Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Lasarus- leyniteikning

Hér má finna texta með leyniteikningunum um Lasarus.
Neðst á síðunni má finna útskýringateikningar í viðhengjum, bæði doc og pdf.

1. Einu sinni var maður sem hét Lasarus.

2. Hann átti systur sem hét Marta.

3. Og aðra systur sem hét María. Þau voru öll mjög góðir vinir Jesú.

4. Þau bjuggu öll saman í húsi sem kallað var Betanía.

5. Dag nokkurn veiktist Lasarus. Sjáið þið. Hér liggur hann veikur í rúminu sínu.

6. María systir hans vildi gæta hans vel og lagðist við hliðina á honum til fóta. Á meðan Marta hljóp af stað til þess að fá hjálp. Hún vildi koma boðum til Jesú. Hún vildi fá Jesú til að koma og lækna Lasarus.

7. En áður en Jesú kom dó Lasarus. Hann var lagður í gröf sem var eins og hellir.

8. Stórum steini var velt fyrir gröfina.

9. Svo kom Jesú. Hann brosti og sagði: Lasarus, vaknaðu og komdu út úr gröfinni. Og þótt Lasarus væri dáinn, heyrði hann rödd Jesú sem vakti hann upp frá dauðum. Og hér sjáið þið bestu vinina: Jesús og Lasarus.