Categories
Starfsfólk

Haustnámskeið 2016

Kæra samstarfsfólk

Hér kemur stutt kynning á því efni sem farið er í á námskeiðunum í Reykjavík. Dagskrá og dagsetningar fyrir námskeiðin á landsbyggðinni verða auglýst eitt af örðu á fésbókarsíðu kirkjustarfsins.

Athugið að þótt námskeiðin séu frí fyrir þátttakendur er mikilvægt að allir skrái sig og er það þá út af matnum. En það er mikilvægt fyrir okkur að vita á hve mörgum við eigum von.

Skráning er hafin á skraning@kirkjan.is

 

29.sept kl.17.00 Æskulýðsstarfið (ÆSKÞ) heldur námskeið fyrir leiðtoga í æskulýðsstarfi.

Kynning á dagskránni má sjá þegar smellt er á grænu auglýsinguna á forsíðu Efnisveitunnar.

 

30.sept. 16.30 -20.30 Barnastarfið:

Guðmundur Karl Brynjarsson og Þorleifur Einarsson, leikari: Kynna og sýna nýtt barnaefni og nýja DVD þætti.

Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar: Það er fag að kenna lag.

sr. Hildur Björk Hörpudóttir: Godly Play, nýjung í biblíufræðslu.

sr. Jóhanna Gísladóttir: Nýtt efni fyrir 6-9 ára starf.

 

31.sept 16.00- 20.00  Fullorðinsstarf í söfnuðum:  Kveikjur fyrir kirkjustarf

Dagskrá

16.00 Hressing

16.15   Sungið inn í haustið.  Skyggnst inn í nýju sálmabókina. Margrét Bóasdótttir

16.30  Lúthersárið 2017. Dr. Gunnar J. Gunnarsson

16.45  Hvað er  Lútherska heimssambandið að gera. Magnea Sverrisdóttir, djákni

17.00  Hvernig styðjum við náunga okkar, Hjálparstarf kirkjunnar? Bjarni Gíslason

17.15 Flóttafólk og  kirkjan. Sr. Toshiki Toma

  1. 30  Umræður

17.45 Kyrrðarbæn. Centering Prayer.  Dr. Grétar Halldór Gunnarsson

  1. 15 Kvöldverður

18.45  Kveikjur fyrir vetrarstarf:

– Hvað er í boði í Skálholti? Sr. Halldór Reynisson

–  Vinavoðir í Lindakirkju. Dís Gylfadóttir

–  Yngri eða eldri eldriborgarar? Þórey Dögg Jónsdóttir djákni

–  Er allt í rusli? Umhverfismál í söfnuðum. Sr. Halldór Reynisson

–  Hópar fyrir syrgjendur.  Ásta Ágústsdóttir, djákni í Kópavogskirkju

  1. 50 – 20.00  Helgistund
  1. og 2. september: Rob Bell (skráningum á það námskeið skal vísa á gudspjall.is