Categories
Fermingarstörf Söngvasjóður

Leiðtogahefti haustannar 2012 – Í vinnslu

Categories
Söngvasjóður

Myndaseríur fyrir skjávarpa: Konan sem þvoði fætur Jesú og dæmisagan um skuldugu mennia

Synduga konan sem þvoði fætur Jesú, var tilefni þess að hann sagði viðstöddum dæmisögu um menn sem skulduðu pening og fengu skuld sína uppgefna.

Dæmisaga Jesú: Mennirnir sem gátu ekki borgað

Categories
Söngvasjóður

Til foreldra- hugleiðing með Biblíusögunni um Bartímeus

Það er mikil gæfa sem fylgir því að tileinka sér hjálpsemi. Við höfum öll kynnst því einhvern tímann á lífsleiðinni að þiggja hjálp með einum eða öðrum hætti. Tilefni þess að okkur er hjálpað eru mismunandi, stór og smá. Þakklæti kennir okkur að meta það þegar okkur er hjálpað hverju sinni. Það er líka list að kunna að þiggja hjálp. Það sem kemur oft í veg fyrir þá list eru m.a. hroki og misskilið stolt. Hitt er svo það að hjálpa. Það er ekki síður góð tilfinning sem því fylgir. Þar fyrir utan er það brýn nauðsyn að ala upp í börnunum hjálpsemi og benda þeim á neyð náungans, sem getur verið mikil, nær og fjær. Það eru margir aðilar sem hjálpa okkur að leggja lið s.s. Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði krossinn. Þegar horft er til baka og hugur leiddur að íslensku bændasamfélagi, þá var það einkenni á því samfélagi að allir hjálpuðust að, enginn gat né vildi skorast undan. Börn og fullorðnir unnu saman að því að hafa ofan í sig og á. Um var að ræða samheldi, sem er hugtak sem þarf að halda el að þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa úr grasi. Vissulega var á tíðum farið offari í bændasamfélaginu gamla þegar kom að vinnu barna. Hinn gullni meðalvegur er jafnan vandrataður, en það sem við getum lært og kennt börnunum okkar af þessum tíma er hjálpsemi, samheldni og að það sé ekki allt sjálfgefið. Það er mannanna reynsla og góð staðreynd að barn sem finnur fyrir mikilvægi sínu í tilverunni ber það utan á sér í formi ánægju og gleði. Margt hefur breyst frá íslenska bændasamfélaginu. Við búum í tæknivæddu neyslusamfélagi, þar sem hlutverk barna okkar er mikið til fólgið í því að þiggja og taka við. Barn sem ekki er hvatt áfram og situr bara fyrir framan Latabæ með ferköntuð augu og hamborgaravömb, því líður ekki vel. Barn sem er hvatt til þess að framkvæma það sem Jesús boðaði og íþróttaálfurinn í Latabæ tekur undir, hefur allt annað yfirbragð, þar ríkir hamingja og gleði.

Úr leiðtogahefti fyrir barnastarf kirkjunnar ,,Saman í trú og gleði” Vor 2005

Categories
Leikrit Söngvasjóður

Fuglinn Konni- leikrit

Categories
Söngvasjóður

Fingraleikir fyrir sunnudagaskólann

Hér má finna einfalda fingraleiki sem nota má í sunnudagaskólanum

Fingraleikur um bænina á pdf
Fingraleikurinn um litla góða bakarann
Hjálparhendurnar
Fingraleikur um fyrirgefninguna
Fingraleikur: Jesús er konungur lífsins

Categories
Söngvasjóður

Miðlum fjársjóði II -Leiðtogaheftið í heild sinni-haust

Hér er að finna barnaefni haustannar 2009. Allar samverurnar í einu skjali.
Höfundar þess eru María Ellingsen og Oddur Bjarni Þorkelsson. Ritstjóri Elín Elísabet Jóhannsdóttir.
Athugið að hægt er að fá þetta efni útprentað og á gormi hjá Skálholtsútgáfu.

Eftirfarandi Biblíusögur eru í þessu efni:
Örkin hans Nóa
Lamaði maðurinn
Jósef og bræður hans
Dóttir Jaírusar
Jesús hittir Mattheus
Byggt á bjargi og sandi
Blindi maðurinn
Miskunni Samverjinn
Sköpun heimsins
Móses í körfunni
Samúel í musterinu
Ísak litli
Drengurinn hennar Maríu
Engillinn og hirðarnir
Vitringarnir
Jólaguðspjallið

Brúða efnisins er Bangsi litli sem spjallar við leiðbeinandann.
Unnið er sérstaklega með bænina og hún hlutgerð með því að láta börnin leggja stein í körfu um leið og þau segja sína bæn.

Categories
Söngvasjóður

Miðlum fjársjóði II- Leiðtogahefti haust 2009

Hér eru allar samverur haustannar 2009 í endanlegri mynd. Tilbúnar til útprentunar.
Hér er hægt að opna hverja samveru fyrir sig.
Höfundar efnis eru: María Ellingsen og Oddur Bjarni Þorkelsson. Bæði eru þau leikaramenntuð. María er reyndur sunnudagaskólakennari og Oddur Bjarni er guðfræðinemi.
Ritstjórn, uppsetning og kynningarmyndbönd fyrir foreldra: Elín Elísabet Jóhannsdóttir.

Categories
Æskulýðsstarf Söngvasjóður

Páskaheimsóknarefni fyrir leikskóla

Undirbúningur fyrir páskastund
leikskólans í kirkjunni

Kirkjunum stendur nú til boða að kaupa bókina Páskar úr bókaflokknum Stórar bækur handa litlu fólki. Bókin eru tilvalin gjöf frá kirkjunni til leikskólanna og er m.a. hugsuð sem kristinfræðiefni handa litlum börnum. Bókin kostar 1500 krónur og fæst í Kirkjuhúsinu.

Páskaheimsókn kirkjustarfsmanns í leikskólann
Hugmyndin er að bókin sé lesin fyrir börnin í leikskólanum, hvort heldur sem það er gert af starfsfólki leikskólans eða af starfsmanni sem kemur frá kirkjunni í heimsókn og ætti litla stund með börnunum um leið og bókin er gefin leikskólanum.
Hér fyrir neðan er einföld tillaga að samverustund leikskólans í kirkjunni.

Páskaheimsókn leikskólans í kirkjuna
Í framhaldi af því er börnunum boðið í kirkjuheimsókn. Þar mætti rifja upp efni bókarinnar- eða segja sögu páskanna, syngja með börnunum og segja söguna um litlu ungana í egginu sem trúðu því ekki að hænumamma væri til.
.
Börnin eru boðin velkomin. Vel mætti láta alla signa sig

Sungið saman:
Jesús er besti vinur barnanna
Gefið ykkur tíma til þess að kenna sönginn.

Fróðleikur um páskana borinn fram í formi samtals:
– Vitið þið hvers vegna við höldum páskana hátíðlega?
– Hvað gerðist á páskunum?
Samtalinu fylgt eftir með örstuttri upprifjun á sögu páskanna sem börnin fengu að heyra í leikskólanum.

Sungið saman:
Daginn í dag
Gefið ykkur tíma til þess að kenna sönginn.

Saga lesin:
Utan við eggjaskurnina lesin. Söguna er annars vegar að finna í flettibókinni Sögustund 2 sem til er í flestum kirkjum.
Auk þess er hægt að nálgast bæði söguna og myndirnar á power point hér á efnisveituvefnum

Sungið saman:
Hver hefur skapað blómin björt
Gefið ykkur tíma til þess að kenna sönginn.

Lítil lokabæn:
Til dæmis ,,Vertu Guð faðir, faðir minn”.

Samstarf kirkju og skóla- viðmiðun
Hér er að finna nokkra þætti sem hafa má til viðmiðunar í samstarfi kirkju og skóla. Á mörgum stöðum eru þessi mál í föstum skorðum og góðum farvegi en á öðrum stöðum gætir óöryggis varðandi þetta samstarf. Viðmiðunarþættir þessir eru afrakstur vinnuhóps um málefni kirkju og skóla. Að hópnum komu fulltrúar kirkjunnar, Skólastjórafélagsins og Samtaka sveitarfélaga.
Viðhorf kirkjunnar til samstarfs kirkju og skóla
Íslenska þjóðkirkjan gerir sér fulla grein fyrir að þrátt fyrir sérstöðu sína starfar hún í fjölhyggju- og fjölmenningarlegu umhverfi þar sem taka verður tillit til ólíkra trúar- og lífsviðhorfa og mikilvægt er að stuðla að virðingu og umburðarlyndi.
1. Kirkjan virðir að fullu sjálfstæði skólans. Það er á valdi stjórnenda skóla hvort samstarf við kirkjuna er tekið upp eða ekki. Þiggi skólastjórnendur þjónustu kirkjunnar eða samstarf við hana sem ágreiningi getur valdið, er það á ábyrgð skólans að bregðast við þeim ágreiningi í samvinnu við foreldra og aðra hlutaðeigandi aðila.
2. Trúarbragðafræðsla og þar með kristindómsfræðsla er hluti af fræðslustarfi skólans og á forsendum hans, enda setur menntamálaráðuneytið þeirri fræðslu námskrá.
3. Sé leitað eftir samstarfi við kirkjuna um einstaka þætti kristindómsfræðslunnar, svo sem vettvangsheimsóknir í kirkjur, er þátttaka starfsmanna kirkjunnar á forsendum skólans.
4. Kirkjan telur mikilvægt að þátttaka starfsmanna hennar í skólastarfi sé kynnt foreldrum.
5. Kirkjan vill kappkosta að í öllu samstarfi við skóla sé framlag hennar vel skilgreint og standist kröfur um vönduð fagleg vinnubrögð.
6. Kirkjan lýsir sig fúsa til samstarfs við skóla um námskeið fyrir kennara. Slík námskeið verði skipulögð alfarið með hlutverk kennara í opinberum skólum í huga.
7. Sé leitað eftir samstarfi við prest vegna áfalla, kemur presturinn til þess samstarfs sem þjónn kirkjunnar til stuðnings þeim sem fyrir áfalli hafa orðið og á forsendum þeirra.
8. Ef óskað er eftir skólaguðsþjónustu í tengslum við jól eða aðrar hátíðir er það á forsendum kirkjunnar. Það er skólans að setja reglur um hvernig með það skuli fara ef foreldrar óska ekki að börn þeirra taki þátt í slíkum athöfnum.
9. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð af menntamálaráðuneytinu að leyfi til þátttöku í fermingarfræðsluferðum á skólatíma er veitt af skólanum að beiðni foreldra. Kirkjan sem stofnun virðir þá ákvörðun. Kirkjan gerir ráð fyrir því að fermingarfræðslan fari fram utan hefðbundins skólatíma.

Categories
Söngvasjóður

Leikritahefti A

Þetta leikritahefti kom út árið 2005 og birtist hér í heilu lagi.

Categories
Fermingarstörf Söngvasjóður

Miðlum fjársjóði I -Leiðtogahefti vorannar 2009 fyrir sunnudagaskólann og 6-9 ára starf

Hér er hægt að opna hverja samveru fyrir sig og prenta út.