Categories
6-9 ára Lúther TTT

Samvera 3: TRÚIN

Til leiðbeinandans
Leikur
Iðja
Söngæfing: Samverunni lýkur með söngæfingu sem tekur eins langan tíma og leiðtoginn telur þurfa.

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Samvera 2: UPPREISN OG BREYTING

Til leiðbeinandans
Leikur
Iðja

Söngæfing: Samverunni lýkur með söngæfingu sem tekur eins langan tíma og leiðtoginn telur þurfa. Eins má láta æfa lögin í söngleiknum á milli annarra atriða í samverunni.

Categories
6-9 ára Iðja Lúther TTT

Iðja

Búa til veggteppi eða altarisklæði sem endurspeglar lífið á miðöldum. Hér þarf að hafa við hendina stranga sem getur verið eins stór eða lítill og menn vilja. Hægt er að kaupa ódýrt léreft í Rúmfatalagernum til að nota. Svo þarf taumálningu og pensla. Ef hópurinn er mjög stór er hægt að búa til fleiri veggteppi en eitt!

Hugmyndir að myndefni:
– Evrópskt þorp með kirkju og torgi og litlum húsum í kring.
– Klaustur með munkum og nunnum í kring.
– Gamaldags altaristafla með t.d. Jesú á krossinum (mjög algengt þema í miðaldakirkjum).
– Fallegt landslag með fólki að vinna á akrinum.

Categories
6-9 ára Leikir Lúther TTT

Leikir

Upphitun: Munkaleikurinn. Þessi leikur er útfærsla á gamla og góða býflugnaleiknum – eða mólíkúlaleiknum eins og hann hét einu sinni. Í staðinn fyrir býflugur eða mólikúl (sameindir) eru allir munkar og eiga að búa til klaustursellur eins og voru algengar á tíma Lúthers.

Lýsing: Allir fara út á gólfið og ganga um í hópnum, þegar leiðtoginn kallar upp einhverja tölu, eiga allir að hrúgast saman í eins stóran hóp og talan segir til um. Ef leiðtoginn segir 4 – þá eiga fjórir munkar að hrúgast saman, ef leiðtoginn segir 13, þá þurfa 13 munkar að mynda eina sellu sömuleiðis.

Þeir sem EKKI passa í munkasellurnar af því þær eru fullar, eru úr leik. Leikurinn klárast þegar aðeins TVEIR munkar eru eftir á gólfinu, eftir að allir hinir hafa dottið úr leik. Þeir fá þann heiður að vera frekustu munkarnir í klaustrinu!

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Samvera 1: MIÐALDIR

Til leiðtogans

Leikir

Iðja

Leiðtoginn fléttar söngæfingunni á milli þátta í samverunni eða bætir henni aftan við og hefur hana eins langa og aðstæður leyfa.

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Til leiðtogans

Til leiðtogans: Fyrsta samveran okkar gengur út á að setja sig inn í hugarheim þeirra sem lifðu á tímum Lúthers. Sá tími er kallaður miðaldir eða síðmiðaldir í sagnfræðinni. Hægt er að lesa nánar um hugmyndir miðalda og mikilvæga atburði t.d. á skolavefurinn.is og í köflunum í ,,Hér stend ég” sem fjalla um tíma Lúthers í skóla og klaustri.

Í samtali um miðaldirnar og tímann sem Lúther lifði á er hjálplegt að ræða um hvað hið trúarlega og kirkjan léku stórt hlutverk í lífi fólks, og klaustrin eru gott dæmi um það. Ungt, hæfileikaríkt og vel statt fólk valdi sér klausturlífið af því að það kallaðist á við lífsýn og sjálfsmynd þess. Sumir gengu líka í klaustur af því það var það eina í boði – og þá fékkstu líka húsaskjól, mat og félagslegan ramma sem var kannski ekki í boði annars staðar.

Það er líka mikilvægt að hafa í huga hvað lífið var ólíkt á 15. öld og á okkar tímum. Allt sem snýr að heilbrigði, atvinnu, fjölskyldu, afþreyingu og samskiptum lýtur öðrum lögmálum þá en nú.

 Takið tíma til að spjalla um hvernig líf krakka eins og þeirra sem eru saman komnir til að taka þátt í söngleiknum, hefði getað litið út á tíma Lúthers. Hvaða möguleikar voru til menntunar, hvað var líklegt að æfistarfið manns yrði, hver var munurinn á að vera strákur og vera stelpa?

 

Categories
6-9 ára Lúther TTT

Lúther: Fræðsluefni með söngleik

Hér er á ferðinni splunkunýtt fræðsluefni fyrir börn á aldrinum 6-12 ára.
Vera má að 6 ára séu full ung en hér þurfa leiðtogar að vega og meta hvað hentar þeirra hópi.

MARKMIÐIÐ með þessum samverum er að börnin fái með einhverjum hætti að læra um og upplifa kjarnaatriði í sögunni um Lúther og siðbótina um leið og þau taka þátt í því að æfa söngleik. Það er gert með því að skapa og leika, með tengingu í áherslur Lúthers/siðbótarinnar um lífið og trúna.

Hér á eftir fylgja uppástungur að fjórum samverum sem tengjast lífi og starfi Marteins Lúthers á þann hátt sem nýtist börnum hér og nú.

Hver samvera er byggð upp á nokkrum þáttum.

  • Fyrst er stuttur inngangur fyrir leiðtoga sem tengir stundina við ákveðin þemu í lífi og starfi Lúthers. Í þessum hluta er vísað í æfisögu Lúthers sem gott er að hafa bak við eyrað, og er að finna í útgáfu Skálholtsútgáfunnar ,,Hér stend ég”.
  • Í annan stað er boðið upp á upphitun í formi leikjar eða samhristings.
  • Í þriðja lagi er í hverri samveru boðið upp á föndur eða iðju eftir efnum og aðstæðum á hverjum stað.
  • Síðasti þátturinn er síðan söngæfingin sjálf sem stjórnandi leiðir.Mikilvægt er að hafa í huga að hver samvera þarfnast undirbúnings þegar kemur að föndri/iðju og leiðtogi þarf að hafa viðeigandi hluti og hráefni til handargagns þegar hafist er handa. Einnig þarf alltaf að aðlaga iðju og leiki eftir stærð og samsetningu hópsins sem unnið er með.

Hér í viðhengjunum má finna söngleikinn til útprentunar í held sinni.

Höfundar efnisins eru:
Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, fræðsluefni, samverur.
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, söngleikur.
Að textagerð í söngleik komu einnig sr. Guðmundur Guðmundsson, sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson og Guðlaugur Gunnarsson.

Samvera 1
Samvera 2
Samvera 3
Samvera 4

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Tillögur að sálmum

Hér eru nokkrar tillögur að sálmum til að nota í æskulýðsguðsþjónustu og undirbúningi fyrir æskulýðsdaginn. Best er að nota þá sálma/lög sem söfnuðurinn þekkir og vekja líf og gleði, t.d. þessa:

Megi gæfan þig geyma
Verið hljóð og hlustið er ég tala
Er ég leitaði vinar
Fræ í frosti sefur
Lífið gefur Guð í ljósi býr hann (1 og 5 vers)
Af því þú vald þitt
Þú settir þig neðst hjá þeim smæstu á jörð
Guð sem gefur lífið
Heyr þann boðskap
Gæskan er öflugri en illskan
Heyrðu mig hjartkær Jesús
Kom kom helgur andi Guðs
Við setjumst hér í hringinn
Er vaknar ást á vori lífsins
Dona nobis pacem
Da pacem Domine
Góði Guð er ég bið
Guð í þinni hendi
Ég vil dvelja í skugga vængja þinna
Guð gef frið og frelsi á jörðu

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther Messuform

TRÚUM AF HJARTA -GUÐSÞJÓNUSTA Á ÆSKULÝÐSDAGINN

Þetta form ná nota í heild, að hluta, eða sem grunn að því sem passar í hverjum aðstæðum. Formið gerir ráð fyrir undirbúningi sem getur farið fram í samverum/æskulýðsfundum vikurnar áður. Í helstu liðum guðsþjónustunnar er hægt að fara ólíkar leiðir eftir því sem hentar aðstæðum:

1) að prestur/djákni/leiðtogi tali frá eigin brjósti
2) að ungmennum hafi verið falið að skrifa/flytja sjálf það sem fram fer
3) að notast við það sem fylgir þessu formi

Tónlist má vera hefðbundin eða í flutningi ungmenna. Með þessu formi fylgja uppástungur af sálmum sem hægt er að nota.

1. Söfnumst saman/Innganga

Tónlist (Hér má notast við hefðbundið forspil eða unglingahljómsveitir þar sem þær eru)

 Á meðan tónlistin hljómar er gengið með Biblíuna inn kirkjuna og hún lögð á altarið. Þá má líka kveikja á kertum og leggja blóm á altarið.
Ein útfærsla er að nota 4 kerti sem kallast á við litina í Lúthersrósinni, svart (krossinn), rautt (hjartað), hvítt (rósin) og gyllt (hringurinn).

Ávarp

Guðsþjónustuna má leikmaður, prestur eða djákni leiða. Í ávarpinu er gott að bjóða fólk velkomið í guðsþjónustu á æskulýðsdaginn og minna á þemað sem er ,,Trúum af hjarta” í tilefni minningar um siðbótina. Tilvalið að útskýra athöfnina, sérstaklega það sem er öðruvísi en fólk í söfnuðinum á að venjast. Minna á starfið með börnum og unglingum í kirkjunni og að í þessari guðsþjónustu séu gjafir þeirra sérstaklega sýnilegar. Ávarpið á ekki að vera langt en þó er góð regla að nefna þau sem koma að þjónustunni.

Bæn

Hér má velja 1) (frá eigin brjósti) 2) (ungmenni undirbúa) eða 3) (eftirfarandi)

 Lesari: Góði Guð, við þökkum þennan dag þegar við fáum að koma saman í húsi þínu til að heyra það sem þú vilt segja okkur, læra af þínum heilaga anda og upplifa trú, von og kærleika í samfélagi við hvert annað. Við biðjum í Jesú nafni.

Svar: Amen.

Víxlestur
Hér má velja 1) (frá eigin brjósti) 2) (ungmenni undirbúa) eða 3) (eftirfarandi)

Lesari: Guð gefur okkur trú

Svar: Trúum af hjarta

Lesari: Fyrir frelsara okkar Jesú Krist

Svar: Trúum af hjarta

Lesari: Jesús gefur okkur frið

Svar: Trúum af hjarta

Lesari: Við þurfum ekki að óttast

Svar: Trúum af hjarta

Tónlist/sálmur

2. Orðið

Fjórir textar lesnir upp, einn fyrir hvert tákn í Lúthersrósinni. Hér er hægt að útdeila lestrunum (eftir undirbúning) eða leiðtogi flytur.

Það má líka prenta út á litla miða og fela foreldrum eða öðrum fullorðnum það að lesa úr sætum!

 Við hvern lestur má lyfta upp táknum rósarinnar (kross, hjarta, rós, hringur) í því formi sem ungmennin hafa undirbúið.

* Lesari 1: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú. Rm 1.17 (Krossinn)

 * Lesari 2: Með hjartanu er trúað til réttlætis. Rm 10.10 (Hjartað)

* Lesari 3: Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Jh 14.27 (Rósin)

* Lesari 4: Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. 1P 1.3 (Hringurinn)

 Tónlist/sálmur

Trúarjátning

 Hér má velja 1) (frá eigin brjósti/postullega trúarjátningin) 2) (ungmenni undirbúa sína eigin trúarjátningu sem þau flytja) eða 3) (eftirfarandi sem er víxllestur)

 Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem skapar, frelsar og huggar

Lesari: Við trúum á Jesú

Svar: sem mætir okkur þar sem við erum

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem elskar okkur öll, eins og við erum

Lesari: Við trúum á heilagan anda

Svar: sem gefur okkur frið

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem gefur okkur kraft til að standa upp á ný

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem sendir okkur til þeirra sem þurfa á því að halda

Lesari: Við trúum á Guð

Svar: sem gefur okkur von um að lífið sé sterkara en dauðinn og kærleikurinn sterkari en óvild og kuldi. Við trúum af hjarta. Amen.

Hugvekja

Hér má velja 1) (frá eigin brjósti) 2) (ungmenni undirbúa) eða 3) (eftirfarandi)

Uppástunga að ólíkum formum hugvekju: Sá eða sú sem leiðir stundina getur flutt hugvekju frá eigin brjósti. Ungmenni, t.d. krakkar úr fermingarhópi eða öðrum kirkjuhópum, geta líka undirbúið hugvekju og flutt eftir efnum og aðstæðum. Sumstaðar passar vel að hafa samtalsprédikun sem fleiri en einn taka þátt í að semja og flytja.

Í hugvekjunni er t.d. hægt að tala um Lúthersrósina og nota þessa punkta, ásamt því sem fylgir í inngangi um efni æskulýðsdagsins (efst í þessu efni). Athugið að þetta eru umhugsunarpunktar til undibúnings og hver og einn prédikari þarf að heimfæra til sín og sinna aðstæðna:

Við trúum af hjarta!

Hvað er trú? Hvernig birtist hún í lífinu okkar? Hvernig birtist hún í lífi Lúthers?
Ef við skoðum merkið hans, hvernig tengjast krossinn og hjartað? Hvernig tengjum við trúna við tilfinningarnar sem fylgja því að vera manneskja? Hvernig líður okkur í dag og hvernig tengist það Guði?

Hvernig tengist rósin og hringurinn? Hvernig tengjum við í tilfinningar okkar um trú og von? Hvað vonum við? Hvað er það besta sem við getum vonað fyrir okkur sjálf, fyrir þau sem við elskum og fyrir allan heiminn?

Hvernig tölum við um trú? Getum við upplifað hana sem gjöf? Getum við upplifað trúna sem frelsi? Hvernig sjáum við trúna í kringum okkur? ?

Hvað þýðir náð? Getum við talað um náð á tungumáli sem við skiljum í dag Hvað þýðir það að vera kristin manneskja í heiminum eins og hann er í dag? Hvaða afleiðingar eða möguleika hefur það fyrir okkur að fá trúna og vonina að gjöf inn í lífið okkar?

Tónlist/sálmur

3. Bænin

Í bænakaflanum má sem fyrr fara ólíkar leiðir. Hér má velja 1) bænir frá eigin brjósti 2) bænir sem ungmenni hafa undirbúið eða 3) eftirfarandi
Hér má líka fara ólíkar leiðir í því að leggja fram bænir safnaðarins:

A. Bera fram bænirnar sem krakkarnir hafa undirbúið, t.d. í hjartalaga körfu og leggja á altarið.

B. Við búum til bænabönd – tökum tíma í að þræða fjórar perlur sem tákna krossinn, hjartað, rósina og hringinn (svarta, rauða, hvíta og gyllta) á bönd og tökum með okkur. Má vera tónlist undir.

 C. Bænastöðvar: útbúnar nokkrar stöðvar með blöðum og blýöntum þar sem fólk getur staldrað við og skrifað bænir sem síðan eru lagðar í körfur sem bornar eru til altarisins. Má vera tónlist undir.

 D. Lesnar fjórar bænir sem tengjast krossinum, hjartanu, rósinni og hringnum (sjá skýringar að ofan) og í hvert skipti kveikt á kerti í litum Lúthersrósarinnar (svart, rautt, hvítt, gyllt).

Bænir

Elsku góði Guð, við þökkum þér lífið og þennan dag. Hjálpaðu okkur að muna eftir Jesú í lífinu okkar og að trúa því að kærleikur þinn er öllu sterkari. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

Góði Guð, takk fyrir allt sem við finnum í hjartanu okkar. Blessaðu kærleikann og ástina sem kviknar og gefðu henni líf. Hjálpaðu okkur að trúa af hjarta. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

Góði Guð, komdu til okkar þegar við erum hrædd. Hjálpaðu okkur að hugga aðra þegar óttinn ætlar að yfirbuga. Takk fyrir friðinn sem þú gefur okkur í hjartað. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

Góði Guð, við þökkum fyrir allar góðar gjafir lífsins og biðjum þig að hjálpa okkur að fara vel með þær. Takk fyrir trúna sem þú gefur okkur í hjartað. Við biðjum í Jesú nafni. Svar: Drottinn heyr vora bæn.

 Faðir vor

4. Sending

Blessun

Hér má velja 1) (blessun frá eigin brjósti) 2) (blessun sem ungmenni hafa undirbúið) eða 3) (eftirfarandi sem er víxllestur)

 Lesari: Guð sem skapar, frelsar og huggar

Svar: leiði okkur á veg friðarins í ljósi vonarinnar um eilíft líf og réttlæti öllum til handa.

Lesari: Guð sem skapar, frelsar og huggar

Svar: opni augu okkar fyrir þjáningu annarra og gefi okkur hugrekki til að koma til hjálpar

Lesari: Guð sem skapar, frelsar og huggar

Svar: gefi okkur trú í hjarta, blessi okkur og varðveiti frá öllu illu. Amen.

Tónlist Hér má vera hefðbundið eftirspil eða samsöngur.

Categories
Æskulýðsdagurinn Leikir Lúther

LEIKIR

Ísjakinn bráðnar

Hver þátttakandi fær eitt A4 blað. Þátttakendum er skipt í lið. Hvert lið raðar A4 blöðunum sínum á gólfið þannig að úr verði einn stór ísjaki og standa á jakanum. Í hverri umferð tekur leiðtogi eitt blað af ísjakanum. Það lið vinnur sem heldur lengst út á sínum ísjaka án þess að snerta gólf.

Húsasmiðir

Leiðtogi er búinn að klippa helling af tímaritum niður í A7 búta. Þeir liggja eins og hráviður út um allan sal. Þátttakendum er skipt í litla hópa, hver hópur fær límbandsrúllu og greinilega afmarkað veggpláss sem má klína límbandi á. Þegar gefið er merki hefst keppnin sem fellst í því að líma sem flesta búta á sinn veggpart þannig að úr verði hús!

Leiðtogi er búinn að klippa helling af tímaritum niður í A7 búta. Þeir liggja eins og hráviður út um allan sal. Þátttakendum er skipt í litla hópa, hver hópur fær límbandsrúllu og greinilega afmarkað veggpláss sem má klína límbandi á. Þegar gefið er merki hefst keppnin sem fellst í því að líma sem flesta búta á sinn veggpart þannig að úr verði hús!

Í stað þess að láta krakkana líma hús, má láta þá líma hjarta, rós eða annað af táknunum sem tengist efninu og svo leyfa því að standa sem skraut þar til eftir messuna.

 

Láttu hólkinn standa! – keppni í samvinnu

Undirbúningur: safna hólkum innan úr klósettrúllum, jafnmörgum og liðin eru (sjá lýsingu að neðan). Hafa málband eða tommustokk við hendina.

Hópnum er skipt niður í lið. Í hverju liði eru ekki fleiri en 5. Lína er dregin (t.d. með bandi eða límbandi) og liðin standa fyrir innan hana allan tímann.

Hvert lið fær hólk innan úr klósettrúllu. Leikurinn er keppni um hvaða lið kemur hólknum eins langt frá línunni og hægt er ÁN þess þó að snerta gólfið hinumeigin við línuna. Hólkurinn verður jafnframt að vera uppréttur og má ekki detta. Það gengur semsagt ekki að henda hólknum bara eins langt og maður getur.

Dómarinn þarf tommustokk eða mæliband til að skera úr um sigurveigara.

Þessi leikur reynir á samvinnu og sköpunargleði. Beita má öllum ráðum til að færa hólkinn, án þess að nota aukahluti (blýanta eða eitthvað slíkt) – en bara að passa að snerta ekki gólfið hinu megin við línuna og hólkurinn verður að vera uppréttur. Gott að miða við að tíminn sé 3-7 mínútur – og svo má endurtaka eins oft og maður vill!

(http://kirkjan.is/naust/skraarsofn/eyjafjardarprofastsdaemi/2008/12/33leikir.pdf)