Categories
6-9 ára Iðja Lúther TTT

Iðja

Búum til SKÍRNARPERLU sem hægt er að hengja upp á greinar til að skreyta með kirkjurýmið. Hér þarf hver og einn að fá HVÍTA kúlu úr tré eða frauðplasti (sem fæst í föndurbúðum) og fallegan borða til að þræða í gegnum hana svo hægt sé að hengja á grein. Þegar allar skírnarperlurnar eru saman komnar á trénu okkar í kirkjunni, sjáum við með skýrum hætti hvað skírnin er mikilvæg í lífi kirkjunnar og okkar sjálfra. Skírnarperlan er HVÍT vegna þess að hvíti liturinn er tákn um hreinleika frá sorgum, áhyggjum og erfiði. Í skírninni hvílum við í faðmi Guðs eins og lítið barn í örmum foreldris sem elskar það út af lífinu.

Útfærsla: á frauðplastkúlurnar má hver og einn skrifa sinn skírnardag, teikna mynd af fjölskyldunni sinni eða teikna falleg tákn, eins og kross, hjarta, rós og hring (sjá útfærslu á Lúthersrósinni fyrir Æskulýðsdag kirkjunnar).

Categories
6-9 ára Iðja Lúther TTT

Iðja

Skrautskrifa upphafsstafinn sinn.
Þessi föndurstund kallast á við þá merkilegu iðju sem var iðkuð á miðöldum og á tíma Lúthers, sem er að skrautrita merkilegan texta – eins og handrit að Biblíunni – og sérstaklega gera upphafsstöfum hátt undir höfði. Skoðið t.d. Guðbrandsbiblíu sem var fyrsta prentaða Biblían á Íslandi og hvernig hver bók og kafli hefst með stórkostlega flottum upphafsstöfum.

Í þessari iðju ætlum við að skrautrita okkar eigin upphafsstafi, til þess þarf blað og góða liti.

Categories
6-9 ára Iðja Lúther TTT

Iðja

Negla á dyr mikilvæg skilaboð. Hér ætlum við að endurgera gjörninginn sem öll siðbótarminningin snýst um, þ.e.a.s. þegar Lúther negldi sínar 95 tesur á dyr hallarkirkjunnar í Wittenberg.

Hér þarf að undirbúa vel:
– útbúa fleka eða gamla hurð, sem má taka við hamarshöggum og nöglum.
– skrifa á blað/blöð hluti sem ykkur finnst skipta öllu máli í trúnni okkar og samfélaginu. Vera búin að ræða um það sem við viljum sjá öðruvísi, það sem okkur finnst að eigi að gerast og hvað má ekki gleymast!
– hafa hamar og nagla við höndina.
– finna flottan og áberandi stað sem hurðin getur staðið svo fólk geti virt fyrir sér ykkar eigin “95 tesum”.

Categories
6-9 ára Iðja Lúther TTT

Iðja

Búa til veggteppi eða altarisklæði sem endurspeglar lífið á miðöldum. Hér þarf að hafa við hendina stranga sem getur verið eins stór eða lítill og menn vilja. Hægt er að kaupa ódýrt léreft í Rúmfatalagernum til að nota. Svo þarf taumálningu og pensla. Ef hópurinn er mjög stór er hægt að búa til fleiri veggteppi en eitt!

Hugmyndir að myndefni:
– Evrópskt þorp með kirkju og torgi og litlum húsum í kring.
– Klaustur með munkum og nunnum í kring.
– Gamaldags altaristafla með t.d. Jesú á krossinum (mjög algengt þema í miðaldakirkjum).
– Fallegt landslag með fólki að vinna á akrinum.

Categories
Iðja Sunnudagaskólinn

Mynd til að lita – verkefnablöð

Mynd til að lita

Bartímeus blindi