Categories
Átak í kreppunni

Viltu auðvelda foreldrum fermingarbarna undirbúninginn fyrir veisluna?

Upplýsingar fyrir foreldra fermingarbarna

Það er engin skylda að halda fermingarveislu, en þar sem flestir gera það má finna hér upplýsingar sem gætu auðveldað undirbúninginn og geta einnig stuðlað að því að gera veisluna ódýra en góða.

Þær spurningar sem helst brenna á vörum þeirra sem eru að fara að halda veislu geta verið þessar:
Hvað þarf mikið af mat?
Hvað þarf mikið af tertum?
Hvað þarf mikið af brauði eða brauðtertum?
Hvað þarf mikið af heitum réttum?
Hvað þarf mikið af gosi?
Hvað þarf mikið af kaffi?

Til þess að flýta fyrir og auðvelda foreldrum undirbúning veislunnar má hér að finna svör öllum þessum spurningum. Hér fylgja einnig uppskriftir af góðum réttum sem ekki kosta svo ýkja mikið en eru samt saðsamir og flottir á hvaða borð sem er.

Hlaðborð:
Tveir kaldir forréttir og tveir kaldir aðalréttir.
Tveir heitir aðalréttir (kjöt)

250 gr. af hreinu kjöti á mann það er beinlausu og óelduðu.
75f gr. Fiskur t.d. í forrétt.
½ dl. af sósu.
Meðlæti: u.þ.b. 100 gr. af kartöflum á mann og 100 gr. af salati eða öðru grænmeti eins og baunum, rauðkáli og þessháttar.

Kaffiboð:
Gos: ½ lítra á mann
Kaffi: 3 bollar á mann.
3 tegundir af tertum
2 tegundir af köldu brauði
1 heitur réttur

Magn:
Ein venjuleg stærð af hringlaga tertu sem sögð er u.þ.b. 12 manna dugir fyrir u.þ.b. 20 manns.
Brauðterta sem er fjögurra laga jafnstór og rúllutertubrauð (ef það er flatt út) dugar fyrir 40 manns.
Smurt brauð (kaffisnittur) eru áætlaðar 3 stk. á mann.
Heitir réttir í eldföstu móti stærð 23cm x 33cm duga fyrir 15-20 manns.

Veislusamsetningar

Árverður ( Brunch )
Matarmikil súpa
Góð brauð
Álegg
Ávextir
Fermingarterta

Hádegishlaðborð
Kaldur fiskréttur
Kaldur kjötréttur
Heitur kjötréttur
Pastasalat
Brauð
Meðlæti með réttunum
Fermingarterta

Kaffihlaðborð
Marsípanterta
Marensterta
Súkkulaðiterta
Brauðterta
Snittur
Heitur réttur

Síðdegis og kvöldverðar hlaðborð
Tveir forréttir t.d. einn með fiski og hinn með kjöti
Einn kaldur fiskréttur
Einn kaldur kjötréttur
Tveir heitir kjötréttir
Pastasalat
Meðlæti
Fermingarterta

Uppskriftir af tveimur matarmiklum súpum

Karrýsúpa
3 msk. grænmetiskraftur
3 msk. kjúklingakraftur
3 msk. tómat puré
3 msk. karrý ekki sterkt
1 lítri vatn.

Þetta er soðið saman í u.þ.b. 25 mín og þá er tveimur pökkum af maísena sósujafnara skellt úti og hrært saman þar til það verður að þykkum graut. Kælt.

Þá er að laga sjálfa súpuna.

Ein msk. af þessum grunni er fyrir eina manneskju, svo þú tekur eins mikið af grunni og þú þarft, en allur þessi grunnur dugar fyrir 30 manns.

Síðan setur þú grunn, ananaskurl og rjóma saman í pott og hitar, setur síðan allt það grænmeti sem þú vilt og skelfisk eða kjúkling líka
Hitar allt upp að suðu nema ef þú ert með hráan kjúkling þá læturðu sjóða í u.þ.b. 10 mín.
Súpan tilbúin.

Mælt er með að setja frosna brokkolí blöndu, frosinn maís, frosna sveppi, ferskan púrrulauk og kjúklingabringur í þessa súpu sem gerir hana að lostæti með góðu brauði.

Magn miðað við 30 manns
6 dósir af ananaskurli 425 gramma
6 lítra af rjóma
4 kg kjúklingabringur í smábitum
2 poka af brokkolí blöndu
2 poka af maís
4 poka af sveppum
3 púrrulauka smátt saxaða.

Ungversk gúllassúpa
Magn miðað við 6-8 manns

600 gr. nautagúllas
3 msk. ólífuolía
400 gr. hráar kartöflur
3 stk. laukar
6 stk. hvítlauksrif
2 stk. rauðar paprikur
2 dósir tómat puré
6 dl. vatn
4 dl. mjólk
1 tsk. Oregano
1 tsk. Kúmen (fræ)
3 tsk. Paprikuduft
salt og svartur pipar

1 dós sýrður rjómi 18%

Aðferð:
Takið stóran pott og brúnið kjötið í honum í olíunni smá stund og bætið þá við söxuðum lauk og hvítlauk svissið í smá stund í viðbót.
Látið kartöflur í teningum, papriku í teningum, tómat puré og kryddið úti og vatnið. Hrærið vel saman og látið sjóða í u.þ.b. 40 mín, eða þar til kjötið er orðið meyrt. Bætið mjólkinni saman við og látið malla í u.þ.b. 10 mín í viðbót.

Berið fram með sýrðum rjóma og steinselju ef vill.

Fylltar kjúklingabringur með rjómaosti og pestó
Magn: Miðað við 4

4 stk. kjúklingabringur
2 dósir rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum
½ dós sólþurrkaðir tómatar í olíu
1 dós svartar ólífur
1 dós grænar ólífur með papriku
1 dós hvítlaukur í olíu
½ dós grænt pestó
½ dós rautt pestó
½ dós fetaostur

Aðferð:
Skerið vasa í bringurnar fletjið þær út og smyrjið með rjómaostinum leggið tvær sneiðar af sólþurrkuðum tómötum yfir ostinn og þrjár svartar ólívur skornar í tvennt yfir tómatana lokið bringunni og setjið í eldfast mót.
Smyrjið pestóinu yfir bringurnar, fyrst græna svo rauða, stráið síðan grænu og svörtu ólífunum yfir þá hvítlauknum og fetaostinum.

Bakið í ofni við 180 gr. í 35 mín.

Borið fram með hrísgrjónum og góðu grænu salati.

Höfundur:
Ásdís Hjálmtýsdóttir

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsstarf Barnastarfið

Átak í kreppunni: 14 ný myndbönd sem senda má á póstlista/setja á heimasíðu kirkjunnar o.sfrv.

Þessi stuttu myndbönd mega kirkjurnar nota að vild. Fleiri myndbönd eiga eftir að bætast við á næstunni. Vinsamlegast hafið samband ef þið eruð með hugmyndir af fleiri myndböndum. Myndböndin er einnig að finna á YouTube og er hægt að senda slóðina á póstlistana. Það er mun léttara fyrir þá sem taka á móti póstinum.

Verið dugleg að senda myndböndin eða vísanir á þau á póstlistana ykkar.

Til umhugsunar fyri pabba og mömmu. Hlúum að börnunum

Geturðu beðið? Hlúum að börnunum

Komdu í sunnudagaskólann. Hlúum að börnunum

Lífið er gjöf. Hlúum að börnunum

Bænauppeldi: Vertu yfir og allt um kring

Bænauppeldi: Vertu Guð faðir

Æðruleysisbænin. Leggjum rækt við okkur sjálf

Vantar þig hugarró? Kynning á bæna og kyrrðarstundum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu

Upplýsingar um foreldramorgna í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu (frá 26.mars 09)

Þarftu að tala við einhvern?

Bjartsýni og þakklæti- það birtir upp um síðir

Drottinn er minn hirðir.Sálmur 23

Dag í senn

Categories
Átak í kreppunni

Fermingarstörf Þjóðkirkjunnar MA ritgerð Torfa K.Stefánssonar Hjaltalín

Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka námsefnis- og námskrárgerð í fermingarstörfum
íslensku þjóðkirkjunnar. Í því skyni hafa verið notaðar bæði eigindlegar og meginlegar rannsóknaraðferðir
til að kanna núverandi stöðu mála í söfnuðum kirkjunnar, með viðtölum,
gagnasöfnun og spurningarlistum fyrir fermingarfræðara og fermingarbörn. Niðurstöður er
bornar saman við fyrirliggjandi kannanir. Einnig er gerður samanburður við fermingarstörfin í
nágrannalöndunum. Hvað námskrárfræðin varðar þá byggi ég á mikilvægi þarfagreiningar og
kenningum um að opinber, formleg námskrá verði annars vegar að byggja á skoðun
fræðaranna og hins vegar á viðhorfum nemendanna. Auk þess byggi ég á kenningum hugsmíðahyggjunnar
um að hafa nemendurna og hugmyndaheim þeirra miðlæga í öllu námi.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að draga þarf úr trúarlegri áherslu
starfanna og leggja í staðinn meiri áherslu á ungmennin sjálf, byggja störfin frekar á þeirra
eigin forsendum en á forsendum kirkjunnar. Einnig kalla aðstæður í samfélaginu í dag á stóraukna
umfjöllun um siðferðileg gildi. Auk þess þarf að fjölga fræðslustundum, koma á fót
fermingarstarfahópi og fá söfnuðina til að gera verklýsingar fyrir fermingarstörfin sem og
safnaðarnámskrár. Á þeim forsendum lagði ég fram drög að nýrri námskrá fermingarstarfanna.

Categories
Átak í kreppunni

Forskóli fermingarfræðslunnar

Tilraunaverkefni í Hvammstangakirkju vorið 2007-2008

Categories
Átak í kreppunni

Í stuttu máli sagt – Kennsluleiðbeiningar

Þýtt og staðfært: Halla Jónsdóttir

Categories
Átak í kreppunni Æskulýðsdagurinn Æskulýðsstarf Fermingarstörf Fullorðinsfræðsla Hjálparstarf kirkjunnar

Vefur Hjálparstarfs kirkjunnar

Vef Hjálparstarfs kirkjunnar má nota á margvíslegan hátt í fræðslustarfi kirkjunnar.
Help.is

Categories
Átak í kreppunni

Námskrá fermingarstarfanna frá 1989

Námskráin var unnin af fermingarstarfanefnd og Æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar.

Categories
Átak í kreppunni

Ýmsar hugmyndir fyrir fermingarstörf

Við höfum auglýst eftir hugmyndum frá kirkjunum varðandi fermingarstörfin.
Hugmyndir þessar koma frá Grafarvogskirkju:

Fermingarbörn taki viðtal við afa eða ömmu um ferminguna þeirra. Ef þau eru ekki á lífi þá tali þau við frænda eða frænku sem tilheyra umræddri kynslóð.

Feðga-, mæðgna-, feðgina- og mæðginakvöld fermingarbarna.

Skemmtilegt getur verið að vinna með klípusögur. Óskað er eftir slíkum sögum.

Categories
Átak í kreppunni

Úttekt á könnun meðal fermingarbarna

Úttekt Torfa K.Stefánsonar Hjaltalín á könnun Péturs Péturssonar frá árinu 1993 meðal fermingarbarna.

Categories
Átak í kreppunni

Fermingarstörf Þjóðkirkjunnar- Rannsóknarskýrsla

Rannsókn unnin á fermingarstörfum Þjóðkirkjunnar 2008.
Torfi K.Stefánsson Hjaltalín.