Sumarstundir í kirkjunni- hugmyndabanki

Hér er að finna tvo einfalda hugmyndabanka ætlaða sumarstarfi kirkjunnar fyrir börn
Gaman væri að fá sendar fleiri hugmyndir.

Tökum vel á móti börnunum í kirkjuna í sumar!

Categories
Fermingarstörf

Verkefnablöð til ljósritunar og dreifingar

Hér má finna einföld verkefnablöð sem nota má til uppfyllingar þegar þannig stendur á.
Athugið að hverju verkefnablaði fylgir hugleiðing. Hugleiðingarnar verða settar inn síðar.

Categories
Æskulýðsstarf Barnasálmar og söngvar Fermingarstörf Söngvasjóður

Kveikt á öðru kertinu á aðventukransinum. Barnastund á aðventu María Ágústsdóttir 2008

Söngur

Signing og bæn

Kveikt á aðventukransinum með þessum orðum:

Við kveikjum á fyrsta kertinu, spádómakertinu.
Spámaðurinn Jesaja sagði þetta löngu áður en Jesús fæddist (Jes 7.14):
Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel.

Við kveikjum á öðru kertinu, Betlehemskertinu.
Í litlu spádómsbókinni hans Míka stendur (Mík 5.1):
En þú, Betlehem í Efrata,
ein minnsta ættborgin í Júda,
frá þér læt ég þann koma
er drottna skal í Ísrael.

Við kveikjum á þriðja kertinu, hirðakertinu.
Um hirðana lesum við í Lúkasarguðspjalli (Lúk 2.20):
Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

Síðast kveikjum við á fjórða kertinu, englakertinu.
Við heyrum um englana í jólaguðspjallinu (Lúk 2.13)
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð…
Söngur

Jólaguðspjallið flutt

Söngur

Frásögn með hreyfingum
Spádómurinn um Immanúel.
Spádómur er eitthvað sem er sagt löngu áður en það gerist. Í Biblíunni er spádómur orð sem Guð gefur fólki sem kann að hlusta á hann. Stundum skildi fólkið ekki orðin frá Guði. Stundum skiljum við ekki orðin hans Guðs. En við kunnum öll að óska okkur, er það ekki? Fólkið í landinu þar sem Jesús fæddist, Ísrael, óskaði sér að Guð kæmi til þeirra til þess að þeim gæti liðið vel.
Það er svolítið svipað eins og þegar mamma eða pabbi eru í burtu og við óskum okkur að þau séu hjá okkur. Stundum eru þau bara í vinnunni og koma fljótt heim. Stundum fara þau til útlanda og eru þá lengi í burtu. Þá óskum við okkur að þau væru hjá okkur. Og þau koma alltaf aftur til okkar, er það ekki? En stundum þurfum við að bíða svolítið lengi.
Nú skulum við rétta út hendina, beint fyrir framan augun okkar. Horfum á myndina í kirkjunni í gegn um fingurna. Myndin heitir altaristafla. Sjáið þið hana? Ég sé hana alla vega að hluta til. Ég veit að hún er þarna þó að ég sjái hana ekki alveg. Drögum nú að okkur hendina og skoðum myndina aftur. Nú sjáum við hana alveg skýrt.
Guð er alltaf hjá mér, líka þegar ég kem ekki auga á hann.

Staðurinn þar sem Jesús fæðist.
Við heyrðum áðan lesið um staðinn þar sem Jesús fæddist, litlu borgina Bethlehem. Sumum þótti hún ekki nógu merkilegur fæðingarstaður fyrir frelsarann sjálfan. En allir staðir eru merkilegir í augum Guðs. Og Jesús var lagður í jötu. Dýrin éta úr jötunni. Jötur eru ekki alltaf hreinar. En samt eru jötur mikilvægar í augum Guðs.
Hendurnar okkar eru ekki alltaf hreinar. Stundum koma vondar hugsanir í hjarta okkar. En einn fallegi jólasálmurinn sem við syngjum fjallar um að hjartað okkar geti samt verið vaggan hans Jesú. Nú skulum við aftur rétta fram hendina okkar og búa til eins og litla vöggu með lófanum. Finnum hvernig það er að strjúka lófann með hinni hendinni. Svona nálægt er Jesús okkur. Leggjum svo höndina þétt á brjóstið okkar, þar sem hjartað er. Vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri…
Við erum öll merkileg og mikilvæg í augum Guðs og hann langar að vera hjá okkur, alltaf.

Hirðarnir og englarnir lofuðu Guð.
Það þótti ekkert fínt að vera fjárhirðir. Stundum var ekki einu sinni tekið mark á því sem fjárhirðar sögðu. Samt hafa hirðar hafa örugglega verið eins og fólk er flest, margir heiðarlegir og aðrir kannski pínulítið óheiðarlegir. Englar eru ekki fólk. Þeir eru sendiboðar Guðs. Ef við hittum engil tækjum við áreiðanlega mark á því sem hann segði.
En hirðar og englar hafa sama hlutverk. Þetta hlutverk er að lofa Guð. Við erum hvorki hirðar né englar. Við höfum þó sama hlutverk, að lofa Guð. Við lofum Guð með því að þakka honum og sýna fólkinu í kring um okkur kærleika. Nú skulum við búa til litla englavængi með því að láta lófana snertast neðst þar sem heitir úlnliður. Þá verða hendurnar eins og vængir eða kannski blóm eða ljósker. Blómin og ljósin lofa Guð með því að vera til. Við skulum líka lofa Guð með því að vera til og gleðjast og hjálpa hvert öðru.
Í lokin notum við hendurnar okkar til að flétta saman fingur. Það er kallað að spenna greipar. Og svona höfum við hendurnar þegar við biðjum.

Góði Guð. Þakka þér fyrir að við erum til. Þakka þér fyrir mömmu og pabba, afa og ömmu, kennarana og starfsfólkið í skólanum, systkini okkar, vini og bekkjarfélaga. Viltu vernda okkur öll og líka börn sem eiga bágt. Í Jesú nafni. Amen.

Faðir vor
Blessunarorð

Söngur og útganga

Categories
Söngvasjóður

Þrjár ,,Já og nei“ sögur um Davíð og Golíat

DAVÍÐ I
Davíð fjárhirðir

Leiðbeiningar:
Gefið börnunum merki með höndunum þegar þau eiga að segja: He, he, he. -ó! nei! -humm – já.
Verið búin að ákveða táknin fyrirfram með börnunum og æfa þau áður en lestur sögunnar hefst.

Davíð var fjárhirðir í Betlehem fyrir langa löngu. Á hans dögum var
hættulegt að vera fjárhirðir. Það var vegna þess að hættuleg villidýr, úlfar,
birnir og ljón reikuðu um heiðarlöndin. Einu sinni réðst ljón á uppáhalds
kindina hans Davíðs og drap hana. -HE HE HE sagði ljónið. Nú ét ég
uppáhalds kindina hans Davíðs. Svo gerði ljónið það.
Ó NEI! sagði Davíð. Nú étur ljónið uppáhalds kindina mína. Hvað á ég að
gera?
HUMM hugsaði Davíð. Það þarf einhvern sem er mjög stór og sterkur til að
ráða við ljón. – Og ég er ekkert sérstaklega stór eða sterkur. –
Ætli ég geti ráðist á ljónið með sverði? Hugsaði Davíð.
NEI ég er ekki nógu sterkur til að beita sverði.
Ætli ég geti ráðist á ljónið með spjóti?
NEI ég er ekki nógu sterkur til að kasta spjóti.
En hvað á ég þá að gera? HUMM HUMM hugsaði Davíð. Allt í einu fékk
hann hugmynd.
Kannski gæti ég ráðist á ljónið með slöngvivað.
JÁ það ætla ég að gera.
En ég þarf að æfa mig fyrst.
Slöngvivaður er skrítið vopn. Það er eiginlega band sem er aðeins breiðara í
miðjunni. Maður heldur um báða endana og setur stein á mitt bandið. Síðan
sveiflar maður steininum í hringi þangað til hann er kominn á mikla ferð. Þá
sleppir maður öðrum endanum og steinninn þýtur af stað. Það er mikill vandi
að hitta með slöngvivað. Fyrst þegar Davíð fór að æfa sig hitti hann
eiginlega allt annað en það sem hann ætlaði að hitta. Einu sinni hitti hann
pabba sinn alveg óvart þegar hann var að æfa sig. ARG ARG sagði pabbi
hans. Hvað ert þú eiginlega að gera strákur? Ó NEI sagði Davíð, hitti ég þig
pabbi? Það ætlaði ég ekki að gera. Ég er að æfa mig með slöngvivaðinn
minn. Jæja þá, sagði pabbi hans. Haltu áfram að æfa þig – en gerðu það
einhversstaðar annarsstaðar!
Og Davíð hélt áfram að æfa sig. Hann gafst ekki upp þótt honum gengi illa
til að byrja með. Og smám saman varð hann svo hittinn með slöngvivaðinn
að hann missti aldrei marks.
Þá kom ljónið aftur.
Þarna er litli strákurinn sem þykist vera að passa kindur, hugsaði ljónið. Ætti
ég að éta eina af kindunum hans? JÁ hugsaði ljónið. Það ætla ég að gera.
HE HE HE kondu hérna litla kind, sagði ljónið. Nú ætla ég að éta þig. HE
HE HE. – Æ Æ HJÁLP! sagði kindin. Ég vil ekki láta éta mig. HE HE
HE sagði ljónið. En svo hætti það allt í einu að hlæja, því það fékk eitthvað
hart í hausinn. Hvað er þetta sagði ljónið. Það er ég, sagði Davíð, láttu
kindina mín í friði! HE HE HE sagði ljónið hvað heldur þú að þú getir litli
minn? Við skulum sjá, sagði Davíð og slöngvaði öðrum steini í hausinn á
ljóninu. ARG ARG sagði ljónið. Hættu þessu strákur. Þú meiðir mig. Ég
skal meiða þig meira ef þú lætur kindina mína ekki í friði sagði Davíð. ARG
ARG sagði ljónið. Hafðu þetta sagði Davíð og slöngvaði enn einum steini í
ljónið. Æ Æ HJÁLP! sagði ljónið, því það meiddi sig mjög mikið. Viltu fá
meira? sagði Davíð. NEI sagði ljónið. Ó NEI þessi strákur er hættulegur. Ég
ætla að hlaupa burt. Svo gerði ljónið það. HE HE HE sagði kindin. Nú þarf
ég ekki lengur að vera hrædd við þetta ljóta ljón.
Eftir þetta þorðu villidýrin ekki að ráðast á kindurnar þegar Davíð var
nálægt.

DAVÍÐ II
Davíð og Golíat
Nú bar svo við að óvinir, sem hétu Filistear, réðust inn í landið. Sál
konungur safnaði saman her til að berjast við þá. Hann reisti herbúðir fyrir
framan þá, svo þeir kæmust ekki lengra inn í landið. Í liði Filistea var risi
sem hét Golíat.
Á hverjum morgni skoraði Golíat á einhvern Ísraelsmann að koma og berjast
við sig. Golíat var svo stór og sterkur að enginn þorði að berjast við hann.
Þorir enginn að berjast við þennan Filistea sagði Sál konungur við kappa
sína. NEI sögðu kapparnir. Hann er allt of stór. Þannig liðu nokkrir dagar.
Einn daginn kom Davíð til að heimsækja eldri bræður sína sem voru í
hernum með Sál konungi. Þegar hann kom var Golíat einmitt að hæðast að
Ísraelsmönnum.
HE HE HE sagði Golíat. Þið eruð allt skræfur. HE HE HE.
Ó NEI sagði Davíð. Þetta gengur ekki, að láta þennan Filistea gera grín að
okkur.
En hann er allt of stór sögðu bræður Davíðs.
Hann er allt of sterkur sögðu kapparnir.
Það þorir enginn að berjast við hann sagði Sál konungur.
Nú jæja, þá verð ég bara að berjast við hann, sagði Davíð.
Þú?! sögðu bræður Davíðs. Þú?! sögðu kapparnir. Hvað heldurðu að þú
getir? Ó NEI sögðu bræður Davíðs. Nú er litili bróðir orðinn vitlaus. Ó
NEI! hann verður okkur til skammar.
Við skulum sjá sagði Davíð.
Þú ert hugrakkur piltur, sagði Sál konungur. En Golíat er mjög hættulegur.
Ertu viss um að þú þorir að berjast við hann?
JÁ sagði Davíð, það þori ég.
Jæja, sagði Sál konungur. Þá skal ég lána þér brynjuna mína. Svo hjálpaði
Sál Davíð að fara í brynjuna. Brynjan var mjög þung. Svo var hún líka allt of
síð.
Ég get ekki gengið í þessu sagði Davíð. Ég verð að geta hreyft mig.
Ætlar þú að berjast brynjulaus við Golíat? sagði Sál.
JÁ það ætla ég að gera sagði Davíð. Svo valdi hann sér fimm góða steina í
slögnvivaðinn sinn.
HE HE HE sagði Golíat þegar hann sá Davíð koma á móti sér. Ætlar þú að
berjast við mig? JÁ sagði Davíð.
Hvað heldur þú að þú getir? sagði Golíat.
Við skulum sjá, sagði Davíð.
ARG ARG sagði Golíat. Ég skal drepa þig og á eftir skal ég drepa alla
bræður þína.
Þú kemur á móti mér með sverð og skjöld en ég kem á móti þér í nafni
Drottins, sagði Davíð um leið og hann setti fyrsta steininn í slöngvivaðinn.
HE HE HE sagði Golíat, það hjálpar þér nú ekki mikið. Svo byrjaði hann að
sveifla stóra sverðinu sínu. ARG ARG ég skal hakka þig í spað, sagði
Golíat.
Svo sagði hann ekki meira því að einmitt þá hitti fyrsti steinninn úr
slögngvivaðnum hann. Seinninn hitti hann í mitt ennið. Golíat opnaði
munninn eins og hann ætlaði að segja eitthvað en svo datt hann niður dauður
og sagði ekkert fleira.
Ó JÁ sögðu bræður Davíðs. Ó JÁ sögðu kapparnir. Ó JÁ sagði Sál
konungur.
Ó NEI sögðu Fillistearnir Æ Æ HJÁLP! risinn okkar er dauður. Við
skulum flýja áður en þessi strákur með slöngvivaðinn nær í okkur. Svo flýðu
Filistearnir.
HE HE HE sögðu bræður Davíðs. HE HE HE sögðu kapparnir. HE HE
HE sagði Sál konungur. Húrra fyrir Davíð! JÁ! HÚRRA! HÚRRA! Sögðu
allir.
Þannig varð Davíð þekktur í landinu. Og allir litu upp til hans og dáðust að
honum. En Sál konungur fór að hafa áhyggjur. Getur verið að Davíð sé að
verða vinsælli en ég hugsaði Sál?
HUMM HUMM.

DAVÍÐ III
Davíð og Sál

Þetta er sorgleg saga því hún segir frá því hvernig öfund-sýkin fór með
Sál, sem einu sinni var góður konungur.
Sál konungur átti nokkra syni. Einn þeirra hét Jónatan. Davíð og Jónatan
urðu góðir vinir. Jónatan gaf Davíð vopn og falleg föt til að vera í við
hirðina. Davíð þurfti á góðum vini að halda því Konungurinn varð brátt
öfundsjúkur út í hann. Þegar herinn kom heim úr stríðinu tóku konurnar á
móti mönnunum með sögng og dansi.
“Sál felldi sín þúsund,
en Davíð sín tíu þúsund”
– sungu konurnar. Ó NEI! hugsaði Sál. Konurnar segja að Davíð hafi fellt tíu
þúsund en ég bara þúsund! ARG ARG! Þetta gengur ekki. Daginn eftir varð
Sál stjórnlaus af illsku þegar Davíð var að spila á hörpuna sína. ARG ARG!
hugsaði Sál ég skal reka hann í gegn með spjótinu mínu. Svo reiddi
konungurinn stóra spjótið sitt og kom æðandi að Davíð. En Davíð vék sér
undan svo spjótið lenti í veggnum. ARG ARG! Öskraði Sál og reyndi aftur
að stinga Davíð með spjótinu. En Davíð slapp.
Þegar Sál var orðin rólegur aftur, fór hann að hugsa. HUMM HUMM
hugsaði Sál. Það er kannski ekki sniðugt að ég drepi sjálfur nýju þjóðhetjuna
okkar. NEI sagði hann svo. Ætli ég geti orðið óvinsæll af því? JÁ það gæti
ég orðið. Hvað á ég að gera? HUMM HUMM hugsaði Sál. Ég veit! Ég ætla
að senda Davíð, að berjast við Filisteana svo að þeir drepi hann. HE HE
HE, JÁ það er góð hugmynd hugsaði Sál.
Þess vegna gerði Sál Davíð að hersveitar-foringja og sendi hann að berjast
við Filistea. En Davíð gekk vel í stríðinu. Þegar hann kom heim aftur var
hann orðinn ennþá vinsælli. Ó NEI! hugsaði Sál þegar hann tók á móti
Davíð. Nú er hann orðinn hættulegur. ARG ARG aldrei er hægt að treysta
þessum Filisteum til neins. Ég sem var einmitt að vona að þeir dræpu Davíð.
Ó NEI! af hverju þarf ég að sitja uppi með þennan strákpjakk! hugsaði Sál.
Allt í einu fékk Sál hugmynd HE HE HE hugsaði Sál. Ég ætla að lofa
honum að gifta hann Míkal dóttur minni ef hann drepur hundrað Filistea.
Honum finnst örugglega fínt að giftast inn í konungsfjölskylduna. Þá fer
hann og reynir að drepa hundrað Filistea en það verða þeir sem drepa hann.
HE HE HE
Þetta gerði Sál. En Davíð tókst allt sem hann tók sér fyrir hendur. Ó NEI!
hugsaði Sál þegar Davíð kom aftur. Nú verð ég að gefa honum dóttur mína.
Svo var haldið brúðkaup. Allir voru mjög glaðir – nema Sál. Hann þóttist
bara vera glaður. HE HE HE Sagði Sál. Þetta er voða gaman. Ó JÁ sagði
Jónatan. Mikið er gott að pabbi minn og Davíð eru orðnir vinir aftur. Ó JÁ
sagði Míkal. svo er ég líka búinn að eignast svo flottan eiginmann.
Þegar brúðkaupið var búið kallaði Sál á Jónatan og hermennina sína og sagði
þeim að hann vildi að þeir dræpu Davíð. Ó NEI! hugsaði Jónatan. Hvað á ég
að gera? Á ég að drepa Davíð, besta vin minn? Ó NEI. Það geri ég ekki. Á
ég að vara hann við? JÁ það ætla ég að gera. Svo fór hann og varaði Davíð
við. Jónatan fór líka og talaði við Sál og bað hann að hætta við að drepa
Davíð.
JÁ sagði Sál ég skal ekki láta drepa Davíð.
En svo sendi Sál hermenn til að drepa Davíð eina nóttina. Míkal varaði
Davíð við. Hermenn Sáls sátu fyrir utan dyrnar svo Davíð kæmist ekki burt.
Hvað á ég að gera sagði Davíð. Ef ég fer út um dyrnar drepa hermennirnir
mig. Ég veit sagði Míkal. Við skulum búa til reipi og láta þig síga út um
gluggann. JÁ, það er góð hugmynd sagði Davíð. Svo gerðu þau það.
Þannig slapp Davíð frá Sál. Hann varð útlagi og safnaði að sér hópi af
mönnum sem vildu fylgja honum. En Sál varð afar reiður og gifti Míkal
öðrum manni.

Sagan af Davíð er miklu lengri. Kannsi fáið þið að heyra meira seinna.

Höfundur Þorgrímur Daníelsson.

Categories
Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf

Leikjasafn fyrir krakkaklúbb

Guðmunda Inga Gunnarsdóttir tók saman þetta leikjasafn og kann Efnisveitan og Fræðslusvið Biskupsstofu henni bestu þakkir.

Categories
Fermingarstörf

Leikjasafn fyrir 6-7 ára starf

Guðmunda Inga Gunnarsdóttir tók saman þetta leikjasafn og kann Efnisveitan og Fræðslusvið Biskupsstofu henni bestu þakkir.

Categories
Söngvasjóður

Stórar bækur handa litlu fólki

Kynning á nýjum, skemmtilegum bókum handa litlu fólki.
Upplagðar til að nota í sunnudagaskólanum eða í leikskólanum.

Nokkrar myndir af Innandyranámskeiðunum 2008

Innandyranámskeiðin voru haldin víða um land og var aðsókn góð. Augljóst er að við eigum frábært starfsfólk í sunnudagaskólum landsins.

Categories
Söngvasjóður

Tákn með tali- 33 stuttar setningar fyrir sunnudagaskóla

Hér má finna tákn með tali texta og skýringamyndir.

Munum eftir bænininni: Tákn með tali.
Hér má finna nokkra af þessum textum og skýringamyndum setta upp fyrir skjávarpa

Categories
Söngvasjóður

Tákn með tali

Tákn með tali

Tákn með tali er víða notað í leikskólum og skólum. Barnastarf kirkjunnar hefur leitast við að samræma hreyfingar ýmissa söngva þessum táknum. Hér er hægt að kynna sér fleiri tákn og ýmislegt sem varðar tákn með tali.