Categories
Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Ljósaleikur á aðventu

Helgileikur á aðventukvöldi í Grensáskirkju 2018
Fermingarbörn flytja
María Ágústsdóttir og Daníel Ágúst Gautason
Fermingarbörn í fermingarkyrtlum ganga inn, tvö og tvö saman, fyrst ljósberar, svo lesarar.
[Kirkjan rökkvuð, bara ljós við altari]
2-5 ljósberar stilla sér upp sitt hvoru megin fremst í kirkjunni.
5-10 lesarar stilla sér upp við altarið.

Skoðið fylgiskjöl

Categories
Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Helgileikur með einföldu sniði

Bryndís Svavarsdóttir setti saman.

Smá formáli

Þessi helgileikur var fyrst fluttur 2012 af börnum í æskulýðsstarfi Ástjarnarkirkju Hafnarfirði. Helgileikurinn var svo ljúfur í framkvæmd, ekkert stress yfir að muna texta, að hann var fluttur þar aftur 2013, 2014 og 2015. Árið 2015 var hann fyrst fluttur í Víðistaðakirkju af börnum í æskulýðsstarfi þar og hefur verið árviss í helgihaldi þar síðan. Það sem gerir flutninginn svo einfaldan er að aðeins ein persóna er sögumaður og mæli ég með að það sé fullorðinn einstaklingur. Eftir því sem frásögninni vindur fram leika allir sín hlutverk. Fyrsta árið, lét ég leikarana ganga inn í salinn þegar kom að hlutverki hvers og eins (aðallega vegna þröngs húsakosts og plássleysis) en það hafði þann ókost að þeir sem komu inn síðast misstu af sögunni. Í Víðistaðakirkju sá ég að það væri hentugra að láta leikarana sitja á fremsta bekk (líka hægt að nota aftasta bekk) og láta þá ganga upp á leiksviðið þegar að þeim kom. Allra nauðsynlegustu leikarar eru, Jósef, María, 1 hirðir, vitringur og engill… en eftir því sem fleiri leikarar eru til staðar má fjölga hirðum, vitringum og englum og einnig er hægt að bæta við keisara og hermanninum sem tilkynnir um skrásetninguna. þá er mjög fallegt ef það er hægt að hengja stjörnu (skemmtilegt ef hún glitrar) yfir fjárhúsinu og einhver í sal (eða vitringur) gæti lýst á hana með vasaljósi þegar minnst er á stjörnuna í sögunni.

Skoðið fylgiskjöl hér að neðan

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Holy Moly – Vitringarnir

Talið endilega yfir Holy Moly myndböndin og útskýrið fyrir börnunum það sem er í gangi
Hér að neðan er smá texti ykkur til aðstoðar.

Þarna sjáum við vitringana frá Austurlöndum grandskoða himininn. Þeir eru með stóran sjónauka og skiptast á að kíkja á stjörnurnar. Þeir eru að leita að einni ákveðinni stjörnu. Einn vitringanna hrópar af undrun og ánægju. Hann bendir hinum á stjörnuna björtu sem hann hafði verið að leita að. Þarna er hún. Stóra fallega stjarnan. Hún mun leiða þá til frelsarans nýfædda.

Þeir ferðast lengi . . . lengi . . . lengi. Þar til þeir koma að konungshöll. Þeir ganga að hallardyrunum og berja fast að dyrum. Konungurinn Heródes kemur til dyra og spyr hvað þeir vilja. Þeir spyrja hann hvort hann viti hvar hinn nýfæddi konungur Gyðinga sé að finna. Allt í einu sturlast konungurinn og öskrar og æpir eins og vitleysingur. Svo róast hann og bendir þeim að fara til Betlehem og segir: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið og er þið finnið það látið mig vita til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu.“  Vitringarnir hlaupa að úlföldunum sínum og flýja brjálaða konunginn.
Af hverju haldið þið að konungurinn hafi brjálast? (Leyfið börnunum að svara)

Vitringarnir fylgja stjörnunni björtu til Betlehem. Þeir koma til bæjarins spenntir og glaðir, og ganga að fjárhúsi einu þar sem stjarnan skín á himnum. Þeir banka að dyrum fjárhúsins. María kemur til dyra og býður þeim inn. Þeir koma færandi hendi og rétta Jesú gjafirnar sem þeir höfðu meðferðis. Jesús tekur við fyrstu gjöfinni, sem er reykelsi. Hann er ekkert sérlega ánægður með hana og ýtir henni frá sér. Hann er aftur á móti mjög ánægður að fá hinar gjafirnar, sem eru gull og myrra og gerir eins og ungabörn gera. Leikur sér með nýju gjafirnar sem vitringarnir komu með. Einn vitringurinn skoðar Jesú aðeins betur og Jesús klípur hann í nefið. Hann verður mjög hissa og hinir vitringarnir hlæja að honum. Vitringurinn æsist allur upp og beygir sig aftur að Jesú. Jesús klípur hann aftur í nefið og þá klípur vitringurinn Jesú í nefið. Jesús skríkir af kátínu og vitringurinn smitast af þessari gleði að hjarta hans fyllist af kærleika og kátínu. Hann tekur Jesú  í fangið og annar vitringur kíkir á Jesú. Jesús er snöggur að klípa hann í nefið og allir hlæja . . . þeir ganga á milli hvors annars og klípa í nefið á hvor öðrum. Jósef og María fylgjast með og hlæja.

Vitringarnir fara svo aftur heim til sín, en þeir fara aðra leið og passa sig að láta ekki Heródes vita að Jesús sé fæddur.

Af hverju haldið þið að vitringarnir hafi ekki viljað láta Heródes vita? (Leyfið börnunum að svara).

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Föndur – Hirðasunnudagaskóli

Fæðing Jesú

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Biblíusaga – Hirðasunnudagaskóli


Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Hirðarnir – Myndasería

Leyniteikning um hirðana

Saga jólanna í heild sinni



sr. Gunnar Sigurjónsson segir söguna af fjárhirðunum á gamansaman hátt

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Myndbönd – Englasunnudagaskólinn

Holy Moly – Boðun Maríu

Talið endilega yfir myndbandið og útskýrið fyrir börnunum það sem er í gangi. Textinn
Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)
*Vegna höfundaréttar þá þurfið þið að eiga diskana með Holy Moly sögunum til þess að getað sýnt efnið. Það eru svo margar tölvur í dag ekki með geisladrif og því höfum við tekið til þess ráðs að setja Holy Moly myndböndin hingað inn.


Fríða frænka – Verndarenglar

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Biblíusögur Sunnudagaskólinn

Biblíusaga – Englasunnudagaskólinn


Hér hafið þið úr ýmsum möguleikum að velja:

Boðun Maríu

Leyniteikning um boðun Maríu

Leynimynd – Englasaga

Leyniteikning – Förin til Betlehem

Jólasagan í heild sinni

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Ítarefni – Um jólin

Sagan um vaðstígvélin

Aðventa og jól frá fyrri árum

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Myndbönd – Vitringasunnudagaskóli

Fríða frænka – Saga vitringanna

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)


Holy Moly – Vitringarnir

Talið endilega yfir myndbandið og útskýrið fyrir börnunum það sem er í gangi. Textinn
Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)
*Vegna höfundaréttar þá þurfið þið að eiga diskana með Holy Moly sögunum til þess að getað sýnt efnið. Það eru svo margar tölvur í dag ekki með geisladrif og því höfum við tekið til þess ráðs að setja Holy Moly myndböndin hingað inn.


Hafdís og Klemmi eru í jólaskapi og rifja upp skemmtileg atvik frá liðnum jólum

Sækja í bestu gæðum (HD) Sækja í minni gæðum (SD)

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Sunnudagaskólinn

Helgileikur – Jólin við jötuna

Jólaguðspjallið í tali og tónum

Í einsöngnum geta kórarnir hjálpað börnunum svo að söngurinn heyrist vel.
 

Sögumaður: Nú fáum við að heyra og sjá söguna um fæðingu frelsarans hin fyrstu jól.

 

Söngur (allir): Það bar til um þessar mundir

þá var uppi keisari,

Ágústus hinn ógurlegi’

að skrásetja heilt heimsveldi.

Ágústus: „Látið sjá ykkur,

komið öll að skrá ykkur,

nafnið á ykkur,

nú viljum við fá ykkur“.

(Lag: Pabbi segir… sjá grip að neðan)

 

Leikarar víkja fyrir Jósef og Maríu sem birtast fyrir miðju.

 

Söngur (allir): Þá fór hver til sinnar borgar,

líka Jósep Jakobsson,

já, og María, elskan hans

sem þunguð var af heimsins von.

(J&M):
„Látum sjá okkur,

förum nú að skrá okkur,

nafnið á okkur,

Ágústus vill fá okkur.“

(Lag: Pabbi segir)

 

Eitt erindi leikið á píanó meðan Jósef og María eru að ganga til Betlehem.

 

Söngur (allir): Og þau gengu lengi, lengi

alla leið til Betlehem.

Jósef barði oft á dyr

á hótelum og sagði (Jósef):„Ehemm,

ekki eigið þér,

herbergi að leigja mér,

því mín kona er

komin að því að fæða hér.

(Lag: Pabbi segir)

 

Sögumaður: En allt kom fyrir ekki…

 

Allir syngja með í næsta lagi, nema María og Jósef sem eru að koma sér fyrir við jötuna.

 

Söngur (allir): Gistihúsin voru yfirfull,

það var orðið áliðið.

Loksins fundu þau fjárhús eitt,

það þoldi’ ei lengri bið

og þau komust þangað inn,

konan var aðframkomin,

þar skyldi ungbarn fæðast,

en hlýtt var þar,

hún fann það var

ei neitt að hræðast.

 

Það var aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld

á jólahátíðinni.

Þetta aðfangadagskvöld, fyrsta aðfangadagskvöld

er enn barnahátíðin mest, trarallala, barnahátíðin mest.

(Lag: Aðfangadagskvöld) – https://www.youtube.com/watch?v=NO02GbOBldM

 

Sögumaður: Fæddi þá María son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jötu.

 

Söngur (allir): Þá nýfæddur Jesú í jötunni lá

á jólunum fyrstu var dýrðlegt að sjá,

þá sveimuðu englar frá himninum hans

því hann var nú fæddur í líkingu manns.

 

Sögumaður: En hverfum nú aðeins úr fjárhúsinu og út í haga til hirðanna.

 

Söngur (allir): Nú hverfum við í hagann til hirða skjótt

er gættu hjarðar sinnar þá sömu nótt,

geispuðu’ upp í himininn (smá pása meðan hirðarnir geispa hressilega),

stóð þar hjá þeim engillinn.

Rétt og slétt þá var þeim sko ekki rótt.

(Lag: Það búa litlir dvergar . . . sjá grip að neðan)

Sögumaður: Og engillinn sagði…

 

Engill: Ekki vera hræddir, því ég hef stórkostlegar fréttir að flytja ykkur og þessar fréttir breyta heiminum. Frelsarinn er fæddur í Betlehem! Farið þangað og sjáið bara sjálfir. Hann fæddist í fjárhúsi og var lagður í jötu.

 

Sögmaður: Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita.

 

Söngur (allir): Þeir sungu „Hallelúja“, með hátíðarbrag.

„Nú hlotnast guðs börnunum friður í dag.“

Og fagnandi hirðarnir fengu að sjá

hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.

 

Sögumaður: Hirðarnir komu til Betlehem og fundu þar allt eins og engillinn hafði sagt þeim. Þeir veittu litla drengnum í jötunni lotningu, því þeir vissu að hann var frelsarinn þeirra. Konungur hjartans og heimsins var nú fæddur.

 

Söngur (allir): Ég bið þig, ó, Drottinn, að dvelja mér hjá

að dýrðina þína ég fái að sjá

ó, blessa þú Jesús öll börnin þín hér

að búa þau fái á himnum hjá þér.

 

Endir

Guðmundur Karl Brynjarsson setti saman og orti þar sem með þurfti.