Categories
Æskulýðsstarf Barnastarfið Sunnudagaskólinn

Faðir vor og trúarjátningin á táknmáli, myndbönd

Faðir vor og postulega trúarjátningin á táknmáli má nýta á ýmsa vegu í starfinu.

Categories
Æskulýðsstarf Söngvasjóður

Páskaheimsóknarefni fyrir leikskóla

Undirbúningur fyrir páskastund
leikskólans í kirkjunni

Kirkjunum stendur nú til boða að kaupa bókina Páskar úr bókaflokknum Stórar bækur handa litlu fólki. Bókin eru tilvalin gjöf frá kirkjunni til leikskólanna og er m.a. hugsuð sem kristinfræðiefni handa litlum börnum. Bókin kostar 1500 krónur og fæst í Kirkjuhúsinu.

Páskaheimsókn kirkjustarfsmanns í leikskólann
Hugmyndin er að bókin sé lesin fyrir börnin í leikskólanum, hvort heldur sem það er gert af starfsfólki leikskólans eða af starfsmanni sem kemur frá kirkjunni í heimsókn og ætti litla stund með börnunum um leið og bókin er gefin leikskólanum.
Hér fyrir neðan er einföld tillaga að samverustund leikskólans í kirkjunni.

Páskaheimsókn leikskólans í kirkjuna
Í framhaldi af því er börnunum boðið í kirkjuheimsókn. Þar mætti rifja upp efni bókarinnar- eða segja sögu páskanna, syngja með börnunum og segja söguna um litlu ungana í egginu sem trúðu því ekki að hænumamma væri til.
.
Börnin eru boðin velkomin. Vel mætti láta alla signa sig

Sungið saman:
Jesús er besti vinur barnanna
Gefið ykkur tíma til þess að kenna sönginn.

Fróðleikur um páskana borinn fram í formi samtals:
– Vitið þið hvers vegna við höldum páskana hátíðlega?
– Hvað gerðist á páskunum?
Samtalinu fylgt eftir með örstuttri upprifjun á sögu páskanna sem börnin fengu að heyra í leikskólanum.

Sungið saman:
Daginn í dag
Gefið ykkur tíma til þess að kenna sönginn.

Saga lesin:
Utan við eggjaskurnina lesin. Söguna er annars vegar að finna í flettibókinni Sögustund 2 sem til er í flestum kirkjum.
Auk þess er hægt að nálgast bæði söguna og myndirnar á power point hér á efnisveituvefnum

Sungið saman:
Hver hefur skapað blómin björt
Gefið ykkur tíma til þess að kenna sönginn.

Lítil lokabæn:
Til dæmis ,,Vertu Guð faðir, faðir minn”.

Samstarf kirkju og skóla- viðmiðun
Hér er að finna nokkra þætti sem hafa má til viðmiðunar í samstarfi kirkju og skóla. Á mörgum stöðum eru þessi mál í föstum skorðum og góðum farvegi en á öðrum stöðum gætir óöryggis varðandi þetta samstarf. Viðmiðunarþættir þessir eru afrakstur vinnuhóps um málefni kirkju og skóla. Að hópnum komu fulltrúar kirkjunnar, Skólastjórafélagsins og Samtaka sveitarfélaga.
Viðhorf kirkjunnar til samstarfs kirkju og skóla
Íslenska þjóðkirkjan gerir sér fulla grein fyrir að þrátt fyrir sérstöðu sína starfar hún í fjölhyggju- og fjölmenningarlegu umhverfi þar sem taka verður tillit til ólíkra trúar- og lífsviðhorfa og mikilvægt er að stuðla að virðingu og umburðarlyndi.
1. Kirkjan virðir að fullu sjálfstæði skólans. Það er á valdi stjórnenda skóla hvort samstarf við kirkjuna er tekið upp eða ekki. Þiggi skólastjórnendur þjónustu kirkjunnar eða samstarf við hana sem ágreiningi getur valdið, er það á ábyrgð skólans að bregðast við þeim ágreiningi í samvinnu við foreldra og aðra hlutaðeigandi aðila.
2. Trúarbragðafræðsla og þar með kristindómsfræðsla er hluti af fræðslustarfi skólans og á forsendum hans, enda setur menntamálaráðuneytið þeirri fræðslu námskrá.
3. Sé leitað eftir samstarfi við kirkjuna um einstaka þætti kristindómsfræðslunnar, svo sem vettvangsheimsóknir í kirkjur, er þátttaka starfsmanna kirkjunnar á forsendum skólans.
4. Kirkjan telur mikilvægt að þátttaka starfsmanna hennar í skólastarfi sé kynnt foreldrum.
5. Kirkjan vill kappkosta að í öllu samstarfi við skóla sé framlag hennar vel skilgreint og standist kröfur um vönduð fagleg vinnubrögð.
6. Kirkjan lýsir sig fúsa til samstarfs við skóla um námskeið fyrir kennara. Slík námskeið verði skipulögð alfarið með hlutverk kennara í opinberum skólum í huga.
7. Sé leitað eftir samstarfi við prest vegna áfalla, kemur presturinn til þess samstarfs sem þjónn kirkjunnar til stuðnings þeim sem fyrir áfalli hafa orðið og á forsendum þeirra.
8. Ef óskað er eftir skólaguðsþjónustu í tengslum við jól eða aðrar hátíðir er það á forsendum kirkjunnar. Það er skólans að setja reglur um hvernig með það skuli fara ef foreldrar óska ekki að börn þeirra taki þátt í slíkum athöfnum.
9. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð af menntamálaráðuneytinu að leyfi til þátttöku í fermingarfræðsluferðum á skólatíma er veitt af skólanum að beiðni foreldra. Kirkjan sem stofnun virðir þá ákvörðun. Kirkjan gerir ráð fyrir því að fermingarfræðslan fari fram utan hefðbundins skólatíma.

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsstarf Barnastarfið

Átak í kreppunni: 14 ný myndbönd sem senda má á póstlista/setja á heimasíðu kirkjunnar o.sfrv.

Þessi stuttu myndbönd mega kirkjurnar nota að vild. Fleiri myndbönd eiga eftir að bætast við á næstunni. Vinsamlegast hafið samband ef þið eruð með hugmyndir af fleiri myndböndum. Myndböndin er einnig að finna á YouTube og er hægt að senda slóðina á póstlistana. Það er mun léttara fyrir þá sem taka á móti póstinum.

Verið dugleg að senda myndböndin eða vísanir á þau á póstlistana ykkar.

Til umhugsunar fyri pabba og mömmu. Hlúum að börnunum

Geturðu beðið? Hlúum að börnunum

Komdu í sunnudagaskólann. Hlúum að börnunum

Lífið er gjöf. Hlúum að börnunum

Bænauppeldi: Vertu yfir og allt um kring

Bænauppeldi: Vertu Guð faðir

Æðruleysisbænin. Leggjum rækt við okkur sjálf

Vantar þig hugarró? Kynning á bæna og kyrrðarstundum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu

Upplýsingar um foreldramorgna í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu (frá 26.mars 09)

Þarftu að tala við einhvern?

Bjartsýni og þakklæti- það birtir upp um síðir

Drottinn er minn hirðir.Sálmur 23

Dag í senn

Categories
Æskulýðsstarf Barnasálmar og söngvar Fermingarstörf Söngvasjóður

Kveikt á öðru kertinu á aðventukransinum. Barnastund á aðventu María Ágústsdóttir 2008

Söngur

Signing og bæn

Kveikt á aðventukransinum með þessum orðum:

Við kveikjum á fyrsta kertinu, spádómakertinu.
Spámaðurinn Jesaja sagði þetta löngu áður en Jesús fæddist (Jes 7.14):
Sjá, yngismær verður þunguð og fæðir son og lætur hann heita Immanúel.

Við kveikjum á öðru kertinu, Betlehemskertinu.
Í litlu spádómsbókinni hans Míka stendur (Mík 5.1):
En þú, Betlehem í Efrata,
ein minnsta ættborgin í Júda,
frá þér læt ég þann koma
er drottna skal í Ísrael.

Við kveikjum á þriðja kertinu, hirðakertinu.
Um hirðana lesum við í Lúkasarguðspjalli (Lúk 2.20):
Og hirðarnir sneru aftur og vegsömuðu Guð og lofuðu hann fyrir það sem þeir höfðu heyrt og séð en allt var það eins og þeim hafði verið sagt.

Síðast kveikjum við á fjórða kertinu, englakertinu.
Við heyrum um englana í jólaguðspjallinu (Lúk 2.13)
Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita sem lofuðu Guð…
Söngur

Jólaguðspjallið flutt

Söngur

Frásögn með hreyfingum
Spádómurinn um Immanúel.
Spádómur er eitthvað sem er sagt löngu áður en það gerist. Í Biblíunni er spádómur orð sem Guð gefur fólki sem kann að hlusta á hann. Stundum skildi fólkið ekki orðin frá Guði. Stundum skiljum við ekki orðin hans Guðs. En við kunnum öll að óska okkur, er það ekki? Fólkið í landinu þar sem Jesús fæddist, Ísrael, óskaði sér að Guð kæmi til þeirra til þess að þeim gæti liðið vel.
Það er svolítið svipað eins og þegar mamma eða pabbi eru í burtu og við óskum okkur að þau séu hjá okkur. Stundum eru þau bara í vinnunni og koma fljótt heim. Stundum fara þau til útlanda og eru þá lengi í burtu. Þá óskum við okkur að þau væru hjá okkur. Og þau koma alltaf aftur til okkar, er það ekki? En stundum þurfum við að bíða svolítið lengi.
Nú skulum við rétta út hendina, beint fyrir framan augun okkar. Horfum á myndina í kirkjunni í gegn um fingurna. Myndin heitir altaristafla. Sjáið þið hana? Ég sé hana alla vega að hluta til. Ég veit að hún er þarna þó að ég sjái hana ekki alveg. Drögum nú að okkur hendina og skoðum myndina aftur. Nú sjáum við hana alveg skýrt.
Guð er alltaf hjá mér, líka þegar ég kem ekki auga á hann.

Staðurinn þar sem Jesús fæðist.
Við heyrðum áðan lesið um staðinn þar sem Jesús fæddist, litlu borgina Bethlehem. Sumum þótti hún ekki nógu merkilegur fæðingarstaður fyrir frelsarann sjálfan. En allir staðir eru merkilegir í augum Guðs. Og Jesús var lagður í jötu. Dýrin éta úr jötunni. Jötur eru ekki alltaf hreinar. En samt eru jötur mikilvægar í augum Guðs.
Hendurnar okkar eru ekki alltaf hreinar. Stundum koma vondar hugsanir í hjarta okkar. En einn fallegi jólasálmurinn sem við syngjum fjallar um að hjartað okkar geti samt verið vaggan hans Jesú. Nú skulum við aftur rétta fram hendina okkar og búa til eins og litla vöggu með lófanum. Finnum hvernig það er að strjúka lófann með hinni hendinni. Svona nálægt er Jesús okkur. Leggjum svo höndina þétt á brjóstið okkar, þar sem hjartað er. Vil ég mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri…
Við erum öll merkileg og mikilvæg í augum Guðs og hann langar að vera hjá okkur, alltaf.

Hirðarnir og englarnir lofuðu Guð.
Það þótti ekkert fínt að vera fjárhirðir. Stundum var ekki einu sinni tekið mark á því sem fjárhirðar sögðu. Samt hafa hirðar hafa örugglega verið eins og fólk er flest, margir heiðarlegir og aðrir kannski pínulítið óheiðarlegir. Englar eru ekki fólk. Þeir eru sendiboðar Guðs. Ef við hittum engil tækjum við áreiðanlega mark á því sem hann segði.
En hirðar og englar hafa sama hlutverk. Þetta hlutverk er að lofa Guð. Við erum hvorki hirðar né englar. Við höfum þó sama hlutverk, að lofa Guð. Við lofum Guð með því að þakka honum og sýna fólkinu í kring um okkur kærleika. Nú skulum við búa til litla englavængi með því að láta lófana snertast neðst þar sem heitir úlnliður. Þá verða hendurnar eins og vængir eða kannski blóm eða ljósker. Blómin og ljósin lofa Guð með því að vera til. Við skulum líka lofa Guð með því að vera til og gleðjast og hjálpa hvert öðru.
Í lokin notum við hendurnar okkar til að flétta saman fingur. Það er kallað að spenna greipar. Og svona höfum við hendurnar þegar við biðjum.

Góði Guð. Þakka þér fyrir að við erum til. Þakka þér fyrir mömmu og pabba, afa og ömmu, kennarana og starfsfólkið í skólanum, systkini okkar, vini og bekkjarfélaga. Viltu vernda okkur öll og líka börn sem eiga bágt. Í Jesú nafni. Amen.

Faðir vor
Blessunarorð

Söngur og útganga

Categories
Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf

Leikjasafn fyrir krakkaklúbb

Guðmunda Inga Gunnarsdóttir tók saman þetta leikjasafn og kann Efnisveitan og Fræðslusvið Biskupsstofu henni bestu þakkir.

Categories
Æskulýðsstarf Barnastarfið Föndur

Hugmyndir að páskaföndri

Hér er að finna margs konar hugmyndir að skemmtilegu páskaföndri:
Páskaföndur

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Hjálparstarf kirkjunnar

Vefur Hjálparstarfs kirkjunnar

Vef Hjálparstarfs kirkjunnar má nota á margvíslegan hátt í fræðslustarfi kirkjunnar.
Help.is

Categories
Æskulýðsstarf

Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum (FÉKKST)

Kennsla og trú

Categories
Æskulýðsstarf Starfsfólk

Samstarf kirkju og skóla- viðmiðun

Hér er að finna nokkra þætti sem hafa má til viðmiðunar í samstarfi kirkju og skóla. Á mörgum stöðum eru þessi mál í föstum skorðum og góðum farvegi en á öðrum stöðum gætir óöryggis varðandi þetta samstarf. Viðmiðunarþættir þessir eru afrakstur vinnuhóps um málefni kirkju og skóla. Að hópnum komu fulltrúar kirkjunnar, Skólastjórafélagsins og Samtaka sveitarfélaga.

Viðhorf kirkjunnar til samstarfs kirkju og skóla

Íslenska þjóðkirkjan gerir sér fulla grein fyrir að þrátt fyrir sérstöðu sína starfar hún í fjölhyggju- og fjölmenningarlegu umhverfi þar sem taka verður tillit til ólíkra trúar- og lífsviðhorfa og mikilvægt er að stuðla að virðingu og umburðarlyndi.

1. Kirkjan virðir að fullu sjálfstæði skólans. Það er á valdi stjórnenda skóla hvort samstarf við kirkjuna er tekið upp eða ekki. Þiggi skólastjórnendur þjónustu kirkjunnar eða samstarf við hana sem ágreiningi getur valdið, er það á ábyrgð skólans að bregðast við þeim ágreiningi í samvinnu við foreldra og aðra hlutaðeigandi aðila.

2. Trúarbragðafræðsla og þar með kristindómsfræðsla er hluti af fræðslustarfi skólans og á forsendum hans, enda setur menntamálaráðuneytið þeirri fræðslu námskrá.

3. Sé leitað eftir samstarfi við kirkjuna um einstaka þætti kristindómsfræðslunnar, svo sem vettvangsheimsóknir í kirkjur, er þátttaka starfsmanna kirkjunnar á forsendum skólans.

4. Kirkjan telur mikilvægt að þátttaka starfsmanna hennar í skólastarfi sé kynnt foreldrum.

5. Kirkjan vill kappkosta að í öllu samstarfi við skóla sé framlag hennar vel skilgreint og standist kröfur um vönduð fagleg vinnubrögð.

6. Kirkjan lýsir sig fúsa til samstarfs við skóla um námskeið fyrir kennara. Slík námskeið verði skipulögð alfarið með hlutverk kennara í opinberum skólum í huga.

7. Sé leitað eftir samstarfi við prest vegna áfalla, kemur presturinn til þess samstarfs sem þjónn kirkjunnar til stuðnings þeim sem fyrir áfalli hafa orðið og á forsendum þeirra.

8. Ef óskað er eftir skólaguðsþjónustu í tengslum við jól eða aðrar hátíðir er það á forsendum kirkjunnar. Það er skólans að setja reglur um hvernig með það skuli fara ef foreldrar óska ekki að börn þeirra taki þátt í slíkum athöfnum.

9. Sú stefna hefur þegar verið mörkuð af menntamálaráðuneytinu að leyfi til þátttöku í fermingarfræðsluferðum á skólatíma er veitt af skólanum að beiðni foreldra. Kirkjan sem stofnun virðir þá ákvörðun. Kirkjan gerir ráð fyrir því að fermingarfræðslan fari fram utan hefðbundins skólatíma.