Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Föndur Sunnudagaskólinn

Prentið út 100 kindur.

Klippið hverja og eina út svo og felið 99 út um alla kirkju en hafið þennan hundraðasta í vasanum.

Krakkarnir eiga svo að leita að kindunum.

Taki kindina upp úr  vasanum og spjallið við börnin um hana.

Börnin lita sauðina.saudir

Sendandi: Stefanía Steinsdóttir

Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

FÖNDUR

Föndurhornið í þessari samveru tengir inn í áhersluna á þau sem sérstaklega þurfa á náungakærleika að halda. Þess vegna stingum við uppá að krakkarnir föndri og útbúi hluti sem hægt er að selja til styrktar fátækum, flóttafólki, umhverfisvernd, eða því sem krakkarnir sjálfir sjá mikilvægt að styðja.

Handgerð ilmkerti
Hér að neðan er slóð sem vísar á hvenig gera má dásamleg og einföld ilmkerti. Þegar það á að gera svona kerti til fjáröflunar er mikilvægt að passa að krukkurnar séu ekki of stórar.

http://apumpkinandaprincess.com/2014/12/diy-lemon-beeswax-candle.html

Handgerð sápa
Hér er skemmtileg lýsing á því hvernig má gera sápu sem hægt er að selja eða gefa:

http://apumpkinandaprincess.com/2013/05/homemade-lemon-soap-mothers-day-gift-ideas.html

Brjóstsykursgerð

Það er gaman að gera brjóstsykur með unglingum.

http://slikkeri.is/content/show/type/static_pages/group_id/27

Hjartakökubakstur

Hér má skella í aðra uppskrift eða halda áfram með baksturinn frá síðustu samveru. Nýtist í kirkjukaffið eða það sem krakkarnir vilja.

 

Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

FÖNDUR

Í þessari samveru ætlum við að undirbúa eitthvað sem getur nýst í messunni á æskulýðsdaginn.

Bökum hjartalaga kex til að dreifa í messunni eða njóta í kirkjukaffinu á eftir.

 

Einföld smáköku upskrift:

Það tekur u.þ.b. 10 mínútur að setja deigið saman, en svo þarf að kæla það í 2 tíma áður en það er flatt út, stungið og bakað.

Efni:

200gr Smjör
100gr Flósykur
1 Egg
Örlítið salt
300gr Hveiti

 

Aðferð:

Skerið smjörið í bita (ekki bræða það, það þarf að vera nokkuð kalt.)

Hnoðið hráefnunum saman þar til deigið er orðið að jöfnum massa.

Pakkið deiginu inní plast og setjið í kæli í 2 tíma.

Fletjið deigið út eins og piparkökudeig (hægt að miðast við 5 mm.)

Stingið út með hjartalaga mótum.

Þau sem eru flink í höndunum geta auðvitað skorið kökurnar fríhendis út með venjulegm hníf.

Bakið kökurnar á 180 gráðum í u.þ.b. 10 til 12 mínútur eða þangað til þær verða pínu brúnar.

Þá eru kökurnar tilbúnar og fínar. Ef tími og vilji er til mætti skreyta kökurnar með glasúr og öðru kökuskrauti.

Útbúa tákn Lútersrósarinnar úr pappír.

– Teiknið eða finnið öll táknin úr Lúthersrósinni og klippið þau út.

Allir fá útprentaða mynd af Lúthersrósinni til að lita og skreyta.

(sjá viðhengi)

Ritningarversin 4 (sjá messuformið) prentuð, klippt og skreytt, til að dreifa í messunni.

Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

Föndur/Iðja

Í vinnslu:

Krökkum skipt niður í hópa og þau vinna lógó fyrir sig persónulega eða fyrir hópinn sinn (trúin, kirkjan, bærinn, fjölskyldan…)

Ólíkar útfærslur:

a)LÓGÓKERTI
Nú ætlum við að gera kerti með okkar eigin merki.
Í þessu skemmtilega bloggi er sýnt hvernig gera má lógókerti. Lesið og njótið. Útdráttur: Lógóin eru teiknuð á blöð og svo eru þau límd á kerti með kertalími. Það sem þarf er kerti (t.d. 20cm), pensill, pappír (teikniblokkarpappír eða kertapappír, sjá útskýringar í blogginu að neðan), og kertalím.

Frekari leiðbeiningar um lógókertin eru á slóðinni:
http://alltsemgerirhusadheimili.is/?p=1901

b) FATALÓGÓ (t.d. T-shirts). Lógóin eru annaðhvort skönnuð eða ljórituð og svo prentuð á þartilgerðan pappír (phototransfer pappír – fæst t.d. í Föndru á Dalvegi í Kópavogi).
Á þessum link er sýnt hvernig best er að standa að þessari iðju:
http://www.cchobby.com/photo-transfer-i

c) Lógóin eru teiknuð og svo hengd upp á vegg (til að vera til sýnis á æskulýðsdaginn sjálfan).

d) Ef svo vel vill tið að á staðnum sé hnappavél er hægt að búa til barmmerki úr lógóunum.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Föndur

Perlufesti

Þessa perlufesti má t.d. nota með söngnum Hver hefur skapað blómin björt. Eða biblíusögunni um Liljur vallarins svo fátt eitt sé nefnt.

perlufesti

Efni:

1. Klippið niður sogrör.

2. Klippið blóm úr mislitu kartoni.

3. Band klippt niður í ásættanlega lengd fyrir perlufesti.

Aðferð:
Börnin þræða rör og blóm til skiptis upp á bandið eins og gert er á myndinni lengst til hægri.

Sent frá:
Stefaníu Steinsdóttur 2016

Categories
6-9 ára Barnastarfið Föndur Sunnudagaskólinn TTT

Strýtuhattur (Áramótahattur)

Nota má pappadisk, blað eða gjafapappír. Ef pappír er notaður er gott að setja disk á hann og teikna í kring. Klippa svo eina sneið úr sv0 auðveldara sé að búa til kramarhús.6552f5d6b827dd634f59b3a0c878202a

Festið teygju eða band í hattinn svo hann tolli betur á. Teygjunni (bandinu) smeigt undir hökuna.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Föndur Sunnudagaskólinn

Fiskur- net og pappadiskur

Áðan fenguð þið að heyra söguna um fiskimennina sem yfirgáfu netin sín og bátana og fylgdu Jesú.
Nú ætlum við að föndra net með fiskum.

Efni:
Pappadiskur
Blár litur
Pappír í ýmsum litum
Skæri
Garn

fiskur

Aðferð:
Látið börnin lita diskinn bláan (eins er hægt að kaupa bláa pappadiska)
Klippið litlar rifur allt í kringum diskinn. Ekki hafa þau of þétt.
Vefjið garninu utanum diskinn eins og sést á myndinni – garnið tollir inni í rifunum sem þið klipptuð.
Börnin klippa út fiska og stinga þeim undir netið.

Categories
6-9 ára Föndur Sunnudagaskólinn TTT

Ljós: föndur úr leikleir

Börnin fá leir, perlur og sprittkerti og búa til úr því kertastjaka eins og sést á myndinni.

Leikleir uppskrift

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Föndur Sunnudagaskólinn TTT

Legó kross

Útbúið stóran kross með spýtu eða maskínupappír.
Börnin eiga að leggja legókubba á krossinn og byggja smátt og smátt legó kross.
Vel má ræða um bænina á meðan.
Guð heyrir allar okkar bænir. Allir geta beðið til Guðs. Alveg eins og allir geta sett einn kubb á krossinn.

legokross

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið Föndur Sunnudagaskólinn TTT

Jólaföndur: Kindur í haga

Hér kemur svolítið ,,spariföndur“.
Efni: Hvítir sykurpúðar, saltstangir og saltkringlur.

Hvert barn fær einn sykurpúða, tvær saltstangir (sem hvor er brotin í tvo jafna hluta) og eina saltkringlu.

Saltstangabútunum fjórum er stungið upp í sykurpúðann (lappir)
Saltkringlunni er stungið í sykurpúðann eins og sýnt er á myndinni og á að vera höfuð.

Hugmyndin er fengið af www.pinterest.comjolakindur