Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Leikur

Falin veisla
Börnin hjálpa til við að undirbúa veislu Sakkeusar.
Undirbúningur:
Í rýminu þar sem sunnudagaskólinn/barnastarfið fer fram þarf að fela 10 hluti eða fleiri ef hópurinn er mjög stór, sem tengjast borðhaldi, t.d. diskur, gaffall, glas, brauð,…
Framkvæmd:
Í framhaldi af því að sagan af Sakkeusi hefur verið sögð er greint frá því að þetta hafi jú komið Sakkeusi algerlega á óvart að Jesús skyldi koma í heimsókn. Svo mikið á óvart að hann bara fann ekki hlutina sem hann þurfti í veisluna. Því Jesús var kominn í heimsókn og þá vildi hann halda veislu. Nú eru börnin beðin að leita að xx mörgum hlutum sem faldir hafa verið í rýminu og Sakkeus þarf nauðsynlega á að halda í veisluna.
Athugið:
Athugið að virkja stærri börn í því að taka á móti veisluföngunum og láta minni börnin um að leita.

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Litamynd – Sakkeus

LITABÓK_04

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Kærleiksbókin mín

Samvera 4 — Sakkeus
– Æi, æi, aumingja ég! tautaði Sakkeus. – Enginn segir neitt fallegt við mig eða heilsar mér, fólk kallar mig þjóf! Hundarnir urra á mig. Ég er svo einmana! Sakkeus var tollheimtumaður. Hann rukkaði fólk og lét það borga meiri pening en hann mátti. Það heitir að stela á íslensku. Þegar fólkið var búið að borga Sakkeusi var ekki einu sinni til peningur fyrir mat.
Það var margt fólk á götum Jeríkó. Jesús var að koma. Allir voru glaðir og spenntir. Sakkeus hafði heyrt að Jesús væri bestur í heimi og vildi vera vinur allra. Sakkeus átti engan vin. Sakkeus var smávaxinn maður, hann var pínulítill. Sakkeus fann að hjarta hans hrópaði á Jesú. Hann gat ekki séð Jesú í mannþrönginni NEMA ef hann klifraði upp í hæsta tré, því þar gæti hann vel séð hann! Jesús nálgaðist og fólkið hrópaði af gleði. – Æ, hugsaði hann, – ég á gull og silfur og fjársjóði af peningum, en ég á enga vini. Jesús vill örugglega ekki tala við mig. Mér hafa orðið á mistök, ég ætla að bæta ráð mitt.
En nú varð Sakkeus hissa. Jesús nam staðar við tréð og sagði: – Sakkeus, flýttu þér niður úr trénu, ég ætla að koma í heimsókn til þín. – Til mín? Sakkeus trúði varla sínum eigin eyrum. Jesús vildi koma í heimsókn til hans. Hann stökk niður úr trénu, fullur af gleði.
– Jesús, sagði Sakkeus, ég ætla aldrei ALDREI að stela frá öðrum aftur og gera mitt besta til að breyta rétt. Þá brosti Jesús til Sakkeusar og sagði: – Ég fyrirgef þér allt það vonda sem þú hefur gert. En nú verður þú að gefa allt, sem þú hefur tekið, til baka til fólksins.
– Sakkeus, sagði Jesús, nú ertu fullur af kærleika.
– Það er þér að þakka, Jesús, sagði Sakkeus.

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Sakkeus 2019

Limmidi 04
Biblíusögur
Kærleiksbókin mín – Sakkeus

Sögustund II – Sakkeus

Sakkeus – Stóra flettimyndabiblían

Sakkeus – Hreyfimyndasería fyrir skjávarpa

Sakkeus – Leyniteikning

Hver er Jesús? – Sakkeus

Borðum biblíusöguna


Myndbönd


Söngvar


Litamynd


Leikrit – Heiðarleikinn


Leikur

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Halldór Elías Guðmundsson

Halldór Elías, kallaður Elli, hefur verulega reynslu af barna- og unglingastarfi, hann hefur séð um fullorðinsfræðslu, leiðtogafræðslu og á mjög fjölbreytta möppu af fræðsluinnleggjum af ýmsu tagi. Hann var vígður til djáknaþjónustu í þjóðkirkjunni haustið 1997 og lýk námi og þjálfun til embættisgengis sem prestur í The United Church of Christ í Bandaríkjunum nú í vor.

sími: 893-6687
halldor.elias@gmail.com

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Sylvía Magnúsdóttir

er sjúkrahúsprestur og hefur mikla reynslu af barnastarfi.
sylviam@landspitali.is
Sími: 8242596 / 5438415

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Bryndís Svavarsdóttir

Sunnudagaskóli-og-helgileikur-2019-2020

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Afleysingar í kirkjustarf og sunnudagaskóla

Hér að neðan er listi með fólki sem er til í að leysa af ef þörf er á.
Klikkið á nöfnin til að sjá upplýsingar um viðkomandi.

Bryndís Svavarsdóttir
Halldór Elías Guðmundsson
Sylvía Magnúsdóttir

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Leikir – Fylgið mér / Jesús kallar lærisveina sína

Við erum litlir lærisveinar – hugleiðing og spurningaleikur
Kókó – indverskur eltingaleikur

Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Söngvar – Fyrirgefningin

Hér að neðan eru tilvalin lög fyrir þessa samveru

Árlegur baráttudagur gegn einelti er 8. nóvember.