Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Biblíusögur DVD

NEBBANÚ

Categories
Æskulýðsstarf Lúther

SKÝRINGAR: Lúthersrósin

Lúthersrósin – eða merki Lúthers – samanstendur af 4 þáttum:
1. KROSS í miðju imgres
2. HJARTA í miðju
3. RÓSAR inni í
4. HRING utan um.

 

 

Krossinn

Krossinn í miðjunni er svartur og vísar til krossfestingar Jesú. Minningin um dauða Jesú og krossfestinguna er miðlæg í öllu sem Lúther sagði og skrifaði. Svarti liturinn vísar líka í það sem er erfitt og brýtur manneskjuna niður. Krossinn stendur sem áminning um að án trúar á Jesú verður manneskjunni ekki bjargað. Í augum Lúthers er það fagnaðarerindið sjálft og hann vísar í ritningarstaðinn Róm 1.17: ,,Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.”

Hjartað

Hjartað utan um krossinn er rautt. Hjartað er tákn fyrir kjarna manneskjunnar, tilfinningar hennar og innstu veru. Lúther vill leggja áherslu á að trúin verður til í hjartanu, þ.e. tilfinningunni um það sem skiptir mestu máli. Hjartað stendur fyrir manneskjuna eins og hún er og það sem hún þráir. Hér vísar hann í ritningarstaðinn Róm 10.10: ,,Með hjartanu er trúað til réttlætis” – eða í þýðingu Guðbrandsbiblíu 1584: ,,Því að nær vér trúum af hjarta verðum vér réttlátir.” Það er úr þessari þýðingu sem yfirskriftin að þessu efni er tekin (trúum af hjarta…)

Rósin

Hjartað er staðsett inni í hvítri rós og hvíti liturinn táknar að manneskjan sem hvílir í trú, upplifir gleði, huggun og frið. Hún er vernduð gegn ótta og hættu með þessari hvítu rós, sem táknar líka vonina um að það er gott í vændum. Þarna vísar Lúther í ritninarstaðinn Jóh 14.27: ,,Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.”

Hringurinn

Utan um hvítu rósina er gylltur hringur sem táknar himininn og eilífðina – eða vonina um hið góða sem sá eða sú sem trúir, á. Gull er dýrmætasti málmurinn, og þessi von er það dýrmætasta sem manneskjan getur eignast. Gyllti hringurinn lokar þessari mynd af guðfræði Lúthers og skýrir hvernig TRÚIN er GJÖF frá Guði sem breytir öllu fyrir manneskjuna. Hér á ritningin úr 1. Pét 1.3 vel við: “Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.”

1517-2017 – 500 ár

Hvað þýða krossinn, hjartað, rósin og hringurinn fyrir okkur í dag? Æskulýðsdagurinn árið 2017, 500 árum eftir að Lúther er tilefni til að skoða hvernig boðskapur Lúthers og siðbótarinnar passar fyrir okkur hér og nú. Í guðsþjónustunni og samverunum fyrir æskulýðsdaginn ætlum við að vinna með þessar hugmyndir siðbótarinnar og hvernig trúin birtist í lífinu í dag.

Viltu fræðast meira?

Categories
Æskulýðsstarf

Unglingastarfið

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Föndur Sunnudagaskólinn TTT

Legó kross

Útbúið stóran kross með spýtu eða maskínupappír.
Börnin eiga að leggja legókubba á krossinn og byggja smátt og smátt legó kross.
Vel má ræða um bænina á meðan.
Guð heyrir allar okkar bænir. Allir geta beðið til Guðs. Alveg eins og allir geta sett einn kubb á krossinn.

legokross

Categories
Æskulýðsstarf Föndur

Föndur fyrir æskulýðsstarfið

Fuglaskraut eða fallegt gjafakort

Skrautleg málningarvinna. Mjög spennandi og býður upp á alls kyns útfærslur

Svona virkar kortið endalausa

Sniðug útfærsla á kortinu endalausa

Kortið endalausa búið til

Frábær föndurhugmynd í kreppunni!

Origami

Frábær föndurhugmynd fyrir æskulýðsstarf (þetta má selja til fjáröflunar)

Kanntu að gera dúsk? Leiðbeiningar

Dúskakrans – hópverkefni

Origami blóm og hjörtu

Blöðruljósakróna: Frábær hugmynd fyrir breiðan aldurshóp (foreldramorgnar, starf aldraðra, æskulýðsstarf o.fl.

Flottur trefill búinn til úr gömlum bol- þarf ekkert að sauma! Frábær hugmynd fyrir unglingastarfið.

Svona gerir maður kínveska eldlampa sem svífa

Kínverskir lampar- íslenskar leiðbeiningar

Hjartadúkka- Fjáröflun

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Categories
Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf

Unglingastarf og fermingarstörf


Smellið hér til að sækja myndbandið Biblían sem gert var af Oddi Bjarna Þorkelssyni fyrir Biskupsstofu og Biblíufélagið:
Mestu gæði (1920×1080)
Góð gæði (1280×720)
Venjuleg gæði (640×360)


Categories
Æskulýðsstarf Fermingarstörf TTT

Stuttmyndasamkeppni

Samvera 1 Stuttmyndasamkeppni

Samvera 2 Stuttmyndasamkeppni úrslit

Categories
Æskulýðsstarf Fermingarstörf Leikir TTT

Jólaspurningakeppni TTT

Jólaspurningakeppni

Leikreglur:

Stjórnandinn skiptir börnunum í tvö lið og þau fara í tvær raðir. Síðan er hlaupið til
stjórnandans. Þar þarf að leysa þraut. Hún felst í því að borða eina piparköku og kveikja á
kerti og sá sem er fyrr búinn að leysa það fær að svara. Svona gengur þetta koll af kolli þar til
allir hafa spreytt sig og eftir stendur sigurliðið.
1. Hvar var fátæklegasta húsið álitið það virðulegasta? (Fjárhúsið í Betlehem)

2. Hverjir komu að heimsækja Jesú þegar hann var nýfæddur? (Vitringarnir og
fjárhirðarnir.)
3. Hvað heitir kirkjan sem stendur við Austurvöll í Reykjavík? (Dómkirkjan.)
4. Ég er hvorki úr timbri né steinsteypu, hvorki húsvagn né húsbíll, eða annað í þeim dúr
sem dregið er um á hjólum. Né heldur tjald. Samt má búa í mér en mér er illa við
Saharaeyðimörkina. Hver er ég? (Snjóhús.)
5. Hvaða jólasveinn er mjög stirður? (Stekkjastaur.)
6. Tungulaus kalla ég og hjartalaus tek ég þátt í gleði og sorg? (Kirkjuklukkan.)
7. Hvaða karl hefur hvorki eyru né heila? (Snjókarlinn.)
8. Hvar lagði María Jesú þegar hann var nýfæddur í fjárhúsinu í Betlehem? (Í jötu.)
9. Hvað er jata? (Það er matarílát fyrir skepnur.)
10. Hvað heitir minnsti jólasveinninn? (Stúfur.)
11. Hvað eigum við helst ekki að brúka, þótt við getum ekki án þess verið? (Munn.)
12. Hvernig er vatn stafað með tveimur bókstöfum? (Ís.)
13. Hvaða viska er best? (Góð samviska.)
14. Hvað er það sem margt ungt fólk er hrifið af, myndað er af fyrsta hluta kattarins,
miðju hross og enda foss? (Koss.)
15. Hvað er það sem brakar í þegar kalt er, dansar í roki og grætur þegar hlýnar?
(Snjórinn.)

59-FEF-H02

Categories
6-9 ára Æskulýðsstarf Barnastarfið Eldri borgarar Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Sunnudagaskólinn TTT Unglingar

Námskrá

Smellið hér