Categories
6-9 ára Barnastarfið DVD Sunnudagaskólinn

14. ÞÁTTUR – DVD – GRÍMUBALL

Hafdís og Klemmi
Hafdís og Klemmi

Gerður var sérstakur diskur fyrir sunnudagaskólann og annað barnastarf kirkjunnar um Hafdísi og Klemma. (2011)

Hafdís og Klemmi eru á leið á grímuball en Klemmi finnst hann ekki vera í nógu flottum búningi til að fara. Þá grípur mamma Hafdísar til sinna ráða og gerir mikið úr litlu. Vísun í mettunarfrásögu Jesú.
Boðskapur: Guð gerir mikið úr litlu.

Categories
6-9 ára Barnastarfið DVD Sunnudagaskólinn

8. Hafdís og Klemmi: Illt auga

Hafdís og Klemmi
Hafdís og Klemmi

Gerður var sérstakur diskur um Hafdísi og Klemma fyrir sunnudagaskólann haustið 2011. Þessi diskur fæst í Kirkjuhúsinu. Hér er um að ræða örstutta þætti þar sem unnið er með biblíusögu dagsins. Hér er biblíusagan sjálf ekki sögð.

Hjálpargögn:
Tölva, skjávarpi og hátalari
eða
sjónvarp og DVD spilari

Efni þáttarins
Hafdís og Klemmi eru að teikna. Klemmi verður hræddur við myndina og heldur að hún sé lifandi.

Boðskapur: Enginn getur gefið líf nema Guð.

Categories
Barnastarfið DVD Sunnudagaskólinn

Hafdís og Klemmi: Þrautakóngur

Sjá þátt á DVD diski sunnudagaskólans um Hafdísi og Klemma.

Textinn sem hér er lagður til grundvallar er frásagan um það þegar Jesús valdi lærisveina.

Hér er leiknum þrautakóngi líkt við að vera lærisveinn Jesú. Hafdís, Klemmi og Haffi komast að því að best er að það sé bara einn kóngur í leiknum.

Boðskapur: Að vera lærisveinn er að fylgja Jesú.

Categories
6-9 ára Barnastarfið DVD Sunnudagaskólinn

7. Hafdís og Klemmi: Iss piss

Hafdís og Klemmi
Hafdís og Klemmi

Sjá DVD disk fyrir sunnudagaskólann.

Hér er fjallað um að við eigum að halda gefin loforð. Klemmi kemur til Hafdísar og er þá búinn að pissa á sig. Hafdís lofar að segja engum frá en tekst ekki að halda loforðið. Hún sér eftir því og í lokin sættast þau eins og sönnum vinum sæmir.

Boðskapur: Ekki svíkja loforð.

Á Daginn í dag 2 (2012) má finna þátt þar sem þessi Biblíusaga er tekinn fyrir.
Vel má nýta efnið í þeim þætti fyrir barnastarfið, annað hvort að hluta eða í heild.

Báðir þessir diskar fást í Kirkjuhúsinu.