Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Myndbönd Páskar Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Páskar

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Hafdís og Klemmi rifja upp liðinn tíma. Hvað vita þau um páskana?

(Skírdagur – föstudagurinn langi – Páskasunnudagur)

Categories
6-9 ára Barnastarfið Myndbönd Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Tjaldið

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Hafdís og Klemmi rifja upp þegar þau báðu Guð um hjálp eftir að hafa hrætt hvort annað í leik.
Þátturinn minnir okkur á það að hvar sem við erum stödd í lífinu þá er Guð alltaf með okkur og þá er ekkert að óttast. Með Jesús í bátnum get ég brosað í stormi!

Categories
6-9 ára Barnastarfið Myndbönd Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Grímuball

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Categories
Æskulýðsstarf Barnastarfið Biblíusögur Myndbönd Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Sólin

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Þessi nýi þáttur með Hafdísi og Klemma fjallar um ljósið. Getur hrós verið ljós?

Unnið með: Mattesus 5:14-16

 

↓ Hér má finna biblíusögu úr Daginn í dag 2 sem passa fullkomlega með þættinum.

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Categories
6-9 ára Barnastarfið Myndbönd Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Vasinn

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Í þessum þætti er unnið með dæmisögu Jesú um týnda soninn (Lúkas 15:11-32). Hafdís og Klemmi óhlýðnast ömmu Hafdísar með hræðilegum afleiðingum en þegar amma Hafdísar fyrirgefur þeim læra þau að skilja merkingu orðsins „náð“.  Orðið náð merkir að geta fyrirgefið hið ófyrirgefanlega.  Amma Hafdísar er myndlíking fyrir Guð alveg eins og faðirinn í sögunni um týnda soninn er myndlíking fyrir Guð.
Týndi sonurinn hafði heimtað arfinn sinn fyrirfram og þannig sært föður sinn mjög djúpt. Sonurinn átti að fá arfinn eftir að pabbi hans væri dáinn en með því að biðja um arfinn fyrirfram var sonurinn að segja að hann óskaði þess að faðir sinn væri þegar dauður. en faðirinn sýndi honum náð og fyrirgaf honum hið ófyrirgefanlega þegar hann kom heim aftur.

Categories
6-9 ára

Örkin hans Nóa (einfölduð útgáfa)

Þessi útgáfa af Örkinni hans Nóa leggur áherslu á regnbogann og að allir ólíkir litir hans minna okkur á að öll erum við jafn mikilvæg og elskuð í augum Guðs; dýr og fólk af öllum stærðum og gerðum. Regnboginn er því ekki einungis sáttmáli um að aldei aftur komi mikið flóð heldur líka samkomulag um að saman eigum við að búa til heim þar sem við fáum öll að njóta okkar eins og við erum ,,Í öllum litum regnbogans.“

 

ÖRKIN HANS NÓA

Einu sinni var maður sem hét Nói. Hann var duglegur og góður. Fólkið í kringum hann var hins vegar eigingjarnt og hugsaði lítið um aðra.

Dag einn sagði Guð við Nóa að mikið flóð væri að koma yfir jörðina og að hann yrði að byggja stóra og mikla Örk til að bjarga sér og dýrunum.

(Gott að spyrja krakkana hvort þau viti hvað Örk er – Rétt svar: Stórt skip)

Nói byrjaði að byggja örkina og fólkið sem sá hann byggja hana hló að Nóa og sagði að hann væri ruglaður að byggja örk – (stórt skip) inni í miðju landi. Nói sagði þeim að það væri að koma flóð og þau yrðu að passa sig.

Síðan fór Nói og fann tvö dýr af hverri tegund eins og Guð hafði beðið hann um, dýr af öllum stærðum og gerðum:

(Gaman að fá börnin til að nefna dýrategundir sjálf og/eða leika þau)

Stór og mikil dýr eins og flóðhesta og fíla, meðalstór dýr eins og zebrahesta og krókódíla. Lítil dýr eins ketti og grísi og svo pínkulítil dýr eins og mýs og fiðrildi.

Það tók Nóa ábyggilega langan tíma að finna öll dýrin. En þegar hann hafði komið öllum dýrunum fyrir í örkinni byrjaði að rigna og það rigndi svo mikið að flóð kom yfir jörðina og Nói og fjölskylda hans sigldu um í 40 daga og 40 nætur. Þegar rigningin hætti sendi Nói dúfu af stað til að athuga hvort hún finndi land sem þau gætu búið í. Dúfan kom til baka með lauf af ólífutré í gogginum. Þá vissi Nói að dúfan hefði fundið þurrt land. Skömmu eftir það birtist regnbogi á himninum en regnboginn er tákn frá Guði að aldrei aftur muni koma svona mikið flóð og að náttúran og dýrin skipti máli.

Regnboginn og allir ólíkir litir hans minna okkur þannig á að öll erum við jafn mikilvæg og elskuð í augum Guðs. Dýr og fólk af öllum stærðum og gerðum. Saman eigum við að búa til heim þar sem við fáum öll að njóta okkar eins og við erum  ,,Í öllum litum regnbogans“. Við þurfum því að fara vel með náttúruna og passa upp að það sé til nægur matur handa öllum og hreint og gott loft.

 

Eldra efni: ↓
Börnin stíga inn í biblíusöguna: Örkin hans Nóa

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Regnboginn

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Hafdís og Klemmi komast að því að enginn einn litur er mikilvægari en annar þó þeir séu ólíkir. Gildir það líka um okkur mennina?

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Fræið

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Hér er unnið bæði með dæmisögu Jesú um sáðmanninn (Matt. 13) og Gullnu reglu Jesú (Matt. 7.12 og Lúkas 6.31). Hafdís, Klemmi og Haffi rifja upp þegar þau lærðu að það skiptir máli að gera eins og Jesús kennir; Að koma fram við aðra eins og við viljum að aðrir komi fram við okkur.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi – Allir fá jafnt

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Í þessum þætti er unnið með dæmisögu Jesú um verkamennina í víngarðinum (Matt. 20. 1-16). Hafdís og Klemmi rifja upp þegar þau fengu nammi fyrir að taka til í herbergi Hafdísar en vildu skilja Maju útundan því hún var meidd og gat ekki hjálpað. Þá lærðu þau að Guð elskar alla jafnt.

Categories
6-9 ára

Nebbanú – Húsið

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

 

———————————————————————————

SMELLIÐ HÉR! Mikilvægar upplýsingar um Nebbaþættina.

 

Kennsluleiðbeiningar – 1. Húsið

1. hluti sýndur
Í þessum þætti er unnið með dæmisöguna um húsið á bjarginu (Matteus 7.21-29). Nebbi er í vandræðum með að finna öruggan stað fyrir brothætta húsið sitt.

Á milli þáttahlutanna
Leikur – Jafnvægislist: Fáið krakkanna til að standa á tveimur fótum og síðan að prófa að lyfta öðrum upp og standa á einum fæti. Til að gera þetta ennþá erfiðara má láta krakkana því næst standa á tám á tveimur fótum og reyna hvort þau getið staðað á tám á einum fæti.

2. hluti sýndur
Í seinni hluta þáttanna hjálpa börnin Nebba með því að hoppa.

Umræðupunktar
Spurning: Hvort var auðveldara að standa á öðrum fæti eða í báða fætur?
Svar: Það er öruggara að standa í báða fætur af því að tveir fætur eru sterkari en einn og jafnvægið er betra.

Spurning: Munið þið eftir mönnunum í Biblíusögunni sem fóru að byggja hús? Hvort er betra að byggja hús á sandi eða bjargi?
Svar: Betra að byggja hús á bjargi af því að bjargið stendur fast eins og tveir fætur og hreyfist ekki eins og sandurinn. Bjargið í sögunni er líking fyrir Jesú. Að trúa á hann er góð undirstaða í lífinu og ráðin og loforðin sem Guð gefur í Biblíunni eru traust eins og bjarg.

Spurning: Hvað gerði Nebbi til þess að búa til öruggan stað fyrir húsið sitt?
Svar: Hann fann bók sem smellpassaði undir fótinn og var ekki mjúk eins og bananinn. Nebbi sá að þetta var góð undirstaða og þá vissi hann að öllu var óhætt og sama hvað var hoppað allt stóð fast og öruggt.

 

Munum að: Góð undirstaða er nauðsynleg, bæði fyrir húsin sem við búum í og lífið sem við lifum.