Hvað?

Rebbi: Getur verið að þetta með kóngin sé kannski bara frásögnin um Jesú?

Mýsla: (Skilur ekkert) Hvað áttu við?

Rebbi: (Útskýrandi) Það er nefnilega pálmasunnudagur í dag og þá minnumst við þess þegar Jesús kom inn í Jerúsalem og allir veifuðu pálmagreinum.

Mýsla: (Áttar sig) Jaaá… auðvitað. Kóngurinn er Jesús og allir fögnuðu honum með því að veifa greinum. (Lítur á greinina sem var í kistunni) Uh…reyndar ekki svona grein eins og þessari, heldur pálmagreinum.

Rebbi: (Glaður) He, he…ég er viss um að það hefði verið pálmagrein í ævintýrapokanum, ef það yxu pálmatré á Íslandi.

Mýsla: (Glöð) Já örugglega.

Leiðbeinandinn: Eigum við ekki að syngja svolítið og heyra svo söguna?

Rebbi og Mýsla: (Til í allt) Jú, gerum það.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Páskar Sunnudagaskólinn

Pálmasunnudagur – Innreiðin í Jerúsalem

Categories
6-9 ára Barnastarfið Páskar Sunnudagaskólinn

Páskar

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Páskar Sunnudagaskólinn

Páskar: Endursögn biblíusögunnar

Categories
6-9 ára Barnastarfið Páskar Sunnudagaskólinn

Páskar