Categories
Átak í kreppunni

Æskulýðsdagurinn 7. mars 2010

LÁT TRÚ ÞÍNA BERA ÁVÖXT

Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Matt.25. 40.b

Í ár er yfirskrift æskulýðsdagsins LÁT TRÚ ÞÍNA BERA ÁVÖXT og ætlum við að beina augum okkar að mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og að Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Hvort æskulýðsfélög skoði báða sáttmálanna er undir því komið hversu marga fundi þau vilja nota í undirbúning æskulýðsdagsins. Af hverju virðum við þennan sáttmála og þessa yfirlýsingu? Því það er staðföst trú allra kristinna manna að allar manneskjur- óháð kynþætti, litarhætta, kynferði, trú eða stjórnmálaskoðunum eða öðrum skoðunum- séu óendanlega dýrmætar.

Ákveðið var í ár að semja ekki nýtt efni, heldur nýta gott efni sem nú þegar er til, frá árunum 2002-2005. Þá var m.a. þýtt efni úr „Compass“ – A Manual on Human Rights Education with Young People sem gefið var út af Evrópuráðinu og það er að finna á Efnisveitunni. Við hvetjum alla til þess að kynna sér þetta vandaða efni.

Efni Æskulýðsdagsins er í þremur hlutum:

1. Verkefni fyrir æskulýðsfélög og fermingarbörn úr Kompás og af Efnisveitunni
2. Tvö leikrit/ hugleiðingar til flutnings á æskulýðsdaginn
3. Tillögur að tveimur messuskrám fyrir guðþjónustu á Æskulýðsdaginn.

Kær kveðja og gangi ykkur vel

Sigríður Rún Tryggvadóttir sigridur.run.tryggvadottir@kirkjan.is
Magnea Sverrisdóttir magnea.sverrisdottir@kirkjan.is