Categories
Fullorðinsfræðsla Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Er hætt að kenna kristin fræði í skólum landsins?

Síðastliðið vor hélt dr. Sigurður Pálsson, prestur og fyrrum námsstjóri í kristnum fræðum og trúarbragðafræðum, vekjandi erindi um fræðslu í kristnum fræðum í skóla og kirkju. Erindið var flutt á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 25. mars 2015. Nú hefur erindið verið sett á vefinn í þremur hlutum. Hægt er að horfa á erindin með skýringarglærum hér á vefnum.

Erindi dr. Sigurðar Pálssonar á fræðslukvöldi í Glerárkirkju 25. mars 2015 í tilefni af 200 ára afmælis Hins íslenska Biblíufélags

1. hluti: Inngangur í tilefni af 200 ára afmælis HÍB um Ebenezer Henderson

Sigurður Pálsson sett í upphafi erindi sitt í tengsl við afmæli Hins íslenska biblíufélags með stuttri frásögn af ferð Ebenezer Hendersonar til Íslands. Hann var frumkvöðull að stofnun félagsins fyrir 200 árum og hafði með sér nýja útgáfu af Biblíunni og nýja þýðingu af Nýja testamentinu sem gefið var út á vegum Hins breska og erlenda biblíufélags. Hann var á þeirra vegum.

2. hluti: Er hætt að kenna biblíusögur í grunnskólanum? Ný aðalnámskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar

Meginhluti erindi hans fjallaði um námskrá í kristnum fræðum og fræðslustarf kirkjunnar. Hann nefndi erindi sitt: Er hætt að kenna biblíusögur í grunnskólunum? Ný námskrá 2013 – hlutverk kennara, viðbrögð kirkjunnar. Hann rakti þróun kristinfræðikennslunnar frá siðbót og þau sjónarmiði sem verða svo ráðandi við námskrárgerð síðustu ára. Hann gagnrýnir nýja greinanámskrá frá 2013 fyrir að gera kristindóms- og trúarbragðafræðsluna að námsþætti í samfélagsgreinum og gera hana þar með að hornkerlingu í þegar yfirfullum híbýlun samfélagsgreinanna. Þá gagnrýnir hann nýju námskrána fyrir einhliða áherslu á hæfnimarkmið en skort á þekkingarmarkmiðum. Þá dregur hann þá ályktun að kirkjan verði að stórefla fræðslustarf sitt í þessu umhverfi og að kristindómsfræðslan í tengslum við boðunina sé á hennar ábyrgð en hlutverk skólans að fræða um kristni og önnur trúarbrögð. Hann leggur fram rök fyrir því að trúarbragðafræðsla í opinberum skólum sé nauðsynleg í samfélagi samtímans.

3. hluti: Biblíusögur

Í síðasta hluta erindisins tekur hann til umræðu biblíusöguna og eðli frásögunnar. Vísar hann þar til Hjalmars Sundén um túlkunarramma máli sínu til stuðnings. Tók hann skemmtilegt dæmi um samtal 10 ára drengs og guðfræðings um erfiða biblíusögu sem sýndi fram á að frásagnirnar gefa börnum og fullorðnum tæki til að þroskast með innlifun í þessa texta og gefur forsendur til að skilja tilveru sína í nýju ljósi. Það er því forsenda fyrir skilningi á kristinni trú að þessum frásögnum sé miðlað áfram.

Categories
Helgihald Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Kyrrðarstarf kirkjunnar – Íhugunar- og bænanámskeið

Kyrrðarstarf hefur undanfarin ár notið mikilla vinsælda. Það á einnig við um kyrrðarstarf í Þjóðkirkjunni.  Nokkrar kristnar hefðir eru til og hafa sumar þeirra verið iðkaðar hér á landi. Sennilega þekkja margir kyrrðardaga í Skálholti en þeir eru með ólíku sniði eða styðjast við ólíkar hefðir. Kyrrðarstarf í kirkjum landins er einnig víða og hefur aukist á síðustu árum.

Ráðstefna var haldin í Neskirkju í Reykjavík 18. október 2014 þar sem fjallað var um nokkrar leiðir til kyrrðar, íhugunar og betri líðanar. Gerð var samantekt á fyrirlestrunum og þeir teknir upp á myndband sem má horfa á hér fyrir neðan

Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar Starfsfólk

Siðareglur og heilræði

SIÐAREGLUR VÍGÐRA ÞJÓNA, STARFSFÓLKS
OG SJÁLFBOÐALIÐA ÞJÓÐKIRKJUNNAR.

Grundvallarregla mannlegra samskipta er gullna reglan: „Allt sem þér viljið, að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera.“ (Matt. 7,12)
Starfsfólk og vígðir þjónar kirkjunnar hafa þá reglu umfram allt að leiðarljósi og leitast við að bera fagnaðarerindi Krists vitni í orði og verki með því að:

1. Gera sér far um að mæta hverjum einstaklingi í kærleika Krists með virðingu eftir því sem skilningur og samviska bjóða hverju sinni og láta sér annt um líðan og velferð annarra.

2. Gæta vandvirkni, samviskusemi og heiðarleika í starfi og að orð og athæfi samrýmist starfi og umhverfi, stað og stund.

3. Virða þagnarskyldu um hvað eina sem þau verða áskynja í starfi og leynt skal fara.

4. Gæta þess að vanvirða ekki tilfinningar og tiltrú skjólstæðinga sinna.

5. Fara ekki í manngreinarálit og veita þeim kirkjulega þjónustu sem leita eftir henni.

6. Þekkja og virða takmörk sín og sækja sér faghandleiðslu og sálgæslu.

7. Misnota aldrei aðstöðu sína eða ógna velferð skjólstæðings, svo sem með óviðeigandi hegðun, orðfæri, viðmóti, kynferðislegri eða annars konar áreitni.

8. Minnast þess að mörk einstaklinga eru mismunandi, svo sem að snerting getur auðveldlega misskilist eða valdið óþægindum.

9. Stofna ekki til óviðeigandi sambands við skjólstæðing.

10. Leita eftir símenntun, fræðslu og uppbyggingu í trú og kristnu samfélagi.

11. Sýna ábyrgð og trúmennsku í meðferð fjármuna.

12. Gæta hófs í umgengni við áfengi og vera öðrum fyrirmynd í þeim efnum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi og í ferðum með börnum og ungmennum er óheimilt að neyta áfengis og annarra vímuefna.

13. Sýna ábyrg rafræn samskipti og netnotkun.

14. Vera ávallt upplýst um lög og reglur sem gilda um börn og unglinga og að skylt sé að tilkynna barnaverndaryfirvöldum ef ætla má að barn búi við óviðunandi aðstæður eða er þolandi ofbeldis.

15. Vera meðvitað um að þau hafi sterkari stöðu en barnið sem þau vinna með. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum misnota aðstöðu sína.

16. Gæta varfærni og hlífðar í samskiptum við börn og skjólstæðinga í viðkvæmum aðstæðum.

17. Sýna árvekni gagnvart einelti, áreitni og annarri óviðeigandi hegðun.

18. Notfæra sér ekki vitneskju eða tengsl sem verða til á vettvangi þjónustunnar í ábata- eða hagsmunaskyni.

19. Gæta þess að eiga gott samstarf við samstarfsfólk og yfirmenn, stuðla að eindrægni og samhug og gæta virðingar í umtali.

20. Sýna jafnan trú og siðum annarra umburðarlyndi og forstöðumönnum og prestum annarra trúfélaga og kirkjudeilda virðingu.

21. Gæta þess að vera málefnaleg og gæta varkárni í ummælum um kenningarleg og guðfræðileg mál, hvort sem er í samræðum eða opinberlega.

Samþykkt á kirkjuþingi 2009

HEILRÆÐI FYRIR STARFSFÓLK OG SJÁLFBOÐALIÐA
Í BARNA- OG UNGLINGASTARFI ÞJÓÐKIRKJUNNAR

Hafðu í huga í starfi með börnum og unglingum að:
• þú ert í föruneyti barnsins eða unglingsins á leið þess til að verða fullvaxta.

• þú ert samferða og það felur ekki í sér að vita alltaf betur eða geta meira, heldur hlusta og vera nálæg/ur.

• það getur haft mikið að segja í starfi að hafa skopskyn, en það má aldrei vera gróft, tvírætt eða niðrandi fyrir aðra.

• þú hefur sterkari stöðu en börnin og unglingarnir sem þú vinnur með. Varastu að misnota þér hana.

• það er ekki góð hugmynd að sjá ein/n um samverur með börnum eða unglingum eða fara ein/n með hóp í ferðalag. Hafðu vit fyrir yfirmönnum þínum ef þeir ætla að senda þig eina/n.

• börnin vilja að þú sért hinn fullorðni en taktu virkan þátt í þeirri dagskrá sem er í boði og sýndu henni áhuga.

• eiga gott samstarf við foreldra og forráðamenn og upplýsa þá um starfið og það sem þar fer fram.

• stundum er betra að standa fyrir utan leiki sem fela í sér mikla snertingu.

• mikilvægt er að gefa af sér en það merkir ekki að starfsmaður geri börn og unglinga að trúnaðarmönnum sínum.

• vera vel undirbúin/n fyrir samverur. Börnin sjá fljótt ef starfsmaður er óundirbúinn.

• helgihaldið er mikilvægur þáttur í starfinu og oft þarf að laga það að þeim hópi sem unnið er með. Mundu að það sem barnið upplifir og lærir í samræðum skilar meiru en langar ræður.

• þekkja og virða takmörk þín og leita þér hjálpar ef illa gengur. Margt getur komið uppá í starfinu sem krefst mikils af þér. Hikaðu ekki við að leita ráða hjá þeim sem þú treystir.

• sjaldnast fáum við að velja samstarfsfólkið okkar. Lykillinn að góðu samstarfi er að ræða þau vandamál sem upp koma og vera tilbúin/n að líta í eigin barm.

• þú ert aldrei ein/n á ferð, Jesús er alltaf með í för. Mundu eftir því að þú og Guð þurfið tíma saman. Mikilvægt er að biðja fyrir starfinu og vera í samfélagi við annað trúað fólk.

Heilræði þessi eru unnin af samstarfshópi KFUM og K á Íslandi, Æskulýðsnefndar Kjalarnesprófastsdæmis, Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum og fræðslusviðs Biskupsstofu.
Reykjavík 2010

Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Textar með diskunum Gospel krakkar og Gospel gleði

Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Nýtt brúðarljóð

Hér er fallegt brúðarljóð við sönginn You never walk alone. Textinn er eftir Gunnar Rögnvaldsson.

Categories
Efnispottur Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Kíktu á kirkjan.net

Þessi vefur er afar fróðlegur fyrir þá sem koma nálægt starfi innan kirkjunnar og þess virði að kíkja á hann og sjá hvað þar er að finna.
kirkjan.net

Categories
sálmar Söngvasjóður Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Hér er hægt að hlusta á sálma, finna texta og nótur

Sálmar, Textar og Nótur

Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Textar með söngvunum

Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Amen- Lofum Guð- Söngur með hreyfingum

Categories
Starfs - og leikmannaskóli kirkjunnar

Móse-söngur með hreyfingum