Categories
6-9 ára Leikir Lúther TTT

Leikir

Upphitun: Munkaleikurinn. Þessi leikur er útfærsla á gamla og góða býflugnaleiknum – eða mólíkúlaleiknum eins og hann hét einu sinni. Í staðinn fyrir býflugur eða mólikúl (sameindir) eru allir munkar og eiga að búa til klaustursellur eins og voru algengar á tíma Lúthers.

Lýsing: Allir fara út á gólfið og ganga um í hópnum, þegar leiðtoginn kallar upp einhverja tölu, eiga allir að hrúgast saman í eins stóran hóp og talan segir til um. Ef leiðtoginn segir 4 – þá eiga fjórir munkar að hrúgast saman, ef leiðtoginn segir 13, þá þurfa 13 munkar að mynda eina sellu sömuleiðis.

Þeir sem EKKI passa í munkasellurnar af því þær eru fullar, eru úr leik. Leikurinn klárast þegar aðeins TVEIR munkar eru eftir á gólfinu, eftir að allir hinir hafa dottið úr leik. Þeir fá þann heiður að vera frekustu munkarnir í klaustrinu!

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Samvera 1: MIÐALDIR

Til leiðtogans

Leikir

Iðja

Leiðtoginn fléttar söngæfingunni á milli þátta í samverunni eða bætir henni aftan við og hefur hana eins langa og aðstæður leyfa.

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Til leiðtogans

Til leiðtogans: Fyrsta samveran okkar gengur út á að setja sig inn í hugarheim þeirra sem lifðu á tímum Lúthers. Sá tími er kallaður miðaldir eða síðmiðaldir í sagnfræðinni. Hægt er að lesa nánar um hugmyndir miðalda og mikilvæga atburði t.d. á skolavefurinn.is og í köflunum í ,,Hér stend ég” sem fjalla um tíma Lúthers í skóla og klaustri.

Í samtali um miðaldirnar og tímann sem Lúther lifði á er hjálplegt að ræða um hvað hið trúarlega og kirkjan léku stórt hlutverk í lífi fólks, og klaustrin eru gott dæmi um það. Ungt, hæfileikaríkt og vel statt fólk valdi sér klausturlífið af því að það kallaðist á við lífsýn og sjálfsmynd þess. Sumir gengu líka í klaustur af því það var það eina í boði – og þá fékkstu líka húsaskjól, mat og félagslegan ramma sem var kannski ekki í boði annars staðar.

Það er líka mikilvægt að hafa í huga hvað lífið var ólíkt á 15. öld og á okkar tímum. Allt sem snýr að heilbrigði, atvinnu, fjölskyldu, afþreyingu og samskiptum lýtur öðrum lögmálum þá en nú.

 Takið tíma til að spjalla um hvernig líf krakka eins og þeirra sem eru saman komnir til að taka þátt í söngleiknum, hefði getað litið út á tíma Lúthers. Hvaða möguleikar voru til menntunar, hvað var líklegt að æfistarfið manns yrði, hver var munurinn á að vera strákur og vera stelpa?

 

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Lúther: Fræðsluefni með söngleik

Hér er á ferðinni splunkunýtt fræðsluefni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Vera má að 6 ára séu full ung en hér þurfa leiðtogar að vega og meta hvað hentar þeirra hópi.

MARKMIÐIÐ með þessum samverum er að börnin fái með einhverjum hætti að læra um og upplifa kjarnaatriði í sögunni um Lúther og siðbótina um leið og þau taka þátt í því að æfa söngleik. Það er gert með því að skapa og leika, með tengingu í áherslur Lúthers/siðbótarinnar um lífið og trúna.

Hér á eftir fylgja uppástungur að fjórum samverum sem tengjast lífi og starfi Marteins Lúthers á þann hátt sem nýtist börnum hér og nú.

Hver samvera er byggð upp á nokkrum þáttum.

  • Fyrst er stuttur inngangur fyrir leiðtoga sem tengir stundina við ákveðin þemu í lífi og starfi Lúthers. Í þessum hluta er vísað í æfisögu Lúthers sem gott er að hafa bak við eyrað, og er að finna í útgáfu Skálholtsútgáfunnar ,,Hér stend ég”.
  • Í annan stað er boðið upp á upphitun í formi leikjar eða samhristings.
  • Í þriðja lagi er í hverri samveru boðið upp á föndur eða iðju eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað.
  • Síðasti þátturinn er síðan söngæfingin sjálf sem stjórnandi leiðir.Mikilvægt er að hafa í huga að hver samvera þarfnast undirbúnings þegar kemur að föndri/iðju og leiðtogi þarf að hafa viðeigandi hluti og hráefni til handargagns þegar hafist er handa. Einnig þarf alltaf að aðlaga iðju og leiki eftir stærð og samsetningu hópsins sem unnið er með.

Hér í viðhengjunum má finna söngleikinn til útprentunar í held sinni.

Höfundar efnisins eru:
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, fræðsluefni, samverur.
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, söngleikur.
Að textagerð í söngleik komu einnig sr. Guðmundur Guðmundsson, sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson og Guðlaugur Gunnarsson.

Samvera 1
Samvera 2
Samvera 3
Samvera 4

Categories
6-9 ára Barnasálmar og söngvar Barnastarfið Efnispottur Foreldrastarf Leikir Myndaseríur Sunnudagaskólinn TTT

Barnastarfið 0-12 ára:

Categories
6-9 ára Æskulýðsdagurinn Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT Unglingar

Æskulýðsdagurinn 7.mars 2016

Um efni æskulýðsdagsins

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Gefðu voninni vængi

Nú býðst sóknum landsins að taka þátt í söfnunarverkefni sem hefur um leið uppeldislegt gildi. Hefur verkefnið hlotið yfirskriftina Gefum voninni vængi.
Í fyrra voru gerðir tveir samstæðir söfnunarbaukar og ýtum við nú því verkefni betur úr vör með myndbandinu hér að neðan.
Baukarnir eru ókeypis og hægt er að panta þá hjá Hjálparstarfi krikjunnar.
Baukunum verða gerð sérstök skil fyrsta sunnudag í aðventu.

Annar baukurinn er merktur Sjóður fyrir náungann en hinn Sjóður fyrir mig.
Um leið og við gefum eigin vonum vængi er mikilvægt að huga að náunganum og hafa hugföst orð Jesú um að við eigum að elska náungann eins og sjálf okkur.

Þarna gefst foreldrum og fræðurum í barnastarfi kirkjunnar færi á að kenna börnunum annars vegar að það er skynsamlegt að safna fyrir því sem mann vantar og hins vegar að öll berum við ábyrgð á þeim sem minna eiga. Hjálpumst að við að gefa vonum þeirra vængi.
Baukana myndskreytti Halla Sólveig Þorgeirsdóttir.

Kirkjur geta nálgast baukana hjá Atla Hafliðasyni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar atli@help.is.
Kirkjurnar munu síðan aðstoða við að koma baukunum til Hjálparstarfsins í lok söfnunarinnar.

Hér eru slóðirnar til niðurhals:

Baukar í barnastarfi:
https://drive.google.com/file/d/0BxT15w37gsFYR29MUXRmQ3hlYW8/view?usp=sharing

Skólaganga í stað göngu eftir vatni:
https://drive.google.com/file/d/0BxT15w37gsFYR29MUXRmQ3hlYW8/view?usp=sharing

Gjöf sem gefur:
https://drive.google.com/file/d/0B7dWEIb014NwRU1iVmRHaUFvdXZILTlDWW9Zd2dSUmNidzl3/view?usp=sharing

Categories
6-9 ára Barnastarfið Sunnudagaskólinn TTT

Bænadagur kvenna 2016


6 Cuba ArtworkAlþjóðlegur bænadagur kvenna, sem á sér rætur í amerískum kristniboðs- og kvennahreyfingum 19. aldar, var fyrst haldinn á Íslandi þann 8. mars 1935 að
frumkvæði kvenna í KFUK, ekki síst alþingiskonunnar Guðrúnar Lárusdóttur. Fram til 1957 er hljótt um daginn í hérlendum heimildum en þá voru það konur frá Hjálpræðishernum sem hófu að halda daginn hátíðlegan og hefur það verið gert óslitið síðan, í bráðum 60 ár.

Hópur kvenna frá 11 söfnuðum og kristilegum hreyfingum undirbýr daginn hérlendis, þýðir efni til að senda út um land og býður til bænasamkomu á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni kemur efnið, sem alþjóðaskrifstofan í New York sendir út, frá Kúbu. Samkoma verður í Fríkirkjunni í Reykjavík 4. mars kl. 20 og víðar um land.

Hér  fyrir neðan er barnadagskráin  í þýðingu Sigríðar Schram sett sem viðhengi.
María Ágústsdóttir

Categories
6-9 ára TTT

Grunnskólinn heimsækir kirkjuna á aðventu

Hér má finna tillögu að heimsókn grunnskólabarna í kirkjuna á aðventu.
Mörgum finnst mátulegt að hafa stundina u.þ.b. hálftíma langa.

Kynnið ykkur viðmið um samstarf kirkju og skóla. SMELLIÐ HÉR! Vel má prenta þau út og senda til skólans til upprifjunar
Upphaf:

Ef ekki annað hefur komið til umræðu er eðlilegt að samvera í kirkju hefjist með bæn. Hafið bænina stutta og veljið bæn sem líklegt er að sem flestir kunni t.d. Vertu Guð faðir, faðir minn.

Söngur:
Við vindum okkur beint í jólalögin og er hér vísað í jólasöngva sem til eru á efnisveitunni fyrir skjávarpa.
SMELLIÐ HÉR!

Fróðleikur um aðventukransinn. SMELLIÐ HÉR!

Söngur

Jólaguðspjallið:
Þar sem aðstæður í kirkjum eru mismunandi, veljið úr það sem hentar.
Stutt og hljóðlaus teiknimynd um jólaguðspjallið í þremur liðum Hentar eldri börnum.
eða
3 stuttar teiknimyndir með íslensku tali u.þ.b. 3 mínútur hver (veljið) Hentar yngri börnum.

Söngur

Helgileikur:
Þetta atriði þarf að undirbúa í samstarfi við skólann.
Hér eru nokkrar tillögur að einföldum helgileikjum:
SMELLIÐ HÉR!

Tónlistaratriði
Verið búin að athuga hvort skólinn á ekki hæfileikaríka nemendur sem gætu verið með tónlistaratriði í lok samverunnar.

Lokasöngur
Heims um ból

Bæn (nema um annað sé samið)
Faðir vor

Öllum þakkað fyrir komuna og óskað gleðilegra jóla.

Categories
6-9 ára Aðventa og jól Barnastarfið TTT

Aðventa 2015- skólaheimsóknir