Categories
Æskulýðsdagurinn Föndur Lúther

Föndur/Iðja

Í vinnslu:

Krökkum skipt niður í hópa og þau vinna lógó fyrir sig persónulega eða fyrir hópinn sinn (trúin, kirkjan, bærinn, fjölskyldan…)

Ólíkar útfærslur:

a)LÓGÓKERTI
Nú ætlum við að gera kerti með okkar eigin merki.
Í þessu skemmtilega bloggi er sýnt hvernig gera má lógókerti. Lesið og njótið. Útdráttur: Lógóin eru teiknuð á blöð og svo eru þau límd á kerti með kertalími. Það sem þarf er kerti (t.d. 20cm), pensill, pappír (teikniblokkarpappír eða kertapappír, sjá útskýringar í blogginu að neðan), og kertalím.

Frekari leiðbeiningar um lógókertin eru á slóðinni:
http://alltsemgerirhusadheimili.is/?p=1901

b) FATALÓGÓ (t.d. T-shirts). Lógóin eru annaðhvort skönnuð eða ljórituð og svo prentuð á þartilgerðan pappír (phototransfer pappír – fæst t.d. í Föndru á Dalvegi í Kópavogi).
Á þessum link er sýnt hvernig best er að standa að þessari iðju:
http://www.cchobby.com/photo-transfer-i

c) Lógóin eru teiknuð og svo hengd upp á vegg (til að vera til sýnis á æskulýðsdaginn sjálfan).

d) Ef svo vel vill tið að á staðnum sé hnappavél er hægt að búa til barmmerki úr lógóunum.

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Samvera 1 – Hvað er LÓGÓ?

Markmiðið með þessari samveru er að búa til okkar eigið lógó.
Það má vera fyrir mann sjálfan, fyrir kirkjuna, æskulýðsfélagið eða eitthvað annað sem þátttakendum dettur í hug.

Í upphafi samverunnar er hægt að taka fyrir nokkra punkta sem hjálplegt er að vinna með, áður en hafist er handa við að búa til okkar eigin lógó.
Ræðum þetta og verum tilbúin að skýra með dæmum:

a. Hvað er lógó?

b. Fyrir hvað standa lógó?

c. Hvar sjáum við lógó?

d. Hvaða lógó eru á okkur?

e. Erum við glöð með lógóin sem við berum?

Vinna má einstaklingslega eða í hópum:

  • Hvert ungmenni veltir fyrir sér lógóinu í eigin lífi og endar með því að búa til lógó fyrir sjálft sig.
  • Eins má skipta krökkunum niður í hópa og þau látin vinna lógó fyrir kirkjuna sína,  trúna, eða Jesú. (Eða hvað eina sem passar inn í þessa pælingu.)

Föndur/Iðja

Leikur Lógó kapphlaup

Verkefni Vinna lógó verkefnablað

Leikir

Messuundirbúningur

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Nokkrir fræðilegir punktar

LÚTHERSRÓSIN

Lúthersrósin er innsigli Marteins Lúthers. Líklega myndum við kalla þetta lógó í dag. Merkið varð til árið 1530 um það leyti sem Ágsborgarþingið stóð yfir, og prýddi upp frá því allt ritað mál sem Lúther sendi frá sér. Rósin var þannig hans persónulega fingrafar svo fólk gæti þekkt að það var Lúther sem raunverulega skrifaði það sem birtist.

Í bréfi til vinar síns, sem var sá sem hannaði merkið, útskýrir Lúther hvernig það endurspeglar trú hans á Jesú Krist og hvernig sú trú móti allt hans lífsviðhorf og heimssýn.
Í þessu Þetta efni sem þú ert að lesa, byggjum við á þessum persónulega vitnisburði Marteins Lúthers í umfjöllun okkar um Lúthersrósina og skýringum á henni. Ritningarversin sem fylgja, og eru uppistaðan í textunum í messuforminu, koma úr þessum skýringum. Það minnir okkur á hvað lútherskur siður er biblíumiðaður og byggir mikið á einu prinsippi Lúthers; „Sola scriptura“. Sola scriptura er latína og þýðir bókstaflega ritningin ein – eða ,,bara Biblían“.

Það þýðir að í augum Lúthers var það Biblían sem var endanlegur mælikvarði á hugmyndir kristinnar trúar um hjálpræði manneskjunnar (hvernig manneskjan frelsast) en ekki t.d. kenningar kirkjunnar.

Lúther var mjög hrifin af því að setja fram á einfaldan og grípandi hátt kjarnaatriði í guðfræðinni sinni, og notaði latnesku frasana sola scriptura (ritningin ein) solus Christus (Kristur einn) sola gratia (náðin ein) og sola fide (trúin ein) til að fanga kjarnann í guðfræði siðbótarinnar.“

Categories
Æskulýðsstarf Lúther

SKÝRINGAR: Lúthersrósin

Lúthersrósin – eða merki Lúthers – samanstendur af 4 þáttum:
1. KROSS í miðju imgres
2. HJARTA í miðju
3. RÓSAR inni í
4. HRING utan um.

 

 

Krossinn

Krossinn í miðjunni er svartur og vísar til krossfestingar Jesú. Minningin um dauða Jesú og krossfestinguna er miðlæg í öllu sem Lúther sagði og skrifaði. Svarti liturinn vísar líka í það sem er erfitt og brýtur manneskjuna niður. Krossinn stendur sem áminning um að án trúar á Jesú verður manneskjunni ekki bjargað. Í augum Lúthers er það fagnaðarerindið sjálft og hann vísar í ritningarstaðinn Róm 1.17: ,,Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.”

Hjartað

Hjartað utan um krossinn er rautt. Hjartað er tákn fyrir kjarna manneskjunnar, tilfinningar hennar og innstu veru. Lúther vill leggja áherslu á að trúin verður til í hjartanu, þ.e. tilfinningunni um það sem skiptir mestu máli. Hjartað stendur fyrir manneskjuna eins og hún er og það sem hún þráir. Hér vísar hann í ritningarstaðinn Róm 10.10: ,,Með hjartanu er trúað til réttlætis” – eða í þýðingu Guðbrandsbiblíu 1584: ,,Því að nær vér trúum af hjarta verðum vér réttlátir.” Það er úr þessari þýðingu sem yfirskriftin að þessu efni er tekin (trúum af hjarta…)

Rósin

Hjartað er staðsett inni í hvítri rós og hvíti liturinn táknar að manneskjan sem hvílir í trú, upplifir gleði, huggun og frið. Hún er vernduð gegn ótta og hættu með þessari hvítu rós, sem táknar líka vonina um að það er gott í vændum. Þarna vísar Lúther í ritninarstaðinn Jóh 14.27: ,,Frið læt ég yður eftir, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur. Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist.”

Hringurinn

Utan um hvítu rósina er gylltur hringur sem táknar himininn og eilífðina – eða vonina um hið góða sem sá eða sú sem trúir, á. Gull er dýrmætasti málmurinn, og þessi von er það dýrmætasta sem manneskjan getur eignast. Gyllti hringurinn lokar þessari mynd af guðfræði Lúthers og skýrir hvernig TRÚIN er GJÖF frá Guði sem breytir öllu fyrir manneskjuna. Hér á ritningin úr 1. Pét 1.3 vel við: “Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.”

1517-2017 – 500 ár

Hvað þýða krossinn, hjartað, rósin og hringurinn fyrir okkur í dag? Æskulýðsdagurinn árið 2017, 500 árum eftir að Lúther er tilefni til að skoða hvernig boðskapur Lúthers og siðbótarinnar passar fyrir okkur hér og nú. Í guðsþjónustunni og samverunum fyrir æskulýðsdaginn ætlum við að vinna með þessar hugmyndir siðbótarinnar og hvernig trúin birtist í lífinu í dag.

Viltu fræðast meira?

Categories
Æskulýðsdagurinn Lúther

Æskulýðsdagurinn 5.mars 2017

Hér hefur litið dagsins ljós splunkunýtt efni fyrir æskulýðsdaginn 5.mars 2017.

Efnið ber yfirskriftina TRÚUM AF HJARTA og er þar að finna 3 samverur fyrir barna- og unglingastarf auk sérstakrar æskulýðsguðsþjónustu.
Efnið sömdu sr.Kristín Þórunn Tómasdóttir og Margrét Rós Harðardóttir.

Um efnið

Lúthersrósin skýringar

Samvera 1- Hvað er lógó?

Samvera 2- Lúthersrósin

Samvera 3-Lúther og lífið

Trúum af hjarta: Guðsþjónusta á æskulýðsdaginn

Tillaga að sálmum