Categories
Ítarefni Messuform

Sorgarguðsþjónusta

Sorgarguðsþjónusta er í fylgiskjalinu hér að neðan.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Hlutbundin kennsla Ítarefni Sunnudagaskólinn TTT

Hlutbundin kennsla

Góði hirðirinn Mattheus 18. 12-14, Lúkas 15. 4-6, Jóhannes 10

 

Leikur

 Kennslugögn: Teppi eða lak og börnin sjálf.

 Safnið börnunum saman og segið þeim söguna.

Byrjið á að spyrja þau.

Hvernig mynduð þið lýsa Guði? Hvernig lítur Guð út?

– Leyfið þeim að svara og gefið góðan tíma í það. (Vel mætti skrifa svör þeirra á töflu eða spjald ef aðstæður leyfa).

– Leyfið mér nú að segja ykkur nokkur dæmi um það hvernig Guði er lýst í Biblíunni: Bjarg, hæli (sem er öruggur staður), garðyrkjumaður, brauð lífsins, vinur, ljós heimsins, meistari, læknir, konungur, kennari, skapari og hirðir.

Veit einhver hvað hirðir er?

– Hirðir er sá sem passar kindur. Sá sem er góður hirðir þekkir hverja einustu kind með nafni sem hann er að passa og kindurnar þekkja hirðinn. Þeim líður vel og þær eru öruggar þegar hirðirinn er með þeim. Jesús sagði um sjálfan sig: Ég er góði hirðirinn. Það merkir þá að við erum kindurnar sem hann er að passa.

         Einu sinni sagði Jesú dæmisögu um mann sem átti hundrað kindur. Eitt lambið týndist. Maðurinn skildi hinar 99 eftir og leitaði að þessu eina lambi. Þegar hann hafði fundið lambið var hann svo glaður að hann hélt veislu og bauð vinum sínum heim til sín. Hann var svo glaður af því honum þótti svo vænt um kindurnar sínar og hver einasta þeirra skipti hann máli. Þannig þykir Jesú vænt um okkur öll.

 

Leikur

Biðjið um 5-7 sjálfboðaliða úr hópnum. (Ef börnin í sunnudagaskólanum eru undir 10 talsins er um að gera að leyfa þeim öllum að vera með). Ef börnin þekkjast ekki látið þau segja hvað þau heita. Veljið einn til að vera hirðinn. Hinir eru kindurnar. Látið kindurnar ganga um í hring og jarma. Bindið slæðu eða trefil fyrir augu hirðisins í smástund og veljið eina „kind“ úr hópnum og látið hana fela sig undir teppinu eða lakinu. Leysið svo slæðuna eða trefilinn frá augum hirðisins og leyfið honum að spreyta sig á að finna út hvaða sauður er horfinn. Þegar sauðurinn kemur undan teppinu þá verður hann hirðir næsta leiks. Ef börnin eru of mörg í leikinn má velja annan hóp til að vera kindur í næsta holli.

 

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Hlutbundin kennsla Ítarefni Sunnudagaskólinn

Biblíusagan – Hlutbundin kennsla

Skírdagur

(Jóhannesarguðspjall 13.1-7)

Hlutur: Kóróna úr pappa eða leikfangakóróna.

Kennsla: Sýnið kórónuna, leyfið börnunum jafnvel að prófa hana sjálf og spyrjið þau:

Hvaða fólk er með kórónu?

– Drottningar og konungar.

Hvað gera konungar?

– Þeir stjórna ríkjum, fara í stríð. Allir þjóna þeim.

Er Jesús konungur?

– Ef þau segja nei má minna þau á að vitringarnir leituðu að stjörnu hins nýfædda konungs og Jesús hefur oft verið kallaður konunugur.

Hvernig konungur er Jesús?

– Leyfið þeim að svara.  Punktar til að enda umræðuna. Jesús sagðist sjálfur hafa allt vald á himnum og á jörðinni en hann var ekki kominn til að stjórna heldur til að þjóna. Þetta sýndi hann vinum sínum, lærisveinunum skömmu áður en hann dó á krossinum.

Páskahátíðin var á næsta leyti og Jesús fann það á sér og vissi að bráðum myndi allt breytast. Hann átti marga óvini sem sögðu að Jesús væri hættulegur því hann sagðist vera sonur Guðs og vildu láta handtaka hann. Hann vissi að ef það yrði gert myndi hann deyja, verða tekinn af lífi.

Honum þótti það mjög erfitt tilhugsunar. Hann átti marga vini sem hann elskaði mikið og hann vildi alls ekki fara frá þeim.

Hann ákvað að bjóða þeim í veislu. Máltíðin var kveðjustundin hans til þeirra.

Hann gaf þeim brauð og vín og sagði þeim að í hvert skipti sem þeir kæmu saman til að borða með þessum hætti þá væri hann með þeim. Hann myndi aldrei yfirgefa þá þótt hann ætti eftir að deyja. Þetta var kveðjustund sem vinir hans gleymdu aldrei.

Meðan þeir voru að borða stóð Jesús upp, klæddi sig úr kyrtlinum sínum og vafði handklæði um mittið. Svo sótti hann vaskafat. Hann hellti vatni í vaskafatið og þvoði fætur lærisveinanna. Þetta þótti þeim skrýtið því að það var bara þjónustufólk sem þvoði fætur, ekki vinir og ALLS EKKI konungar. Jesús er öðru vísi konungur.

Allir konungar jarðarinnar láta þjóna sér.

Jesús er konungur sem þjónar öllum og kennir okkur að gera það sama. Hann kenndi okkur. Það mikilvægasta af öllu er að elska hvert annað og þjóna hvert öðru.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Ítarefni Sunnudagaskólinn TTT

Biblíusagan – Hlutbundin kennsla

Haninn galar tvisvar (Jóhannesarguðspjall 18.15-27)

17571687_10155104019079257_1014423873_o 17622186_10155104018499257_984250385_o

Hlutur : Hani. Búinn til úr pappadiski og pappír í tvenns konar litum, eins og myndirnar sýna. Tekur 3-5 mínútur.

Saga:

Sýnið hanann:
Vitið þið hvað þetta er? Þetta á að vera hani. Hanar eru mjög duglegir og vakna snemma á morgnana. Um leið og sólin kemur upp eiga þeir það til að gala hátt og snjallt og vekja alla. Getið þið galað eins og hanar?

Leyfið börnunum að gala.

Í sunnudagaskólanum höfum við heyrt um svo margt sem Jesús gerði og sagði til að kenna okkur um hvað Guði þykir vænt um okkur.

Bráðum koma páskar og tíminn núna fram að páskum heitir páskafasta. Á páskaföstunni og páskunum lærum við um hvernig elska og kærleikur Guðs til okkar kemur fram í því sem gerðist á páskunum þegar Jesús dó á krossinum og reis upp frá dauðum.

Vinir Jesú eru oft nefndir lærisveinar. Að vera lærisveinn er það sama og að vera nemandi. Þannig erum við líka lærisveinar því við erum að læra af Jesú og um Jesú í sunnudagaskólanum.

Einn af vinum Jesú hét Símon, en Jesús kallaði Símon fyrir Pétur. Vitið þið hvað nafnið Pétur þýðir? Svar: Klettur, eða stór steinn. Jesús kallaði hann Pétur eða klett vegna þess að hann treysti honum svo vel.

Jesús vissi að bráðum myndu hræðilegir atburðir gerast. Hann sagði vinum sínum frá því að bráðum yrði hann handtekinn og svo sagði hann við vini sína: Bráðum munu sumir ykkar afneita mér og ekki vilja viðurkenna að þið þekkið mig.

Þá sagði Pétur: Ég mun aldrei afneita þér.

Jesús svaraði: Áður en haninn hefu galað tvisvar í fyrramálið verður þú búinn að afneita mér þrisvar.

Svo gerðist allt eins og Jesús hafði sagt. Hann var handtekinn og farið var með hann burtu.

Vinir hans urðu hræddir, líka Pétur, en hann ákvað að fylgjast með því hvað mennirnir ætluðu að gera við Jesú og stóð þar skammt frá og hlustaði á.

Þar sem hann stóð kom kona sem kannaðist við Pétur og hún spurði hann: „Ert þú ekki lærisveinn Jesú?“

Þá svaraði Pétur: „Nei, ég! Alls ekki.“

Um leið galaði haninn.

-Hér má leyfa börnunum (eða velja eitt barn til þess) að gala eins og hani.

Pétri brá við hanagalið og  leiður yfir því sem hann hafði sagt og svo var honum líka kalt. Þarna var búið að kveikja eld og hann ákvað að hlýja sér. Þá var hann aftur spurður. Ert þú ekki vinur þessa manns sem er búið að handtaka.

Og Pétur svaraði: „Nei, ég er ekki vinur hans.“

„Jú, víst!“ Sagði þá einhver annar. „Ég hef séð þig með honum.“

„Nei“ sagði Pétur.

Og um leið galaði haninn aftur.

Pétur varð mjög leiður þegar hann hafði áttað sig á því sem hann hafði gert, en það var nákvæmlega eins og Jesús vissi og hafði sagt lærisveinunum að ætti eftir að gerast.

Seinna þennan sama dag var Jesús krossfestur á Golgatahæð og þar dó hann. Pétur og hinir vinir Jesú urðu bæði sorgmæddir og hræddir. Þetta var á föstudaginn langa.

Í næsta sunnudagaskóla fáum við að heyra hvað gerðist á skírdag.

 

 

 

Categories
6-9 ára Barnastarfið DVD Ítarefni Sunnudagaskólinn TTT

Nebbanú – Veðrið

Nebbaþættina má nálgast á netinu hér.

SMELLIÐ HÉR! Mikilvægar upplýsingar um Nebbaþættina.

Kennsluleiðbeiningar – 5. Veðrið

1. Hluti – sýndur

Í þessum þætti er unnið með orð Jesú um fyrirgefninguna (Matteus 18:21-35), þegar Pétur spyr Jesú hversu oft við eigum að fyrirgefa og Jesús svarar sjötíu sinnum sjö. Nebbi á í vandræðum með að klæða sig samkvæmt veðrinu.

Á milli þáttahlutanna

Leikur – Að telja: Biðjið krakkana um að hoppa eða setjast/standa upp til skiptis í 490 skipti (=70×7) og á sama tíma að telja saman í kór. Ekki líður á löngu þar til þau gefast upp eða ljóst er að þau klára markmiðið ekki þar sem sunnudagaskólafræðarinn passar að ekki sé talið mikið yfir 30 skipti. Takmarkið er að krakkarnir upplifi að 490 sé rosalega mikið. Næst má biðja þau um að telja öll höfuðhár sín (eða annarra). Eftir smá stund af höfuðhárstalningu má benda þeim á að sumt sé bara of mikið til að hægt sé að telja það!
Fjalla má meira um það sem er óteljandi með því t.d. að halda tveimur speglum ská á móti hvor öðrum og sýna krökkunum spegilmyndina margfaldast út í það óteljanlega. Einnig má sýna þeim myndir af einhverju óteljandi: Hér að neðan eru dæmi um tengla sem hægt er að nota: SandurMynd hér.
SykurkornMynd hér.
StjörnurMynd hér.

 

2. hluti – sýndur

Í seinni hluta þáttanna hjálpum við Nebba eins og við getum með því að segja honum hvernig veðrið er úti.

Umræðupunktar

Spurning: Hvernig gekk okkur að telja áðan?

Svar: Ekki vel enda er maður lengi að telja upp í háar tölur og sumt er ekki hægt að telja.

Spurning: Hvað sagði Jesús að við ættum að fyrirgefa oft og hvað meinti hann með því?

Svar: Hann sagði 70×7 eða samtals 490 sinnum, það sem Jesús meinti var að við ættum alltaf að vera tilbúin til að fyrirgefa. Óteljandi oft!

Spurning: Nebbi varð ósáttur þegar hann hélt þið væruð að skrökva að honum um hvernig veðrið væri. Það var ekki gaman. Hvernig leið ykkur þegar hann baðst afsökunar?

Svar: Okkur leið betur, fyrirgefningin getur nefnilega leitt til sáttar og gleði.

Munum að: Það er gott að fyrirgefa. Verum sólarmegin í lífinu, sama hvernig viðrar.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Brúðuleikrit Ítarefni Sunnudagaskólinn

Nebbanú-Spurningaleikurinn

SMELLIÐ HÉR! Mikilvægar upplýsingar um Nebbaþættina

Kennsluleiðbeiningar – Spurningaleikurinn

  1. hluti – sýndur

Í þessum þætti leikum við okkur með söguna af því þegar lærisveinarnir, voru að fiska en fengu engan afla þrátt fyrir að hafa reynt lengi og þeir trúðu ekki Jesú og orðum hans um að leggja netin hinu megin við bátinn (Jóh. 21.1-14) Í þættinum leikum við okkur með þessa sögu og þar sem Nebbi tekur þátt í spurningaleik en brýtur tölvuna sína í óðagoti. Tölvan bilar og Nebbi er miður sín þangað til, hann með hjálp krakkann finnur aðra leið.

 

Á milli þáttahlutanna

Leikur: Tvær leiðir: Leið A. Teljum fiskana. Hvað eru þetta margir fiskar? Sjá mynd hér. Krakkarnir giska á hversu margir fiskar eru í netinu. Þeir virðast vera óteljandi. Rétt svar er að þeir eru 121, talsvert færri en fiskarnir í neti lærisveinanna.  Leið B: Leiðbeinandinn fyllir ílát (krukku, fötu eða glæran plastpoka af einhverju eins og 153 kúlum/steinum/bókum/cheriosi. Athugið að til að ná tengingunni við söguna VERÐUR að vera 153 stykki af þessum hlut. Hvor leiðin sem valin er, þá biður leiðbeinandinn, krakkanna að giska á hversu mörg stykki krakkarnir halda að þetta séu á myndinni eða í ílátinu. Skemmtilegt er að blanda ágiskunum saman við hreyfingu: T.d.: ,,Þau sem halda að þetta séu fleiri en 33, standa upp og vinka!“ ,,Þau sem halda að þetta séu akkurat 57, standa upp og hoppa, þau sem halda að þetta séu fleiri en 100 gjöra svo vel og herma eftir hundi…“ „Þau sem halda að þetta séu einmitt 153, vinka með báðum höndum. Þau sem halda að þetta sé fleiri en 200 herma eftir kisu!“ osfrv. Það er gaman að gefa ekki upp rétta svarið, heldur segja að talan komi fram í seinnihluta Nebbaþáttarins!

 

  1. Hluti – sýndur

Við hjálpum Nebba með því að hjálpa honum að velja myndina sem reynist öfugt við það sem hann hefði svarað áður en tölvan bilaði.

 

Umræðupunktar

 

Spurning: Hvað reyndust margir hlutir á myndinni (í ílátinu)

 

Svar: Það voru akkurat 153 hlutir á myndinni, (í ílátinu). Alveg jafnmargir og vinningarnir sem Nebbi vann.

 

Spurning: Hvað reyndist Nebbi þurfa að gera til að leysa þrautina og þið hjálpuðuð honum með?

 

Svar: Hann þurfti að svara einmitt öfugt við það sem hann vissi að var rétt.

 

Spurning: Lærisveinarnir héldu að þeir vissu alveg hvernig átti að veiða, hvað gerðu þeir í fyrstu þegar Jesú sagði þeim að leggja netin hinu megin við bátinn?

 

Svar: Þeir hlustuðu ekki á Jesú, en síðan kom í ljós að Jesús vissi hvernig þeir gátu leyst úr vandræðunum. Alveg eins og Nebbi fékk hjálp frá ykkur til að leysa sín vandræði. Guð hjálpar okkur að finna leiðir út úr öllum okkar vandræðum og hann lofar að vera með okkur.

 

Munum að: Það er alltaf til leið út úr öllum vandræðum.

Categories
6-9 ára Barnastarfið DVD Ítarefni Sunnudagaskólinn

Nebba nú: Dagbókin

Kennsluleiðbeiningar –  (Miskunsami Samverjinn)

 

  1. Hluti sýndur

Í þessum þætti er vísað til dæmisögu Jesú um Miskunnsama Samverjann (). Sá sem þótti ólíklegastur allra til að veita hjálp, reyndist sá miskunnsami meðan háttvirtir trúmenn gengu framhjá. Nebbi er í vandræðum vegna þess að hann hefur fengið bréf frá fullorðinsfélaginu í pósti (og fullorðinsfélagið er með fordóma gagnvart börnum) þorir hann ekki að leita til barnanna eftir hjálp.

 

Á milli þáttahlutanna

Leikur – KÆR-leikur! Í dag ætlum við að hvetja ykkur til að gera lífið að leik „Kær-leik“ sem gengur út á að koma vel fram við aðra og breiða út gleði og kærleika. Hvernig getum við gert það? SVAR: -T.d. þegar við segjum eitthvað fallegt, erum þakklát, knúsum eða hrósum látum við öðrum líða betur og þannig líður okkur vel. Lífið á að vera leikur -Kærleikur, Kærleikuinn litar lífið. Það er skemmtilegra ef við hugsum um aðra. Til að minna okkur á það syngjum við lagið „Það er skemmtilegast að leika sér ef allir eru með“

 

  1. Hluti – sýndur

Í seinni hlutanum hjálpa börnin Nebba á endanum, eftir að hann áttar sig á því að þau hafa alltaf reynst honum vel og fullorðinsfélagið er haldið fordómum.

 

Umræðupunktar

 

Spurning: Af hverju vildi Nebbi ekki biðja ykkur börnin um hjálp í fyrstu?

Svar: Því hann hafði fengið bréf frá fullorðinsfélaginu sem í stóð að börn, væru með hor, borðuðu nammi og gæti ekki hjálpað manni í vandræðum! En svo voruð það þið sem hjálpuðuð honum út úr vandræðunum!

Spurning: Jesús spurði hver í sögunni um miskunnsama Samverjan hefði reynst þeim sem var rændur best?

Svar: Það var miskunnsami Samverjinn, hann reyndist þeim slasaða og rænda best og vissi að hann gæti hjálpað. Samt fannst mörgum hann vera ólíklegustur, hann var útlendingur og tilheyrði öðrum hópi. Jesús minnir á að öll getum við hjálpað, börn, útlendingar, ömmu, afar, ungir, gamlir, stór, lítil, feimin og ófeiminn.

Spurning: Hvernig getum við hjálpað og reynst öðrum vel?

Svar: Við þurfum að muna að það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með. Það geta allir hjálpað líka þú. Lífið er eins og leikur, KÆR-leikur þar sem allir eru með!

 

Munum að: Við getum öll hjálpað

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Ítarefni Sunnudagaskólinn

Prufa

Categories
6-9 ára Ítarefni

Salt jarðarinnar

Því miður eigum við enn engan ítarefnisbanka fyrir efni um salt jarðarinnar. Þó er ekki útilokað að þið getið fundið eitt og annað á efnisveitunni sem gæti passað með þessari biblíusögu. Þið getið prófað að GRAMSA HÉR!

Categories
6-9 ára Barnastarfið Ítarefni Sunnudagaskólinn

Samvera 11 til útprentunar

Sjá viðhengi: