Categories
Starfsfólk

Hvernig set ég saman Power Point sýningar fyrir í kirkjustarf?

Hér hafa verið sett inn tvö myndbönd sem geta aðstoðað þau ykkar sem ekki hafið mikla reynslu af Power Point.

Margir hafa velt fyrir sér hvernig farið er að því að setja myndband inn á Power Point.
Hér er sýnt hvernig það er gert, eftir að búið er að hala myndbandinu niður í tölvuna.
Að setja myndband inn á Power Point

 
Hér er sýnt hvernig hægt er að raða saman samveru og finna hluti á efnisveitunni eins og t.d. söngva og helgihald fyrir barnastarfið.
Hér er biblíusagan sett inn í myndaseríuna.
Að búa til samveru á Power Point

Ef tölvan sem notuð er í starfinu er nettengd má taka youtube slóðir og setja þær inn á power point og sýna myndböndin þannig.
Sé hún hins vegar ekki nettengd þarf að treysta á að allt efni sé niðurhalað í tölvuna fyrirfram.

Categories
Starfsfólk

Námskeið 29.ágúst 2016

Biskupsstofa, ÆSKÞ og ÆSKR standa fyrir árlegu haustnámskeið leiðtoga.

Á námskeiðinu verða þrír stuttir fyrirlestrar:

Kærleikur og common sense – Hjalti Jón
Barna og æskulýðsstarf þjóðkirkjunnar – Daníel
Þroski barna og unglinga – Eva Björk

Við hvetjum alla sem starfa með unglingum að láta sjá sig og eiga gott kvöld saman.

skraning@kirkjan.is

Categories
Starfsfólk

Haustnámskeið 2016

Kæra samstarfsfólk

Hér kemur stutt kynning á því efni sem farið er í á námskeiðunum í Reykjavík. Dagskrá og dagsetningar fyrir námskeiðin á landsbyggðinni verða auglýst eitt af örðu á fésbókarsíðu kirkjustarfsins.

Athugið að þótt námskeiðin séu frí fyrir þátttakendur er mikilvægt að allir skrái sig og er það þá út af matnum. En það er mikilvægt fyrir okkur að vita á hve mörgum við eigum von.

Skráning er hafin á skraning@kirkjan.is

 

29.sept kl.17.00 Æskulýðsstarfið (ÆSKÞ) heldur námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi.

Kynning á dagskránni má sjá þegar smellt er á grænu auglýsinguna á forsíðu Efnisveitunnar.

 

30.sept. 16.30 -20.30 Barnastarfið:

Guðmundur Karl Brynjarsson og Þorleifur Einarsson, leikari: Kynna og sýna nýtt barnaefni og nýja DVD þætti.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar: Það er fag að kenna lag.

sr. Hildur Björk Hörpudóttir: Godly Play, nýjung í biblíufræðslu.

sr. Jóhanna Gísladóttir: Nýtt efni fyrir 6-9 ára starf.

 

31.sept 16.00- 20.00  Fullorðinsstarf í söfnuðum:  Kveikjur fyrir kirkjustarf

Dagskrá

16.00 Hressing

16.15   Sungið inn í haustið.  Skyggnst inn í nýju sálmabókina. Margrét Bóasdótttir

16.30  Lúthersárið 2017. Dr. Gunnar J. Gunnarsson

16.45  Hvað er  Lútherska heimssambandið að gera. Magnea Sverrisdóttir, djákni

17.00  Hvernig styðjum við náunga okkar, Hjálparstarf kirkjunnar? Bjarni Gíslason

17.15 Flóttafólk og  kirkjan. Sr. Toshiki Toma

  1. 30  Umræður

17.45 Kyrrðarbæn. Centering Prayer.  Dr. Grétar Halldór Gunnarsson

  1. 15 Kvöldverður

18.45  Kveikjur fyrir vetrarstarf:

– Hvað er í boði í Skálholti? Sr. Halldór Reynisson

–  Vinavoðir í Lindakirkju. Dís Gylfadóttir

–  Yngri eða eldri eldriborgarar? Þórey Dögg Jónsdóttir djákni

–  Er allt í rusli? Umhverfismál í söfnuðum. Sr. Halldór Reynisson

–  Hópar fyrir syrgjendur.  Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju

  1. 50 – 20.00  Helgistund
  1. og 2. september: Rob Bell (skráningum á það námskeið skal vísa á gudspjall.is
Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar Starfsfólk

Siðareglur og heilræði

SIÐAREGLUR VÍGÐRA ÞJÓNA, STARFSFÓLKS
OG SJÁLFBOÐALIÐA ÞJÓÐKIRKJUNNAR.

Grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ (Matt. 7,12)
Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi og leitast við að bera fagnaðarerindi Krists vitni í orði og verki með því að:

1. Gera sér far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með virðingu eftir því sem skilningur og samviska bjóða hverju sinni og láta sér annt um líðan og velferð annarra.

2. Gæta vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika í starfi og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund.

3. Virða þagnarskyldu um hvað eina sem þau verða áskynja í starfi og leynt skal fara.

4. Gæta þess að vanvirða ekki tilfinningar og tiltrú skjólstæðinga sinna.

5. Fara ekki í manngreinarálit og veita þeim kirkjulega þjónustu sem leita eftir henni.

6. Þekkja og virða takmörk sín og sækja sér faghandleiðslu og sálgæslu.

7. Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni.

8. Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum.

9. Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing.

10. Leita eftir símenntun, fræðslu og uppbyggingu í trú og kristnu samfélagi.

11. Sýna ábyrgð og trúmennsku í meðferð fjármuna.

12. Gæta hófs í umgengni við áfengi og vera öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi og í ferðum með börnum og ungmennum er óheimilt að neyta áfengis og annarra vímuefna.

13. Sýna ábyrg rafræn samskipti og netnotkun.

14. Vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis.

15. Vera meðvitað um að þau hafi sterkari stöðu en barnið sem þau vinna með. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum misnota aðstöðu sína.

16. Gæta varfærni og hlífðar í samskiptum við börn og skjólstæðinga í viðkvæmum aðstæðum.

17. Sýna árvekni gagnvart einelti, áreitni og annarri óviðeigandi hegðun.

18. Notfæra sér ekki vitneskju eða tengsl sem verða til á vettvangi þjónustunnar í ábata- eða hagsmunaskyni.

19. Gæta þess að eiga gott samstarf við samstarfsfólk og yfirmenn, stuðla að eindrægni og samhug og gæta virðingar í umtali.

20. Sýna jafnan trú og siðum annarra umburðarlyndi og forstöðumönnum og prestum annarra trúfélaga og kirkjudeilda virðingu.

21. Gæta þess að vera málefnaleg og gæta varkárni í ummælum um kenningarleg og guðfræðileg mál, hvort sem er í samræðum eða opinberlega.

Samþykkt á kirkjuþingi 2009

HEILRÆÐI FYRIR STARFSFÓLK OG SJÁLFBOÐALIÐA
Í BARNA- OG UNGLINGASTARFI ÞJÓÐKIRKJUNNAR

Hafðu í huga í starfi með börnum og unglingum að:
• þú ert í föruneyti barnsins eða unglingsins á leið þess til að verða fullvaxta.

• þú ert samferða og það felur ekki í sér að vita alltaf betur eða geta meira, heldur hlusta og vera nálæg/ur.

• það getur haft mikið að segja í starfi að hafa skopskyn, en það má aldrei vera gróft, tvírætt eða niðrandi fyrir aðra.

• þú hefur sterkari stöðu en börnin og unglingarnir sem þú vinnur með. Varastu að misnota þér hana.

• það er ekki góð hugmynd að sjá ein/n um samverur með börnum eða unglingum eða fara ein/n með hóp í ferðalag. Hafðu vit fyrir yfirmönnum þínum ef þeir ætla að senda þig eina/n.

• börnin vilja að þú sért hinn fullorðni en taktu virkan þátt í þeirri dagskrá sem er í boði og sýndu henni áhuga.

• eiga gott samstarf við foreldra og forráðamenn og upplýsa þá um starfið og það sem þar fer fram.

• stundum er betra að standa fyrir utan leiki sem fela í sér mikla snertingu.

• mikilvægt er að gefa af sér en það merkir ekki að starfsmaður geri börn og unglinga að trúnaðarmönnum sínum.

• vera vel undirbúin/n fyrir samverur. Börnin sjá fljótt ef starfsmaður er óundirbúinn.

• helgihaldið er mikilvægur þáttur í starfinu og oft þarf að laga það að þeim hópi sem unnið er með. Mundu að það sem barnið upplifir og lærir í samræðum skilar meiru en langar ræður.

• þekkja og virða takmörk þín og leita þér hjálpar ef illa gengur. Margt getur komið uppá í starfinu sem krefst mikils af þér. Hikaðu ekki við að leita ráða hjá þeim sem þú treystir.

• sjaldnast fáum við að velja samstarfsfólkið okkar. Lykillinn að góðu samstarfi er að ræða þau vandamál sem upp koma og vera tilbúin/n að líta í eigin barm.

• þú ert aldrei ein/n á ferð, Jesús er alltaf með í för. Mundu eftir því að þú og Guð þurfið tíma saman. Mikilvægt er að biðja fyrir starfinu og vera í samfélagi við annað trúað fólk.

Heilræði þessi eru unnin af samstarfshópi KFUM og K á Íslandi, Æskulýðsnefndar Kjalarnesprófastsdæmis, Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum og fræðslusviðs Biskupsstofu.
Reykjavík 2010

Categories
Starfsfólk

Hjónavígsla

Hér eru hjónavígsluform Handbókarinnar með uppfærðum ritningartextum og Hjónavígsluformið sem heimilað var til notkunar í samræmi við ný hjúskaparlög 2010.
Ennfremur Hjónavígsluform á ensku og þýsku.

Ensk gifting
Opinberun trúlofunar
Trauung in der Kirche
Hjónavígsla- ritual
Hjónavígsla- form til reynslu 2 (9)

Categories
6-9 ára Barnastarfið Fermingarstörf Ítarefni Starfsfólk Sunnudagaskólinn TTT Unglingar

Að vísa veginn– fræðsla þjóðkirkjunnar

Að vísa veginn nefnist námskrá fyrir kirkjulegt starf allra aldurshópa.
Dr. Gunnar E. Finnbogason er höfundur námskránnar og byggir á námskrá sem hann gerði árið 1995. Auk þess er byggt á námskrá fermingarfræðslunnar sem sr.María Ágústsdóttir gerði.
Námskráin var samþykkt á kirkjuþingi árið 2010

Smellið hér til að finna styttri útgáfu námskrárinnar sem snýr að fermingarfræðslunni.

Bendið börnum og foreldrum á vefinn ferming.is
Við minnum einnig á vefinn fermingarfræðsla.is

Bendum fræðurum á þetta efni á efnisveitunni:

Categories
Æskulýðsstarf Starfsfólk

Samstarf kirkju og skóla- viðmiðun

Hér er að finna nokkra þætti sem hafa má til viðmiðunar í samstarfi kirkju og skóla. Á mörgum stöðum eru þessi mál í föstum skorðum og góðum farvegi en á öðrum stöðum gætir óöryggis varðandi þetta samstarf. Viðmiðunarþættir þessir eru afrakstur vinnuhóps um málefni kirkju og skóla. Að hópnum komu fulltrúar kirkjunnar, Skólastjórafélagsins og Samtaka sveitarfélaga.

Viðhorf kirkjunnar til samstarfs kirkju og skóla

Íslenska þjóðkirkjan gerir sér fulla grein fyrir að þrátt fyrir sérstöðu sína starfar hún í fjölhyggju- og fjölmenningarlegu umhverfi þar sem taka verður tillit til ólíkra trúar- og lífsviðhorfa og mikilvægt er að stuðla að virðingu og umburðarlyndi.

1. Kirkjan virðir að fullu sjálfstæði skólans. Það er á valdi stjórnenda skóla hvort samstarf við kirkjuna er tekið upp eða ekki. Þiggi skólastjórnendur þjónustu kirkjunnar eða samstarf við hana sem ágreiningi getur valdið, er það á ábyrgð skólans að bregðast við þeim ágreiningi í samvinnu við foreldra og aðra hlutaðeigandi aðila.

2. Trúarbragðafræðsla og þar með kristindómsfræðsla er hluti af fræðslustarfi skólans og á forsendum hans, enda setur menntamálaráðuneytið þeirri fræðslu námskrá.

3. Sé leitað eftir samstarfi við kirkjuna um einstaka þætti kristindómsfræðslunnar, svo sem vettvangsheimsóknir í kirkjur, er þátttaka starfsmanna kirkjunnar á forsendum skólans.

4. Kirkjan telur mikilvægt að þátttaka starfsmanna hennar í skólastarfi sé kynnt foreldrum.

5. Kirkjan vill kappkosta að í öllu samstarfi við skóla sé framlag hennar vel skilgreint og standist kröfur um vönduð fagleg vinnubrögð.

6. Kirkjan lýsir sig fúsa til samstarfs við skóla um námskeið fyrir kennara. Slík námskeið verði skipulögð alfarið með hlutverk kennara í opinberum skólum í huga.

7. Sé leitað eftir samstarfi við prest vegna áfalla, kemur presturinn til þess samstarfs sem þjónn kirkjunnar til stuðnings þeim sem fyrir áfalli hafa orðið og á forsendum þeirra.

8. Ef óskað er eftir skólaguðsþjónustu í tengslum við jól eða aðrar hátíðir er það á forsendum kirkjunnar. Það er skólans að setja reglur um hvernig með það skuli fara ef foreldrar óska ekki að börn þeirra taki þátt í slíkum athöfnum.

9. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð af menntamálaráðuneytinu að leyfi til þátttöku í fermingarfræðsluferðum á skólatíma er veitt af skólanum að beiðni foreldra. Kirkjan sem stofnun virðir þá ákvörðun. Kirkjan gerir ráð fyrir því að fermingarfræðslan fari fram utan hefðbundins skólatíma.