Categories
6-9 ára Sunnudagaskólinn

Töfrapokinn -hugleiðingar og sögur

Töfrapokinn fæst í Kirkjuhúsinu

Gaman væri að fá fleiri sögur frá ykkur á þennan lista

Í neðsta viðhenginu eru leiðbeiningar og hugmyndir á ensku sem styðjast má við. En hér eru örstuttar leiðbeiningar á íslensku:

Grænn er upphafs liturinn.

Sé pokinn settur á rönguna verður hann svartur. Ef hann er svo aftur settur á rönguna verður hann rauður og svo hvítur og loks gulur.
Um leið og töfrar pokans koma í ljós ,,myndskreyta” litirnir söguna.

Sköpunin- hugleiðing:
Töfrapokinn – hugleiðing um sköpunina

Jólahugleiðing:
Töfrapokinn – Jólahugleiðing

Categories
6-9 ára Barnastarfið Ítarefni Sunnudagaskólinn TTT

TÝNDI SAUÐURINN /GÓÐI HIRÐIRINN- ítarefni











Categories
6-9 ára

Fræðslustefna Þjóðkirkjunnar

Categories
6-9 ára Aðventa og jól

Kertin í aðventukransinum

Fróðleikur um kertin í aðventukransinum. Birtist fyrst í Víðförla, 4. tölublaði 13. árgangs, desember 1994

Categories
6-9 ára Aðventa og jól

Jólahelgileikir: Stefán Már Gunnlaugsson

Helgileikur byggður á frásögn guðspjallanna af hinum fyrstu jólum með hliðsjón af eldri helgileikjum um sama efni. Helgileikurinn hefur verið notaður í Vopnafjarðarkirkju við fjölskylduguðsþjónustu á öðrum degi jóla með börnum á aldrinum 8-10 ára. Best er að leikendur hafi klætt sit í búninga áður en guðsþjónustan hefst og sitji inn í kirkjunni hjá foreldrum sínum – minni læti og setja svip sinn á athöfnina. Á sviðinu er lespúlt (og gott er að hafa hljóðnema) sem leikendur ganga að þegar þau eiga að lesa.ga að lesa.

Athugið að ef sálmurinn „Í Betlehem er barn oss fætt“ er sungin í almennum safnaðasöng, þá er röðin á erindunum ekki eins og í Sálmabókinni.

– – –

Jósef: En það bar til um þessar mundir að boð kom frá Ágústus keisara, að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina. Þetta var fyrsta skrásetningin og var gjörð þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar.

(María og Jósef koma, María sest, Jósef stendur, þau horfa niður).

María: Það fór líka maður sem hét Jósef frá Galíleu frá borginni Nasaret upp til Júdea, til borgar Davíðs, sem heitir Betlehem, en hann var af ætt og kyni Davíðs, að láta skrásetja sig ásamt Maríu heitkonu sinni,sem var þunguð.

Jósef: En meðan þau voru þar, kom sá tími, er hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var ekki pláss fyrir þau í gistihúsin.

(María leggur reifastranga í jötuna)

1. Í Betlehem er :,:barn oss fætt.:,:
Því fagni gjörvöll Adamsætt,
:,:Hallelúja:,:
2. Það barn oss fæddi :,:fátæk mær:,:
Hann var þó dýrðar Drottinn skær.
:,:Hallelúja:,:

3. Hann var í jötu :,:lagður lágt:,:
er ríkir þó á himnum hátt.
:,:Hallelúja:,:

(Fjárhirðar ganga inn undir 3. erindi)
Fjárhirðir 1: En í sömu byggð voru hirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar (Erkiengill birtist).

Fjárhirðir 2: Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaði í kringum þá. Þeir urðu mjög hræddir, en engillinn sagði við þá:

(Englaskari nálgast,þau ganga hægt inn kirkjuna)

Allir englar: ,,Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.”

Fjárhirðir 3: Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu:

(Englaskari birtist og standa hjá engli 1)
Allir englar: ,,Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á.”

4. Þeir boða frelsi‘ og :,:frið á jörð:,:
og blessun Drottins barnahjörð.
:,:Hallelúja:,:

5. Vér undir tökum :,:englasöng:,:
og nú finnst oss ei nóttin löng.
:,:Hallelúja:,:

(Englar ganga út undir 5. erindi)

Hirðir1: Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir sín á milli:

Allir hirðar:,,Förum beint til Betlehem að sjá það sem gjörst hefur og Drottinn hefur kunngjört oss.”

Hirðir2: Og þeir flýttu sér eins og þeir gátu og fundu Maríu og Jósef og ungbarnið sem lá í jötu. Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er þeim hafði verið sagt um barnið. Og allir, sem heyrðu, undruðust það, er hirðarnir sögðu þeim.

Jósef: En María geymdi allt þetta í hjarta sér og hugleiddi það. Og hirðarnir snéru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð, en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

(Hirðarnir koma að jötunni, lúta barninu og ganga síðan út)

Vitringur 1: Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar
konungs, komu vitringar frá Austurlöndum … og sögðu:

Allir vitringar: Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Vér sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.”

(Vitringarnir ganga inn, nema staðar).

Jósef: Þegar þeir sáu stjörnuna (vitringar benda á stjörnuna og gleðjast), glöddust þeir harla mjög, þeir fylgdu henni að fjárhúsinu og gengu inn. Þar sáu þeir barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu.

Vitringur 2: Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.

6. Hann vegsömuðu vitringar :,:vitringar:,:
hann tigna himins herskarar.
:,:Hallelúja:,:
7. Vér fögnum komu :,:frelsarans:,:
vér erum systkin orðin hans.
:,:Hallelúja:,:

8. Hvert fátækt hreysi :,:höll nú er:,:
því Guð er sjálfur gestur hér.
:,:Hallelúja:,:

(Vitringar ganga út undir 8. erindi)

María: Þegar þeir voru farnir, þá vitraðist engill Drottins Jósef í draumi.

(Jósef og María leggjast niður og engill birtist með kerti)

Engill: ,,Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera, uns ég segi þér, því að Heródes mun leita barnsins til að fyrirfara því.

María: Hann vaknaði, tók barnið og móður þess um nóttina og fór til Egyptalands.

(Jósef stendur upp og María tekur barnið – inn ganga allir leikendur sem englar með kerti og standa í kór, en María og Jósef fyrir framan meðan sungið er síðasta erindið.)

9. Í myrkrum ljómar :,:lífsins sól:,:
Þér Guð, sé lof fyrir gleðileg jól,
:,:Hallelúja:,:

Fer vel á því að flutt sé jólahugleiðing meðan englaskari stendur í kór og svo í sálmi eftir hugleiðingu fá leikendur sér sæti.

Stefán Már Gunnlaugsson

Categories
6-9 ára Aðventa og jól

Jólafiðrildið

Saga um dreng sem var mikið veikur og jólin voru alveg að koma. Lítið fiðrildi kemur með jólin til hans.
Höfundur: Jón Hlöðver Áskelsson 28.12.´01.

Jólafiðrildið
Sagan er byggð að hluta til á reynslu höfundar, þegar skrautfiðrildi úr eldiviðarkassa í herbergi hans í
Salzburg í Austurríki veturinn 1968 – 1969 hóf sig á loft á dimmri vetrarnótt og vakti hann með
andfælum.
Pétur var 7 ára gamall, hann var mikið veikur og jólin alveg að koma og kominn aðfangadagur. Hann
lá í rúminu sína undir hlýrri sænginni og úti í horni snarkaði í spýtunum sem brunnu í ofninum sem
hélt herberginu heitu. Við hliðina á ofninum var kassi með spýtnakubbum sem pabbi eða mamma
bættu í eldinn svo eldurinn gæti logað áfram og haldið herberginu hlýju í köldum jólamánuðinum.
Pétur hafði meira að segja hjálpað pabba sínum um haustið þegar hann fór út í skóg til að höggva
tré í eldivið, sem síðan voru söguð og höggvin í kubba og svo þurrkuð úti í geymslu til að hita upp
húsið um veturinn. Hann fór oft einn út í geymsluna til að ná í spýtur til að brenna í ofninum. En
einmitt núna á sjálfum jólunum var hann svo veikur að hann gat ekkert gert nema að liggja í rúminu,
jólin ætluðu bara að fara fram hjá honum í þetta sinn. Og þegar klukkurnar í kirkjunni í bænum hans
hringdu inn jólin klukkan sex þá fannst honum klukknahljómurinn frekar óþægilegur og minnti hann
á að hann gat ekki tekið þátt í jólagleðinni með systrum sínum, bróður og foreldrum. Búið var að
skreyta herbergið hans og setja upp lítið fallegt jólatré á borðið við hliðina á rúminu hans, en allt
kom fyrir ekki, jólin voru víðs fjarri í huga hans og hann fann til í höfðinu og maganum, svo sveið svo
mikið í augun að hann hafði ekkert gaman af að horfa á fallega jólatréð sitt. Jólapakkana sína sem
hann hafði alltaf verið svo óþolinmóður að opna hafði hann núna engan áhuga á að skoða.
Matarlystin var engin og hann snerti ekki fína jólamatinn sem pabbi hans færði honum og það var
sama hvaða saga honum var sögð hann kom engum matarbita niður.
Mamma hans og pabbi ræddu um að kannski myndi hann frískast það mikið um nóttina ef hann svæfi
vel að hann gæti þá borðað jólamatinn og tekið upp pakkana sína daginn eftir. Mamma sat við rúmið
hans og söng fyrir hann, Bjart er yfir Betlehem, og það síðasta sem hann heyrði mömmu sína raula
áður en hann sofnaði var „ Barni gjafir báru þeir. Blítt þá englar sungu.“ Mamma hans tók tvær
spýtur og bætti þeim á ofninn og skildi ljós eftir logandi á jólastjörnunni í glugganum. Hún lét
hurðina vera hálfopna svo hún myndi heyra ef Pétur litli sofnaði.
En nú var Pétur farinn að ferðast um draumheima. Honum fannst hann fljúga um loftið með mörgum
litlum englum sem voru að leita með Pétri að jólunum. Þeir flugu yfir fjöll og sjó, yfir mörg lönd og
allt í einu sá hann lítið hús og í einum glugga þess hékk svo falleg jólastjarna og einn engillinn flaug
hring eftir hring í kring um stjörnuna og Pétri fannst hann syngja: „ Stjarnan fín, jólin þín,“
„ stjarnan fín, jólin þín “, aftur og aftur. Honum heyrðist vera mikill hvinur í vængjum englanna ,
svo mikill hvinur að hann vaknaði. Fyrsta sem hann sá var logandi jólastjarnan í glugganum og hann
sá greinilega að eitthvað flaug í kring um ljósið og inn í ljósið. Hann kallaði hátt „ mamma,
mamma“. Þegar mamma hans kom hlaupandi til hans þá heyrði hún Pétur segja „ mamma, mamma,
sjáðu engilinn sem er hjá stjörnunni og er að koma með jólin til mín“. Mamma hans sá líka eitthvað
sem flaug aftur og aftur í ljósið á jólastjörnunni, en þegar hún kveikti loftljósið. þá sáu þau Pétur
undurfallegt og stórt skrautfiðrildi sem reyndi að fljúga aftur og aftur í ljósið. Fiðrildið hafði áður
verið lítil lirfa sem var lokuð inni í svartri púpu í einu trjánna sem Pétur og pabbi hans höfðu náð í út
í skóginn um haustið. Nú hafði hitinn í kassanum við ofninn sagt við litla orminn: “Nú er farið að
hlýna og þess vegna átt þú að breytast í fiðrildi svo þú getir flögrað á milli blómanna og glatt börnin
með fallegu litunum þínum.” „Mamma þetta er jólafiðrildið mitt og nú eru jólin mín komin“ hrópaði
Pétur. Nú var Pétur orðinn miklu hressari og honum var að batna. Pétur fékk svo hjálp við að búa út
sykurvökva sem fiðrildið gæti drukkið og að koma fyrir trjábút með stórri holu sem það gæti átt
heima í. Svo þegar vorið kom þá trítlaði Pétur út í skóginn með fiðrildið í kassa. Pétur gaf svo
fiðrildinu frelsi og þegar það flaug upp í loftið kallaði hann á eftir því „takk jólafiðrildi, þú gafst mér
jólin“.
Jón Hlöðver Áskelsson 28.12´01

Categories
6-9 ára Aðventa og jól

Hvað þýðir jólaskrautið?

Nokkrir punktar sem nota má í hugleiðingu um jólaskrautið.
Skemmtilegt er að vera með sýnishorn af því jólaskrauti sem rætt er um.

Hvað þýðir jólaskrautið?
Jólatréð: Jólatréð er alltaf grænt og lifandi. Það minnir okkur á Jesú sem sigraði dauðann.
Stjarnan: Stjarnan minnir okkur á Betlehemsstjörnuna sem vísaði vitringunum veginn til
Betlehem.
Ljósin á trénu: Minna okkur á Jesú sem er ljós heimsins.
Jólakúlurnar: Minna okkur á ávexti. Kærleikur, gleði, friður, gæska, góðvild og langlyndi
eru þeir ávextir sem kristnir menn eiga að bera (ef okkur er líkt við ávexti á tré).
Jólapokar: Pokarnir sem oft eru hengdir á jólatré minna okkur á þá gjöf sem Guð færði okkur
þegar hann sendi okkur son sinn Jesú Krist.
Englarnir: Þeir minna okkur á alla englana sem koma við sögu í jólaguðspjallinu: Engillinn
sem sagði Maríu að hún myndi eignast son, engillinn sem birtist Jósef í draumi og englarnir
sem fluttu hirðunum fréttirnar um fæðingu frelsarans.
Annað skraut s.s. jólasveinar og ,,leikföng”: Allt annað skraut sem er á trénu minnir okkur
á jólagleði og gjafmildi.

Categories
6-9 ára

Spunasmiðjan