Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Messuundirbúningur

Hér er upplagt að byrja að æfa hópinn að lesa víxllesturinn sem á að nota í guðsþjónustu æskulýðsdagsins. Líka gott að velja þau sem eiga að lesa/flytja ritningarorðin (sjá í leiðbeiningum fyrir messuform) og hjálpa þeim í framsögn.

Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

FÖNDUR

Í þessari samveru ætlum við að undirbúa eitthvað sem getur nýst í messunni á æskulýðsdaginn.

Bökum hjartalaga kex til að dreifa í messunni eða njóta í kirkjukaffinu á eftir.

 

Einföld smáköku upskrift:

Það tekur u.þ.b. 10 mínútur að setja deigið saman, en svo þarf að kæla það í 2 tíma áður en það er flatt út, stungið og bakað.

Efni:

200gr Smjör
100gr Flósykur
1 Egg
Örlítið salt
300gr Hveiti

 

Aðferð:

Skerið smjörið í bita (ekki bræða það, það þarf að vera nokkuð kalt.)

Hnoðið hráefnunum saman þar til deigið er orðið að jöfnum massa.

Pakkið deiginu inní plast og setjið í kæli í 2 tíma.

Fletjið deigið út eins og piparkökudeig (hægt að miðast við 5 mm.)

Stingið út með hjartalaga mótum.

Þau sem eru flink í höndunum geta auðvitað skorið kökurnar fríhendis út með venjulegm hníf.

Bakið kökurnar á 180 gráðum í u.þ.b. 10 til 12 mínútur eða þangað til þær verða pínu brúnar.

Þá eru kökurnar tilbúnar og fínar. Ef tími og vilji er til mætti skreyta kökurnar með glasúr og öðru kökuskrauti.

Útbúa tákn Lútersrósarinnar úr pappír.

– Teiknið eða finnið öll táknin úr Lúthersrósinni og klippið þau út.

Allir fá útprentaða mynd af Lúthersrósinni til að lita og skreyta.

(sjá viðhengi)

Ritningarversin 4 (sjá messuformið) prentuð, klippt og skreytt, til að dreifa í messunni.

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Leikir

Hjartansmál:

Við erum gjörn á að merkja hvort annað og það gerum við með orðum og gjörðum. Það er mikilvægt að við reynum að einbeita okkur frekar að hinu jákvæða í fari hvors annars og næsti leikur er æfing í því.

Það sem þarf:
Blöð, límband, blýantar.

Framkvæmd:
Blöð eru fest aftan á alla þátttakendur. Allir eiga að skrifa eitthvað fallegt á bakið hver á öðrum. Best er að allir skrif bara einu sinni á bak allra til að allir fái jafn mikið á sinn miða.

Sítrónur, ó sítrónur:

Á miðju gólfi eru tvær mislitar ruslafötur. Þátttakendur bíða frammi (utan leiksvæðis) á meðan sítrónum er dreift um allan sal. Á 15 sekúndna fresti er gefið merki, þá sendir hvort lið einn þátttakenda inn í einu inn á leiksvæðið. Þátttakandinn á að ganga eins og kónguló (magi upp og gengur á höndum og fótum). Kóngulóin á að leita að sítrónum og flytja þær á maganum í eigin ruslafötu. Þegar síðasti þátttakandinn hefur verið sendur inn eru aðeins 30 sekúndur eftir af leiknum!

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Samvera 2- LÚTHERSRÓSIN

Innleiðing: Hér má rifja upp það sem gert var á síðastliðinni samveru þegar fjallað var um lógó almennt í menningunni og hvað þau þýða gagnvart okkur í daglega lífinu.
Svo má kynna til leiks innsigli Lúthers, sem hann valdi sér til að tjá trú sína og lífsskoðun. Fínt að bregða upp á skjávarpa mynd af Lúthersrósinni til að geta vísað til þegar við ræðum við krakkana um form og liti. (Sjá viðhengi).

Þegar við fjöllum um Lúthersrósina, má styðjast við punktana úr inngangi þessa fræðsluefnis, um krossinn, hjartað, rósina og hringinn. Í samtali má líka gjarnan lyfta upp hvað þessi sérstöku tákn tákna í samtímanum. Hvernig skiljum við krossinn? Hvað þýðir rautt hjarta, t.d. á samfélagsmiðlum? Er gullhringurinn eins og giftingarhringur? Hvers vegna /hvers vegna ekki? Hvað táknar hringurinn fyrir þér?

Hér er í raun mjög gott tækifæri fyrir biblíufræðslu, vinna t.d. með ritningarstaðina sem tengjast Lúthersrósinni eða fjalla um líf Jesú eins og guðspjöllin greina frá. Markmiðið hér er að skyggnast inn í trúarheim Lúthers með því að nota rósina hans sem útgangspunkt.

Í framhaldi má beina talinu að því þegar myndir vísa í ólíkar áttir og þýða mismunandi hluti fyrir ólíka einstaklinga. Hér má t.d. sýna myndir sem birta ólíkan veruleika eftir því hvernig horft er á þær (https://www.youtube.com/watch?v=gblH0dWa1p8).

Í viðhengi hér neðst fylgja 4 skinvillumyndir sem hægt er að varpa uppá vegg.)

Leikir

Föndur

Messuundirbúningur

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir

Messuundirbúningur

Hér er gott að hjálpast að við að velja hvaða tónlist, söngvar og sálmar, verða fluttir á æskulýðsdaginn. Þegar vali er lokið er gott að æfa söngvana og virkja alla viðstadda til að vera kirkjukór! Ef organisti er á staðnum er mjög gott að fá hann/hana til að aðstoða við þennan hluta. Þessu má halda áfram á samverum fram að messunni sjálfri.

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Leikir

Þessir leikir passa vel við þessa samveru.

  1. Zip Zap
    Þátttakendur standa í hring. Þau láta Zip hljóð ganga til næsta manns með því að segja Zip og benda á næsta mann. Hægt er að breyta stefnu hljóðsins á tvennan hátt. Annars vegar ef sá sem fær Zip, hoppar upp og æpir af lífs- og sálarkröftum DOJJJJONG, þá fer Zip aftur til baka á þann sem sendi það og heldur áfram hinn hringinn.
    Önnur leið er að segja Zap og benda á hvern sem er inni í hringnum. Þá á sá sem fær Zap að halda áfram að senda Zip til næsta manns eða senda annað Zap, eða svara með DOJJJNG. ATH: Gaman er að spila þennan leik mjög hratt.

 

  1. Koddaleikur: Látið krakkana sitja á gólfinu í hring. Númerið þau 1 og 2 allan hringinn þannig að annar hver unglingur sé númer 2 og hinn númer 1. Látið einn krakka sem er númer eitt hafa kodda eða púða og annan sem er númer tvö og situr beint á móti á að hafa annan kodda. Markmiðið er svo að kasta púðanum réttsælis til næsta manns sem er með sama númer og reyna að ná hinu liðinu og koma púðanum sínum fram úr púða hins liðsins. Púðinn verður þó alltaf að fara til næsta manns sem er með sama númer. Það er bannað að sleppa úr.

 

  1. Númeraleikurinn, skrifið númer á litla miða, mega vera upp í 50 þess vegna. Setjið þrautir aftaná númerin. Dreyfið miðunum um kirkjuna og safnaðarheimilið. Hafið teninga á borði. Skiptið hópnum í lið, 3-6 í liði. Liðin koma svo og kasta teningi og eiga svo að leita að miða með þessu númeri, svo leysa þau þrautina sem er aftaná og koma svo aftur og kasta teningunum, þau bæta svo þessari tölu við töluna sem þau fengu áður. Gott er að láta þau hafa blað og blýant til þess að þau geti skrifað niður á hvaða númer þau voru komin. Á nokkrum númerum getur verið skipun um að færa sig aftur á lægra númer. Notið hugmyndaflugið við að búa til þrautirnar.

 

Dæmi: Syngið Jesús er besti vinur barnanna að næsta númeri. Haldið í eyrun á hvort öðru að næsta númeri. Teljið gluggana í húsinu. Hvað eru mörg skópör í ganginum. Syngjið Gamla Nóa fyrir leiðtogann. Hlaupið á vegg.

 

Nánar: SMELLIÐ HÉR!

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Verkefni: Vinna lógó/verkefnablað

Þetta verkefni er annað hvort hægt að vinna sem einstaklingsverkefni eða sem hópaverkefni.

Það sem þarf: Prenta meðfylgjandi verkefnablað út í jafn mörgum eintökum og þáttakendur/hóparnir eru.

Föndur verkefni: Hvernig væri lógóið okkar/ykkar?

Það sem þarf er: Blöð, litir, skæri.

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Leikur: Lógó kapphlaup

Það sem þarf:

Útprentuð lógóblöð (sjá viðhengið neðst á síðunni pdf með lógóum).
Auð blöð til að skrifa niður svör.

Hér er hópnum skipt í lið og hvert lið á að finna réttu svörin (æskileg hópastærð 3-6). Hvert lið tilnefnir ritara.

Leikurinn gengur út á að svara spurningunni: Hvaða lógó er þetta? Það lið vinnur sem nær að skrifa niður flest (rétt) lógó.

Þátttakendur byrja á sinni stöð (best að hafa hvert lið í kringum eitt borð). Á hverri stöð er eitt svarblað (autt) og skriffæri.

Í miðju rýminu er borð (passa upp á að vegalengd sé jöfn fyrir öll liðin) og á því borði liggja útprentuðu lógóblöðin á hvolfi.

Þegar öllu hefur verið stillt upp og liðin eru tilbúin, blæs leiðtoginn til leiks. Leiðtoginn er jafnframt dómari og tímavörður. Við mælum með að leikurinn nái yfir 5-10 mínútur, þótt ekki hafi öll lógóin verið notuð.

Leikurinn gengur síðan út á einn úr hverju liði (skiptast á hver það er) hleypur að lógóborðinu, nær í eitt blað og hleypur með það aftur á sína stöð þar sem liðið hjálpast að við að þekkja hvaða lógó er um að ræða og skrifa það á úrlausnarblaðið. Lógóblaðinu er síðan skilað og næsta sótt, og svo framveigis. Ef þau vita ekki hvað eitthvert lógó er, má skila því blaði og sækja nýtt.

Frekari útfærsla:

Fyrir þau sem vilja flækja leikinn og fá meira líf í rýmið er hægt að fara þessar leiðir:

1.Ef hópurinn er mjög virkur og elskar að hafa þrautirnar erfiðari þá er hægt að bæta meiri hreyfingu í þetta með því að hengja hvert logó á hvolf hátt uppi á vegg þannig að hópurinn þurfi að hlaupa eða hoppa til að ná blaðinu.

2. Ennþá erfiðara er að vera með trampólín og hengja blöðin svo hátt að þátttakendur þurfi að hoppa á trampólíninu til að komast að miðunum. Hér þarf að passa upp á að virða reglur um að t.d. einn í einu sé á trampólíninu. Passa líka á að nota lím/kennaratyggjó sem skemmir ekki vegginn.

 

Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

Föndur/Iðja

Í vinnslu:

Krökkum skipt niður í hópa og þau vinna lógó fyrir sig persónulega eða fyrir hópinn sinn (trúin, kirkjan, bærinn, fjölskyldan…)

Ólíkar útfærslur:

a)LÓGÓKERTI
Nú ætlum við að gera kerti með okkar eigin merki.
Í þessu skemmtilega bloggi er sýnt hvernig gera má lógókerti. Lesið og njótið. Útdráttur: Lógóin eru teiknuð á blöð og svo eru þau límd á kerti með kertalími. Það sem þarf er kerti (t.d. 20cm), pensill, pappír (teikniblokkarpappír eða kertapappír, sjá útskýringar í blogginu að neðan), og kertalím.

Frekari leiðbeiningar um lógókertin eru á slóðinni:
http://alltsemgerirhusadheimili.is/?p=1901

b) FATALÓGÓ (t.d. T-shirts). Lógóin eru annaðhvort skönnuð eða ljórituð og svo prentuð á þartilgerðan pappír (phototransfer pappír – fæst t.d. í Föndru á Dalvegi í Kópavogi).
Á þessum link er sýnt hvernig best er að standa að þessari iðju:
http://www.cchobby.com/photo-transfer-i

c) Lógóin eru teiknuð og svo hengd upp á vegg (til að vera til sýnis á æskulýðsdaginn sjálfan).

d) Ef svo vel vill tið að á staðnum sé hnappavél er hægt að búa til barmmerki úr lógóunum.

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Samvera 1 – Hvað er LÓGÓ?

Markmiðið með þessari samveru er að búa til okkar eigið lógó.
Það má vera fyrir mann sjálfan, fyrir kirkjuna, æskulýðsfélagið eða eitthvað annað sem þátttakendum dettur í hug.

Í upphafi samverunnar er hægt að taka fyrir nokkra punkta sem hjálplegt er að vinna með, áður en hafist er handa við að búa til okkar eigin lógó.
Ræðum þetta og verum tilbúin að skýra með dæmum:

a. Hvað er lógó?

b. Fyrir hvað standa lógó?

c. Hvar sjáum við lógó?

d. Hvaða lógó eru á okkur?

e. Erum við glöð með lógóin sem við berum?

Vinna má einstaklingslega eða í hópum:

  • Hvert ungmenni veltir fyrir sér lógóinu í eigin lífi og endar með því að búa til lógó fyrir sjálft sig.
  • Eins má skipta krökkunum niður í hópa og þau látin vinna lógó fyrir kirkjuna sína,  trúna, eða Jesú. (Eða hvað eina sem passar inn í þessa pælingu.)

Föndur/Iðja

Leikur Lógó kapphlaup

Verkefni Vinna lógó verkefnablað

Leikir

Messuundirbúningur