Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

Leikur: Lógó kapphlaup

Það sem þarf:

Útprentuð lógóblöð (sjá viðhengið neðst á síðunni pdf með lógóum).
Auð blöð til að skrifa niður svör.

Hér er hópnum skipt í lið og hvert lið á að finna réttu svörin (æskileg hópastærð 3-6). Hvert lið tilnefnir ritara.

Leikurinn gengur út á að svara spurningunni: Hvaða lógó er þetta? Það lið vinnur sem nær að skrifa niður flest (rétt) lógó.

Þátttakendur byrja á sinni stöð (best að hafa hvert lið í kringum eitt borð). Á hverri stöð er eitt svarblað (autt) og skriffæri.

Í miðju rýminu er borð (passa upp á að vegalengd sé jöfn fyrir öll liðin) og á því borði liggja útprentuðu lógóblöðin á hvolfi.

Þegar öllu hefur verið stillt upp og liðin eru tilbúin, blæs leiðtoginn til leiks. Leiðtoginn er jafnframt dómari og tímavörður. Við mælum með að leikurinn nái yfir 5-10 mínútur, þótt ekki hafi öll lógóin verið notuð.

Leikurinn gengur síðan út á einn úr hverju liði (skiptast á hver það er) hleypur að lógóborðinu, nær í eitt blað og hleypur með það aftur á sína stöð þar sem liðið hjálpast að við að þekkja hvaða lógó er um að ræða og skrifa það á úrlausnarblaðið. Lógóblaðinu er síðan skilað og næsta sótt, og svo framveigis. Ef þau vita ekki hvað eitthvert lógó er, má skila því blaði og sækja nýtt.

Frekari útfærsla:

Fyrir þau sem vilja flækja leikinn og fá meira líf í rýmið er hægt að fara þessar leiðir:

1.Ef hópurinn er mjög virkur og elskar að hafa þrautirnar erfiðari þá er hægt að bæta meiri hreyfingu í þetta með því að hengja hvert logó á hvolf hátt uppi á vegg þannig að hópurinn þurfi að hlaupa eða hoppa til að ná blaðinu.

2. Ennþá erfiðara er að vera með trampólín og hengja blöðin svo hátt að þátttakendur þurfi að hoppa á trampólíninu til að komast að miðunum. Hér þarf að passa upp á að virða reglur um að t.d. einn í einu sé á trampólíninu. Passa líka á að nota lím/kennaratyggjó sem skemmir ekki vegginn.

 

Categories
6-9 ára Barnasálmar og söngvar Barnastarfið Efnispottur Foreldrastarf Leikir Myndaseríur Sunnudagaskólinn TTT

Barnastarfið 0-12 ára:

Categories
6-9 ára Barnastarfið Leikir Sunnudagaskólinn

Iðja: Jesús 12 ára í musterinu

jesus 12María og Jósef þurftu að leita að Jesú. Þau vissu ekki að hann var að finna í musterinu.
Nú leita börnin að límmiða dagsins. Myndin á límmiðanum er af Jesú 12 ára í musterinu.
Felið nokkra límmiða hér og þar áður en samveran hefst (eftir fjölda og aðstæðum).
Þegar kemur að þessum dagskrárlið mega börnin leita í kirkjunni. Fáið foreldrana til að hjálpa. Þetta þarf að hafa afmarkaðan tíma þannig að öll börnin þurfa að vera sest niður eftir eina mínútu. Ef límmiðinn (límmiðarnir) finnst ekki á þessum tíma má gefa vísbendingar.
Athugið að þessum leik getur fylgt óróleiki þannig að betra er að hafa hann í lok samverunnar.Hópurinn er síðan róaður niður og stundinni lokið á hefðbundinn hátt.

Categories
6-9 ára Barnastarfið Leikir

Leikur um Mörtu og Maríu

Þessi leikur minnir á leikinn ,,Jósep segir“

Börnin eiga að standa og snúa að leiðbeinandanum.
Þegar leiðbeinandinn segir: ,,Marta var upptekin við að…(t.d.hlaupa)“og leiðbeinandinn gerir viðeigandi hreyfingu, t.d. hleypur í sömu sporum. (Líka hægt að sópa, sippa, baka…hvað eina sem leiðbeinandanum dettur í hug að láta Mörtu gera, eiga börnin að herma eftir hreyfingu leiðbeinandans.
Dæmi: Marta var upptekin við að baka (Leiðbeinandinn gerir slíka hreyfingu og börnin herma eftir).

Þegar leiðbeinandinn segir: ,,María hlustaði“. Eiga börnin að vera kyrr og setja hendina upp að eyranu eins og þau séu að hlusta.

Stundum getur leiðbeinandinn reynt að rugla börnin og sagt: ,,María hlustaði“ en gert sjálfur hreyfingu eins og um Mörtu væri að ræða.

Með eldri börnum má láta þau sem ruglast vera úr. En í sunnudagaskólanum er best að vera ekkert að eltast við slíkt.

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnasálmar og söngvar Barnastarfið Brúðuleikrit DVD Efnispottur Föndur Foreldrastarf Helgihald Hjálparstarf kirkjunnar Ítarefni Leikir Myndaseríur

Ítarefni

Nebbaþættirnir

Tófuþættirnir

Páskar Jólaefni
Æskulýðsdagurinn

Categories
6-9 ára Barnastarfið Biblíusögur Föndur Leikir Sunnudagaskólinn

Góði hirðirinn og týndi sauðurinn: Endursögn biblíusögunnar

 

<a href=“http://efnisveita.kirkjan.is/?p=15402″><strong>Góði hirðirinn -leikur-föndur</strong></a>

Myndasería fyrir skjávarpa(hér þarf nettenginu meðan serían er sýnd)
Myndasería fyrir skjávarpa– vistuð sem power point skjal og hægt að vista í tölvuna.
Góður hirðir barn/börn teikna á karton fyrir vini sína- hljóðsaga
(3-8 ára)

Hugleiðingar:

Góður hirðir. Hugleiðing: Af hverju lýsir fólk eftir týndum dýrum og hlutum?
Týnt lamb- leikur og saga (yngri börn).

Categories
Leikir TTT

Leikir

Lykilorðaleikur
Tilkynnt er í upphafi fundar að “lykilorð” verði á fundinum og í hvert skipti sem það heyrist þá eiga allir að standa upp og snúa sér í einn hring. Lykilorðið á að vera einhvers staðar falið í setningum og mætti jafnvel veita skammarverðlaun fyrir þann sem er síðastur að taka við sér, ég tala nú ekki um ef það er alltaf sá sami. Lykilorð er gott til þess að minna á að einbeiting er mikilvæg.

Andstæðingar
Efni: Trefill eða eitthvað til að binda fyrir augun.
Allir þátttakendur sitja í hring. Stjórnandinn velur tvo úr hópnum og bindur fyrir augu þeirra með treflunum. Síðan leiðir hann þá inn í hringinn. Annar á að leita að hinum og spyr: “Hvar ertu?” Svarar þá hinn og segir: “Hér.” Sá sem leitar á að rata á hljóðið og finna hinn en hann má vera á stöðugri hreyfingu og í hvaða stellingu sem honum sýnist. Það má spyrja eins oft og þörf krefur.
Einnig að hægt að segja þátttakendum að leika að þeir séu köttur og mýs og mjálmar þá kötturinn og músin tístir.

Keðja
Þátttakendur eru allir látnir mynda keðju. Hringur er búinn til úr keðjunni þannig að einn þátttakandi er innst og hinir búa til marga hringi umhverfis hann án þess að keðjan slitni. Síðan fer innsti þátttakandinn út úr hringnum og hinir fylgja eftir án þess að slíta keðjuna. Að lokum á keðjan að vera alveg eins og þegar leikurinn byrjaði.

Categories
Leikir Unglingar

Blöðruleikir

Verið búin að blása upp heilan helling af blöðrum, ekki spara til, eða látið fundinn hefjast á því að krakkarnir blása í blöðrur.

Blöðrublak
Blöðruhandbolti
Blöðrur bundnar við fætur
Blöðruboðhlaup
Blöðruskipting
Blöðrusprengingarboðhlaup
Stjórnlaus blaðra
Fyndinn blöðruleikur
Blöðruslagur
Blöðrufótbolti
Blöðruskittles

Categories
Fermingarstörf Leikir Unglingar

Allt efnið í heild sinni til útprentunar

Kirkjan – fermingarfræðsluefni


Stýri verkefni í upphafi (kveikja)
Undirbý tónlist fyrir stólaleik
Stjórna stólaleik
Stjórna umræðu eftir stólaleik
Innlögn um kirkjuna.
Kennslugögn
PDF-skjal í viðhengi hér neðst á síðunni / innlögn
Verkefnablað á PPT og til útprentunar.


Koma með hugmyndir (kveikja)
Hjálpast að við að raða stólum
Taka virkan þátt í stólaleik
Koma með innskot í stólaleiks-umræðu

Markmið kennslunnar:

• Þátttakendur geri greinarmun á kirkju sem byggingu, kirkju sem stofnun og kirkju sem samfélagi.
• Þátttakendur viti af helstu kirkjudeildum sem starfa á Íslandi.

Kveikja:

• Þátttakendum er skipt upp í litla hópa og þau beðin að ímynda sér að þau séu ráðgjafar á arkitektastofu. Í hverjum hópi er einn ritari. Hóparnir hafa þrjár mínútur til að finna að minnsta kosti fimm atriði sem þeim finnst mikilvægt að einkenni húsið kirkja. Að því loknu gera ritarar grein fyrir niðurstöðum og fermingarfræðari safnar þeim saman / flokkar upp á töflu og ræðir niðurstöður. Ef tími er til er gott að bera þessi atriði saman við útlit þeirrar kirkju sem fræðslan fer fram í.

Leikur/virkni:

• Til undirbúnings þarf að raða stólum jafn mörgum og þátttakendur í tvær raðir með bakið inn að miðju. Þátttakendur ganga í hring í kring um stólana með hendur aftan við bak. Þegar tónlist hættir (notið eigið hljóðfæri eða tónlist af disk) eiga allir að reyna að fá sér sæti. Eftir hvern hring er stólunum fækkað en mikilvægt er að útskýra fyrir þeim að enginn er skilinn eftir útundan, þau sem ná sæti verða að sýna gestrisni og bjóða hinum sæti á hnjám sér. Haldið áfram þar til að aðeins þrír stólar eru eftir.
Umræður
• Setjist að lokum í hring og ræðið hvort að þátttakendur sjái eitthvað sem er líkt með stólaleiknum og því hvernig kirkjan er/ætti að vera.
o Hvernig göngum við til kirkju – spennt eins og í leiknum?
o Eru næg sæti fyrir alla í kirkjunni – alltaf?
o Gestrisni: Bjóðum við öðrum með í kirkjuna?
o Í ,,venjulega stólaleiknum“ er alltaf einhver ,,úr“ að lokinni hverri umferð – finnst þeim að það séu einhverjir sem eru ,,úr“ í kirkjunni, þ.e. fá ekki / vilja ekki koma í kirkju?

Innlögn um kirkjuna

Þessu efni fylgir pdf-skjal til stuðnings við þessa innlögn, sem varpa má upp á vegg ef hentar.
Hægt er að styðjast við eftirfarandi punkta:

Glæra 1: Mynd af Hólum í Hjaltadal.
Rætt um hve saga kirkju og þjóðar er samofin.
Minnt á að frá fyrstu tíð hafi búið einstaklingar á Íslandi sem hafi játað kristna trú þó Ísland hafi ekki orðið formlega kristið fyrr en árið 1000 þegar hin kaþólska kirkja nam hér endanlega land.
Minnt á siðaskiptin og alþjóðleg tengsl kirkjunnar og ef tími er til þau áhrif sem kristni hefur haft á hinn mikla menningararf íslenskra bókmennta.

Glæra 2: Myndir af fjórum kirkjum.
Rætt um að ein merking orðsins kirkja vísi einfaldlega til byggingar sem sé frátekin fyrir trúarlegar athafnir kristins safnaðar.
Minnt á að þær getum verið mis-ríkulega útbúnar og náð frá því að vera bara kirkjuskipið sjálft yfir á að vera með mörgum rýmum fyrir kirkjutengda starfsemi.

Glæra 3: Mynd frá fundi allsherjarnefndar kirkjuþings og af kirkjuráðsfólki.
Rætt um að ein merking orðsins kirkja vísi til þess að hér sé um stofnun að ræða.
Minnt á að kirkjan er ekki lengur ríkisstofnun heldur frjálst og sjálfsstætt trúfélag.
Sagt frá sóknargjöldum og komið inn á hlutverk kirkjuþings, kirkjuráðs, biskups og prestastefnu.

Glæra 4: Kökurit sem sýnir hlutfall íbúa utan kristni sem og í hinum ýmsu kristnu kirkjudeildum / trúfélögum.
Minnt á að hér hefur orðið mikil breyting í gegnum tíðina,
trúfrelsi hafi ekki komið til á Íslandi fyrr en með stjórnarskránni 1874
og að árið 1990 hafi enn 93% íbúa á Íslandi tilheyrt þjóðkirkjunni.

Glæra 5: Myndir sem sýna fólk í kirkjustarfi.
Hér má gjarnan vitna í Galatabréfið, 3,26-29 og minna á að kirkja sem vilji vera eitt í Kristi
sé öllum opin og snúist fyrst og fremst um það samfélag sem:
• á megininntak sitt í heilagri kvöldmáltíð sem Kristur stofnaði til að kvöldi skírdags (Jóh. 13, 1-5)
• Kristur vill að við fáum alla til að sameinast um (Matt. 28, 16-20)
• Drottinn stofnaði á hvítasunnudag þegar Guð úthellti anda sínum yfir lærisveina Jesú (Postulasagan 2, 1-47)
• heldur hvíldardaginn heilagan (yfirleitt á sunnudegi) og tekur sér tíma til að koma saman í guðsþjónustum og messum
• lætur sig manneskjuna varða og því fær safnaðarstarfið á sig fjölbreyttar myndir
sem allar eiga það sameiginlegt að byggja upp samfélag trúaðra í kærleika og bróðerni.

Verkefni

Samverunni fylgir verkefnablað sem er ætlað þátttakendum í samverunni.
Hægt er að nota það á hefðbundinni hátt þar sem hvert og eitt þeirra sem taka þátt fá eitt blað og skrifa sínar hugmyndir.
En einnig væri hægt að láta þau vinna verkefnið í litlum hópum.

Ef meiri tími er fyrir verkefnið heldur en hér er gert ráð fyrir er gaman
að láta hvert og eitt þeirra sem taka þátt skrifa eina hugmynd við hvert atriði
og færa sig svo í tveggja manna hópa og finna nú tvö atriði í hvern dálk, f
æra sig svo í fjögurra manna hópa og finna nú samtals fjögur atriði í hvern dálk
og jafnvel enda á því að fara í átta manna hópa og finna samtals átta atriði fyrir hvern dálk.
Að lokum má ræða niðurstöður í stóra hópnum.
Svona lítur verkefnablaðið út. Smellið á það til þess að fá prentvæna útgáfu af því. Einnig er þar mynd af verkefnablaðinu á Power Point sem nota má til að varpa upp á vegg.

Til umhugsunar

Áhugavert er að heyra hvað þátttakendum þykir um kirkjuna í lok samverunnar.

• Uppgötvuðu þau eitthvað nýtt í samverunni?

• Hvort finnst þeim mikilvægara að kirkjan ,,sé góð í því að vera“ stofnun eða samfélag eða að byggingin sé flott?

Helgistund í kirkju (helst)

Stundin hefst í kirkjuanddyri. Þátttakendur eru hvattir til að íhuga hvað kirkjan sé í þeirra hugum þegar gengið er inn.
Tónlist er leikin þegar þátttakendur ganga inn, kertaljós loga víða í kirkjunni, ljósin deifð.
Signing
Sungið vers (Ó Guð, ég veit hvað ég vil)
Biblíutexti lesinn (Matt. 28, 16-20)
Bæn – móður Teresu (sjá verkefnablað)
Stutt hljóð stund
Faðir vor

Sjá fylgiskjöl: http://efnisveita.kirkjan.is/node-1616

Minnum á vefinn okkar ferming.is
Höfundur: Pétur Björgvin Þorsteinsson. 2011.

Guð sköpunarverksins- kennsluáætlun


Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund
Kennslugögn
Líf með Jesú bls. 13-17
Í stuttu máli sagt, bls. 12-13 „Ég trúi á Guð“.
SMELLIÐ HÉR! Kennsluleiðbeiningar ,,Í stuttu máli sagt“ bls. 18-19

Önnur hjálpargögn:
hrísgrjón, blekpúði (blekpúðar) og lítil blöð, litað karton .


Verkefni: Fingrafarið
Umræður
Taka þátt í helgistund

Markmið kennslunnar:

Að fermingarbörnin kynnist Guð sem skapara heimsins,
Guði sem skapaði okkur hvert og eitt.
Að nemendur kynnist ábyrgð okkar gagnvart sköpunarverkinu öllu
og öðlist vitund um nærveru Guðs

Lært utan að

Hér má fara með fyrsta hluta trúarjátningarinnar og læra utan að.
• „Ég trúi á Guð föður almáttugan, skapara himins og jarðar.

Kveikja: Leikur – virkni

• Fræðari sýnir börnunum hrísgrjón.
Þegar við vorum á stærð við hrísgrjón vissi Guð allt um okkur.
Guð hefur þekkt okkur frá því við vorum getin;
hann þekkir hugsanir okkar, orð og gjörðir.
Guð hefur líka sérstakar áætlanir í huga með hvert okkar.
Eitt af því er að bera ábyrgð á jörðinni og öllu sem á henni lifir.

Innlögn um sköpunina

Sköpunarsögurnar eru tvær í Biblíunni.
Þær eru ekki vísindaleg kenning um það hvernig heimurinn varð til,
en lýsa þeirri vissu manna að Guð hafi skapað heiminn.
Þær eru ólíkar en eiga þó tvennt sameiginlegt:
Guði finnst sköpunin öll „harla góð“ (1 M 1.31)
og felur manninum að gæta jarðarinnar og alls sem á henni lifir.
Gerir hann að ráðsmanni Guðs hér á jörðinni.

Við berum líka ábyrgð á okkur sjálfum og fólkinu í kringum okkur.

Guð hefur þekkt okkur frá því í móðurkviði.
Hann hefur gefið hverju og einu okkar sérstakar gjafir.
Guð kallar okkur því til ábyrgðar gagnvart okkur sjálfum og allri sköpuninni.

Í Biblíunni stendur líka að við erum sköpuð í mynd Guðs.
Það þýðir
• Að Guð hefur gefið okkur frjálsan vilja og skynsemi. Þess vegna getum við sjálf valið hvort við játumst honum eða ekki.
• Að hver og ein manneskja er óendanlega dýrmæt í sköpunarverkinu.
Allar manneskjur eru jafn dýrmætar, óháð t.d. kynferði, kynhneigð, litarhætti, eignum, menntun eða þjóðerni.
• Ráðsmennskuhlutverk mannsins felur það í sér að við verðum að umgangast og annast jörðina eins og Guð vill,
þ.e. að vernda og styðja við lífið, en ekki eyða því.
Við þurfum líka að skipta gæðum jarðarinnar þannig a allir fái nóg, að allir jarðarbúar hafi í sig og á.
Við þurfum líka að gæta þess að nýta allar auðlindir jarðar í hófi.

Orðskýringar:

• Ábyrgð.

• Sköpun – allt sem lifir á jörðinni.

• Ráðsmennska.

Verkefni – fingrafar

Efni og áhöld:
Blekpúðar, lítil blöð, tússpennar, lituð karton, límstifti.
Aðferð:
Börnin þrýsta fingurgómi ofan í blekpúða og stimpla svo fingrafari sínu á lítið blað.
Svo mega þau lita eða skreyta á einhvern hátt í kring.
Blaðið sem þau fá á að vera lítið, en tilvalið er að líma litað karton í bakgrunninn og hengja upp á vegg í kirkjunni.

Samtal

Hvert og eitt okkar hér inni er einstakt, einstök sköpun Guðs.
Sumu um okkur sjálf ráðum við ekki, eins og t.d. varðandi útlit okkar.
En öðru ráðum við, eins og t.d. hvernig við þroskum hæfileika okkar og þær gjafir sem okkur hafa verið gefnar.

Guð skapari elskar okkur eins og við erum, og finnst við frábær eins og við erum.
Stundum eigum við erfitt með að hugsa þannig um okkur. Getum við breytt því?

Hvernig getum við séð Guð sköpunarverksins á hverjum degi?
• Með því að taka eftir og fylgjast með árstíðaskiptum.
• Með því að við sjáum fullt af fólki á hverjum degi, enginn eins, en allir sérstök og dýrmæt sköpun Guðs.
• Með því að sólin kemur upp og sólin sest, dagur og nótt skiptast á.
• Með því að okkur er gefinn nýr dagur, ný verkefni til að takast á við.
• Með því að við fáum mat á diskinn okkar, gjafir jarðar.
• Með því að okkur er gefið tækifæri til að koma fram, á hverjum degi, sem ábyrgir ráðsmenn Guðs á jörðu,
með því að ganga vel um allt það sem jörðin gefur af sér.

Til umhugsunar:

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.

• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

• Hvað upplifðu þau?

• Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Helgistund í kennslurými/safnaðarheimili

Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Lesinn Sl 139.15-16
Bænakarfa með steinum látin ganga.
Signing
Bænavers (Lært utan að)
Faðir vor

Helgistund í kirkju

Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Kveikt á kertum
Signing
Lesinn Sl 139.15-16
Sungið vers (Lært utan að)
Bæn – sem er kennd
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Minnum á vefinn okkar ferming.is
Höfundur: Ninna Sif Svavarsdóttir

Líf og starf Jesú- Kennsluáætlun


Stjórna leik
Innlögn
Stjórna hugarflugi
Leiði helgistund
Hjálpargögn:
Líf og starf Jesú – fylgiblað með leik, ljósritað og klippt niður
Pappír, skæri, skriffæri og límstifti fyrir hver 4-5 börn
Biblíu eða Nýja testamenti fyrir allan hópinn (eða því sem næst)
Töflu / stóra pappírsörk til að skrifa á, og töflutúss


Leika sér!
Vinna í hópum; semja leikþætti.
Taka þátt í hugarflugi.

Markmið:

• Að fermingarbörnin þekki helstu þætti í lífshlaupi og starfi Jesú (þekking)
• Að börnin öðlist jákvætt viðhorf og áhuga á lífi Jesú (viðhorf)
• Að börnin þjálfist í að fletta upp ritningarstöðum og tjá sig um persónu Jesú (leikni)

1. Upphaf: Leikur / kveikja – Líf Jesú með límstifti!

(8 mín.)
Leiðbeiningar:
Skiptið fermingarbörnunum í 4-5 manna hópa.
Smellið hér til að opna fylgiblaðið Líf og starf Jesú
Ljósritið fylgiblaðið í jafnmörgum eintökum og fjöldi hópa segir til um.
Klippið hvert blað niður í tíu, litla miða með brotum úr lífshlaupi Jesú Krists.
Hver hópur fær miðana í ruglaðri röð (t.d. í plastvasa eða bréfaklemmu), A4-blað (gjarnan í mismunandi litum eftir hópum) og límstifti. Verkefni hópanna er að raða lífsbrotunum í rétta tímaröð og líma þá þannig á blaðið sitt. Síðan er þetta keppni á milli hópanna, um hver er fljótastur að raða lífi Jesú upp í rétta tímaröð!
Umræður eftir keppni: Hvaðan hafa börnin þekkingu sína á lífi Jesú?

2. Innlögn um líf og starf Jesú:

(10 mín.)

Hvers vegna tölum við um að nú sé árið 20__? (Leyfið börnunum að svara.) Tímatal okkar er miðað við fæðingu Jesú.
Hvers vegna haldið þið að það sé gert?

Það skiptir miklu máli í fermingarfræðslunni að læra um það, hver þessi Jesús var, hver boðskapur hans var og hvað hann gerði.

Hvers vegna skiptir það svona miklu máli? (Börnin svari.)

Þegar þið fermist í vor gangið þið upp að altarinu í kirkjunni ykkar og svarið spurningunni: Viltu leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífs þíns? Fermingarfræðslan snýst í rauninni um að pæla í, hvað í þessari spurningu felst!

Í leiknum áttuð þið að raða saman brotum úr lífi Jesú. (Gott er að fara hér yfir rétt svör og útskýra þannig lífshlaup Jesú í örstuttu máli.)

Hvar getum við fengið upplýsingar um líf Jesú? (Börnin svari.)

Ef börnin hafa ekki flett áður upp í Biblíunni er mikilvægt að kynna hér stuttlega hvernig það fer fram og láta börnin æfa sig að fletta upp einu versi (t.d. Litlu Biblíunni, Jóh. 3.16) áður en þau snúa sér að hópavinnunni.

Nú ætlum við að læra um nokkrar sögur úr lífi Jesú.

Orðaskýringar:
• Nasaret: Borgin þar sem Jesús ólst upp.

• Musterið: Helgidómur Gyðinga í borginni Jerúsalem. Fyrir Jesú og fjölskyldu hans var það helgasti staður sem fyrirfannst.

• Jesús: Nafnið merkir „frelsun“ eða „Drottinn frelsar.“

• Kristur: „Hinn smurði.“ Orðið vísar til konungstignar Krists og hefur sömu merkingu og Messías.

3. Verkefni – Viðtal við sjónarvotta

(20 mín.)

Undirbúningur:
Börnunum er skipt í 4-5 manna hópa.
(Til hægðarauka mætti nota sömu hópa og í leiknum í upphafi.)

Hverjum hópi er úthlutað einum ritningarstað af eftirtöldum:
– Jesús 12 ára í musterinu – Lúkas 2.41-52
– Jesús skírður – Markús 1.9-13
– Jesús læknar tíu holdsveika menn – Lúkas 17.11-19
– Jesús sýknar hórseku konuna – Jóhannes 8.1-11
– Jesús kallar fiskimennina til fylgdar – Lúkas 5.1-11

(Skírnarsagan er stutt og því tilvalin fyrir hóp sem hefur takmarkaða lestrargetu/einbeitingu.
Allar sögurnar eru þó valdar með það í huga að þær séu myndrænar og einfaldar.
Ekki er nauðsynlegt að allar sögurnar séu teknar til umfjöllunar.)

Hópavinna:
Verkefni hvers hóps er að lesa frásögnina í Biblíunni eða Nýja testamentinu og semja síðan og flytja stuttan leikþátt út frá henni.
Leikþátturinn á að vera viðtal við sjónarvotta að atburðinum.
Tveir úr hópnum eru fréttamenn og taka viðtöl við hina, sem leika sjónarvottana.
Skrifið fyrirmæli hópanna á töflu eða ljósritið á blöð fyrir þá.

Fréttamennirnir vilja komast að því:
hvað gerðist?
hvar gerðist atburðurinn?
hver er sjónarvotturinn?
hvað sá hann og heyrði?
hver er þessi Jesús sem allir eru að tala um?
hvað mun eiginlega gerast næst?

Úrvinnsla
Þegar allur hópurinn er kominn aftur saman sýna börnin leikþættina.
Leiðbeinandi þarf að vera viðbúinn því að fylla inn í eyður ef börnunum tekst ekki að skýra til fulls hvern atburð fyrir sig.

4. Umræður – Hugarflug:

(12 mín.)

Eftir verkefnið „Viðtal við sjónarvott“ þegar börnin eru búin að sýna leikþættina sína, skrifar leiðbeinandi á miðja töflu eða stóra pappírsörk : JESÚS.

Börnin ættu gjarnan að hafa blöð og skrifa niður það sem ritað er á töfluna.

Nú eiga börnin að svara spurningunni:
Hver var Jesús? Hvernig er best að lýsa honum?

Með aðstoð barnanna teiknar leiðbeinandi upp hugarkort á töfluna.
Hugmyndir barnanna fara í þankablöðrur út frá orðinu í miðjunni.
Orðin eru flokkuð saman eftir því sem við á, t.d.: kraftaverk – læknir – hafði óvenjulegan kraft; eða: fæddur í Betlehem – móðirin María – englarnir sungu.
Smám saman fyllist taflan af hugmyndum barnanna um Jesú.

Ljúkið hugarfluginu á að árétta, að kristnir menn telja Jesú ekki aðeins hafa verið góðan mann með fagran boðskap.
Við trúum því að hann sé sonur Guðs, hluti af guðdómnum, heilagri þrenningu (sbr. signinguna).

5. Gott er að leiða börnin inn í helgistundina eftir hugarflugið.

Höfundur: Þorgeir Arason

Altarisgangan- Kennsluáætlun


Kveikja.
Innlögn.
Undirbúningur altarisgöngu.
Hjálpargögn:
Oblátur, patína og kaleikur, dúkarnir, vínberjasafi.
Kennslugögn:
Líf með Jesú, bls. 50-51, ,,Kvöldmáltíðin“
Í stuttu máli sagt, bls. 24-2, ,,Guðsþjónustan“, „Kvöldmáltíðin“
Smellið hér til þess að finna kennsluleiðbeiningarnar sjá bls.20-21
Fermingarhefti, bls. 50-51, Verkefni.

Undirbúningur undir altarisgöngu
Umræður um altarisgönguna

Markmið:

Að fermingarbörnin fái „aðgang „ að hinu heilaga.
Að fermingarbörnin þekki altarisgönguna og innhald hennar.
Viti hvernig hún fer fram og læri að taka þátt í henni.

1. Kveikja

Ganga með börnin að altarinu í kirkjunni og spyrja þau hvort þau hafi verið viðstödd altarisgöngu
Láta þau segja frá því sem þau vita um altarisgönguna.
Sýna þeim oblátu, patínu og kaleik, dúkana.

2. Innlögn

Altarisgangan er margbrotið umfjöllunarefni –leyndardómur. Í því liggja tækifærin en um leið fyrirstaðan. Unglingar/börn kunna vel að meta leyndardóma – munum það-. Altarisgangan byggir á atburðum kvöldsins þegar Jesús var handtekinn – skírdagskvöldi. Hann snæðir kvöldmáltíð með vinum sínum. Gerir máltíðin að minningu um sig og í því felst leyndardómurinn. Hann er nálægur okkur á sama hátt og hann var nálægur lærisveinum sínum það kvöldið. Nú í brauði og víni.
Orðið altarisganga er það sem oftast er notað um þetta annað sakramenti lúterskrar kirkju. Rifjum upp varðandi skírnina
 Altarisgangan fjallar um fyrirgefningu
o „Almáttugur Guð fyrifgefi yður allar syndir…“
 Altarisgangn er minningarathöfn – í minningu Krists
o „Gjörið þetta í mína minningu..“
 Altarisgangan er táknræn athöfn, samfélag um Guðs borð
o „ Brauðið sem vér brjótum er samfélag um líkama Krists“
o „..bikar blessunarinnar, sem vér blessum, er samfélag um blóð Krists“

Þegar gengið er til altaris er deilt út brauði og víni – efnum (sbr. vatnið í skírninni) og líkt er eftir borðhaldi. Altarið er borðið og við erum þau sem situm við borðið. Fyrst er farið með þakkarbæn sem oftast er úr handbók kirkjunnar en við getum líka orðað þakkarbænina við altarisgönguna öðruvísi:
Byggt á þakkarbæn e. Elsa Tamez, Mexíkó:
„Komið, við skulum fagna í máltíð Drottins. Enginn verður eftir svangur. Við skulum láta marga gesti koma, fatlaða, blinda, lamaða, fátæka, ríka, unga sem eldri, glaða sem sorgmædda.
Í þessari máltíð í dag fögnum við fundinum við Drottinn. Í dag endurnýjum við trúnað okkar við Jesúm Krist“
Við þiggjum brauð og vín/vínberjasafa við altarið. Í samfélagi þeirra sem trúa – þeirra sem koma að altarinu og allra trúaðra (gráturnar mynda hálfhring í kring um altarið – hringurinn heldur áfram á öðrum stöðum og öðrum tíma -. Síðan erum við kvödd áður en við göngum frá máltíðinni/altarinu og að lokum þökkum við fyrir (stutt bæn eftir bergingu og/eða sálmur)
Forsendur fyrir því að manneskja geti tekið þátt í altarisgöngunni á er að hún trúi á Jesúm Krist og orð hans. En líka þegar trú okkar er veik vitum við að líkami Krists og blóð hans hefur þá einnig verið gefið fyrir okkur .
Minna á versið: Jesús sagði: „Komið öll til mín sem erfiði og þunga eru hlaðin og ég mun veita yður hvíld.“

3. Verkefni

Hvert fermingarbarn fær sína oblátu.
Þau bíða með að borða hana. Þau skoða hana. Á hvað minnir hún?
Pening, mynt.
Það á að minna okkur á að Jesús gaf líf sitt fyrir okkur.
Hvað mynd er á brauðinu? Jesús á krossinum.
Það á að minna okkur á að Jesús dó á krossi fyrir syndir okkar.
Bragðið á brauðinu.
Hver fermingarbarn fær plastglas með eða sýpur af kaleiknum.
Jesús segir að vínið sé tákn um blóð Jesú.
Bragðið á víninu (vínberjasafi) .
Nú hafið þið bragðað brauðið og vínið.
Í heilagri kvöldmáltíð erum við að minnast þess sem Jesú gerði fyrir okkur.

Myndaverkefni

Sjá myndina í viðhengi hér neðst á síðunni. Hægt er að prenta hana út, dreifa til barnanna og láta þau fylla inn í orðin í Matt. 26:26
(26Þá er þeir mötuðust tók Jesús brauð, gerði þakkir, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: „Takið og etið, þetta er líkami minn.“) og 26:28 (27Og hann tók kaleik, gerði þakkir, gaf þeim og sagði: „Drekkið allir/öll hér af. 28Þetta er blóð mitt,)

Undirbúa altarisgöngu með unglingunum. Hjálpa þeim að upplifa altarisgönguna.
Skoða kaleik og patínu . Leyfa unglingunum að smakka oblátur og vínberjasafa/óáfengt (kveikja) líka farið yfir hvernig efnin eru tilreydd í tengslum við altarisgönguna.
Einnig er hægt að nota efni að Hugmyndabanka fermingarstarfanna. Smellið hér

4. Umræður

 Hefur þú verið við altarisgöngu? Segðu frá.
 Var eitthvað sem vakti spurningar í huganum?
 Var eitthvað sem þú skildir ekki ?
 Skiptir það máli að ganga til altaris?

Hvað gerist í altarsgöngunni?
 Þú tekur á móti Jesú Kristi
 Þú tekur þátt í sameiginlegri kvöldmáltíð safnaðarins

Af hverju heldur þú að altarisgangan skipti máli í messunni?

Helgistund í kirkju

Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Bænir
Signing
Sungið „Ég er lífsins brauð“ 714 í S.b.
Einföld altarisganga
• Syndajátning
• Innsetningarorð
• Efnanna neytt
Faðir vor- farið hægt með bæn fyrir bæn/víxlestur sbr. bænabók barnanna bls.104-105

5. Helgistund í safnaðarheimili/kennslurými

Stólum raðað í hring
Bænir
Signing
Sungið „Ég er lífsins brauð“ 714 í S.b.
Einföld altarisganga
• Syndajátning
• Innsetningarorð
• Efnanna neytt
Faðir vor – farið hægt með bæn fyrir bæn/víxlestur sbr. bænabók barnanna bls.104- 105.

Orðskýringar

Táknrænn (athöfn, mynd sem vísar á eitthvað annað og óáþreifanlegra)
Obláta: brauðið
Kaleikur : Bikarinn sem notaður er í altarisgöngunni .
Patína : Diskurinn sem obláturnar/brauðið er sett á.

Lært utan að

„Ég er lífsins brauð“ 714 í S.b.

Til umhugsunar

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.
 Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

 Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

 Hvað upplifðu þau?

 Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Sjá myndefni til útprentunar í viðhengi hér: http://efnisveita.kirkjan.is/node-1673
Höfundur: Irma Sjöfn Óskarsdóttir

Skírnin- kennsluáætlun


Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund
Kennslugögn:
Líf með Jesú, bls. 48-49, ,,Hvolpurinn var skírður Snati“
Í stuttu máli sagt, bls. 22-23, ,,Skírnin“
SMELLIÐ HÉR Kennsluleiðbeiningar ,,Í stuttu máli sagt“:
bls. 18-19
Fermingarhefti, bls. 50, ,,Sakramenti“
Peningaseðill
Brúða
Skírnarskál
Blár dúkur
Kerti
Ritningarvers á stóru blaði
Miðar með skírnarbænum

Búa til skírnaraltari
Kveikja á bænarkerti…
Leika skírn
Taka þátt í helgistund

Markmið:

Að fermingarbörnin þekki skírnarathöfnina;
Viti hvernig hún fer fram.
Kunni skemmri skírn.
Rifji upp með foreldrum skírn sína.

1. Kveikja

Ganga með börnin að skírnarfontinum í kirkjunni og spyrja þau hvort þau hafi verið viðstödd skírn.
Hafa börnin verið viðstödd skírn, láta þau segja frá.

2. Innlögn um skírn

Orðið skírn merkir hreinsun, þvottur

Við notum vatn þegar við skírnum – alveg eins og þegar við þvoum okkur.

Skírnin er nokkurs konar táknræn hreinsun, Guð ,,þvær” okkur.

Í skírninni veitir Guð veitir okkur hlutdeild í hinu hreina og góða
– eins og Hann er hreinn og góður (kærleikurinn),
– við verðum hans ,,börn”.

Um leið tilheyrum við:
• flokki Krists,
• um leið erum við tekinn inn í lið Krists, þetta lið köllum við kirkjuna.

Skírn er táknræn athöfn, þar sem við erum helguð hinu góða og hreina – kærleika Guðs.

Þakkarhátíð fjölskyldunnar, heimaskírn.
Að vera merktur krossinum, Kristi.
Barnið er helgað.

Orðaskýringar:

• Táknrænn (athöfn, mynd sem vísar á eitthvað annað og óáþreifanlegra).

• Kærleikur (hið algóða, alfullkomna, eins og Guð, Guð er kærleikurinn).

• Kirkjan, hópur fólks sem trúir á Krist/Guð,
– getur líka þýtt húsið sem þetta fólk hittist í,
stofnunina sem skipuleggur starfsemi þessa fólks sem er í liði Krists.

3. Verkefni/leikur/virkni

Skírnaraltari búið til sem mætti nota í helgistundinni.
Ætlunin er að útbúa skírnaraltari og setja á svið skírn. Nota brúðu og fá fermingarkrakka til að leika.
Aðferð:
Stilltu upp borði, ekki of stóru til að nota sem skírnaraltari.
Skreytið borðið með skírnina sem þema;
– Blár dúkur, skál með vatni, skírnarkerti, ritningarvers á stóru blaði, miðar með skírnarbænum…
gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn!

4. Samtal:

• Mundir þú vilja skíra þín eigin börn? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?
• Hvort telur þú mikilvægari – skírnina eða ferminguna?
• Skiptir skírnin máli ef maður trúir hvort sem er á Guð?

Hvað gerist við skírnina?
• Þú færð nafn (Þú ert nefnd(ur))
• Þú verður meðlimur í Þjóðkirkjunni
• Þú verður kristin(n)
• Þú færð að taka þátt í kvöldmáltíðinni
• Þú eignast guðföður eða guðmóður
• Þú færð staðfestingu á að vera Guðs barn
• Þú þiggur Heilagan anda að gjöf

Vatnsmerki – veistu þetta?
Veistu hvað venjulegur peningaseðill á sammerkt með skírninni?
Allir seðlar hafa það sem kallað er vatnsmerki.
Það er tákn um að þeir séu ósviknir enda þótt merkið sjáist ekki við fyrstu sýn.
Vatnsmerkið tryggir að seðillinn er ekta, að hann er einhvers virði.
(Sýnið peningaseðil með vatnsmerki).

Skírnin er vatnsmerkið þitt.
Það sést ekki heldur við fyrstu sýn.
Í skírninni staðfestir Guð að þú tilheyrir Honum.
Þú hefur staðfestingu að vera barn Guðs, jafnvel einnig þegar þú efast um Guð og sjálfa(n) þig.
Úr Con Dios, bls.148-153 sænsk útgáfa

5. Helgistund í safnaðarheimili/kennslurými

Í helgistundinni gengur hvert og eitt af ferminarbörnunum að altarinu, dýfir fingrum í vatnsskálina og – ef þau vilja signa þau sig. Þannig eru þau minnt á skírn sína.
Í lokin lesa allir blessunarorðin saman.

Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Bænakarfa með steinum látin ganga.
Signing
Bænavers (Lært utan að)
Faðir vor

Helgistund í kirkju

Í helgistundinni gengur hvert og eitt af ferminarbörnunum að altarinu, dýfir fingrum í vatnsskálina og – ef þau vilja signa þau sig. Þannig eru þau minnt á skírn sína.
Í lokin lesa allir blessunarorðin saman.
Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Kveikt á kertum
Signing
Sungið vers (Lært utan að)
Bæn – sem er kennd
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Lært utan að

• Skírnarskipunin.
• ,,Ó blíði Jesú…”

Höfundur: Halldór Reynisson

Boðorðin tíu -kennsluáætlun




Kveikja, innlagnir og leiða helgistund
Kennslugögn:
Fermingarhefðir Kjalarnesprófastdæmis; Faðir vor,trúarjátningin og boðorðin tíu, bls 35 „Boðorðin tíu“
Útlínur að innlögn fræðara um boðorðin, sjá hér að neðan
CON DIOS, leiðtogabók, bls. 202 – 211
Nútíma útgáfa af boðorðunum tíu eftir Lennart Koskinen biskup í Svíþjóð,
http://www.svenskakyrkan.se/Webbplats/System/Filer/C9E840DF-730C-4513-9515-FDDBB09CB73C.pdf , sjá hér að neðan
Verkefni (Fermingarhefti Kjalarnesprófastdæmis, Trú, von og kærleikur, bls. 35)
Saga og verkefni (Gildi manneskjunnar, verkefnahefti bls.7)


Verkefni: Búa til eigin reglur og klípusögu.
Læra utanað: Hið tvöfalda kærleiksboðorð

Markmið kennslunnar:

• Að fermingarbörnin þekki boðorðin, tilkomu þeirra og útbreiðslu.
• Að fermingarbörnin skilji inntak boðorðanna.
• Að fermingarbörnin kunni tvöfalda kærleiksboðorðið.

Kveikja:

• Dreifa sjálflímandi miðum og biðja alla að skrifa 1-3 atriði sem þau vita um boðorðin.
• Líma miðana upp á vegg/töflu, lesa upp það sem stendur á þeim og ræða hversu mikið þau vita um boðorðin.

Leikur/virkni:

• Fermingarbörn semja tíu reglur/boðorð sem þau vildu lifa eftir ef þau byggju á eyðieyju.
• Raða persónum sögunnar um greifann og greifynjuna eftir sekt (1.mest sek/ur og 6 minnst sek/ur).
Umræður

Innlögn

Innlögn 1. Um boðorðin:

Boðorðin og söguna um uppruna þeirra má finna í 2. Mósebók.

Boðorðin tíu fékk Ísraelsþjóðin fyrir milligöngu Móse um leið og Guð gerði sáttmála við þjóðina.

Boðorðin voru leiðbeiningar um það hvernig þjóðin skyldi móta samfélag sitt í hinu nýja landi.

Þau voru líka andsvar Ísraelsþjóðarinnar við miskunn Guðs sem hafði leitt hana út af þrælahúsinu í Egyptalandi.

Boðorðin hafa nú borist um víða veröld og eru fyrirmynd að umgengni fólks í mörgum samfélögum. Þau kallast líka á við siðareglur annarra menningarsamfélaga.

Lennart Koskinen er sænskur biskup sem gerði skýringar við boðorðin sem gera þau skiljanlegri fyrir nútímafólk. Hann skrifaði þær á með jákvæðum formerkjum, þ.e. þær ganga út á það hvað við eigum að gera en ekki hvað við eigum ekki að gera.

Boðorðin tíu sem jákvæð viðmið. Hefðbundna þýðingin er skáletruð:

1.
Ég er Drottinn, Guð þinn, sem leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu.
Þú skalt ekki hafa aðra guði en mig.

Gerðu upp þína hjáguði og lifðu af og í kærleika Guðs.

2.
Þú skalt ekki leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma.

Notaðu gjarnan nafn Guðs og mátt – en til góðs.

3.
Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.

Þú skalt unna sjálfum/sjálfri þér reglulegrar hvíldar og tíma fyrir andlega næringu.

4.
Heiðra föður þinn og móður.

Berðu virðingu fyrir foreldrum þínum og elskaðu þau og væntu þess sama af börnum þínum.

5.
Þú skalt ekki morð fremja.

Virtu og verndaðu allt líf í öllum sínum fjölbreytileika.

6.
Þú skalt ekki drýgja hór.

Vertu trú/r maka þínum.

7.
Þú skalt ekki stela.

Virtu eigur og réttindi annarra.

8.
Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.

Sýndu að þú ert traustsins verð/ur í hugsunum, orðum og gjörðum. Haltu ávallt loforð þín og talaðu ekki illa um nokkra manneskju.

9.
Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.

Forðast öfundsýki og græðgi.

10.
Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þræl hans eða ambátt, uxa hans eða asna eða nokkuð það sem náungi þinn á.

Gerðu þér far um að gleðjast með náunga þínum þegar honum vegnar vel í lífinu.

Það er nauðsynlegt í öllum samfélögum að hafa einhverjar reglur að lifa eftir og íslenskt samfélag tekur mið af boðorðunum tíu.

Innlögn 2. um tvöfalda kærleiksboðorðið
Stundum eru svör við siðferðilegum spurningum ekki svo einföld að nægilegt sé að vísa í reglur og boðorð til þess að finna svörin við þeim. Lífið er ekki svart eða hvítt heldur er það fullt af alls kyns litum.

Það boðorð sem alltaf getur hjálpað okkur við að finna „rétta“ svarið hvernig sem aðstæður eru, er tvöfalda kærleiksboðorðið. Þetta boðorð er stundum kallað „æðsta boðorðið“.

Boðorðið er svona:
„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum og náunga þinn eins og sjálfan þig.“

Æðsta boðorðið er n.k. samantekt á boðorðunum tíu. Þrjú fyrstu boðorðin fjalla um elskuna til Guðs; hin sjö fjalla um elskuna til náungans.

Þetta boðorð, sem Jesús Kristur gaf okkur, er að finna í Lúk. 10:27.

Orðaskýringar:

• Ísraelsþjóðin: Í Gamla testamentinu er Ísrael hin útvalda þjóð Guðs, sem hann á í sérstöku kærleikssambandi við. Ísrael var líka þjóð Jesú Krists. Stundum getur Ísrael táknað manneskjuna þegar talað er um það í Biblíunni.
• Leggja við hégóma: Fíflast með, gera lítið úr, nota óábyrgt.
• Hvíldardagurinn: Frídagur hjá gyðingum var laugardagurinn.
• Drýgja hór: Halda fram hjá maka sínum, vera ótrúr.
• Bera ljúgvitni gegn einhverjum: Ljúga upp á einhvern, bókstaflega bera rangt vitni fyrir dómi.
• Náunginn: Sérhver sem ég umgengst, ber ábyrgð á og hefur hugsanlega þörf fyrir stuðning minn.

Saga og verkefni

Verkefni (Fermingarhefti Kjalarnesprófastdæmis bls 35 og Gildi manneskjunnar, verkefnahefti bls. 7, CON DIOS bls. 209):
Verkefni – eru reglur nauðsynlegar?
Þú ert staddur/stödd á eyðieyju ásamt hópi annarra fermingarbarna. Þið þurfið að koma ykkur saman um hvaða reglur eiga að gilda á eyjunni. Skrifaðu niður 10 reglur sem þú vilt að gildi á eyjunni. Reglurnar mega gjarnan vera með jákvæðum formerkjum svo sem við skulum…

Saga og verkefni – Greifinn og greifynjan
Afbrýðisami greifinn sagði við konu sína, greifynjuna: „Ég þarf að fara í ferðalag og verð í burtu nokkra daga. Þú mátt ekki yfirgefa kastalann, en ef þú gerir það mun ég refsa þér harðlega.“ Greifynjan þorði ekki annað en að hlýða, en eftir nokkra daga fór henni að leiðast einveran og fór út úr kastalanum og til elskhuga síns. Eftir að hafa eytt með honum nóttinni hélt hún heim á leið. Er hún kom að vindubrúnni, við kastalann sagði vörðurinn, sem þar stóð vopnaður sverði: „Ef þú stígur fæti þínum á brúna þá verð ég að drepa þig.“ Greifynjan varð logandi hrædd og hljóp aftur til baka til elsk¬hugans og bað hann um hjálp, en hann svaraði að þar sem þau hefðu aðeins verið saman til þess að stunda kynlíf, þá hefðu þau engar skyldur gagnvart hvort öðru.
Greifynjan fór þá til ferju karlsins og bað hann um hjálp við að flytja sig yfir kastala¬síkið. Hann sagðist geta það en hann yrði að fá greitt fyrir viðvikið þar sem þetta væri hans atvinna. Nú voru góð ráð dýr því greifynjan var ekki með nokkurn eyri á sér. Hún fór því til vinkonu sinnar, útskýrði fyrir henni málavexti og bað hana að lána sér pening til að greiða ferjukarlinum. En vinkonan svarði: „Þér var nær að vera manni þínum ótrú. Ég vil ekki hjálpa þér úr þessari klípu sem þú hefur sjálf komið þér í.“
Greifynjan gekk þá aftur til kastalans og um leið og hún steig á brúnna drap vörðurinn hana.

Raðið nú upp fólkinu sem hér kom við sögu, frá 1-6 eftir því hver átti mesta sök og hver minnsta.

Samtal
• Finnst þér einhver boðorðanna hljóma gamaldags eða virðast ónauðsynlegt? Hvers vegna/Hvers vegna ekki?

• Hvaða boðorð er auðveldast að halda?
Hvaða boðorð er erfiðast?

• Ef þú mættir bæta við einu boðorði, hvernig væri það?

• „Elska skaltu náungann eins og sjálfan þig“ segir Jesús. Sumir segja að ekki sé hægt að elska aðra ef við elskum ekki okkur sjálf. Ertu sammála?

Til umhugsunar

Lagt var upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi að hið tvöfalda kærleiksboðorð sé það boðorð sem skiptir mestu í kristinni trú.

• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

• Hvað upplifðu þau?

• Upplifðu þau návist kærleikans í kirkjunni?

Helgistund

Helgistund í kirkju
Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Kveikt á kertum
Signing
Söngur
Frásögnin um Æðsta boðorðið lesin Lúk. 10:27
Bæn
Faðir vor

Helgistund í kennslurými (safnaðarheimili)
Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Signing
Söngur
Frásögnin um Æðsta boðorðið lesin Lúk. 10:27
Bænavers
Faðir vor
Minnum á vefinn okkar ferming.is

Minnum á vefinn okkar kirkjan.is/ferming

Höfundur: Höfundur: Guðrún Karlsdóttir

Trú og efi- kennsluáætlun




Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund
Hjálpargögn
Líf með Jesú bls. 2-3
Í stuttu máli sagt, bls. 8-9 „Ég trúi…“.Kennsluleiðbeiningar:
bls. 8-10

Con Dios (sænska útgáfan) bls.163-169
Con Dios, kennsluleiðbeiningar bls. 212-221


Verkefni
Umræður
Taka þátt í helgistund

Markmið kennslunnar:

Að börnin átti sig á að trú og efi fylgjast oftast að.
Að það er pláss í kirkjunni fyrir fólk sem efast, spyr og andmælir – og það er ekki í andstöðu við játningar kirkjunnar og hefð
Að börnin þekki söguna um efasemdarmanninn Tómas.

1. Upphaf/Kveikja/Spjall:

Sýna börnunum lítið fræ og segja þeim frá frásögn Jesú um mustarðskornið.
Trúin er ekki spurning um magn heldur á hvern maður trúir.
Trúarjátning mín getur byrjað með því að segja ,,Guð ef þú ert til þá vil ég trúa á þig” .
Það er það sem við játum í fermingarathöfninni: ,,Vilt þú leitast við að hafa Jesú Krist…?”
Trúin getur svo vaxið eins og litla fræið.

Sýna börnunum pening með tvær hliðar; trú og efi eru tvær hliðar á sama fyrirbæri; að nálgast það heilaga, Guð.

2. Innlögn um trú og efa

(10 mín.)
• Það er ekki mikil trú eða lítil trú og veik sem skiptir öllu máli heldur hvern eða hvað við trúum á – og hvort trúin hefur einhver áhrif á líf okkar, sbr. föður drengsins sem Jesús læknaði í Mark 9.14-29.
• Trú er samt eitthvað sem þarf að vera lifandi, þroskast og vaxa eins og fræið; hvernig ræktum við trúna?
Fræið er sett í mold og það síðan vökvað og látið spíra. Síðan út í sólina (hér má hafa með sér blómapott með mold og setja fræið í moldina.
Hvað með okkur og okkar trú?
Hvernig ræktum við hana?
• Það er okkur eðlilegt að spyrja, efast, gagnrýna.
Slíkir menn hafa alltaf veri í lærisveinahópi Jesú, sbr. Tómas.

Orðaskýringar:
• Trú: Að treysta einhverju, traust, tiltrú, skoðun, ætlun, hyggja

• Efi, eiga erfitt með að trúa eða treysta – annað en vantrú sem nánast er farið að merkja það að ákveða að trúa einhverju ekki; líkt og trú erað ákveða að trúa einhverju, þótt sú trú geta verið efagjörn

3. Verkefni

(25 mín.)
Verkefni 1.
Hversu trúlegt er…(Con Dios kennsluleiðb. 213)
(gefa hverri fullyrðingu einkunn; 1 ótrúlegt….6 mjög trúlegt)

• Að Jesús hafi verið til
• Að Jesús gæti gengið á vatni
• Að Jesús gæti læknað sjúka
• Að Jesús hafi verið sonur Guðs
• Að Jesús reis upp frá dauðum
• Það sem stendur í Biblíunni
• Að Guð sé til
• Að Guð hafi skapað heiminn
• Að Guð elski þig

Verkefni 2.
Hverju finnst þér mikilvægast að trúa: Merktu við einhverjar þrjár fullyrðingar:

• Kærleikurinn er mestur af öllu
• Lífið á sér tilgang
• Sérhver manneskja hefur tilgang í sjálfri sér (er mikilvæg, hefur eigið gildi)
• Það tekur eitthvað við eftir dauðann
• Það er til Guð
• “The truth is out there”
• Það er hægt að kaupa hamingjuna með peingum
• Manneskjan er í eðli sínu góð

Verkefni 3. Efasemdarmaðurinn Tómas

Lestu frásögnina um Tómas efasemdarmann í Jóh. 20:24-29

• Hvernig hefði þú brugðist við ef þú værir í sporum Tómasar og heyrðir það sem hinir lærisveinarnir sögðu frá?

• Hvernig heldur þú að Tómasi hafi liðið þegar Jesús birtist honum?
• Hvað heldur þú að Jesús hafi hugsað þegar hann birtist Tómasi?

• Hvernig hefðir þú brugðist við ,,kröfu” Tómasar ef þú værir Jesús?

4. Umræður (10 mín.)
Fara eftir því hvaða verkefni eru valin en öll verkefnin þrjú gefa tilefni til umræðna og persónulegra skoðana; hver er mín trú.

5. Helgistund
Í kennslurými (safnaðarheimili)
Stólum raðað í hring.
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum.
Ör-hugleiðing:
Trúin er eins og login á kertinu, stundum sterkur stundum veikur, það er hægt að kveikja trú og það er hægt að slökkva í henni.

Láta börnin hvert og eitt hafa lítið frækorn í lofann. Þetta er þín trú hvað ætlar þú að gera við hana?
Lesið Markúsarguðspj. 9:14-29
Signing
Bænavers (Lært utan að)
Faðir vor
Í kirkju

Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Kveikt á kertum
Ör-hugleiðing sbr. Að ofan
Signing
Lesinn Mark. 9:14-29
Sungið vers (Lært utan að)
Bæn – sem er kennd
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.

• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

• Hvað upplifðu þau?

• Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Halldór Reynisson

Krossfestingin- kennsluáætlun




Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund
Hjálpargögn:
Líf með Jesú, bls. 41-44
Í stuttu máli sagt bls.14-18, 20-21
Bókin um Jesú bls. 90-99
Útlínur að innlögn fræðara um krossfestinguna, sjá hér að neðan
Verkefni: Dauðasyndirnar sjö (Con Dios, bls. 103-111 NO)
Myndir DVD – Passion of the Christ (Mel Gibson)
Seven (Brad Pitt, Morgan Frimann)


Verkefnið krossinn og dauðasyndirnar
Upplifunarleikur/leikrit
Læra utan að: Jóh.3.16

Markmið kennslunnar:

• Að fermingarbörnin læri að krossinn vísar í margar áttir:
• Kærleika, Þjáningu, Sigur, Dauða, Upprisu, Synd, Fyrirgefningu, Eilíft líf
• Dauði Jesú á krossinum var nauðsynlegur vegna syndanna: Læri um dauðasyndirnar sjö

1.Kveikja:

• Vera með mismunandi krossa í kassa/poka t.d róðukross, auðann kross, hálsmen, á Biblíunni o.s.frv og draga upp einn í einu og spyrja börnin hvað komi upp í hugann.
• Ganga með börnin út í kirkjugarð og eiga samtal um krossana og leiðin. (Ef aðstæður leyfa, hægt að vera fyrir utan kirkjuna eða inni í kirkjuskipið)

2. Innlögn um krossfestinguna

Jesús var dæmdur saklaus til dauða og var krossfestur á föstudaginn langa.
Þung hamarshögginn nelgdu nagla í gegnum saklausar hendur hans og fætur.
Hann var lagður í einelti með því að þyrnikóróna var sett á höfuð hans og hann settur í rauða skikkju og skrifað var INRI á krossin.

Rómverjarnir buðu honum deyfidrykk sem Jesús vildi ekki þiggja.

Á krossinum hékk líkami og sál Jesú sem var MAÐUR svo hann gæti sett sig í okkar spor og GUÐ svo hann gæti dáið fyrir SYNDIR okkar og boðið okkur að vera eilífar vinkonur og vinir sínir.

Dauði Jesú á krossinum færir okkur nær Guði. Hvernig má það vera?

En sagan endar ekki við dauða Jesú – leggja áherslu á boðskap páskanna.
Umræður
Ræða eftirfarandi vísanir við börnin og láta þau skrifa þetta á krossinn sem þau brutu úr A4 blaðinu.
Krossinn táknar:
Dauða því Jesús dó á krossi
Þjáningu því Jesús þjáðist og þjáist með okkur
Kærleika því Guð sýndi okkur ást með því að fórna sér fyrir okkur
Upprisu og sigur því Jesús sigraði dauðann og reis upp.
Eilíft líf því við eigum vísan stað á himnum þegar við deyjum.
Synd því Jesús dó fyrir okkar syndir
Fyrirgefningu því Guð vill að við lifum í sátt og því sættist hann við okkur og fyrirgefur okkur syndir okkar.
Orðaskýringar
• Róða (gamalt orð yfir kross)
• Róðukross (kross með líkama Jesú á)
• INRI (lat. IESUS NAZARENVS REX IVDAEORVM -Jesús frá Nasaret, konungur gyðinga)
• Synd (það sem missir marks, hið slæma sem við gerum, segjum eða hugsum)

3.Verkefni: Krossinn og dauðasyndirnar.

(Con Dios NO bls 103-111).
Dauðasyndirnar sjö – Erfðasyndirnar sjö
Verkefnið felst í því að finna mótsagnir við dauðasyndirnar og hvernig þær birtast í samfélaginu okkar.

Látið börnin vinna c.a fjögur saman. Skrifið syndirnar á blað og gefið dæmin eftir að þau hafa glímt við þetta smá stund.
Dauðasyndirnar 7:
Öfund
Reyði
Leti
Ofát
Ágirnd
Hroki
Stolt

Hvernig birtast þær í samfélaginu okkar:
Hryðjuverk
Stríð
Horfa framhjá eymd og þjáningu
Eiturlyf
Klámiðnaður
Misnotkun valds
Misnotkun peninga
Mismunun

Andstæðan við dauðasyndirnar 7:
Réttlæti
Gjafmildi
Réttlát meðferð á fólki
Hjlápsemi
Viljugur
Hollusta
Heilsa
Ást
Sjálfsvirðing
Auðmýkt

4. Umræður

• Hvaða dauðasynd er algengust?
• Hvaða dauðasynd er hættulegust?
• Hvaða dauðasynd er erfiðast að hætta að fremja?
• Af hverju ætli þetta séu kallaðar dauðasyndir?

Ef við værum syndlaus væri krossdauði Jesú til einskis!

———-
Lúther bætti við þremur syndum sem beindust sérstaklega að Guði: Vanþakklæti, eigingirni, hroki
Höfuð dyggðirnar sjö:
Viska, hófstilling, hugrekki, réttlæti, von, trú og kærleikur.

Passíusálmur 51 – Steinn Steinarr
Á Valhúsahæðinni
er verið að krossfesta mann.
Og fólkið kaupir sér far
með strætisvagninum
til þess að horfa á hann.
Það er sólskin og hiti,
og sjórinn er sléttur og blár.
Þetta er laglegur maður
með mikið enni
og mógult hár.
Og stúlka með sægræn augu
segir við mig.
Skyldi manninum ekki leiðast
að láta krossfesta sig?

5. Athöfn/leikur

• Búa til tákn kærleikans / kross úr A4 blaði – (sjá mynd.)
• Negla með hamri í tréspýtu og hlusta á högginn sem dundu þegar Jesús var krossfestur. Leyfa börnunum að prófa að negla nagla og hlusta. Setja sig inn í aðstæður Jesú, ræningjanna tveggja, Rómverjanna, Maríu guðsmóður og vinkvenna og vina Jesú.

6. Helgistund

Í kennslurými (safnaðarheimili)
Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Bænakarfa með steinum látin ganga.
Signing
Bænavers (Lært utan að)
Faðir vor

Í kirkju (eða kirkjugarði)
Kveikt á kertum
Signing
Sungið vers (Lært utan að)
Bæn – sem er kennd
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Til umhugsunar

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.

• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

• Hvað upplifðu þau?

• Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Arna Grétarsdóttir

Dauðinn og lífið, sorgin og eilífðin- kennsluáætlun



Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund

Hjálpargögn:
Líf með jesú bls. 61-63
Con Dios (danska útg. bls. 144-151)

Ef vill þá getur verið gott að fjalla um það hvernig best ber að mæta syrgjendum, hvernig börnin geta stutt þá. Í því samhengi bendi ég á heimasíðu Nýrrar dögunnar: http://nydogun.is/
Einnig bendi ég á grein inn á doktor.is sem fjallar um sorg og sorgarviðbrögð. SMELLIÐ HÉR!
Tónlist
“Tears in heaven” SMELLIÐ HÉR!
“To Where You Are” SMELLIÐ HÉR!
Vilhjálmur Vilhjálmsson ,,Söknuður” SMELLIÐ HÉR!
Bubbi Morthens ,,Kveðja” SMELLIÐ HÉR!

Kvikmynd/bók
Bróðir minn Ljónshjarta (Astrid Lindgren). Myndin fæst í bókaverslunum. Einnig er hægt að fá hana leigða á bókasöfnum.
Bróðir minn Ljónshjarta er í senn ákaflega falleg saga um sterk tengsl bræðranna Ljónshjarta og spennandi vegna þeirra ævintýra sem þeir rata í í Nangijala. Það er landið sem þeir lenda í eftir dauðann, en í upphafi sögunnar deyja þeir báðir.
Þetta er yndislegt land og allir eru góðir og hjálpsamir, en uppi í fjöllunum býr Þengill sem ógnar þessu fagra lífi í Kirsuberjadalnum og Þyrnirósardalnum, með Kötlu hina ægilegu sér til fulltingis. Falleg og spennandi saga sem gerist handan við þennan heim.


Leikur
Verkefni
Taka þátt í helgistund

Markmið kennslunnar:

Það er mikilvægt að koma því til skila til fermingarbarnanna að dauðinn sé eðlilegur hluti af lífinu. Sorgin sem fylgir missi ástvinar er líka jafn eðlileg og gleðin yfir fæðingu nýs einstaklings. Guð er með okkur í lífi og dauða, í gleði og í sorg. Kærleikur Guðs nær yfir dauða og gröf.

1. Kveikja:

a)• Gott er að fara með hópinn inn í kirkju, frekar en að vera í kennslustofurými. Leiðtoginn tekur fram kerti, sýnir börnunum og kveikir á því. Loginn á kertinu táknar lífið. Það er hægt að fikta í loganum án þess að hann slokkni, það er jafnvel hægt að blása létt á logann án þess að hann slokkni en eitt er víst að þegar kertið er útbrunnið mun loginn slokkna. Þannig er það líka með lífið okkar. Við fæðumst til þess að takast á við það sem lífið færir okkur. Lífsganga okkar getur verið auðveld en hún getur líka reynst erfið. Flestir upplifa bæði gleði og sorg. Við vitum ekki hversu lengi við lifum en sérhver dagur færir okkur aukinn þroska og á hverjum degi búum við til minningar. Þess vegna er mikilvægt að fara vel með hvern einasta dag. Það er stutt á milli lífs og dauða, aðeins eitt andartak – eins og slökkt sé á kerti.
• Biðja þau sem hafa farið í útför að rétta upp hönd. Hér er gott að segja frá sinni eigin reynslu af útför og þannig leitt umræðuna. Ef hópastærðin leyfir, þá er upplagt að leyfa þeim sem það vilja að deila reynslu sinni af útför með öðrum. Í beinu framhaldi útskýrir leiðtoginn fyrir fermingarbörnunum tilganginn með útför í kirkjunni okkar.
b) ef verið er í kennslustofu.
“Orð sem minna þig á dauðann” (verkefni úr “Gildi manneskjunnar” e. Guðrúnu Karlsdóttur, leiðtogahefti bls. 12).
Leiðbeinandi dreifir sjálflímandi miðum (post-it) og biður fermingarbörnin að skrifa niður orð sem tengjast dauðanum. Síðan er hægt að lesa upp orðin og lima miðana upp á töflu eða vegg í herberginu. Þetta er einföld og skemmtileg aðferð, sem kemur hugsuninni af stað og kynnir það sem á eftir kemur. Þetta getur einnig verið góð leið til þess að fá nokkra hugmynd um það hvernig hópurinn hugsar um dauðann, t.d. hvort þau séu eingöngu neikvæð, hvort þau beri merki um hræðslu eða reynslu af dauðanum, svo eittvað sé nefnt.

Einnig má nota tónlist sem kveikju – sjá að ofan.

2. Innlögn

a) Innlögn um útför í kirkjunni
Við kveðjum ástvini okkar þegar þeir fara í ferðalag. Ef til vill keyrum við þau á flugvöllinn og kyssum þau á kinnina og segjum “bless, sjáumst seinna”. Tilgangurinn með útför er einmitt sá að kveðja og segja “sjáumst seinna”.
Við útförina minnumst við þess sem látinn er og færum hann/hana Guði og biðjum um að kærleiksljós Guðs muni umvefja ástvin okkar að eilífu. Útförin er í raun nokkurs konar kveðjuathöfn þar sem aðstandendur kveðja ástvin sinn í hinsta sinn. Við útförina gefst þeim tækifæri til þess að sameinast í sorg sinni en þetta er líka tækifæri til þess að gleðjast yfir því sem hinn látni hefur með lífi sínu gefið þeim. Það er jafnan mikill söngur í útfararathöfnum, oft tónlist sem að hinn látni kunni að meta eða tónlist sem vekur minningar um hinn látna. Presturinn les ritningarlestur, flytur minningarræðu og biður fyrir hinum látna sem og aðstandendum. Hér áður fyrr voru allir prestar klæddir svörtu hempunni sinni við útfarir en á síðari arum hefur það færst í vöxt að prestar séu klæddir ölbu, sem er jafnan hvít eða kremuð, og eru þeir þá með svarta eða fjólubláa stólu. Við útförina minnir presturinn aðstandendur á vonina sem að kristið fólk hefur í trú sinni, von um upprisu og eilíft líf. Samkvæmt kristnum sið snýr ásjóna hins látna alltaf í austur, í átt til upprisu sólarinnar, sem minnir okkur á Jesú Krist sem ljós heimsins og á upprisuna.

Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: ,,Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins”.

Jesús segir: Ég er upprisan og lífð. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja. (Jóh 11. 25-26).

“Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf”. (Jóh 3.16).

b) Innlögn um eilífðina
Flestir velta því fyrir sér hvað taki við eftir dauðann. Himnaríki? Endurfæðing? Ekkert?

Segið þeim eftirfarandi sögu:

Tvíburar lágu í maganum á móður sinni og voru að velta fyrir sér tilverunni. Í maganum var hlýtt og gott. Þau voru örugg og höfðu allan þann mat sem þau þurftu.

“Við höfum það svo sannarlega gott” sögðu þau hvort við annað.

Eftir því sem tíminn leið tóku þau eftir að líkamar þeirra breyttust.

“Hvað þýðir þetta?” spurði annar tvíburinn. “Ég veit það ekki” svaraði hinn. “En kannski þýðir þetta að við verðum ekki mikið lengur hérna inni”. Kannski eru endalokin nálæg – fæðingin.

Saman könnuðu þau litla heiminn sinn eins vel og þau gátu. Þau sáu merki þess að einhver annar hafði verið þarna inni á undan þeim og það hræddi þau. Enginn hefur nokkurn tíman komið til baka og sagt frá lífi eftir fæðinguna svo þetta verða líklega endalokin.

“já, hvernig getum við lifað af án naflastrengsins sem gefur okkur matinn?”

Þau töluðu oft um mömmuna en hvorugt þeirra hafði séð hana. Hvað ef hún væri bara ímyndun?
Að lokum kom þó dagurinn þegar tími var kominn til að fæðast. Þegar þau sáu ljósið í fyrsta skipti gátu þau ekki annað en farið að gráta, því heimurinn fyrir utan var svo miklu stærri og fallegri en þau hefðu nokkurn tíman getað ímyndað sér.

(úr Con Dios, verkefnabók bls. 172, nýja sænska útgáfan)

3. Verkefni

a) Leikur:
Leiðtogi er með fullan poka af nammi, snakki, eitthvað skemmtilegt blað að lesa, gos o.s.frv. Leiðtogi spyr hópinn hvort einhver vilji nammi. Sá sem réttir fyrst upp höndina fær nammi úr pokanum. Þegar hann/hún er svo á leiðinni í sætið sitt spyr leiðtoginn hvort hann/hún vilji kannski meira og þegar hann/hún segir já, þá býður leiðtoginn honum/henni allan pokann. Síðan segirðu honum/henni að hann/hún geti líka fengið gosið, snakkið, blaðið o.s.frv. og gerir svolítið mikið úr því að nóg sé í boði. Eftir á tekur leiðtoginn viðtal við fermingarbarnið, spyrð um líðan þess og hvernig honum/henni hafi liðið þegar hann/hún skildi að hann/hún gæti fengið þetta allt. Og út frá því er hægt að tala um eilífðina, himnaríki. Við þurfum ekki að hræðast það óþekkta, lífið eftir þetta getur einmitt verið þannig að okkur standi allt til boða sem okkur þykir gott og skemmtilegt, hvað sem það svo er.

Útlegging á leiknum:
Enginn veit hvað tekur við eftir dauðann. Kristin trú boðar að Guð fylgi manneskjunni yfir dauða og gröf sem þýðir einfaldlega það að líkamlegur dauði er ekki endalok manneskjunnar. Þess vegna tölum við um að fólk fari til Guðs, til himnaríkis. Hugtakið “himnaríki” stendur fyrir allt það besta sem þú getur hugsað þér. Í Biblíunni er t.d. himnaríki líkt við borg, hina nýju Jerúsalem, þar sem byggð er úr skíra gulli og fegurstu perlum. Ástæðan fyrir því er að á þessum tíma lifði minningin um hina fögru og helgu borg í hugum fólks en hin helga borg var það besta og fegursta sem hægt var að hugsa sér. Það var ekki hægt að hugsa sér neitt betra en að búa í nýrri, endurbyggðri Jerúsalem (Op. Jóh. 21). Himnaríki, eilífðin er án efa eitthvað sem er svo miklu betra og stærra en við getum ímyndað okkur.

b) Saga:
Haldið gafflinum

Þegar læknirinn sagði henni að hún ætti í mesta lagi eftir að lifa í þrjá mánuði, ákvað hún að byrja á því að skipuleggja jarðarförina sína. Í samvinnu við prestinn í söfnuðinum sínum fór hún í gegnum öll mikilvægustu atriðin varðandi jarðarförina. Hún valid sálma, ritningarlestra og bænir. Hún ákvað einnig í hvaða fötum hún vildi vera.
– Síðan er eitt mikilvægt atriði! Ég vil vera jörðuð með gaffal í hendinni, sagði hún að lokum. Presturinn gat ekki leynt undrun sinni. Gaffal?
– Má ég spyrja hvers vegna? spurði hann varfærnislega.
– Jú, það get ég útskýrt, svaraði konan brosandi. Ég hef verið í mörgum matarboðum um ævina og alltaf verið ánægðust þegar sá, eða sú, sem tekur af borðinu hefur sagt: ,,Þú matt halda gafflinum”. Þá hef ég vitað að eitthvað ennþá betra væri í boði í eftirrétt. Ekki bara ís eða frómas heldur eitthvað meira – baka eða eitthvað þess háttar. Ég vil að fólk sjái mig liggjandi í kistunni með gaffal í hendinni. Þá mun það spyrja sig: ,,Af hverju er hún með gaffal í hendinni?” Og þá matt þú útskýra fyrir þeim það sem ég hef sagt þér. Þú matt svo skila til þeirra allra að þau megi líka halda sínum gaffli. Eitthvað enn betra bíður þeirra.
(Úr Gildi manneskjunnar, Guðrún Karlsdóttir, leiðtogaefni bls. 14).

Verkefni -leikur- Hvernig er í himnaríki?

• Það er bjart í himnaríki
• Það er skemmtilegt í himnaríki
• Það er hlýtt og gott í himnaríki
• Það er dimmt í himnaríki
• Himnaríki er stórt
• Það er ekkert í himnaríki
• Himnaríki er fallegt
• Himnaríki er fullt af vandamálum og veseni
• Það er allt gott í himnaríki

Þessi leikur er þannig að notuð er tvö horn í herberginu – ,,sammála hornið” og ,,ósammála hornið”. Leiðbeinandinn les upp fullyrðingarnar. Þeir sem eru sammála hlaupa í “sammála hornið”, þeir sem eru ósammála í hitt hornið. Hægt er að spyrja börnin af hverju þau eru sammála/ósammála.

6. Innlögn um sorgina

Enginn kemst í gegnum lífið án þess að upplifa áfall eða sorg. Það er misjafnt hvernig fólk upplifir sorgina og hversu lengi fólk er að jafna sig eftir missi ástvinar. Það fer eftir tengslum við hinn látna, fyrri reynslu, trúarskoðunum, aldri og kyni syrgjandans. Eina leiðin til þess að vinna sig út úr sorginni er að takast á við þær tilfinningar sem að við upplifum. VIð þurfum að horfast í augu við sársaukann sem fylgir því að missa einhvern sér nákominn. Útförin bindur ekki endi á sorgina, það er af og frá. Eftir útförina og þegar hversdagurinn tekur aftur við myndast oft mikið tómarúm hjá aðstandendum og það koma stundir sem eru þeim mjög erfiðar. Það er t.d. erfitt að upplifa hátíðir eins og jól og afmælisdaga hins látna án hans/hennar. Fólk saknar litlu hversdagslegu hlutanna eins og að geta hringt í viðkomandi eða heimsótt, spjallað snert eða kysst. Þessar hversdagsathafnir skilja eftir sig ljúfsárar minningar og vekja syrgjendur til umhugsunar um hversu dýrmætt það er að elska og vera elskaður, að eiga fjölskyldu og vini. Lífið er dýrmæt gjöf Guðs til okkar og þessa gjöf þurfum við að varðveita vel og fara vel með.

7. Helgistund

Helgistund í kirkju:
Leiðtogi kveikir á kerti og segir: Jesús segir: Ég er ljós lífsins, sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa ljós lífsins”.

• Signing og bæn
Í nafni Guðs + föður og sonar og heilags anda. Amen.

Vertu Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.

• Sálmur
Ó Jesú bróðir besti nr. 503 í Sálmabókinni, nr. 134 í Sálmabók barnanna.

• Ritningarlestur
Jóh. 6. 37-40

• Bæn frá eigin brjósti eða eftirfarandi:
Kærleiksríki Guð. Við þökkum þér fyrir lífið, fyrir fjölskyldu okkar, vini og fyrir allar gjafir þínar. Við biðjum þig um að blessa líf okkar og hjálpa okkur að fara með með það.

Í dag viljum við minnast þeirra sem horfnir eru úr þessu lífi. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gafst þeim og okkur, á góðum sem erfiðum stundum. Takk fyrir minningarnar og kærleikann sem er sterkari en dauðinn. Góði Guð, þú ert með okkur í kærleika. Hjálpa okkur að efast aldei um það þó að við skiljum ekki allt.

Við biðjum fyrir öllum þeim sem syrgja. Hugga þau og veit þeim von og styrk í trúnni. Umvef þau kærleiksljósi þínu. Í Jesú nafni . Amen.

• Kveikt á bænaljósum
Hægt er að leyfa börnunum að kveikja á kerti á ljósbera. Ef ljósberi er ekki til getur verið sniðugt að vera búin að útbúa kross úr álpappír á gólfinu fyrir framan altarið eða neðan við kirkjutröppurnar, vera svo með sprittkerti í körfu sem að börnin geta kveikt á og lagt á krossinn. Þegar allir hafa tendrað ljós verður þetta afar fallegt.
• Sálmur
Í bljúgri bæn nr. 551 í Sálmabók, nr. 105 í Sálmabók barnanna.

• Faðir Vor
• Blessun

Helgistund í kennslurými

• Stólum raðað í hring
• Kveikt á einu kerti í miðju hringsins (karfa með sprittkertum höfð við hlið þess). Jesús segir: “´Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins”.
• Signing og bæn (t.d. Vertu Guð faðir).
• Leiðtogi leggur fram bænarefni
1. Þakkir fyrir lífið, fjölskylduna, vinina og allar gjafir Guðs. Kveikir á kerti (1) og leggur það fyrir ofan sprittkertið sem er í miðjunni (M).
2. Þakkir fyrir Jesú Krist sem með dauða sínum og upprisu hefur gefið okkur von um eilíft líf. Kveikir á öðru kerti (2)og setur neðan við miðjukertið.
3. Við biðjum fyrir öllum þeim sem horfnir eru úr þessu lífi. Biðjum um að Guðs eiílfa ljós lýsi þeim. Kveikir á þriðja kertinu (3) og setur neðan við það sem sett var síðast.
4. Við biðjum fyrir öllum þeim sem syrgja. Biðjum Guð um að hugga þau, styðja og styrkja. Kveikir á fjórða kertinu (4) og leggur við hægri hlið miðjukerisins.
5. Við felum Guði öll bænarefni önnur og biðjum í hljóði. Að því loknu er kveikt á fimmta kertinu (5) og það lagt vinstra megin við miðjukertið þannig að það myndist kross:

• Faðir vor

Til umhugsunar

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.

• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

• Hvað upplifðu þau?

• Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Jóna Lovísa Jónsdóttir

Biblían- kennsluáætlun




Kveikja
Stjórna umræðum
Innlögn
Leiða helgistund
Hjálpargögn:
Kennslugögn:
Líf með Jesú bls. 8 – 10 ,,Bók bókanna”
Í stuttu máli sagt bls. 30 – 33 ,,Biblían”
Con Dios (kaflar um Biblíuna)
Hægt er að nota myndræna framsetningu, t.d. myndir af ,,bókaskáp Gt og Nt” í Líf með Jesú, auk þess að sýna þeim t.d. grískt og hebreskt letur.

Ítarefni:
Kristin trúfræði kaflar 6 – 7, Guð opinberar sig, og Biblían – Guðs orð
Ljós í heimi – Kristin trú og nútíminn bls. 14 – 28
Fimm mínútna Biblían
Mannakorn


Taka þátt í hugarflugi
Leysa verkefni
Taka þátt í umræðum
Kveikja á kertum
Lesa ritningarlestra

Markmið kennslunnar:

• Að fermingarbörnin kynnist Biblíunni (sem ,,innblásnu orði Guðs”)
• Að þau átti sig á helstu staðreyndum um Biblíuna
• Að þau læri að fletta upp í Biblíunni
• Að þau átti sig á hvernig best er að lesa hana

1. Kveikja:

Kveikja 1:
Safnaðu saman eins mörgum tegundum af Biblíum og þú getur, helst nokkrum útgáfum, t.d. 1912, 1981, 2007, eins Barnabiblíunni og Nýja testamenti Gídeonfélagsins. Settu þennan bunka á borð og spurðu krakkana hvaða bækur þetta séu. Það er svo hægt að leyfa þeim að skoða hinar mismunandi útgáfur og benda þeim t.d. á að Biblían sé til í margskonar handhægu formi, t.d. fyrir börn. Svo er hægt að láta nokkra krakka fletta upp á sama blaðsíðutalinu og spyrja þau hvað þar er að finna. Benda þeim þar með á að við lesum ekki Biblíuna eftir blaðsíðutali og fara þá í innlögn um uppbyggingu Biblíunnar o.s.frv.

Kveikja 2:
Hvað veistu um Biblíuna? Fá krakkana í hugarflug og skrifa niður allt sem þau vita um Biblíuna. Mörg hafa verið í sumarbúðum og vita ýmislegt. Hægt að skrifa á töflu allt sem þau vita, eða fá einhvern til að vera ritari og punkta niður. Einnig má nota spurninguna ,,Hvað langar þig að vita um Biblíuna?” á sama hátt.

Hægt er að nota þessar tvær kveikjur saman.

2. Innlögn um Biblíuna:

Staðreyndir um Biblíuna
• Biblían er safn bóka – Orðið Biblía er gríska og þýðir bækur eða bókasafn
• Biblían er safn 66 bóka, 77 ef Apókrýfu bækurnar eru taldar með (Huldu bækurnar)
• Biblían skiptist í 2 hluta, Gamla og Nýja testamenti (þrjá hluta með Huldu bókunum)
• Gamla testamentið segir frá Gyðingum og trú þeirra og er enn þann dag í dag hluti af helgiritum þeirra.
• Nýja testamentið segir frá Jesú , fæðingu, starfi, dauða og upprisu, og þróun frumkirkjunnar.
• Í Biblíunni eru margar mismunandi bækur, Í henni er að finna sagnfræðirit, lagabálka, ljóð, sendibréf, dæmisögur, sálma og margt fleira.
Umfjöllun um Biblíuna ,,sem innblásið orð Guðs”
• Í augum kristinna manna er Biblían ekki bara einhver texti á blaði
• Í Biblíunni finnum við vitnisburð manna um verk Guðs í heiminum
• Biblían er skrifuð af mörgum mönnum á löngum tíma.
• Biblían er skrifuð af karlmönnum, fyrir karlmenn og mótar það mikið frásagnaheim hennar.
• Við trúum því að þó að menn hafi skrifað bækur Biblíunnar, þá hafi þeir verið leiddir af heilögum anda sem veitti þeim innblástur.
• Við þurfum alltaf að lesa Biblíuna út frá boðskap Jesú.

Orðaskýringar
Biblía – gríska, bækur
Testamenti – latína , sáttmáli
Apokrýfar bækur – huldar bækur, þær sem ekki þóttu uppfylla skilyrði um canon.
Kafli, vers. Bókum Biblíunnar er skiptu upp í kafla og hverjum kafla er skipt upp í vers

3. Verkefni

• Börnin æfa sig að fletta upp í Biblíunni
SMELLIÐ HÉR TIL ÞESS AÐ FINNA VERKEFNABLÖÐIN

Lært utan að
Litla biblían Jóh 3.16

4. Helgistund

Í kirkju
Kveikt á kertum
Signing
Sungið vers (Lært utan að)
Ritningarlestur (Litla Biblían)
Bæn – sem er kennd
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Í kennslurými (safnaðarheimili)
Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Ritningarlestur (Litla Biblían)
Bænakarfa með steinum látin ganga.
Signing
Bænavers
Faðir vor

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Arna Ýrr Sigurðardóttir

Faðir vor og bænin: kennsluáætlun




Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund
Hjálpargögn:
Faðir vor, trúarjátningin og boðorðin tíu, bls. 1-21

Líf með Jesú, bls.64-65. „Stuttar bænir í önnum dagsins“,

Fermingarkverið, bls. 3-7-SMELLIÐ HÉR!

Útlínur að innlögn fræðara um Faðir vor, sjá hér að neðan.

John Lennon-Imagine http://www.youtube.com/watch?v=XLgYAHHkPFs
og Lady GaGa –Imagine (cover version) http://www.youtube.com/watch?v=uQRuYS_h-Vs
Kveikja að verkefni í Faðir vor, trúarjátningin og boðorðin tíu bls. 10-11 „til komi þitt ríki“ .

Leiðbeinandi útvegi tússpenna og karton eða annað efni í veggspjald fyrir verkefni.


Vinna verkefni í hefti
Útbúa veggspjald
Taka þátt í helgistund

Markmið kennslunnar:

• Að fermingarbörnin kunni Faðir vor og tengi við reynsluheim sinn.
• Þekki biblíulegan grundvöll bænarinnar og beri kennsl á grundvallargildi hennar í kristnu trúarsamfélagi.
• Þekki fleiri bænir.

Lært utanað:

Faðir vor

Einnig koma aðrar bænir til greina s.s.
Vertu guð Faðir, Faðir minn
Í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn
Svo alldri synd ég hafni.

Æðruleysisbænin
Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli

1. Kveikja: Reynslusögur af bæninni Faðir vor

Farið með bænina Faðir vor og reynslusagan síðan lesin eða endursögð:

Árið 1984 vann Guðlaugur Friðþórsson, þá 22 ára það afrek að synda 6 km úr sökkvandi skipi í isköldum sjónum við Vestmannaeyjar og í land:

“Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði si svona. “jæja, þetta þurfti þá að enda svona. Maður heldur alltaf að einhver annar lendi í því, einhver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það líka í landi, en svo allt í einu er stundin runnin upp.” Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði. “Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.” Undarlegt er þetta og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri, eins og gengur.
Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum að hughreysta hver annan. Hirti var mjög kalt, því hann hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. Það var kalt þarna á kili…”
Á meðan skipi sökk freistuðu skipverjarnir þess að synda í land. Félagar Guðlaugs týndu lífi í sjónum en hann synti áfram einn síns liðs í ísköldum sjónum.
“Ég hugsaði svo margt á sundinu til lands, hvað maður hefur gert og hvað maður átti eftir að gera. Ég hef til dæmis verið að velta því fyrir mér með félögum mínum að skreppa til New York og við höfum stundum haft á orði að við gætum ekki verið þekktir fyrir annað en að fara til Nýju Jórvíkur áður en við dræpumst og þetta fór ég að hugsa um á leiðinni til Heimaeyjar, fannst alveg ótækt að geta ekki látið þann draum rætast. Ég fór líka að hugsa um það að ég skulda hér og þar, smávegis eins og gengur og mér þótti mikið slæmt að stefna í dauðannn án þes að geta gert upp. Ég á mótorhjól og er nýbúinn að panta í það frá Bretlandi og ég var til dæmis að velta því fyrir mér hvort karlinn sem ég pantaði hjá yrði nú ekki snarvitlaus ef pöntunin yrði ekki sótt. Mér fannst líka óþægilegt að hugsa til þess að þeir sem ég skuldaði kynnu ekki við að rukka foreldra mina. Þannig var ég allan tíamm að velta hlutunum fyrir mér, reyna að halda hugsuninni gangandi um leið og það tosaðist á sundinu… það undarlega var að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég myndi deyja. Ég fór tvisvar með Faðir vor á leiðinni í land…”
Faðir vor, trúarjátningin og boðorðin tíu, bls. 24

Aðrar reynslusögur af sömu bæn.

2. Innlögn um faðir vor og bænina:

Bænin Faðir vor er eins konar grundvallartexti kristinnar trúar, óbreytt alla tíð, allt frá því hinir fyrstu lærisveinar Jesú komu til hans og spurðu hvernig þeir ættu að tala við Guð.

Faðir vor er að finna á tveimur stöðum í Nt. Lengri útgáfan er í Fjallræðu Jesú í Matteustarguðspjalli 6. 9-13. Styttri útgáfan er í Lúkasarguðspjalli 11. 2-4.

Faðir vor er helsta og kunnasta bæn kristinna manna. Hún er beðin upphátt og sameiginlega í hverri guðsþjónustu, við skírn, giftingu og jarðarför. Þess vegna er mikilvægt að kunna Faðir vor utanað.

Í kirkjunni heyra orðin, bænin, sálmarnir, tónlistin og kertin saman. Allt er þetta bæn til Guðs.

Faðir vor er líka persónulega bæn okkar sem Jesús hefur kennt okkur að nota alltaf þegar við viljum tala við Guð.

Orðaskýringar:
• Bæn – tjáningarform þar sem maðurinn talar við Guð og á samskipti við hið eilífa og óendanlega. Við getum hafið þetta samtal hvar og hvenær sem er.

• Faðir vor þú sem ert á himnum… – þegar við ávörpum Guð og biðjum til hans sem himnesks foreldris segir það okkur hver við erum. Við erum börn Guðs – sem er alltaf nálægur hvar sem við erum og við allar aðstæður.

• Helgist þitt nafn… – nafn Guðs er heilagt í sjálfu sér. Að Guð sé heilagur þýðir að hann sé „heill“ og upphafinn…fullkominn…skorti ekki neitt…“og felur í sér að við berum kennsl á kærleika hans sem eitthvað alveg sérstakt- sem gjöf hans til okkar.

3.Verkefni

• Fermingarbörn búa til sitt eigið Faðir vor
• Búa til sameiginlegt veggspjald „Okkar Faðir vor“
• Til komi þitt ríki: Börn horfa á Youtube með John Lennon syngja “Imagine”, lesa íslenska þýðingu á texta Imagine og svara spurningum út úr því sjá Faðir vor, trúarjátningin og boðorðin tíu, bls. 10-11

4. Umræður

Í kjölfar verkefna og reynslusagna um Faðir vorið.

5.Helgistund

5. Helgistund
Í kennslurými (safnaðarheimili)
Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Bænakarfa með steinum látin ganga.
Signing
Bænavers (Lært utan að)
Faðir vor

Í kirkju
Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Kveikt á kertum
Signing
Sungið vers (Lært utan að)
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Móeiður Júníusdóttir

Guðsþjónustan- kennsluáætlun




Kveikja
Innlögn
Leiða helgistund
Hjálpargögn
Kirkjulykillinn – messubók fyrir fermingarbörn

Verkefni
Búa til guðsþjónusturými
Búa til sína eigin messuskrá

Markmið kennslunnar:

-Að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upphlifi hið heilaga.

1. Kveikja/virkni:

Ganga inn í kirkjurýmið saman. Stansa í anddyrinu, við prédikunarstólinn og altarið.
Hafa fermingarbörnin verið í guðsþjónustu?
Hvað geta þau sagt um staðina sem við stönsuðum á í tengslum við guðsþjónustuna?

2. Innlögn um guðsþjónustuna

Til hvers höfum við guðsþjónustur? Fyrir hverja eru þær og hvað gerum við í þeim?

Guðsþjónustan er hvíldar- og uppbyggingarstaður þar sem við nærumst af orði Guðs og samfélaginu við hvert annað, til þess að geta síðan haldið út í lífið í samfélagi við Guð og með það að markmiði að láta gott af okkur leiða.
Hún er samfélag þeirra sem vilja fylgja Kristi.

Það geta margir verið leiðtogar í guðsþjónustunni, oftast er það presturinn.
Presturinn hefur sérstöku hlutverki að gegna með því að prédika og stjórna altarisgöngunni.
Allir í guðsþjónustunni eru þátttakendur.

Mikilvægt: Guðsþjónustur eru ólíkar en eru eins upp byggðar.

Hvað er gert: Guðsþjónustan hefur fjóra meginþætti

• Við söfnumst saman
• Við hlustum á orð Guðs
• Við deilum brauði með hvert öðru
• Við erum send út

I. Við söfnumst saman
Þegar við trúum á Jesú viljum við taka frá tíma til að næra okkur sjálf í trúnni á Jesú og þjálfa okkur í þjónustunni við náungann. Þess vegna tökum við tíma til að koma í kirkjuna. Þar hittum við aðra sem vilja nærast sjálf til að geta nært aðra.
II. Við hlustum á Guðs orð
Hér er lesið úr Biblíunni og hlýtt á prédikun (sem er útlegging á orði Guðs). Prédikunarstóllinn er tákn fyrir þennan hluta.
III. Við deilum brauði með hvert öðru
Altarisgangan er tákn um lífið sem við þiggjum frá Guði og að allt sem við þurfum til að lifa góðu lífi er úr hendi Guðs. Brauðið og vínið er líkamleg næring og líka andleg næring. Altarið er tákn um þennan hluta.
IV. Við erum send út
Eftir að við höfum nærst og þegið gjafirnar í guðsþjónustunni er komið að okkur að fara út í lífið og koma góðu til vegar.

Orðaskýringar
• Prédikun: þegar sögur Biblíunnar eru túlkaðar inn í samtímann
• Orð Guðs: það sem Guð segir okkur, Biblían og annað fólk
• Guðsþjónusta: messa, samkoma, helgistund, kyrrðarstund

3. Verkefni: Messuskrá

Verkefnið felst í því að krakkarnir búa til sína eigin messuskrá sem fylgir fjórum höfuðþáttum guðsþjónustunnar:

• Við söfnumst saman
• Við hlustum á orð Guðs
• Við deilum brauði með hvert öðru
• Við erum send út

Það sem er hægt að nota til að búa til messuskrána er t.d.

• söngvar og tónlist
• messuskrárnar í kirkjunni þinni
• Biblíu og Nýja testamentið
• kex eða brauð til að deila (allir fá pínku pons)
• skilaboð sem eru mikilvæg til að kalla okkur saman
• skilaboð sem eru mikilvæg til að næra aðra og hjálpa öðrum

Skrifa messuskrána upp á blað þar sem hver dagskrárliður hefur sitt númer. Það þarf líka að koma fram hver það er sem gerir það sem stendur (er það presturinn eða einhver annar?)

Guðsþjónusturými

Ef kennslustundin er haldin í öðru rými en kirkjunni sjálfri er verkefni dagsins það að útbúa rými fyrir guðsþjónustuna.

Hér er t.d. hægt að raða stólum í hring þar sem allir eiga sæti. Svo þarf að hafa stað fyrir altari og prédikunarstól.

Altarið má t.d. vera borð. Á það má setja dúk, blóm, Biblíu, sálmabók, kross, karfa með brauði í, kanna með vatni ofl.

Prédikunarstóllinn má vera innan um aðra stóla eða einn sér. Á hann má setja Biblíu eða Nýja testamenti, en líka hluti sem miðla skilaboðum.

Á prédikunarstólinn má setja tölvu, farsíma, ipod, dagblöð, bækur, myndir af því sem er í fréttum ofl.

Á einum stað í rýminu má setja það sem minnir okkur á síðasta hlutann í guðsþjónustunni: við erum send út til að næra aðra og hjálpa öðrum. Hver þurfa á hjálp að halda? Getum við skrifað á blað allt sem okkur dettur í hug (t.d. einhver sem er veikur, einmana, fólk í stríðslöndum, misnotuð börn).

4. Umræður

Hver var okkar upplifun af því að vera með “annars konar” guðsþjónustu’
Hver er okkar upplifun af venjulegri guðsþjónustu?

5. Helgistund

Í kirkju
Börnin fara inn í kirkjurýmið og við höldum guðsþjónustu eftir messuskránni sem krakkarnir útbjuggu.

Í kennslurými (safnaðarheimili)
Við notum rýmið sem við höfum útbúið í virkniþætti stundarinnar og höfum guðsþjónustu, eftir messuskrá sem krakkarnir útbjuggu.

Til umhugsunar
Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.

• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?

• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)

• Hvað upplifðu þau?

• Upplifðu þau návist Hins heilaga?

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Kristín Þórunn Tómasdóttir

Tvær dæmisögur Jesú- kennsluáætlun




Stjórna leik
Fer yfir verkefni
Innlögn
Leiði helgistund
Kennslugögn:
Biblían / Nýja testamentið (Lúk. 10.25-37 og 15.11-32)

Bókin um Jesú, bls. 66-67, „Hver er náungi minn?“ og 72-73, ,,Allir velkomnir.“

Leiðbeiningar um leik (Matteus, Markús…)

Leiðbeiningablöð fyrir söguhópa og könnunarverkefni SMELLIÐ HÉR!


Leika sér!
Taka þátt í hópavinnu
Vinna könnunarverkefni
Kveikja á kertum, biðja

Lært utan að:
• Tvöfalda kærleiksboðorðið:
„Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum mætti þínum og öllum huga þínum, og náunga þinn eins og sjálfan þig“ (Lúkas 10.27).

Markmið kennslunnar:

Að fermingarbörnin:
• þekki tvær af dæmisögum Jesú og tvöfalda kærleiksboðorðið (þekking)
• skilji að fyrirgefning og kærleikur Guðs nær til allra manna (viðhorf)
• þjálfist í að fletta upp ritningarstöðum (leikni)

1. Kveikja/leikur:

Matteus, Markús, Lúkas og Jóhannes (10 mín.)
• Börnin og fræðarinn setjast í hring.
Börnin fjögur á vinstri hönd fræðara fá hvert um sig nöfn guðspjallamannanna fjögurra, í réttri röð.
Síðan eru hin börnin númeruð (nr. 1 situr á vinstri hönd Jóhannesi o.s.frv.) og fræðarinn ber hæsta númerið.
Í raun eru það þó sætin sem bera nöfnin og númerin, því að þegar þátttakendur skipta um sæti fá þau nýtt númer/nafn.
• Nú eiga þátttakendur að láta nöfnin/númerin ganga á milli sín án þess að keðjan rofni.
Matteus byrjar með því að segja t.d. „Matteus til 9.“ Þá á barnið í sæti nr. 9 að bregðast strax við og segja t.d. „9 til Lúkas“ eða „9 til 14“ og svo er haldið áfram.
Sá sem hikar eða ruglast þarf að setjast í sætið sem ber hæsta númerið og þeir sem sitja í númerum fyrir neðan hann færast upp um eitt sæti.
Þá hefst ný umferð og Matteus byrjar aftur.
Markmið leiksins er að komast í sæti guðspjallamannanna og sigurvegarinn er sá sem situr í sæti Matteusar þegar tíminn er runninn út (gott er að stilla klukku á 4-5 mínútur).
(Það er ágætt að taka „æfingaumferð“ áður en tíminn fer af stað.)
• Markmið þessa leiks er að börnin læri nöfn guðspjallamannanna og hópurinn hristist saman í upphafi samverunnar.

2. Hópavinna: Biblíulestur:

• Börnunum er skipt í tvo söguhópa, t.d. eftir kynjum. (Æskilegt er að hóparnir geti farið í sitt hvort rýmið til sinnar vinnu.)
Útskýra þarf fyrir þeim verkefnið fram undan.
Tilnefnið hópstjóra í hvorn hóp.
• Hvor hópstjóri fær eitt leiðbeiningablað (sjá sérstakt skjal) og stýrir vinnu í sínum hópi.
Verkefni hópanna felst í að fletta í sameiningu upp á þekktri dæmisögu Jesú, annaðhvort sögunni um miskunnsama Samverjann (Lúk. 10.25-37) eða um týnda soninn (Lúk. 15.11-32) og svara munnlega spurningunum á blaðinu.
• Ef börnin hafa ekki áður flett upp í Biblíunni þarf fræðarinn að byrja á að útskýra stuttlega uppbyggingu hennar í rit, kafla og vers og æfa allan hópinn í að fletta upp einu versi (t.d. tvöfalda kærleiksboðorðinu, Lúk. 10.27).
• Eftir 10 mínútur er söguhópunum skipt upp í fjögurra manna umræðuhópa, þar sem eru tveir úr hvorum söguhópi.
Í umræðuhópunum eiga fulltrúarnir úr hvorum hópi að segja „sína“ sögu, nógu vel til að allir geti leyst könnunarverkefni úr báðum sögum. Gefið umræðuhópunum 6-8 mínútur.
• Ef fræðari vill gera verkefnið léttara getur hann leyft börnunum að fletta upp í Bókinni um Jesú (kaflar 31/34) í stað Biblíunnar.

3. Innlögn

Innlögn um dæmisögurnar og tvöfalda kærleiksboðorðið (8 mín.):

• Lesið tvöfalda kærleiksboðorðið með börnunum.
• Hvetjið börnin til að læra það utan bókar og tileinka sér það í lífinu, að elska Guð og aðra menn.
• Öll önnur boðorð Guðs eru innifalin í þessu boðorði, sem Jesús kallar „hið æðsta og fremsta“ (Matt. 22.38).
• Í dæmisögu Jesú um týnda soninn er faðirinn líkur Guði, sem elskar börn sín án skilyrða.
• Jesús hvetur mennina til að endurgjalda kærleika Guðs með því að elska Guð og aðra menn.
• Í dæmisögu Jesú um miskunnsama Samverjann hvetur hann áheyrendur til að líkjast Samverjanum og sýna öllum mönnum kærleika, óháð þjóðerni, kynþætti, trúarbrögðum eða öðrum, ytri þáttum.
• Til umræðu:
o Hvers vegna setti faðirinn engin skilyrði fyrir heimkomu eldri sonarins? Á hvern hátt líkist þetta Guði?
o Hvers vegna fagnaði eldri bróðirinn ekki yfir heimkomu týnda sonarins?
o Hvers vegna hjálpaði Samverjinn manninum sem lenti í ræningjahöndum?
o Í hvaða aðstæðum lífsins líkjumst við prestinum, levítanum eða Samverjanum í sögunni?
o Hvernig líður okkur þegar við hjálpum öðrum?

Orðskýringar:
• Samverji: Þjóð sem bjó í Samaríu, nálægt heimkynnum þjóðar Jesú, Gyðinga. Samverjar og Gyðingar höfðu á dögum Jesú um aldir verið óvinveittir hvorir öðrum.
• Kærleikur: Hið algóða, alfullkomna, eins og Guð, Guð er kærleikur (sbr. 1. Jóh. 4.16).
• Miskunnsamur/-söm: Sá eða sú sem sýnir miskunn, þ.e. kemur til hjálpar öðrum án verðskuldunar þeirra eða vonar um laun.

4.Verkefni

Verkefni sem börnin leysa (12 mín.)

• Öll börnin fá könnunarverkefni með krossaspurningum úr dæmisögunum um týnda soninn og miskunnsama Samverjann (sjá sérstakt skjal).
• Þau fá 8 mínútur til að leysa könnunarverkefnið og mega hvorki nota kennslugögnin né ræða saman.
• Síðan les fræðarinn upp rétt svör. Börnin fara yfir könnunina hjá sér og gefa sjálfum sér einkunn fyrir frammistöðuna, en þurfa hvorki að gefa fræðara né hinum börnunum upplýsingar um hana.

5. Helgistund

Í kennslurými (safnaðarheimili)
Stólum raðað í hring
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Bænakarfa með steinum látin ganga.
Signing
Bænavers (Lært utan að)
Faðir vor

Í kirkju
Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Kveikt á kertum
Signing
Sungið vers (Lært utan að)
Bæn – sem er kennd
Þau kveikja á bænarkerti
Faðir vor

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Þorgeir Arason. 2011

Strákar og stelpur í kirkjunni- kennsluáætlun




Kveikja
Innlögn
Útlínur að innlögn fræðara um jafnrétti: hvernig tölum við saman? Hvað þýðir að ,,spila fótbolta eins og stelpa?“ Taka þessu af karlmennslu? Vera ,kjeeeeedling.“
Kennslugögn
*Smellið hér til að sjá grein Guðna Más Harðarsonar
Strákar í kirkjunni
Gildi manneskjunnar 3. kafli
Dagblöð nokkra daga aftur í tímann. Telja á myndum, hvað margir karlar og hvað margar konur.
Er jöfn skipting ? Ef ekki, hversvegna?
Útikennsla: Skírnin og kvöldmáltíðin.SMELLIÐ HÉR


Verkefni.
Lært utanbókar: Galabréfið 3:28

Markmið kennslunnar:

– Að fermingarbörnin fái aukinn skilning á jafnrétti.
– Að fermingarbörnin þekki þá grunnhugsun að ekki skuli mismuna vegna kynferðis.
– Að fermingarbörnin virði hvort annað óháð kyni.

1. Kveikja: Við erum ÖLL sköpuð í Guðs mynd.

-Inntak greinar sr. Guðna Más Harðarsonar SMELLIÐ HÉR
-Láta börnin segja hvað þeim finnst.
-Tengja þetta sköpuninni, við erum ÖLL sköpuð í Guðs mynd.
Lærisveinarnir 12 karlar 3 konur. Lesa Gal.2:28

2. Leikur/virkni:

Finna jákvæð orð sem lýsa stelpum
• Finna jákvæð orð sem lýsa strákum
• Eru þetta sömu orðin?
• Eiga stelpur og strákar sömu möguleika?
Útikennsla: Skírnin og kvöldmáltíðin.SMELLIÐ HÉR

3. Innlögn um stelpur og stráka

Við erum mörg og mismunandi. Það er styrkur okkar.
Hugsum okkur ef við værum öll eins. Hvers konar samfélag væri það?

Við erum alltaf að skilgreina okkur.
Við erum Íslendingar.
Við erum stelpur.
Við erum strákar.
Við erum ung.
Við erum gömul.

Hvað skilur okkur að, gerir okkur ólík?
Hvað er eins?
Minna á að við erum dýrmæt sköpun. Guðsmyndin sameinar okkur.

Jafnrétti- réttlæti.
Skoðið: http://odlingurinn.is/

4. Verkefni: Standið- í-röð-æfing

Miðar með JÁ – NEI -KANNSKI eru lagðir í röð á gólfið.
Lesið upp fullyrðingarnar og fermingarbörnin stilla sér upp við miðann sem passar best við skoðanir þeirra.

– Stelpur keppa alltaf um athygli strákanna.
– Vinir frá því við vorum smábörn virka ókunnugir.
– Það er sjálfsagt að grípa inn í þegar vinur verður fyrir einelti.
– Það er erfitt að þegja yfir leyndarmálum.
– Sætar stelpur eru vinsælar.
– Foreldrar segja oft skoðun sína á vinum barnanna.
– Margar stelpur eiga stráka að vinum.
– Það er erfitt að greina á milli vináttu og ástar.
– Það er flott að vera vinur stráka en það er erfitt.
– Vinir ganga fyrir fjölskyldunni.
– Þegar við eignumst kærasta verðum við að taka hann fram yfir vinina.
– Það er algengt að stelpur yfirgefi vinkonur sínar þegar þær byrja með strák.
– Það er erfitt að hætta að umgangast vini sem gera þig leiða.

5. Vettvangsleikur:

Á spjaldi eða miða er leikþáttur sem fjallar um vandamál. Leikþátturinn er leikinn af nokkrum fermingarbörnum. En lok leikþáttarins eru höfð óákveðin svo þar sem leikararnir enda geta hin börnin komið inn í eitt á eftir öðru og endað leikritið eins og þau vilja.
Hugmynd að leikþætti
Lína er lítil og smágerð miðað við að vera 14 ára. Strákarnir stríða henni oft.
Einn daginn sitja nokkrir strákar í miðri kennslustund og banka taktfast með hnúunum á borðið um leið og þeir hvísla: ,,flöt, flöt, flöt…og horfa til Línu.
Lína starir fram fyrir sig og reynir að halda tárunum í skefjum.

Tillaga að endi
-Ein stelpan gengur inn í bekkinn og leikur bekkjarfélagann sem stillir sér upp og biður strákana að hætta.
Önnur stelpa leikur strákana og hvernig þeir bregðast við.
-Ein stelpan stillir sér upp sem kennarinn við kennaraborðið og brýtur upp eineltið. Biður restina af bekknum að fara út. Fær annan kennara til að hugsa um Línu og talara alvarlega við strákana.
-Önnur stelpa leikur Línu reiða sem svarar strákuinum með því að segja að þeirra bringa sé ekki sérlega ,,karlmannleg“.

6. Sjálfstæð vettvangsleikrit:

í smærri hópum er hægt að skrifa sjálfstæð vettvangsleikrit út frá reynslu stelpnanna sjálfra sem snýr að einelti, kynferðislegu áreiti og öðrum vandamálum og svo er unnið með það í hópunum.
Það er líka hægt að lesa leikritin og ræða ólíkar lausnir.
Önnur leið til þess að fá fram lausnir er að ræða um það tvær og tvær saman.

Til umræðu:
Öfundsýki. Afbrýðisemi.
Stelpuhópar- tilgerðarlegir eða mikilvægir?
Hvenær svíkja/styðja stelpure hver aðra?
Er vinátta dýpri en ást?
Hversu heiðarleg áttu að/geturðu verið við vini þína?
Hvernig getum við sýnt vinum okkar væntumþykju?
Geta konur og karlar verið vinir – kostir og gallar?
Eru til leyndarmál á milli vina sem við verðu að segja fullorðnum frá?

Til umhugsunar
Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og verði metvitaðri um jafnréttismál.
– Hvaða þekkigu öðluðust þau í stundinni?
– Hvaða færni tömdu þau sér? (Minna á að þau eiga að eiga sama rétt og sömu möguleika.)
– Hvað lærðu þau?

Helgistund

Í kirkju eða í kennslurými (safnaðarheimili)
Börnin fara inn í kirkjurýmið:
Signing, bæn
Gal.3:28. Örstutt útlegging.
Sungið: ,,Er ég leitaði vinar“
Bæn: þema dagsins lagt fram í bæn.
Faðir vor-
Gullna reglan – nestið til að taka með sér heim.

Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Sigrún Óskarsdóttir

Sjálfsstyrking I ogII- kennsluáætlun




Kveikja
Innlögn
Kennslugögn:
A4 blöð
Trélitir
Kennaratyggjó
Blekpúði


Teikna myndir
Setja fingrafar sitt á myndina
Lært uta að:
I. Mósebók 1:27
I. Mósebók 1:31

Markmið kennslunnar:

• Að fermingarbörnin fái tækifæri til að styrkja sjálfsmynd sína og læri hve dýrmæt þau eru í augum Guðs

1. Kveikja

Kynning á nöfnum og allir segja eitthvað um sjálfan sig.
• Fermingarbörnin kynna sig eitt af öðru og segja um leið eitthvað smálegt um sjálf sig td. hvernig tannburstinn þeirra er á litinn eða hver sé uppáhaldsmaturinn þeirra.

2. Virkni

• Teikna mynd. Skiptið börnunum upp í nokkra hópa (4-5 í hóp) Allir
teikna sjálfsmynd og nota liti. Biðjið þau að teikna í kringum myndina tákn fyrir áhugamálin, fjölskyldu og vini, uppáhaldstónlist, sjónvarpsþátt, skóla og annað sem þau vilja hafa með.
• Allir kynna myndina sína í hópunum og segja frá því hvað táknin standa fyrir.
• Allir setja fingrafar sitt á myndina sína.
• Myndirnar eru síðan límdar upp á vegg ef mögulegt er.

3. Umræður:

Rætt er um hve sérstök við erum hvert og eitt. „Enginn er eins og ég“
Áhugamál, fjölskyldan, vinir, skóli svo fátt eitt sé nefnt gerir þig sérstaka(n)
Stundum líður okkur þveröfugt og okkur finnst við ekkert sérstök en þegar við hugsum málið þá erum við alveg einstök.
Guð skapaði okkur í sinni mynd og er ánægður með okkur.

4. Innlögn um sjálfstyrkingu I:

Við erum hvert og eitt sérstök. Enginn er eins og ég! Jafnvel eineggja tvíburar hafa mismunandi fingraför.
Oft á tíðum upplifum við okkur sem ósköp venjuleg og hversdagsleg en í rauninni erum við einstök í okkar röð. Það er enginn sem getur komið í staðinn fyrir okkur.
Fjölskylda okkar, bakgrunnur, áhugamál, vinir og það sem við fáumst við gerir okkur einnig sérstök. Við höfum áhuga á ólíkum hlutum, búum við mismunandi aðstæður og upplifum hlutina á okkar hátt. Það er sérstakt.
Guð skapaði okkur í sinni mynd. Hann elskar okkur eins og við erum. Við erum dýrmæt í augum hans.
Guð er ánægður með sköpun sína og minnir okkur á að vera ánægð með okkur sjálf.
Allt það sem ég er og hef til að bera gerir mig að þeirri manneskju sem ég er.
Ég er sérstakur-sérstök og það er gott að vera sá eða sú sem ég er.
Við getum æft okkur að segja við okkur sjálf: Ég er sá/sú sem ég er og það er harla gott.

Til umhugsunar

Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.
• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?
• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)
• Hvað upplifðu þau?
• Upplifðu þau návist Hins heilaga?

5. Helgistund:

Í kennslurými (safnaðarheimili) eða kirkju.
Stólum raðað í hring eða börnin mynda hring sitjandi.
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum
Signing
I.Mósebók 1:27 og 31 lesið.
Bæn: Þar sem við þökkum fyrir að vera sköpuð í Guðs mynd og þökkum fyrir að vera þau sem við erum.
Því við erum sérstök hvert og eitt og það er harla gott!




Leiða leikinn Innlögn
Leiða helgistund
Kennslugögn:
A-6 harðspjöld(gjarnan í lit) sem búið er að gata efst Garn(sem búið er að klippa til svo passi utan um hálsinn) Skriffæri
A-4 blöð


Taka þátt í leiknum
Svara spurningum
Lært utan að: Sálmur 139:1 Sálmur 139:23-24

Markmið kennslunnar:

Að fermingarbörnin fái tækifæri til að styrkja sjálfsmynd sína og læri um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig.

1. Kveikja/leikur: Lýsingarorða-nafna-leikur

•Þátttakendur fá allir götuð spjöld, garn og skriffæri. Þau skrifa nafnið sitt efst á spjaldið(með bil á milli stafa, svo hægt sé að skrifa orð niður frá þeim) og festa garnið á það svo hægt sé að nota það sem nafnspjald. Þau hengja það síðan á hálsinn og láta það liggja aftur á bak.
•Þátttakendur standa síðan allir á fætur og eiga að ganga um og skrifa orð á spjöldin hjá hvert öðru. Orðin sem þau eiga að skrifa eru lýsingarorð (bæði jákvæð og neikvæð) sem byrja á einhverjum þeim staf sem eru í nafni viðkomandi. Stafir sem engin orð byrja á eins og Ð eru með. Þau finna bara orð sem Ð kemur fyrir í.
•Áður en þau skrifa þurfa þau fyrst að spyrja hvort lýsingarorðið eigi við viðkomandi. Ef það á ekki við þurfa þau að hugsa upp annað lýsingarorð en ef það passar mega þau skrifa það á blaðið.
•Allir skrifa hjá öllum og gott er ef sá sem leiðir tekur þátt í leiknum og hjálpar kannski upp á þegar einhver er strand.
•Þegar búið er að fylla spjöldin setjast allir niður og spjöldin eru lesin upphátt. Þá les hver og einn fyrst nafnið sitt og segir síðan „Ég er“ og les síðan upp lýsingarorðin sem eru á spjaldinu og svo koll af kolli.
•Ræðið stuttlega um að við erum allavega. Við höfum bæði okkar kosti og galla og það gerir okkur að því sem við erum.

2. Umræður

Rætt er um mikilvægi þess að þekkja sjálfan sig. Við höfum öll okkar kosti og galla. Þegar við áttum okkur á þeim eigum við auðveldara með að byggja okkur upp.
Við getum hlúð að styrkleikunum með því að sækja í það sem gerir okkur gott og við getum tekist á við gallana með því að vera meðvitaðri um þá.
Guð þekkir okkur. Hann sér okkur eins og við erum og elskar okkur eins og við erum.

3. Innlögn um sjálfsstyrkingu II

Við erum mismunandi. Við eigum okkar kosti og höfum líka okkar galla.
Það er mikilvægt að þekkja sjálfan sig.
Þegar við þekkjum okkur sjálf þá getum við áttað okkur á því hvað er gott eða vont fyrir okkur.
Við getum byggt okkur upp og hlúð að því góða til þess að okkur líði vel.
Stundum getur kostur reynst galli og öfugt og við lærum með tímanum að þekkja það.
Guð þekkir okkur hvert og eitt.
Guð sér okkur eins og við erum og elskar okkur eins og við erum.
Stundum höldum við að Guð elski okkur aðeins þegar við erum „góð“ en Guð setur engin skilyrði fyrir ást sinni.
Biblían er í raun ástarsaga. Saga sem segir frá því hvernig Guð reynir aftur og aftur að ná sambandi við okkur mannfólkið til að minna okkur á hver við erum þ.e. elskuð börn Guðs.
Þegar við áttum okkur á því að við erum Guðs börn þá skynjum við betur hve einstök við erum og hve mikilvægt er að leggja rækt við það góða.
Þegar við þekkjum okkur sjálf eigum við auðveldara með að lifa góðu lífi.

4. Verkefni: Mér líkar best og verst við sjálfan mig þegar..

Verkefnið felst í því að botna setningar sem þau skrifa niður á blað.
Þátttakendur fá blöð og skriffæri í hendurnar og skrifa eftirfarandi setningar niður:
Mér líkar best við sjálfan mig þegar….
Mér líkar verst við sjálfan mig þegar…
Þau eiga að ljúka við setningarnar og skrifa þrjú atriði við hvora sem eiga við þau.
Dæmi: Mér líkar best við sjálfan mig þegar ég stend mig vel, er með vinum mínum eða í góðu skapi.
Mér líkar verst við sjálfan mig þegar ég særi aðra, nenni ekki að læra eða er ein(n).

Þegar allir hafa lokið við að skrifa er farið hringinn og hver segir upphátt það sem hann skrifaði. Fyrst síðarnefndu setninguna og síðan þá fyrri.
Ef einhver er hikandi, segið þá að þau þurfi ekki að nefna öll atriðin upphátt en allavega eitthvað.
Endað er á jákvæðu staðhæfingunni til að leggja áherslu á að við getum gert ýmislegt til að vinna gegn því neikvæða og hvetjið þau í lokin til þess að gera meira af því sem byggir þau upp.

Samtal:
• Við höfum öll eitthvað sem okkur líkar vel eða miður við í eigin fari.
• Það er mikilvægt að átta sig á því hvað manni líkar ekki við til þess að geta
tekist á við það.
• Það er einnig mikilvægt að vita hvenær manni líkar best við sjálfan sig til
þess að geta gert meira af því eða valið aðstæður sem bjóða upp á það.
• Getum við stjórnað því hvernig okkur líður?
• Erum við ánægð með okkur eins og við erum?
• Ef við þekkjum okkur sjálf, þá getum við betur tekist á við þegar okkur líður illa og gert það sem byggir okkur okkur upp.
• Guð þekkir okkur eins og við erum og þykir vænt um okkur eins og við erum.

5. Helgistund

Í kennslurými (safnaðarheimili) eða kirkju
Stólum raðað í hring eða börnin mynda hring sitjandi.
Kveikt á nokkrum sprittkertum inni í hringnum Signing
Sálmur 139, vers 1-6,14-18 og 23-24 lesin
Bæn: þar sem við þökkum fyrir að Guð þekkir okkur hvert og eitt eins og við erum og elskar okkur eins við erum.


Lagt er upp með að fermingarbörnin öðlist þekkingu og færni og upplifi hið heilaga.
• Hvaða þekkingu öðluðust þau í stundinni?
• Hvaða færni tömdu þau sér? (að signa sig, fara með bæn…)
Minnum á vefinn okkar ferming.is

Höfundur: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Heilagur andi- kennsluáætlun

Categories
Æskulýðsstarf Fermingarstörf Leikir TTT

Jólaspurningakeppni TTT

Jólaspurningakeppni

Leikreglur:

Stjórnandinn skiptir börnunum í tvö lið og þau fara í tvær raðir. Síðan er hlaupið til
stjórnandans. Þar þarf að leysa þraut. Hún felst í því að borða eina piparköku og kveikja á
kerti og sá sem er fyrr búinn að leysa það fær að svara. Svona gengur þetta koll af kolli þar til
allir hafa spreytt sig og eftir stendur sigurliðið.
1. Hvar var fátæklegasta húsið álitið það virðulegasta? (Fjárhúsið í Betlehem)

2. Hverjir komu að heimsækja Jesú þegar hann var nýfæddur? (Vitringarnir og
fjárhirðarnir.)
3. Hvað heitir kirkjan sem stendur við Austurvöll í Reykjavík? (Dómkirkjan.)
4. Ég er hvorki úr timbri né steinsteypu, hvorki húsvagn né húsbíll, eða annað í þeim dúr
sem dregið er um á hjólum. Né heldur tjald. Samt má búa í mér en mér er illa við
Saharaeyðimörkina. Hver er ég? (Snjóhús.)
5. Hvaða jólasveinn er mjög stirður? (Stekkjastaur.)
6. Tungulaus kalla ég og hjartalaus tek ég þátt í gleði og sorg? (Kirkjuklukkan.)
7. Hvaða karl hefur hvorki eyru né heila? (Snjókarlinn.)
8. Hvar lagði María Jesú þegar hann var nýfæddur í fjárhúsinu í Betlehem? (Í jötu.)
9. Hvað er jata? (Það er matarílát fyrir skepnur.)
10. Hvað heitir minnsti jólasveinninn? (Stúfur.)
11. Hvað eigum við helst ekki að brúka, þótt við getum ekki án þess verið? (Munn.)
12. Hvernig er vatn stafað með tveimur bókstöfum? (Ís.)
13. Hvaða viska er best? (Góð samviska.)
14. Hvað er það sem margt ungt fólk er hrifið af, myndað er af fyrsta hluta kattarins,
miðju hross og enda foss? (Koss.)
15. Hvað er það sem brakar í þegar kalt er, dansar í roki og grætur þegar hlýnar?
(Snjórinn.)

59-FEF-H02