Categories
Sumarstarf

Auglýsið starfið á barnatrú.is

Kæra samstarfsfólk í barnastarfi kirkjunnar
Vinsamlegast athugið hvort ykkar barnastarf er auglýst á vefnum barnatrú.is í ,,Hvar er sunnudagaskóli og hvenær“. Einnig bið ég ykkur að athuga hvort upplýsingarnar þar séu réttar.
Kær kveðja,
Elín Elísabet, fræðslufulltrúi á Biskupsstofu

Categories
Sumarstarf

Til starfsfólks í barna – og unglingastarfi

Góðan dag.

Umboðsmaður barna óskar eftir því að þessari orðsendingu verði komið á framfæri við ungmenni og þá sem vinna að málefnum barna og unglinga.

Hvað gerir umboðsmaður barna?

Umboðsmaður barna er opinber talsmaður fyrir öll börn á Íslandi. Hlutverk hans er að vinna að því að bæta hag barna og unglinga og sjá til þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Umboðsmaður barna leiðbeinir öllum sem til hans leita um mál sem varða réttindi barna með einum eða öðrum hætti. Umboðsmaður barna vill vita hvað börn eru að hugsa, hvernig þeim líður og hvað þeim finnst um ýmsa hluti sem snerta þau og umhverfi þeirra.

Kynning fyrir hópa

Þeir sem hafa áhuga á að fá kynningu á embætti umboðsmanns barna eða ræða við hann um réttindamál barna og unglinga geta óskað eftir því að umboðsmaður komi á staðinn og haldi erindi og/eða taki þátt í umræðum. Einnig er öllum velkomið að koma á skrifstofu embættisins að Laugavegi 13. Þeir sem vilja fá kynningu frá umboðsmanni eru beðnir um að hafa samband með því að senda tölvupóst á ub@barn.is eða hringja í síma 800-5999.

Ráðgjafarhópur umboðsmanns barna

Hjá umboðsmanni barna starfar sérstakur ráðgjafarhópur, sem er hópur ungmenna á aldrinum 13 til 17 ára. Hópurinn hefur það hlutverk að vera ráðgefandi aðili fyrir umboðsmann barna um þau málefni sem brenna á börnum og ungmennum í samfélaginu. Umboðsmaður barna óskar eftir fleiri meðlimum í ráðgjafarhópinn, en hann fundar að jafnaði einu sinni í mánuði á skrifstofu embættisins. Vinsamlegast prentið viðhengið út og hengið á áberandi stað og hvetjið áhugasama til að sækja um.

Nánari upplýsingar um umboðsmann barna má finna á heimasíðu embættisins, www.barn.is.

Kær kveðja,

Margrét María Sigurðardóttir,

umboðsmaður barna

Skrifstofa umboðsmanns barna
Laugavegi 13, 2.hæð
101 Reykjavík, Ísland
Sími: 552 8999
Gjaldfrjálst númer: 800 5999
Heimasíða: www.barn.is
Netfang: ub@barn.is

Categories
Sumarstarf

Biblíudagurinn 7.febrúar 2010

Næsta sunnudag er Biblíudagurinn. Guðsþjónustur erða sérstaklega helgaðar mikilvægi Biblíunnar. Hér á efnisveitunni er til nokkuð af efni fyrir börnin sem nýta má í tilefni dagsins. Eins væri gaman að fá efni sem hefur reynst ykkur vel, eða sem þið hafið í hyggju að nota á Biblíudaginn. Þetta er slóðin:

http://efnisveita.kirkjan.is/node-198
Kær kveðja,
Elín Elísabet Jóhannsdóttir, fræðslufulltrúi á Fræðslusviði Biskupsstofu

Categories
Sumarstarf

Til presta, æskulýðsfulltrúa og leiðtoga í barnastarfinu

Hér fyrir neðan getið þið fundið myndbönd á YouTube sem gæti verið skemmtilegt að senda á netfangalista foreldra barnanna í barnastarfinu og á foreldra á foreldramorgnum.
Sumt af þessu hef ég kynnt fyrir ykkur áður, annað er hins vegar nýtt. Einnig er ykkur velkomið að setja þetta á heimasíður kirknanna ykkar.
Ég vil auk þess benda ykkur á að til eru sambærileg kynningarmyndbönd fyrir kirkjustarf fyrir fullorðið fólk. Prófastsdæmin, eða einstaka sóknir geta nýtt sér þennan auglýsingamiðil og get ég verið ykkur innan handar við að framkvæma það.
Geturðu beðið? Hlúum að börnunum

Komdu í sunnudagaskólann. Hlúum að börnunum

Lífið er gjöf. Hlúum að börnunum

Bænauppeldi: Vertu yfir og allt um kring

Bænauppeldi: Vertu Guð faðir

Æðruleysisbænin. Leggjum rækt við okkur sjálf

Þarftu að tala við einhvern?

Kær kveðja og gangi ykkur vel
Elín Elísabet fræðslufulltrúi á fræðslusviði Biskupsstofu